Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 15 ERLENT Sjálfstæðisfélag Kópavogs Opið hús með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Sjálfstæðisfélag Kópavogs hefur opið hús að venju á morgun, laugardaginn 14. janúar, milli kl. 10 og 12 í Hlíðasmára 19 Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi verða á staðnum og eru allir Kópavogsbúar boðnir velkomnir. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélag Kópavogs.SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali LAUGARÁSVEGUR/Efri hæð og ris m. bílskúr Vorum að fá í sölu glæsilega 6 herbergja efri hæð og ris, vel ríflega 120 fm, nánast ekkert undir súð, ásamt 26 fm bílskúr eða samtals 146 fm. Eignin skiptist í: Forstofu með yfirbyggðum svölum til norðurs, hol, baðherbergi með hornbaðkari, eldhús með nýrri innréttingu. 2 svefnherbergi með skápum. 2 samliggjandi stofur, svalir til suðurs. Efri hæð: 2 rúmgóð svefnherbergi og góð geymsla. Mikið endurnýjuð eign með frábæru útsýni yfir Laugardalinn. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 34,5 millj. London. AP. | Ruth Kelly, mennta- málaráðherra Bretlands, viður- kenndi í gær á þingi að hún vissi ekki hversu margir kynferðisbrotamenn hefðu fengið leyfi til að starfa í skól- um landsins. Hart var sótt að ráðherranum og afsagnar krafist en mál þetta kom fram á miðvikudag þegar Kelly upp- lýsti að kynferðisbrotamaður einn hefði verið ráðinn kennari í skóla í Norwich. Þar var um að ræða karl- mann, sem ekki hafði verið dæmdur, en hafði fengið viðvörun frá lög- regluyfirvöldum eftir að hafa verið staðinn að því að nálgast barnaklám um Netið. Boðar mjög hertar reglur um starfsmenn skólanna Kelly sagði á þingi í gær að nú yrðu vinnureglur varðandi ráðning- ar í skólum hertar. Reglur kveða á um að kynferðisbrotamenn megi ekki starfa í þeim stofnunum. Kvaðst ráðherrann ekki vita í hversu mörg- um tilfellum kerfið hefði bilað. Það yrði og rannsakað. Kelly tók fram að vandinn væri sá, að í mörgum tilfellum ræddi ekki um dæmda glæpamenn heldur menn, sem einungis hefðu fengið viðvörun. Reglur mæltu fyrir um að meta yrði hvert slíkt tilvik. Þessu hyggst hún nú fá breytt þannig að enginn grein- armunur verði gerður á viðvörun og dómi. Frá árinu 1997 hafa nöfn kynferð- isbrotamanna í Bretlandi verið færð í sérstaka skrá. Kynferðis- brotamenn í breskum skólum Istanbúl. AP, AFP. | Mehmet Ali Agca, Tyrkinn sem reyndi að ráða Jóhann- es Pál II páfa af dögum fyrir 25 árum, var leystur úr haldi í Tyrklandi í gær eftir að hafa afplánað fangelsisdóma fyrir aðra glæpi. Agca, sem er 48 ára, var framseld- ur til Tyrklands árið 2000 eftir að hafa setið í fangelsi á Ítalíu í nítján ár. Í Tyrklandi var hann hnepptur í fang- elsi fyrir morð á vinstri sinnuðum blaðamanni árið 1979 og tvö banka- rán á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Á þeim tíma var hann í hreyfingu þjóðernissinnaðra hægrimanna, Grá- úlfunum, sem tóku þátt í daglegum drápum og bardögum við vinstri- menn. Átökin kostuðu 5.000 manns lífið og leiddu til valdaráns hersins ár- ið 1980. Tyrkneskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu í vikunni sem leið að Agca hefði lokið afplánun fangelsis- dómanna. Sú niðurstaða er mjög um- deild í Tyrklandi og margir Tyrkir, þeirra á meðal ættingjar blaða- mannsins sem myrtur var, hafa mót- mælt henni harðlega. Hikmet Sami Turk, sem var dóms- málaráðherra Tyrklands þegar Agca var framseldur, sagði í gær að dóm- stólnum hefðu orðið á „alvarleg mis- tök“ með því að fyrirskipa að fanginn yrði látinn laus. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra landsins, kvaðst ætla að fyrirskipa áfrýjunarrétti að fara yfir niðurstöðu dómstólsins og meta hvort honum hefðu orðið á lagaleg mistök. Hundruð þjóðernissinnaðra hægri- manna söfnuðust saman á götum Ist- anbúl í gær til að fagna því að Agca var látinn laus. Um 250 vinstrimenn efndu hins vegar til mótmæla fyrir utan sjúkrahús í Istanbúl þegar Agca var þar í læknisskoðun. Þeir héldu á myndum af vinstrimönnum sem talið er að Gráúlfarnir hafi orðið að bana. Stóðu KGB og leyniþjónusta Búlgaríu á bak við árásina? Agca var 23 ára þegar hann hleypti af byssu á Jóhannes Pál II páfa í Pét- urskirkjunni í Róm árið 1981. Hann hefur orðið missaga hvað eftir annað þegar hann hefur verið spurður um hvers vegna hann reyndi að myrða páfa. Fram komu fullyrðingar um að sovéska leyniþjónustan KGB og leyniþjónusta Búlgaríu hefðu staðið fyrir árásinni. Saksóknurum á Ítalíu tókst þó ekki að sanna að Agca hefði tengst búlgörsku leyniþjónustunni. Þegar Jóhannes Páll II heimsótti Búlgaríu árið 2002 kvaðst hann aldrei hafa trúað því að leyniþjónusta Búlg- aríu væri viðriðin árásina. Einn af virtustu rannsóknardóm- urum Ítalíu á þessum tíma, Ferdin- ando Imposkimato, sem rannsakaði árásina, kvaðst í gær vera sannfærð- ur um að leyniþjónustur Sovétríkj- anna og Búlgaríu hefði átt þátt í árás- inni. Hann varaði við því að líf Agca kynni að vera í hættu þar sem hann gæti ljóstrað upp mörgum leyndar- málum. „Ég tel að tyrkneska stjórnin þurfi að tryggja öryggi Agca vegna þess að hann veit um svo mörg leynd- armál og verður ef til vill myrtur,“ sagði Imposimato. Margir telja Agca bilaðan á geðs- munum og hann hefur oft haldið því fram að hann sé „annar Messías“. Aðrir álíta hann mjög slóttugan glæpamann sem leiki fífl. Hyggst berjast fyrir lýðræði Lögfræðingur Agca sagði hann ætla að taka þátt í „baráttunni fyrir lýðræði“ og stuðla að friði í heimin- um. Hann gerði lítið úr viðvörunum um að líf Agca kynni að vera í hættu. Eftir að Agca var látinn laus var hann fluttur á skráningarskrifstofu tyrkneska hersins vegna þess að hann kom sér hjá því að gegna her- þjónustu áður en hann var hnepptur í fangelsi. Þaðan var hann færður á hersjúkrahús og eftir læknisskoðun var hann fluttur á óþekktan stað. Lögfræðingurinn sagði að Agca hygðist búa í einu úthverfa Istanbúl og gefa sig fram tvisvar á dag á lög- reglustöð í borginni þar til herinn ákveður hvort hann eigi að gegna herþjónustu. Lögfræðingurinn segist ætla að óska eftir því að Agca þurfi ekki að gegna herþjónustu, að hann fái annaðhvort háa sekt eða undan- þágu. Tyrkinn sem reyndi að myrða páfa látinn laus Reuters Mehmet Ali Agca (fyrir miðju) í fylgd tyrkneskra lögreglumanna eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Istanbúl í gær. TILRAUNIR þýska útgáfufyrir- tækisins Springer Verlag, sem með- al annars gefur út Bild Zeitung, stærsta dagblað Evrópu, til þess að komast inn á sjónvarpsmarkaðinn með yfirtöku á sjónvarpsstöðvum ProSiebenSat.1 hafa gengið brösug- lega. Á þriðjudag kom bakslag í þessar fyrirætlanir þegar sérstakt ráð um samþjöppun á fjölmiðla- markaði, þekkt undir skammstöfun- inni KEK, lagðist gegn því að stöðv- arnar yrðu seldar Springer. Í gær sögðu þýskir fjölmiðlar frá því að fram hefði komið gagntillaga frá Springer-forlaginu þess efnis að við kaupin yrði stöðin ProSieben seld út úr fjölmiðlafyrirtækinu. Þessi tillaga hefur í för með sér að KEK þyrfti að fara yfir málið að nýju, en ólíklegt er að hún legðist gegn yfirtöku forlagsins vegna þess að án ProSieben er áhorfshlutfall stöðva fyrirtækisins aðeins 15%. Að sögn KEK væri þá ekki lengur um að ræða yfirburði í skoðanamyndun, samkvæmt því sem kom fram á þýska netmiðlinum Netzeitung.de. Deila nú um tímasetningu Þýska samkeppnisstofnunin (Bun- deskartellamt) þarf einnig að leggja blessun sína yfir yfirtöku Springer á sjónvarpsfyrirtækinu. Eftir tilboðið um að selja ProSieben deila stofn- unin og fjölmiðlarisinn nú um það hvenær það ætti að gerast. Springer vill fá ár til að selja stöðina af skatta- legum ástæðum, en bæði samkeppn- isstofnunin og KEK vilja að það ger- ist fyrir yfirtöku. Í fréttum kom fram að núverandi stjórn ProSiebenSat.1 hafi ekki ver- ið látin vita af þessari tillögu Spring- er. ProSiebenSat.1. Frá því að ProSieben og Sat.1 sameinuðust á sínum tíma hefur fyrrnefnda stöðin dregið vagninn og tryggt afkomu fjölmiðlafyrirtækis- ins. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að Sat.1 fór að standa fyrir sínu eftir að stöðin hafði verið rekin með tapi um árabil. Getgátur um að Niki Lauda kaupi ProSieben Þegar er farið að velta vöngum yf- ir væntanlegum kaupendum að Pro- Sieben og er kappaksturshetjan fyrrverandi, Niki Lauda, meðal þeirra, sem hafa verið nefndir. Innan forlagsins hafa verið hugmyndir um að fara inn á sjónvarpsmarkaðinn frá því á sjöunda áratugnum þegar það var undir stjórn Axels Springers heitins. Springer gefur út fjölda dagblaða og yfirvöld í Þýskalandi hafa haft áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á skoðanamyndun í landinu bættust sjónvarpsstöðvarnar við. Með því að selja hluta sjónvarpssamsteypunnar ProSiebenSat.1 gæti þó svo farið að lokum, að fjölmiðladraumur Spring- ers rættist. Reyna að liðka fyrir kaupum á sjónvarpsveldi Útgáfufyrirtækið Springer Verlag í Þýskalandi kemur til móts við samkeppnisyfirvöld og fjölmiðlaeftirlitið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.