Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 41 Atvinnuauglýsingar Bílstjórar með meirapróf MS Reykjavík óskar eftir að ráða bílstjóra til söfn- unar og flutnings mjólkur frá framleiðendum á Vesturlandi til Reykjavíkur. Um er að ræða framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og geta byrjað sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Páll Svavarsson í síma 569 2200. Umsóknir skulu berast til MS Reykjavík, Bitru- hálsi 1, 110 Reykjavík eigi síðar en 20. janúar nk. Hægt er að senda umsóknir á netfangið starfsmannasvid@ms.is eða fá sent sérstakt umsóknareyðublað. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Kópavogs Opið hús með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Sjálfstæðisfélag Kópavogs hefur opið hús að venju á morgun, laugardaginn 14. janúar, milli 10 og 12 í Hlíðasmára 19. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi verða á staðnum og eru allir Kópa- vogsbúar boðnir velkomnir. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Tilkynningar Efnistaka úr Ingólfsfjalli í Sveitarfélaginu Ölfusi Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Fossvélar ehf. hafa tilkynnt til umfjöllunar Skipu- lagsstofnunar frummatsskýrslu um efnistöku úr Ingólfsfjalli í Sveitarfélaginu Ölfusi. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 13. janúar til 24. febrúar 2006 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Sveitarfélaganna Ölfuss og Árborgar, á bókasafninu í Þorlákshöfn, á bóka- safninu á Selfossi, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Línuhönnunar verkfræðistofu: www.lh.is . Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 24. febrúar 2006 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Vakin er athygli á, að opið hús þar sem niður- stöður skýrslunnar eru kynntar, verður haldið að Kjarri, Ölfusi þann 26. janúar nk. milli kl. 17 og 19. Öllum er heimilt að koma og kynna sér framkvæmdina. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000 með síðari breytingum. Skipulagsstofnun. Félagslíf I.O.O.F. 1  1861138  Á.S. I.O.O.F. 12  1861138½  Í kvöld kl. 20.30 heldur Freysteinn Sigurðsson erindi: „Sagnaslóðin, hringferð Herúla“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Á sunnudögum kl. 10.00 er hugleiðing með leiðbeiningum. Starfsemi félagsins er öllum opin. http:/gudspekifelagid.is Kynning verður á stefnu og starfi Guðspekifélagsins laugar- daginn 14. janúar kl. 15.30 í sal á fyrsu hæð í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. Allir velkomnir. Miðvikudagur 18. janúar kl. 20.30 heldur Halldór Haralds- son áfram umfjöllun sinni um Vedanta-heimspekina. Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR Mývatnssveit | Það var fuglatalning víða um land um síðustu helgi, samkvæmt hefð þar um, meðal annars í Mývatnssveit. Talið er á afmörkuðu svæði þar sem venju- lega helst autt vatn þótt vetur sé, vegna heitra linda sem í það renna. Nú eru óvenjumiklar eyður með öllu Austurlandinu eftir storma og þýðviðri að undanförnu. Svo virðist sem fuglinum hafi lítt hugnast bál- viðri þessi og töldust því mun færri fuglar á vatninu en venjulegt er. Snjótittlingar, sem á þessum tíma halda sig heima við bæi að leita sér að æti, hafa flutt sig frá byggðinni sökum snjóleysis og hafna fóður- styrkjum í bili. Það væri einfalt mál að telja fugla ef allir væru eins samvinnu- þýðir og þessir á myndinni. Morgunblaðið/BFH Færri fuglar við Mývatn MATVÆLAFYRIRTÆKIÐ Fram Foods var í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær ranglega sagt vera sjávarafurðadeild Bakkavarar Group. Fram Foods er sjálfstætt hlutafélag þar sem Bakkavör er meðal hluthafa. Beðist er velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. LEIÐRÉTT Fram Foods og Bakkavör HUGVÍSINDADEILD Háskóla Ís- lands mun á morgun, laugardag, bjóða upp á fyrirlestur um rann- sóknir á dýrabeinum sem komið hafa í ljós við fornleifauppgröft á Íslandi á nokkrum undanförnum árum. Kerfisbundnar rannsóknir á dýrabeinum úr íslenskum forn- leifauppgröftum hófust á níunda áratug síðustu aldar undir forystu McGoverns sem er prófessor í dýrabeinafræði við mann- fræðideild City University í New York. Hann og nemendur hans hafa lagt fram mikilvægan skerf til um- ræðu um aðlögun landnámsmanna að íslensku vistkerfi, um þróun ís- lensks landbúnaðar og fiskveiða svo aðeins stærstu þemun séu nefnd. McGovern mun í fyrirlestri sín- um greina frá niðurstöðum ára- langra rannsókna sinna í Mývatns- sveit og setja þær í víðara fornleifafræðilegt og sögulegt samhengi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og fer fram í stofu 201 í Odda við Sturlugötu kl 14. Fyrirlestur um samband lands og beina REYKJAVÍKURAKADEMÍAN heldur áfram með umræðufundina um innflytjendamál: „Varavinnuafl eða vannýtt auðlind.“ Laugardaginn 14. janúar verður fjallað um viðbrögð Íslendinga við því að fá útlending í nánustu fjöl- skyldu sína. Anna G. Ólafsdóttir blaðamaður og fulltrúi í Fjölmenningarráði fjallar um þessi mál undir yf- irskriftinni: „Bosníumaður í fjöl- skylduna.“ Pallborð og umræður að þeim loknum. Fundurinn hefst kl. 12.00 og er haldinn í ReykjavíkurAkadem- íunni, Hringbraut 121, 4. hæð. Rætt um innflytjendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.