Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Svein-björnsdóttir
fæddist á Hámund-
arstöðum í Vopna-
firði 28. september
1919. Hún lést á
heimili sínu, Víði-
lundi 25 á Akureyri,
hinn 30. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðbjörg
Gísladóttir, Jóns-
sonar, f. á Hafursá
á Völlum í Fljótsdal
20.4. 1874, d. 13.7.
1955 og Sveinbjörn Sveinsson,
Stefánssonar, útvegsbóndi, f. í
Selási í V-Húnavatnssýslu 29.4.
1875, d. 25.8. 1945. Margrét var
yngst 18 alsystkina og áttu þau
einn hálfbróður. Þau eru nú öll
látin.
Margrét giftist 31.5. 1941
Hólmsteini Egilssyni vélstjóra,
verktaka og síðar framkvæmda-
stjóra Malar og sands hf. á Ak-
ureyri. Hólmsteinn var skag-
firskrar og eyfirskrar ættar,
fæddur á Þorleifsstöðum í Skaga-
firði 30.4. 1915, d. 10.1. 1995.
Foreldrar hans voru hjónin Sig-
ríður Helga Jónsdóttir og Egill
Tómasson. Börn Margrétar og
Hólmsteins eru: 1) Erla Ingveldur
skrifstofumaður, f. 8.12. 1943,
gift Svani Eiríkssyni. Börn þeirra
eru a) Hólmar, kvæntur Eyrúnu
Ingvadóttur, börn þeirra eru
Darri Rafn, Hildur María og
Agnes Erla. b) Sunna, á soninn
Viðar Örn Ómarsson, sambýlis-
maður hennar er Sævar Péturs-
son. c) Eiríkur,
sambýliskona hans
er Elísabet B.
Björnsdóttur, sem á
eina dóttur. 2) Hug-
rún læknaritari, f.
1.3. 1946, var gift
Stefáni Bjarnasyni.
Börn þeirra eru a)
Bjarni, sem á börn-
in Hauk Heiðar,
Söndru, Ásdísi og
Viktor Frey, sam-
býliskona hans er
Halla Rún Ólafs-
dóttir, sem á tvö
börn. b) Margrét, sambýlismaður
hennar er Einar Örn Gunnars-
son, þeirra dætur eru Arna Björk
og Arndís Ósk. 3) Hólmsteinn
Tómas tæknifræðingur, f. 21.6.
1951, kvæntur Rut Ófeigsdóttur.
Synir þeirra eru a) Ófeigur Tóm-
as, á soninn Andra Dag, sam-
býliskona hans er Kristín Hrund
Clausen. b) Egill Orri, sambýlis-
kona hans er Svava Kristín Sig-
urðardóttir, þau eiga soninn
Hólmstein Orra. c) Einar Már,
sambýliskona hans er Sólveig
Jónasdóttir, þau eiga soninn
Skarphéðin Ívar. 4) Margrét Guð-
björg skrifstofumaður, f. 18.4.
1954, var gift Hauki Kristjáns-
syni. Dætur þeirra eru a) Sigríð-
ur Helga, gift Torfa Þórhallssyni,
börn þeirra eru Egill, Ragnheið-
ur og Vilmundur. b) Hafrún, gift
Guðmundi Harðarsyni, dóttir
þeirra er Katla María.
Útför Margrétar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Tengdamóðir mín kvaddi á heimili
sínu daginn fyrir gamlársdag, hægt
og hljótt eftir stutt veikindi.
Ég minnist hennar sem jákvæðr-
ar, hlýrrar og góðrar konu, mömmu,
ömmu og langömmu.
Hún var listamaður, allt lék í
höndunum á henni, allt óx og dafnaði
hjá henni, líka grænmeti og blóm.
Hún lifði fyrir fjölskylduna sína og
það var gott og gaman að koma á
heimilið sem var fallegt og bar henni
fagurt vitni.
Ekki hef ég hitt betri búkonu um
dagana, hún gat og gerði allt, hún
heklaði, prjónaði nokkra umganga
af lopapeysum á börnin og barna-
börnin, fyllti heimili okkar blómum
sem hún hafði ræktað af mikilli
natni, og áður en við vissum af vor-
um við sjálf farin að rækta græn-
meti og kartöflur undir hennar leið-
sögn. Svona þekkti ég hana, gefandi
og leiðandi.
Hún var náttúruunnandi, alin upp
við ósa Selár, og naut þess að ferðast
innanlands sem utan. Ég minnist
sérstaklega laxveiðiferðanna austur
í Laxá í Aðaldal á hverju sumri. Þar
veiddi hún marga laxa ásamt
tengdapabba. Við áttum margar
góðar stundir fyrir neðan Æðar-
fossa, oft tvær saman með kaffi og
kleinur, hún kenndi mér tökin og
sagði veiðisögur frá fyrri tíð.
Ég og mínir eigum henni margt
að þakka og margs er að minnast, en
eftir lifir sú umhyggja og hlýja sem
hún, þau bæði, gáfu okkur alla tíð,
en þó sérstaklega þegar við bjugg-
um hjá þeim í Bjarmanum fyrstu ár-
in okkar Hólma með strákana litla.
Þau ár eru ómetanleg sem allir búa
að.
Ég þakka henni samfylgdina með
þökk og virðingu.
Rut.
Það er oft einkennileg tilfinning
að líta um öxl og hugleiða liðna tíð.
Eitthvað sem okkur finnst vera ná-
lægt í tíma og rúmi er fjarri í árum
en lifir sterkt í huga okkar. Þannig
hugsa ég í dag um komur mínar á
heimili Margrétar Sveinbjörnsdótt-
ur og Hólmsteins Egilssonar. Í
stóru húsi við Bjarmastíginn á Ak-
ureyri sköpuðust margar góðar
minningar æskunnar. Þar fékk ég að
vera heimagangur og njóta um-
hyggju hennar til líkama og sálar.
Gekk um bakdyramegin og held í
raun að ég hafi aldrei gengið inn að-
aldyramegin, enda var það fyrir
gesti.
Margrét átti umhyggju og leið-
sögn fyrir okkur félagana en ég var
svo heppinn að eiga son hennar
Hólmstein að æskuvini. Með sinni
hógværð og festu leiddi hún okkur
áfram og fékk okkur til að hugleiða
góða þætti lífsins. Blikið í augum
hennar, bros hennar og hlýja, allt
var þetta svo ekta og gott að njóta.
Margrét var heilsteypt kona með
sterkan vilja. Hún var ekki aðeins
húsmóðirin, sem vakti yfir velferð
barna sinna. Hún var líka laxveiði-
maður, sem í þá daga var fátíðara
meðal kvenna. Hún var blómakona,
sem lét sér annt um allt sköpunar-
verkið og þekkti til nafna á grösum,
blómum og fuglum. En ofar öllu var
hún skemmtileg kona, sem ávallt
hafði tíma til að tala við okkur strák-
ana.
Eftir að Hólmsteinn eiginmaður
hennar féll frá þá dáðist ég oft að
krafti hennar og vilja til þess að
ferðast og kanna ókunnar slóðir
heimsins. Þetta lýsir ekki aðeins
krafti hennar og kjarki heldur ekki
síður æðruleysi hennar og rósemi
hugans. Þannig var hún hæglát og
yfirveguð, kona sem þekkti lífið í
gleði og grát og kunni svo undurvel
að spinna lífsþráðinn með fegurð og
gleði.
Um árabil þegar Svanur tengda-
sonur hennar var með arkitekta-
stofu á efri hæðinni og við unnum að
byggingu Glerárkirkju, þá urðu
heimsóknir í Bjarmastíginn margar.
Og þá var sjálfsagt að koma við í eld-
húsinu hjá Margréti og njóta þar
góðgerða. Frá þessum heimsóknum
á ég ekki síst góðar minningar frá
samtölum okkar. Þá voru mörg
leyndarmál okkar Hólma vinar míns
upplýst. Leyndarmál, sem við fé-
lagarnir töldum að enginn vissi um,
en komumst að raun um að mæður
okkar höfðu talað meira saman en
við vissum.
Margrét bjó yfir þrautseigju og
krafti og ef hún tók að sér verkefni,
þá vann hún að þeim á sinn hljóðláta
hátt og það var sem ekkert stöðvaði
framgang þeirra mála, sem hún
vann að.
Ég veit að þau hjónin Margrét og
Hólmsteinn lögðu mörgum lið er
minna máttu sín á einn eða annan
hátt. Oftar en ekki setti Margrét sig
í inn í málefni þessa fólks og lagði
þeim lið á sinn hljóðláta og farsæla
hátt. Allt sýndi þetta þá persónu
sem innra bjó með henni. Hlýja
hennar og umhyggja náði ekki að-
eins til hennar nánustu heldur einn-
ig tilþeirra er þurftu liðsinni og
stuðning. En aldrei hafði hún orð á
því liðsinni sem hún gaf og veitti.
Það er heldur ekki háttur kærleiks-
kvenna, að tala um eigin verk eða
gjörðir.
Þannig var Margrét kona kær-
leika og vináttu og þannig viljum við
öll muna hana. Hún átti orð og ráð,
sem höfðu merkingu og tilgang í
anda þeirrar manngæsku, sem hún
bar í hjarta sínu.
Kæru Erla, Hugga, Hólmi og
Didda, ég bið ykkur og fjölskyldum
ykkar blessunar Guðs. Þið eruð rík-
ust þeirra góðu minninga, sem aldr-
ei hverfa. Þið áttuð með henni dýr-
mætustu stundir lífsins og ykkur
vildi hún allt gefa og veita. Þið áttuð
hana og hún átti ykkur. Ég er þakk-
látur, að hafa fengið að deila litlu
bliki af þessu með ykkur.
Minning kærleikskonunnar verð-
ur mér ætíð ljós og þakklát. Guð
blessi minningu Margrétar Svein-
björnsdóttur.
Pálmi Matthíasson.
Um aldamótin 1900 var búskapur
erfiður í Húnavatnssýslum eftir
kuldatíðir og aðra óáran síðustu ára-
tuga og stórfelldan landflótta, allt til
Vesturheims. Um þetta leyti fluttust
4 bræður þaðan, frá Selási, austur á
Hérað. Stunduðu þeir vinnu-
mennsku þar um skeið. Eftir
skamma heimsókn í Vopnafjörð
varð það úr, að þrír þeirra keyptu af
litlum efnum jarðirnar Hámundar-
staði og Ljósaland, sem eru stutt
norðan kauptúnsins. Á Hámundar-
staði fluttu Björn og yngsti bróðir-
inn Sveinbjörn Sveinsson, stofnuðu
þeir síðar tvíbýli á jörðinni. Þórður
fór að Ljósalandi. Konuefni sitt
hafði Sveinbjörn fundið á Héraði,
Guðbjörgu Gísladóttur frá Hafursá
á Völlum. Stækkaði fjölskyldan ört,
og er yfir lauk höfðu þau eignast 18
börn. Yngst þessara systkina var
Margrét, síðar tengdamóðir mín,
sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf síð-
ust systkinanna. Hún stundaði
þeirra tíma skólanám í Vopnafirði,
og eftir að hún kemur síðar til Ak-
ureyrar var hún á Kvennaskólanum
á Laugalandi.
Til er sérstök saga af því, hvernig
hún endaði hér. Einn bróðir hennar
hafði flust til Vesturheims. Sigldi
Margrét með einum bræðra sinna
vestur um haf, í stríðsbyrjun haustið
1939, til að fara í heimsókn og e.t.v.
setjast þar að, en þeim var ekki
hleypt á land vegna vegabréfa-
vandamála. Í sjóferð þessari kynnt-
ist hún ungum manni frá Akureyri,
sem samferða hafði verið og kynnti
sér nýjar aðferðir við niðursuðu
matvæla. Urðu þau síðan samferða
heim aftur eftir þessa „fýluferð“
hennar, og fylgdust síðar að til ævi-
loka. Ungi maðurinn var Hólm-
steinn Egilsson frá Akureyri. Þau
gengu í hjónaband árið 1941, og hófu
búskap í húsi stórfjölskyldu hans í
Eiðsvallagötu, en þar bjuggu for-
eldrar hans og síðar bræður hans
tveir með sínu fólki. Þröngt varð því
þar á þingi og að því kom, að þau
hjónin byggðu sér stórt og afar
glæsilegt hús að Bjarmastíg 5 um
miðjan sjötta áratuginn. Þar ólu þau
upp börnin sín fjögur, þrjár dætur
og einn son.
Hólmsteinn hafði gerst umsvifa-
mikill hér í bæ, stofnaði m.a. vöru-
bílastöð og vann við ýmsa verktöku.
Hann stofnaði ásamt öðrum steypu-
fyrirtækið Möl og sand, sem dafnaði
skjótt, og var hann æ síðan kenndur
við það fyrirtæki. Þau hjón voru ein-
staklega samhent alla sína tíð, enda
varð þeirra búskapur að öllu leyti
myndarlegur. Árið 1989 stóð til að
byggja íbúðir fyrir eldri borgara við
Víðilund og þau ákváðu að draga
saman seglin, enda börnin löngu far-
in að heiman, og byggðu þau þar
þægilegt raðhús. Hér undu þau vel
sínum hag. Gaman var að fylgjast
með þeim á efri árunum, hve sam-
rýnd þau voru í öllu, sem þau tóku
sér fyrir hendur. Þau bjástruðu ým-
islegt saman, úti og inni, enda bæði
forkar duglegir. Þeim lék allt í hönd-
um og voru alltaf önnum kafin við
ýmis áhugamál, stór og smá. Víði-
lundurinn varð alla tíð vinsæll við-
komustaður hjá okkur venslamönn-
um, og þá ekki síst litlu börnunum í
ættinni, sem dýrkuðu alla tíð afa og
ömmu, þar var alltaf svo mikið um
að vera. Bát og verbúð keyptu þau
sér til ánægju, reru til fiskjar allt
fram undir það er Hólmsteinn lést í
janúar 1995. Saman höfðu þau
stundað laxveiði um nokkurra ára
skeið, og Margrét hélt því áfram um
sinn með syni sínum. Hún hafði mik-
ið yndi af ferðalögum, hygg ég hana
hafa tekið þátt í flestum ferðum
aldraðra hér í bæ fram á síðasta ár,
heima og erlendis. Minnisstæð er
ferðin fyrir rúmu ári, er hún fór, á 85
ára afmælinu, með börn og tengda-
börn til Krítar.
Margrét var stórmyndarleg hús-
móðir og manni fannst alltaf allt
stórt í kringum hana. Hún var gefin
fyrir garðyrkju ýmsa og stundaði
blómaræktun í glerhúsinu sínu upp
við Víðilund, og varð mörgum star-
sýnt þar inn um gluggana, þar sem
rósir af ýmsu tagi, kalar og fleira,
sem ég kann ekki að nefna, blómstr-
uðu og jafnvel vínviður bar ávöxt.
Þetta var auðvitað erfið iðja og oft
skildi ég ekki, hvernig hún fór að því
að brasa þetta með sín stóru blóma-
trog, úti og inni. Margrét var alla tíð
líkamlega hraust kona, en að lokum
fór aldurinn að segja til sín, hún varð
léleg í mjöðm fyrir einum tveim ár-
um, en ekki var hún mjög hrifin af
stafnum, sem henni áskotnaðist, og
notaði helst ekki. Blóðsjúkdómur
gerði snögglega vart við sig sl. haust
og brátt varð séð hvað verða vildi.
Dró af henni smám saman, legan
varð stutt, og var hún með fjöl-
skyldu minni á aðfangadagskvöld og
stóð sig vel, ættarhöfðinginn. Hún
lést að morgni 30. desember í góðri
umhyggju dætranna, sem vöktu yfir
og gættu hennar, svo og stúlknanna
frá Heimahlynningu, sem reyndust
henni svo vel. Þeim er hér þökkuð
góð umhyggja. Að leiðarlokum
þakka ég henni alla velvildina í minn
garð. Kom strax í ljós, eftir að ég
nældi í elstu dótturina, að allir
tengdamömmu-brandararnir voru
staðleysa. Óneitanlega vorum við
ekki oft sammála í pólitíkinni, en þar
var hún nokkuð sjálfstæð! Margrét
var alltaf sú sem allt til loka hélt
saman ættingjunum, og hjá henni
var ætíð líf og fjör. Hætt er við að
samheldni hins mikla fjölda afkom-
enda breytist við fráfall slíkrar
konu.
Minningin um tengdamóður mína
mun lifa með afkomendum hennar,
sem nú þakka henni fyrir allt. Gangi
hún á guðs vegum. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Svanur Eiríksson.
„Maggý Amma, má ég moka?“
Þetta var algengur frasi í eldhúsinu í
Bjarmastígnum þar sem amma réð
ríkjum. Það sem þarna var átt við
var að fá að fara inn í búr og moka
svolítið í búrskúffunum sem í var
geymdur laus sykur og hveiti. Þetta
þótti okkur gaman og vafalaust var
allt í sulli þarna þegar við vorum bú-
in að ljúka okkur af í „mokstrinum“
og farin að fela okkur í dimma sæng-
urskápnum á ganginum eða njósna
um leyniherbergið í kjallaranum.
Alltaf var nú umburðarlyndið til
staðar hjá ömmu. Þetta var allt ekk-
ert mál.
Þó við krakkarnir söknuðum
gamla húsins þegar amma og afi
fluttu í Víðilund, þá fundum við fljótt
að þar voru sömu hefðir og í „Bjarm-
anum.“ Við vorum að vísu hætt að
sulla í hveitinu, en alltaf vorum við
svo hjartanlega velkomin og ekki
tekið annað í mál en að þiggja ein-
hverjar veitingar sem yfirleitt voru
heimabakaðar kræsingar. Meira að
segja eftir að amma veiktist í haust
var alltaf viðkvæðið það sama þegar
komið var í heimsókn, nú þyrfti að
bjóða okkur upp á eitthvað smáræði.
Eftir að veikindi ömmu uppgötv-
uðust í haust sem leið, var fljótt ljóst
í hvað stefndi. Það var bara spurn-
ing um tíma og líðan. Amma var
ekkert að láta veikindin of mikið á
sig fá. Enda ekki mikið fyrir að ræða
svona tilfinningamál eða að vera
með einhvern barlóm yfir hlutunum,
sló heldur á létta strengi við ólíkleg-
ustu tækifæri. Til að mynda þurfti
hún oft að fá blóðgjöf sem hressti
hana til muna svona framan af í
veikindum hennar. Þegar meira dró
af henni fannst henni eins og stelp-
urnar í blóðgjöfinni væru bara ekki
að gefa henni „almennilegt blóð“.
Hún vildi bara fá blóð úr Magga
Scheving íþróttaálfi það væri sko al-
vöru blóð í þeim skrokki.
Takk, elsku amma, fyrir allt sem
þú varst okkur og allar hagleiks
gjafirnar sem þú gerðir handa okk-
ur með þínum lipru fingrum. Það
var yndislegt að börnin okkar náðu
að kynnast þér og njóta góðs af nær-
veru þinni. Hvíl í friði og Guð geymi
þig, elsku amma.
Hólmar, Sunna og Eiríkur
Elsku besta Maggý langamma.
Við söknum þín alveg rosalega
mikið. Okkur langar að segja þér að
okkur þykir svo vænt um þig. Þú
hefur alltaf verið svo góð við okkur
og alltaf hugsað vel um þá sem eru í
kringum þig. Við vitum að allir, sér-
staklega Hólmsteinn langafi, munu
taka mjög vel á móti þér. Vonandi
líður þér frábærlega vel þar sem þú
ert núna og hefur alveg fullt af
blómum í kringum þig.
Við munum alltaf hugsa til þín.
Þín langömmubörn,
Hildur María og Agnes Erla.
Hún amma mín var engum lík,
hún hafði elegans á við hefðarfrú, en
vann eins og hestur. Hún bar sig
tígulega og var svo hjartahlý að ekki
var annað hægt en að bera einlæga
virðingu fyrir henni. Hún sagði aldr-
ei styggðaryrði við okkur krakkana
sama hvað gekk á og ég minnist þess
ekki að hafa nokkurn tíma hafa
heyrt hana hækka róminn, eða hall-
mæla nokkrum manni, utan þeim
stjórnmálamönnum sem ekki voru
henni að skapi.
Hún unni landsins gæðum og
gladdist yfir því að draga björg í bú.
Hún var mikil veiðikló og lifnaði öll
þegar hún rifjaði upp veiðisögurnar,
enda alin upp fyrir opnu hafi á Há-
mundarstöðum og hafði jafn gaman
af því að sækja sjóinn og að draga
lax á land. Hún hafði þá grænustu
fingur sem ég veit um, allt sem hún
snerti blómstraði og dafnaði. Afi og
amma voru einstaklega samhent
hjón, og gengu bæði til verks af
miklum myndarskap hvað sem þau
tóku sér fyrir hendur. Í köldu
geymslunni í Bjarmastíg kom afi
fyrir kælivél og amma sá til þess að
geymslan væri ævinlega full af mat.
Afi smíðaði hrærivél handa ömmu
löngu áður en það tíðkaðist að hús-
mæður ættu slíkar vélar og þegar
skortur varð á eggjum í bænum
settu þau upp hænsnabú með útung-
unarvél.
Amma var mikil hannyrðakona og
sást sjaldan sitjandi án handavinnu.
Það var dásamlegt að sækja hana
ömmu heim, hún var gestrisin kona
og örlát og það fór enginn svangur
frá henni. Þegar amma kallaði fólkið
sitt saman, dugði ekkert nema hnall-
þórur og sautján sortirnar, drekk-
hlaðin borð af tertum og smákökum.
Þegar maðurinn minn sótti hana
ömmu heim í fyrsta sinn hafði hann
orð á því að hann hefði haldið að
svona boð væru bara í lygasögum
Laxness.
Já hún amma mín var engum lík,
fátt fékk stöðvað hana sem alltaf var
að. Jafnvel þegar draga fór af henni
í sumarlok og hún gat ekki lengur
kropið eða beygt sig fram þá lagðist
hún endilöng í grasið til að reyta úr
beðunum.
Ég á eftir að sakna hennar ömmu
minnar sárt. Það var einfaldlega svo
gott að vera í návist hennar.
Sigríður Helga Hauksdóttir.
Minningin um Margréti Svein-
björnsdóttur liggur langt aftur í
tíma. Samferð okkar er enda orðin
löng, allt frá barnsminningu minni.
Fyrst kemur í hugann bros hennar,
sem alltaf var mér velviljað og hug-
ulsamt. Var svo allt til síðustu
stundar er fundum okkar bar sam-
MARGRÉT SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR