Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 345 PÍLAGRÍMAR FÓRUST Að minnsta kosti 345 pílagrímar tróðust undir í mannþröng á hajj- trúarhátíð múslíma í Sádi-Arabíu í gær en hátíðinni lýkur í dag. Um 2,5 milljónir manna eru í Sádi-Arabíu í því skyni að fagna hajj og tróðst fólkið í gær undir eftir að nokkrir pílagrímar höfðu hrasað um far- angur á leið sinni til athafnar í Mina. Atburðir sem þessir hafa verið al- gengir á hajj-hátíðinni undanfarin ár. Þolinmæðin á þrotum Forystumenn Bretlands, Þýska- lands, Frakklands og Bandaríkjanna vilja að málefnum Írana verði vísað fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna en þeir telja Íran brotlegt við samninga um bann við þróun kjarn- orkuvopna. Þeir segja viðræður við Írana í „blindgötu“, kominn sé tími til að á málum þeirra verði tekið af festu. Skólar sameinist? Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að kanna fýsileika þess að sameina Há- skóla Íslands og Kennaraháskóla Ís- lands. Ákvörðunin er tekin að höfðu samráði við rektora beggja skól- anna. Guðmundi Árnasyni ráðuneyt- isstjóra er ætlað að leiða hópinn. Hann segir að fyrst og fremst verði horft til þess hvort sameining þess- ara tveggja skóla muni bæta kenn- aramenntunina í landinu. Vísitala hækkar Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,32% milli desember og janúar, en það jafngildir 3,9% verðbólguhraða á heilu ári. Þetta er nokkru meiri hækkun en spáð hafði verið en markaðsaðilar höfðu spáð lækkun vísitölunnar eða lítils háttar hækk- un. Nú er leitt líkum að því að Seðla- bankinn hækki stýrivexti sína síðar í mánuðinum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Menning 24, 48/53 Fréttaskýring 8 Umræðan 26/34 Úr verinu 11 Bréf 26 Viðskipti 12 Minningar 35/40 Erlent 14/15 Dagbók 44/47 Minn staður 18 Víkverji 44 Höfuðborgin 19 Velvakandi 45 Akureyri 20 Staður og stund 46 Austurland 20 Bíó 50/53 Suðurnes 21 Ljósvakamiðlar 54 Landið 21 Veður 55 Daglegt líf 22/23 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %             &         '() * +,,,                                BORGARRÁÐ telur að verðmat á Landsvirkjun upp á rúma 56 millj- arða sé of lágt. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri segir að salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkj- un til ríkisins hafi því ekki tekist. Við- ræðum sé þó ekki formlega slitið. Hún á ekki von á því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Viðræður um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrar- bæjar í Landsvirkjun hafa staðið yfir í bráðum ár. Um nokkra hríð hefur leg- ið fyrir að ágreiningur sé um verðmat á fyrirtækinu. Hlutur Akureyrarbæj- ar í Landsvirkjun er um 5% og Reykjavíkurborgar um 45%. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, sagði er blaðamað- ur innti hann álits á þessari stöðu mála í gær, að ljóst væri að R-listinn gæti ekki klárað málið. „Þetta er óvið- unandi staða og við þurfum að hugsa okkar gang upp á nýtt.“ Aðspurður vildi hann hvorki tjá sig um verðmat á fyrirtækinu né öðru því sem lyti að viðræðunum fyrr en þeim hefði verið lokið með formlegum hætti. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra vildi ekki tjá sig um þetta mál, þegar eftir því var leitað í gær, í ljósi þess að engin formleg tilkynning hefði borist til ráðuneytisins um viðræðuslit af hálfu borgarinnar. Ekki hægt að hækka verðið Staðan í viðræðunum um Lands- virkjun var rædd á fundi borgarráðs í gær. Fulltrúar borgarinnar í við- ræðunefnd um söluna greindu þar m.a. frá því að þeir teldu að ekki væri hægt að ná verðinu ofar, að sögn Steinunnar Valdísar. Meirihluti borg- arráðs, þ.e. borgarfulltrúar R-listans, létu bóka að verðmat fyrirtækisins væri alls ekki viðunandi. Borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir það í sinni bókun. „Borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sammála því að það verðmat upp á rúma 56 milljarða, sem nú liggur fyrir hjá viðræðunefndinni, er ekki viðun- andi. Þess vegna er eðlilegt að slíta þessum viðræðum […],“ segir í bók- uninni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, seg- ir að fulltrúar R-listans hafi hvort sem er ekki haft hug á því að selja hlutinn í Landsvirkjun því ágreiningur sé inn- an listans um söluna. „Þessar viðræð- ur hafa í raun verið allt að því inni- stæðulausar upp á síðkastið vegna þess að allir vita að mikill pólitískur ágreiningur er innan R-listans um sölu á hlut ríkisins í Landsvirkjun.“ Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-listans og áheyrnarfulltrúi í borgarráði, segir einnig í bókun sinni að verðmat á Landsvirkjun sé of lágt. „Í núverandi stöðu tel ég ekki tilefni til frekari viðræðna um þessi mál og að þær ætti að leggja til hliðar.“ Þegar Steinunn Valdís er spurð hvort ágreiningur sé innan R-listans um söluna á hlut borgarinnar í Lands- virkjun segir hún þetta eitt: „Það er yfirlýst stefna borgaryfirvalda að fara úr fyrirtækinu. Sú stefna endurspegl- ast í tillögum orkustefnunefndar.“ Sérstakt matsfyrirtæki var fengið til að verðleggja Landsvirkjun, að sögn Steinunnar. Hún segir að ágreiningur um verð- matið snúist um forsendur fyrirtæk- isins fyrir matinu. „Hann snýst m.a. um ávöxtunarkröfuna og álverð.“ Hún vill ekki gefa upp álverðið sem miðað er við. Innt eftir því hvaða verð á Landsvirkjun hún telji viðunandi segir hún: „Við höfum talið að ávöxt- unarkröfurnar ættu að vera lægri og að miða ætti við annað álverð. Þetta tvennt gæti hleypt verðinu upp um ríflega tíu milljarða.“ Tjáði ráðherrum óánægju sína Steinunn segist hafa fundað með forsætisráðherra og iðnaðarráðherra fyrir skömmu um þetta mál. „Ég tjáði þeim óánægju mína með þetta verð- mat.“ Síðan þá hafi málið verið í bið- stöðu þar til það var tekið til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Innt eftir því hvað þurfi til, til þess að hún vilji taka upp þráðinn í viðræðunum að nýju, segir hún: „Menn verða að sam- einast um þær forsendur sem liggja til grundvallar matsverðinu áður en lengra er haldið. Við metum þá bæði verð og tímasetningu upp á nýtt.“ Með því segist hún eiga við að ýmsir hafi haldið því fram að ekki væri rétti tíminn nú að selja Landsvirkjun, því verðmætið gæti aukist í framtíðinni. Viðræður varla teknar upp fyrir kosningar Borgarráð er ekki sátt við 56 milljarða verðmat á Landsvirkjun Eftir Örnu Schram arna@mbl.is laginu til framdráttar. „Jafnframt þakkar aðalstjórn fráfarandi fram- kvæmdastjóra óeigingjörn störf í þágu ÖBÍ og mælist eindregið til þess að framkvæmdastjórn láti hann njóta góðra starfa með því að gera við hann starfslokasamning sem báðir aðilar hafi sóma af,“ seg- ir í ályktuninni. AÐALSTJÓRN Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) segir í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi hennar í gær að hún lýsi fullum stuðningi við formann og fram- kvæmdastjórn ÖBÍ í starfi þeirra fyrir bandalagið. Hún segist enn fremur vænta þess að nýjar áherslur verði banda- Stuðningur við formann og framkvæmdastjórn ÖBÍ ÞÁTTTAKENDUR í mentorverk- efninu Vinátta, sem Velferðar- sjóður barna rekur, skunduðu í Keiluhöllina í Öskjuhlíð í gær og var samankominn litríkur og fjöl- breyttur hópur fólks á öllum aldri, en alls taka 23 skólar á öllu landinu þátt í verkefninu. Kjarni þess er að háskólastúdentar og mennta- skólanemar veita grunnskólabörn- um stuðning og hvatningu. Þau fá tækifæri til að verða fyrirmynd í lífi grunnskólabarna og þau mynda tengsl við þroskaðan, fullorðinn einstakling utan fjölskyldu sinnar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir er nemandi í fjórða bekk í Kvenna- skólanum og er mentor tvíbura, Júlíu Sifjar og Halldórs Sörla Ólafs- barna. Ásta segir verkefnið ganga út á að mentorinn hittir barnið, eða börnin, einu sinni í viku, í u.þ.b. þrjá klukkutíma í senn þar sem eitt- hvað skemmtilegt er gert saman. „Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni þar sem við fáum að hitt- ast, spjalla saman og gera eitthvað skemmtilegt. Eins og núna förum við í keilu og í síðustu viku vorum við heima hjá mér að baka,“ segir Ásta Sigrún sem tekur þátt í verk- efninu í gegnum félagsfræði í Kvennaskólanum og fær einingar fyrir. Hún segir verkefnið ótrúlega gefandi og segist vilja halda áfram að því loknu en hvert barn fær eitt skólaár í verkefninu. Júlía Sif og Halldór Sörli voru bæði á sama máli. Alltaf væri jafn gaman hitta Ástu og eiginlega bara æði. Ekki stóð á svörum þegar þau voru spurð um hvað væri skemmti- legast að gera, Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn var í fyrsta sæti og það að baka bollur og kanilsnúða þar skammt á eftir. Gefandi og skemmti- legt verkefni Morgunblaðið/Ómar Ásta Sigrún Magnúsdóttir mentor, með Halldóri Sörla og Júlíu Sif Ólafs- börnum, í Keiluhöllinni í gær. Þau hittast einu sinni í viku. STARFSMAÐUR Orkuveitunnar slasaðist alvarlega við Rauðarárstíg í gær þegar ekið var á hann þar sem hann var við vinnu sína. Var hann fluttur á slysadeild með höfuðáverka og opið beinbrot. Gekkst hann undir aðgerð og átti að leggjast inn á gjör- gæsludeild að henni lokinni. Starfs- maðurinn var að vinna við að opna vatnsloka vegna stíflaðs vatnsinn- taks í götunni við gatnamót Rauð- arárstígs og Flókagötu þegar ekið var á hann. 30 km hámarkshraði er á þessum slóðum. Maður alvarlega slas- aður eftir ákeyrslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.