Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 35
MINNINGAR
✝ Níels Helgi Jóns-son fæddist í Út-
koti á Kjalarnes-
hreppi í Kjósarsýslu
23. maí 1921. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
31. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigríður
Andersdóttir, f.
1880, d. 1958, og Jón
Jónsson, f. 1882, d.
1961. Níels var
yngstur tíu systkina
sem öll eru látin.
Systkini hans voru: Lilja, f. 1903, d.
1990, Þórður, f. 1905, d. 1983, Vil-
borg, f. 1907, d. 2002, Helgi, f.
1908, d. 1998, Jón, f. 1919, d. 1970,
Bjarni, f. 1913, d. 1983, Laufey, f.
1916, d. 2004, Anders, f. 1919, d.
1968 og Gústaf Adolf, f. 1920, d.
1948. Sex ára gamall flutti Níels
með foreldrum sínum að Hnausi í
Flóa en tvítugur flutti hann til
Reykjavíkur og bjó þar síðan.
Níels kvæntist 19. júlí 1947 Dóru
Unni Guðlaugsdóttur, f. 6. ágúst
1925. Þau eignuðust fimm börn,
sem eru: 1) Valgerður, f. 1947, gift
Lárusi Loftssyni, börn þeirra eru
a) Níels Valur, f.
1967, og b) Helga
Sigríður, f. 1971, gift
Reyni Þór Reynis-
syni, og börn þeirra
þrjú eru Birna Lísa,
Aron Daði og Katla
Marín. 2) Sigríður, f.
1952, d. 1954. 3)
Gústaf Adolf, f.
1953, í sambúð með
Bergþóru Sigur-
björnsdóttur, dætur
Gústafs eru a) Ásrún
Hildur, f. 1981, og b)
Guðrún Unnur, f.
1990. 4) Guðlaugur, f. 1956, kvænt-
ur Rögnu Þóru Ragnarsdóttur,
börn þeirra eru a) Sigurbjörn, f.
1986, b) Dagný Ósk, f. 1987, c)
Andri Þór, f. 1990, d) Unnar Már, f.
1991, og e) Tómas Örn, f.1994. 5)
Brynjar Þór, f. 1960, kvæntur Arn-
fríði Einarsdóttur, synir þeirra eru
Einar, f. 1989, og Helgi, f. 1991.
Níels starfaði sem bifreiðar-
stjóri alla sína starfstíð, síðustu
áratugina sem leigubifreiðastjóri á
BSR.
Níels verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Kynni okkar tengdaföður míns
spanna tæp tuttugu ár. Níels tók
mér vel í upphafi og hefur ekki borið
skugga á þau kynni síðan. Mér eru
minnisstæð orð móður minnar þegar
hún hafði hitt tilvonandi tengdafor-
eldra mína og sagði, að þótt maður
réði því hverjum maður giftist, ætti
maður ekkert val um tengdafor-
eldra. Benti hún mér á að ég væri af-
skaplega heppin að hafa eignast þau
Dóru og Níels. Undir það tek ég
heilshugar.
Samskipti okkar Brynjars og
strákanna við Níels og Dóru hafa
alltaf verið mikil. Einar og Helgi
nutu þess frá frumbernsku að vera
hjá afa og ömmu í Barmahlíðinni og
hafa þeir nánast litið á þeirra heimili
sem sitt eigið. Þar hafa þeir notið
ástar og umhyggju sem alltaf er
veitt af miklu örlæti. Hjá þeim lærðu
bræðurnir að spila, þar voru sagðar
sögur og farið með þulur. Síðustu
tæp sex árin höfum við fjölskyldan
notið þess að búa í sama húsi og
Níels og Dóra og hefur sú sambúð
verið okkur á efri hæðinni til gleði
og ánægju. Hjá Dóru hafa bræðurn-
ir snætt hádegisverð eftir skóla og
síðan var það gjarnan afi sem ók
þeim á æfingar um alla borg eftir
þörfum. Hann var alltaf boðinn og
búinn í akstur og öll viðvik sem
hugsast gátu. Níels var afar barn-
góður en hændi líka að sér öll dýr
sem nálægt honum komu. Ná-
grannakettirnir sóttu í félagsskap
hans og áttu í honum öflugan banda-
mann.
Níels var afskaplega handlaginn
og úrræðagóður þegar kom að við-
gerðum og lagfæringum. Skipti
engu hvort um var að ræða bilaðan
bíl eða laskaða innanstokksmuni,
hann virtist geta gert við allt. Þegar
eitthvað þurfti að laga og bæta á efri
hæðinni, var jafnan viðkvæðið: „Töl-
um við afa, afi getur allt.“ Áður en
við var litið var afi mættur og búinn
að bæta og laga. Þá naut Níels þess
mjög að vinna við sumarbústaðinn
fyrir austan og þar dyttaði hann að,
smíðaði og hugaði að skóginum. Ég
man ekki til þess að Níelsi félli þar
verk úr hendi.
Tengdaföður minn kveð ég í virð-
ingu og þökk fyrir góð kynni. Guð
blessi minningu Níelsar Helga Jóns-
sonar.
Arnfríður Einarsdóttir.
Garpur er fallinn í valinn. Hann
dó eins og hann lifði; engum háður
og sjálfum sér og sínum nægur. Síst
bjóst ég við því að við ættum ekki
eftir að hittast aftur, er ég kvaddi
hann áður en ég fór í frí til útlanda
20. desember sl. Sjálfur held ég að
hann hafi leynt veikindum sínum eft-
ir bestu getu, svo lengi sem kostur
var, í því skyni að láta ekki hina
flinku nútíma læknisfræði lengja líf-
dagana með þeim hætti að hann yrði
upp á aðra kominn. Slík var harkan í
honum. Allt vol og víl var honum
fjarri skapi, líkt og mörgum af hans
kynslóð. Aldrei féll honum verk úr
hendi og vinnusemi hans var við-
brugðið. Verst þótti honum þegar
hann var skikkaður til að hætta að
vinna. En hann fann sér alltaf eitt-
hvað til að hafa fyrir stafni. Verklag-
inn var hann með afbrigðum og
skopaðist ég stundum við hann um
það að hann þættist sjá betur en aðr-
ir mældu, en hann hló á móti og
sagðist ekkert skilja í því að ég hefði
þumalfingur á öllum. Mér er minn-
isstætt er ég pjakkurinn nýbúinn að
fá bílpróf og hafði komist yfir
Volkswagentík, sem gjarnan bilaði,
leitaði til hans um viðgerð. Tók hann
mig og tíkina út í bílskúr og sagðist
ætla að kenna mér eitt og annað um
lítilsháttar viðgerðir, svo ég gæti nú
orðið sæmilega sjálfbjarga.
Kennslustundin stóð ekki nema tutt-
ugu mínútur, en þá var ég útskrif-
aður sem fullkomlega óhæfur. Eftir
þetta sinnti hann kvabbi mínu einn,
en ég fékk kannski að sópa skúrinn á
eftir, ef vel lá á honum. Það var fátt
sem bilaði, sem hann gat ekki lag-
fært. Hann var greiðvikinn og góð-
viljaður og vildi hvers manns vanda
leysa ræki þann vanda á hans fjörur.
Og hans fjörur gátu verið býsna
stórar.
Hin síðari ár bjuggu pabbi og
mamma undir sama þaki og Binni
bróðir og Fríða tengdadóttir þeirra,
ásamt sonum þeirra. Þetta átti vel
við pabba og ekki síður mömmu.
Hann hafði í nógu að snúast við að
mála húsið og dytta að ýmsu. Og
ekki voru stundirnar síðri austur í
sumarbústað, þar sem hann gat
dundað sér dægrin löng og lagt heilu
fótboltavellina fyrir barnabörnin,
meira og minna eigin hendi. Nú er
hann horfinn á vit feðra sinna og er
sárt saknað. Megi náð Drottins vera
með honum. Hvíl í friði.
Gústaf Níelsson.
Tengdafaðir minn Níels Jónsson
lést á gamlársdag eftir stutta
sjúkrahúslegu, 84 ára að aldri. Mér
er efst í huga þakklæti fyrir að hafa
kynnst þeim góðu mannkostum sem
Níels hafði. Hann var kannski ekki
allra við fyrstu kynni, en þegar kom-
ið var í gegnum þann skráp sem um-
lukti hann fann maður hvað hann
hafði hlýtt og gott hjarta. Samband
okkar var alltaf mjög gott, hann var
boðinn og búinn að hjálpa þegar til
hans var leitað. Hann var mjög
barngóður, og nutu barnabörnin og
barnabarnabörnin hans þess í ríkum
mæli. Hann var þeirra málsvari og
vildi að komið væri fram við börnin
af virðingu og réttlæti. Þannig var
það einnig með dýrin, en Níels var
einstaklega mikill dýravinur. Sér-
staklega voru kettir í uppáhaldi hjá
honum og meira að segja höfðuðu
mýsnar til hans sem flestum er nú
illa við. Einn af föstum þáttum hjá
fjölskyldu Níelsar var að hittast um
hver jól og áramót og einnig var
fastur liður að hittast um verslunar-
mannahelgina í sumarbústað fjöl-
skyldunnar í Grímsnesinu. Var það
ávallt tilhlökkunarefni. En þótt allir
væru komnir til að hafa það rólegt í
bústaðnum að þá var Níels sívinn-
andi öllum stundum, dytta að, mála,
tyrfa og framkvæma fyrir barna-
börnin, svo þau höfðu nóg rými til
leikja.
Að spila vist var fastur liður á
þessum fjölskyldustundum og það
kom í minn hlut að vera „makker“
tengdaföður míns og var það mér
mikill heiður. Við vorum nær ósigr-
andi og höfðum oft á orði að við
mættum ekki fara mjög illa með
andstæðingana strax, helst að gefa
þeim lausan tauminn í byrjun en
taka þá síðan við „hægan eld“ eins
og tengdafaðir minn orðaði það svo
skemmtilega. Að vísu var kannski
ekki alltaf farið eftir settum reglum
en á meðan enginn varð þess var, þá
gekk það upp.
Ég vil að lokum þakka Níelsi
tengdaföður mínum samfylgdina í 40
ár og mun minnast hans með hlýhug
og virðingu um ókomin ár.
Ég votta Dóru tengdamóður
minni og fjölskyldunni innilega sam-
úð mína á þessari stundu og bið góð-
an Guð að blessa og styrkja þau öll.
Lárus Loftsson.
Mig langar til að minnast þín,
elsku afi, og þakka þér fyrir allar
ógleymanlegu stundirnar með þér.
Allar rútuferðirnar að Gullfossi og
Geysi sem voru fjölmargar og hafði
ég sérstaklega gaman af að fara
þessar ferðir með þér. Þú fékkst
alltaf hrós frá ferðamönnunum fyrir
lipran og þægilegan akstur, enda
fannst mér þú alltaf vera besti bíl-
stjóri í heimi.
Þú bauðst mér í mína fyrstu utan-
landsferð, þegar ég var 10 ára, til
Kanaríeyja, sem var mér mjög eft-
irminnileg, en Kanaríeyjar voru
þinn uppáhaldsstaður erlendis.
Oft fór ég með strætó ofan úr
Breiðholtinu til þín og ömmu og þeg-
ar ég sá að þú varst ekki inni, þá
spurði ég ömmu hvar þú værir og
svaraði hún því iðulega að þú værir
úti í bílskúr. Ég trítlaði þá þangað og
fylgdist með þér dytta að bílnum eða
einhverju öðru. Ég eyddi mörgum
stundum hjá ykkur ömmu í Barma-
hlíðinni þegar ég var yngri og fannst
mér ákaflega gott að vera hjá ykkur.
Allar stundirnar í sumarbústaðn-
um verð ég að minnast á, þar sem þú
varst sífellt að lagfæra það sem bet-
ur mátti fara og nutu barnabörnin
góðs af leiksvæðinu sem þú bjóst til.
Síðustu tvö ár fórum við nokkrar
dagsferðir austur fyrir fjall þar sem
við skoðuðum hin og þessi söfn.
Þetta voru mjög fróðlegar og
skemmtilegar ferðir hjá okkur þar
sem við fengum okkur líka kaffi og
spjölluðum saman.
Ég gæti haldið lengi áfram en læt
hér staðar numið. Þú varst mér allt-
af hlýr og góður og mun ég ætíð
minnast allra góðu stundanna okkar
og þess sem þú hefur gert fyrir mig.
Níels Valur.
Ríðum, ríðum langt inní skóginn
löng er leiðin og löt eru trippin
hvað skyldu vorir menn til matar hafa
magann úr músinni, miltað úr lúsinni,
vængi af fiðrildi og flugugarnir.
Þessa vísu fórst þú ætíð með fyrir
mig þegar þú hossaðir mér á hnján-
um og lést mig detta við flugugarn-
irnar. Þetta fannst mér það
skemmtilegasta í heimi þegar ég var
lítil stelpa og bað þig aftur og aftur
að hossa mér og fara með vísuna.
Árin hafa liðið og þú varst nú
hættur að hossa mér en börnin mín
fengu að njóta þessarar minningar
minnar.
Það eru ýmsar minningar sem
streyma nú fram elsku afi þegar þú
ert farinn frá okkur. Ég man að ég
fór með þér í nokkrar rútuferðir hér
áður fyrr sem mér fannst ótrúlega
gaman, sérstaklega að fá að sitja í
fremst í rútunni þinni því þá fannst
mér hún fara svo ótrúlega hratt.
Þegar ég var yngri var ég mikið
hjá þér og ömmu í Barmahlíðinni og
var það alltaf mjög notalegt enda
sóttist ég eftir að fá að vera sem
mest hjá ykkur. Ég komst upp með
ýmislegt hjá ykkur sem ég komst
ekki upp með heima hjá mér. Það
var t.d. þegar mig langaði ekki að
borða matinn minn að þá studdir þú
mig alltaf í því og sagðir að það ætti
aldrei að pína mat ofan í börn.
Elsku afi, þú varst alltaf svo góður
við okkur barnabörnin og svo sér-
staklega við börnin mín sem eiga eft-
ir að sakna þín mikið. Aron Daði er
búin að spyrja mikið um þig og er
viss um að þú hafir það gott hjá
Guði. Hann er líka búinn að ylja sér
mikið við mynd sem hann á af ykkur
tveimur og mun alltaf varðveita.
En þú ert örugglega farinn að
dytta að og lagfæra ýmislegt þarna
uppi og vona ég að þú hafir það sem
allra best. Þú átt alltaf hlýjan stað í
hjarta mínu.
Helga.
Það eru aðeins ljúfar minningar
sem tengdar eru Níelsi Jónssyni en
hann var í áratugi einstakur vinur og
hjálparhella fjölskyldu okkar. Hann
kom til starfa hjá Þingvallaleið ehf. á
fyrstu árum þess, hress og skemmti-
legur, og varð brátt einn af mikil-
vægustu starfsmönnunum. Þetta
vissi hann og þess vegna brást hann
okkur aldrei.
Ekki er sjálfgefið að utanaðkom-
andi starfsmaður gangi inn í tiltölu-
lega ungt fjölskyldufyrirtæki og láti
sér jafn annt um hag þess og Níels
gerði í störfum sínum hjá Þingvalla-
leið. Sjálfsagt þótti að fjölskyldan
léti hag fyrirtækisins ganga fyrir en
eitt af forgangsverkefnum þess hef-
ur ávallt verið að veita góða þjón-
ustu. Frá fyrsta degi og í þá rúmu
tvo áratugi, sem Níels starfaði hjá
fyrirtækinu, tók hann þetta hlutverk
að sér opnum örmum eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Í öllum verkum
sínum þar studdi hann fyrirtækið og
bar hag þess ótvírætt fyrir brjósti og
störfunum gegndi hann af einstakri
alúð og vandvirkni. Fyrirtækið var á
þeim árum að mestu rekið á heimili
fjölskyldunnar og þegar mikið lá við
var okkur systkinunum uppálagt að
best væri að ná í Níels. Það var alltaf
gert og aldrei brást hann. Hann var
oft kallaður út með mjög stuttum
fyrirvara og alltaf var hann mættur
á tilsettum tíma, fínn og snyrtilegur,
með langferðabílinn hreinan og
flottan, tilbúinn að veita ferðafólkinu
hina bestu þjónustu. Honum þótti
ekkert tiltökumál þótt hann þyrfti
að skríða undir bílana á ferðalögum
til að gera við það sem hafði bilað
þannig að ferðamennirnir kæmust
leiðar sinnar eins og til stóð. Hann
var líka ökukennari okkar elstu
systkinanna og þótt langt sé um liðið
teljast ökutímarnir hjá honum til
hinna ógleymanlegu kennslustunda.
Allt þetta vann hann af einstakri
natni, umhyggju og vandvirkni og
aldrei eins og það væri kvöð heldur
ljúf og sjálfsögð skylda. Margt af því
sem hann gerði fyrir okkar var þar
fyrir utan langt umfram skyldu.
Þetta var fjölskyldunni ómetan-
legt og í það var lagður djúpur skiln-
ingur á því hve trúmennska og fag-
leg vinnubrögð skiptu miklu máli,
ekki aðeins í þágu fyrirtækisins
heldur einnig sem fyrirmynd og
hvatning fyrir allt unga fólkið á
heimilinu. Raunar var það sama inn-
ræting og foreldrarnir höfðu sjálfir
kappkostað að veita börnunum en
það var einmitt þess vegna sem
Níels var svona mikilvægur og eins
og ómissandi hluti af fjölskyldunni
okkar. Hann var okkur öllum mjög
kær og minningarnar um hann mun-
um við varðveita sem dýrmætan
sjóð.
Við kveðjum þennan einstaka og
trygga vin fjölskyldunnar með
ómældu þakklæti í huga fyrir alla þá
hjálpsemi, hlýhug og umhyggju sem
hann sýndi okkur öllum til margra
ára. Eiginkonu hans, börnum,
tengdabörnum og afabörnum vott-
um við okkar dýpstu samúð og biðj-
um Guð að vera með þeim öllum.
Guðlaug Þórarinsdóttir,
Sigríður Ingvarsdóttir, Þór
Ingvarsson, Elín Ingvarsdóttir,
Sigurður Ingvarsson.
NÍELS HELGI
JÓNSSON
Elskuleg móðir okkar,
DAGMAR INGÓLFSDÓTTIR,
Álftamýri 58,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
10. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Anna Bára Pétursdóttir,
Ingólfur Guðmundur Pétursson.
JÓRUNN RÓBERTSDÓTTIR
lést á sjúkrahúsi mánudaginn 26. desember.
Útförin fór fram í Lyngby, Danmörku, föstudaginn
6. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásta Björnsdóttir.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SNÆBJÖRN STEFÁNSSON,
Stangarholti 3,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
5. janúar.
Jarðsett verður frá Reykholtskirkju í Borgarfirði
laugardaginn 14. janúar kl. 14.00.
Kristrún Valdimarsdóttir,
Sigurður Snæbjörnsson,
Sigríður Snæbjörnsdóttir, Pétur Sævarsson,
Arnar Snæbjörnsson,
Stefán Grímur Snæbjörnsson, Inga Dögg Jónsdóttir
og barnabörn.