Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 20
KAUPMENN á Akureyri mótmæla eindregið áformum KEA um Fríð- indakort, „eða hvaða nafni sem sá uppvakningur verður nefndur,“ eins og það er orðað í ályktun sem fé- lagsmenn í Kaupmannafélagi Akur- eyrar samþykktu á aðalfundi sínum í fyrrakvöld. Kaupfélag Eyfirðinga hyggst gefa út svonefnt Fríðindakort sem verður félagsmönnum KEA að kostnaðar- lausu og er stefnt að því að það komi á markað nú í næsta mánuði. Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, kallar Fríðindakort KEA sem og ávísanir sem sendar voru félagsmönnum fyrir jólin, inngrip í frjálsa samkeppni. Kaupmenn á Akureyri séu í sam- keppni við kaupmenn hvarvetna í heiminum, „en nú ætlar KEA að búa til kort til að auka á vinsældir sínar,“ sagði Ragnar. Í ályktun aðalfundar- ins segja kaupmenn í bænum á þá leið að samkeppnin byggist á því að allir sem reki verslun og þjónustu sitji við sama borð, „og að utanaðkomandi að- ilar trufli ekki frjálsa verðmyndun og reyni heldur ekki að hafa áhrif á hvert fólk beini viðskiptum sínum með vald- boði eða peningagjöfum.“ Formaður Kaupmannafélagsins segir KEA ota kaupmönnum í bæn- um saman, félagið reyni að knýja þá til að gefa afslátt og að það sé stjórn þess sem ákveði hvaða kaupmenn fái að vera með og hverjir ekki. Hann bendir á að KEA sem eitt sinn var umsvifamikið í verslunarrekstri á Ak- ureyri hafi lagt upp laupana á því sviði og aðalfundurinn bendir einnig á það, segir félagið hafa gefist upp á að reka smásöluverslun, „en nú vilja þeir stjórna verslunarháttum hér, þeir eru að kaupa sér vinsældir.“ Kaupmenn segja KEA ætla sér að nýta þá peninga sem „því áskotnuð- ust með uppgjöf sinni til að grípa inn í eðlilega verðmyndun á svæðinu og taka að sér að stýra afslætti sem kaupmenn sjálfir hljóta að þurfa að bera ábyrgð á með hliðsjón af harðri samkeppni sem ávallt ríkir við inn- lenda og erlenda keppinauta.“ Þegar svo við bætist að mati kaup- manna að KEA ætli einnig að beina peningum sínum til tiltekinna fram- leiðenda í gegnum fyrirfram ákveðnar verslanir, „telur aðalfund- urinn að upp hafi verið vakinn draug- ur fortíðar frá danska selstöðutíman- um, sem lék neytendur oft grátt.“ Kaupmenn mótmæla áformum KEA Uppvakningur frá danska sel- stöðutímanum Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is 20 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Breiðdalsvík | Í vinalegu raðhúsi á Breið- dalsvík býr Grazyna Irena Malecka ásamt Árna Arnþórssyni manni sínum, tíkinni Prins- essu og kanínunni Ígor. Grazyna er frá pólsku borginni Gdynia og kom fyrst til Íslands árið 1990 til að vinna í fiski í Ólafsvík, hvar hún ætlaði að vinna í ár eða svo og fara þá aftur heim. En frystihúsið gekk illa og Grazyna hélt aftur til Póllands að sjö mán- uðum liðnum. Ástandið í Póllandi var mjög erf- itt á þessum tíma og litla atvinnu að hafa. Hún prófaði að búa í Þýskalandi um tveggja ára skeið, en líkaði það ekki og ákvað í kjölfarið að koma aftur til Íslands, til Breiðdalsvíkur, árið 1995. „Ég kom hingað að næturþeli og varð dol- fallin yfir náttúrufegurðinni“ segir Grazyna, sem réðst fljótlega til vinnu í matvöruverslun þorpsins. „Mér var því miður sagt upp störfum 23. desember sl., því hugsanlega hættir versl- unin á næstunni,“ heldur Grazyna áfram og bætir við að þá séu henni flest sund lokuð hvað atvinnu varðar á Breiðdalsvík. „Ég gæti e.t.v. fengið vinnu í frystihúsinu, en má í rauninni ekki stunda slíka vinnu eftir slys sem ég varð fyrir og olli því að hálsliðir gengu varanlega saman. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerist næst, kannski neyðumst við til að flytja frá Breiðdalsvík í Egilsstaði vegna atvinnu. Hér er bara svo fallegt,“ segir Grazyna og augljóst að hún vill hvergi fara. „Ég hef ferðast töluvert og hér er best og fólkið svo gott. Það er opið, ánægt og umfram allt rólegt. Dóttir mín, Mar- zena Bagihska, kom hingað í heimsókn árið 2004 og leist svo vel á staðinn að hún flutti hing- að í október sl. og vill hvergi annars staðar vera.“ Grazyna skildi Marzenu eftir fimmtán ára gamla í góðum höndum móður sinnar í Gdynia, þegar hún fór til Íslands að vinna. „Það var svo erfitt lífið í Póllandi, lítil atvinna og launin ekki til að framfleyta sér af.“ Marzena er nú þrítug, hefur unnið við beitn- ingu á Breiðdalsvík síðan hún kom og fengið sér ágætt húsnæði. Hún er með þrjár dætur með sér, hina tíu ára gömlu Mörtu og tvíburana Angelu og Önnu, sem eru sex ára og byrjaðar í barnaskólanum eins og Anna. Úr skattamálum í beitningu „Þetta er yndislegur staður, en atvinnu- ástandið viðkvæmt,“ segir Marzena, sem er við- skiptafræðingur með sérþekkingu á skatta- málum, vann eftir nám í verslun í Gdynia og sinnti skattamálum fyrir einstaklinga. „Það var of erfitt fyrir mig að búa þar. Eftir að ég skildi við manninn minn gat ég engan veginn fram- fleytt mér og börnunum og hann bar ekki við að borga mér meðlag. Það var alveg sama hvað ég vann mikið, við höfðum aldrei nóg fyrir okkur að leggja, ásamt því að borga húsnæði og skóla. Nú er þetta annað mál, hér get ég lifað eðlilegu, rólegu lífi. Og jafnvel þótt ég gæti búið í Pól- landi vildi ég heldur vera hér, og það þó að mér þyki fjarska vænt um landið mitt. Hér er færra fólk, kyrrlátt og notalegt. En því miður eru of margir sem fara héðan vegna bágs atvinnu- ástands. Hér eru líka erfiðar kringumstæður. Og ég á að sjálfsögðu eftir að sjá hvernig telp- unum mínum þremur vegnar hér.“ Það er fjör í íbúðinni þetta janúarsíðdegi; Marzena hefur nefnilega komið með hvolpinn Loppu með sér, sem verður til þess að hinn ljósgrái og mjög búlduleiti Ígor felur sig skjálf- andi og hvæsandi úti í fjærsta horni og tíkin Prinsessa verður hálfönug. Ígor og Prinsessu kemur annars fjarska vel saman segir húsmóð- irin og heldur því fram að kanínan, sem vill helst volgan hafragraut að éta, telji sig nú orðið vera hund og api allt eftir tíkinni. Það er bara þegar Loppa brýst inn með sitt nauma hvolpa- vit, sem allt fer í háaloft. Barnabörnin elska hestana Grazyna og Árni eiga fjóra hesta, en hún get- ur ekki riðið út eftir hálsáverkana og saknar þess sárt. „Æ, nú strýk ég þeim bara og kembi, tala við þá og hugsa til góðra stunda. En hugs- aðu þér hvað það er fínt að geta átt eigin hesta hér, þetta væri alls ekki hægt í Póllandi því það er svo hræðilega dýrt. Barnabörnin mín elska hestana okkar, en blessunin hún Prinsessa er meidd eins og ég, á lendinni og enginn dýra- læknir í landinu vill gera þá aðgerð sem nauð- synleg væri. Svo við hnusum af hestunum og þeir hnusa af okkur.“ Nokkuð er um fólk af erlendum uppruna á Breiðdalsvík og nú eru t.d. 11 Pólverjar búandi á staðnum. „Jú, við hittumst og það er stundum svo mikill léttir að tala sitt eigið móðurmál. Það eru hlunnindi að geta hitt landa sína til skrafs og ráðagerða annað veifið.“ Grazyna er beðin um góða sögu úr búðinni í lokin. „Það hefur margt skemmtilegt hent í þessari verslun. Mér dettur í fljótu bragði í hug nokkuð sem var ógurlega skondið. Það var þeg- ar eldri Breiðdælingur fór að venja komur sín- ar í verslunina oftar en áður hafði verið, keypti einhver ósköp og gætti þess alltaf að ég sæi of- an í seðlaveskið hjá honum, sem var iðulega stútfullt af peningaseðlum. Hann stóð í þeirri meiningu, blessaður, að ég væri ógift, en rakst svo á Árna í búðinni einn daginn og varð þá mikið undrandi. Spurði mig, þegar hann hafði jafnað sig af mesta sjokkinu, hvort ég ætti þá ekki systur einhvers staðar sem gæti komið í staðinn, því hann vildi bara pólska konu. Og jú, mikil ósköp, ég átti systur, en hún er bara gift líka.“ Pólsk gestrisni og gáski ríkir í vinalegu raðhúsi í breiðdælskri náttúrufegurð Vé eftir lífsbar- áttuna í Gdynia Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Elsk að sinni heimabyggð (F.v.) Marta, Angela, Marzena, Anna, tíkin Prinsessa heldur ógreinileg, kanínan Ígor og Grazyna. Þau vilja hvergi annars staðar búa. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is UMFERÐARLJÓSIN á Akureyri eru ekki öðruvísi en annars staðar í heiminum, eftir því sem næst verður komist. Þegar það græna log- ar má aka áfram, á gulu skal vera í viðbragðsstöðu og á rauðu skal stöðva. Eða er ef til vill hægt að gera þetta allt í einu í höfuðstað Norðurlands? Þessi götuviti gaf það nánast í skyn í gærmorgun. Eða er ef til vill best að fara bara yfir á fullu tungli? Má fara yfir á hvítu? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jóhannes Jóns- son, oftast kenndur við Bónus, var kjör- inn varafor- maður Kaup- mannafélags Akureyrar á fundi félagsins sem haldinn var í fyrrakvöld. Hann er nýr í stjórn félagsins en Ragnar Sverrisson, sem verið hefur formaður um ára- bil, var endurkjörinn. JÓHANNA Hlín Ragnarsdóttir, hár- greiðslumeistari og varabæjarfulltrúi, gef- ur kost á sér í þriðja til fimmta sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í prófkjöri flokksins, sem fram fer 11. febrúar nk. vegna sveitarstjórn- arkosninganna í vor. Jóhanna er 51 árs og hefur verið búsett á Ak- ureyri í nærri tvo ára- tugi. Hún hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á undanförnum árum. Setið í stjórnum félaga og nefndum á vegum flokksins, auk þess sem hún starfaði á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Þá hefur Jóhanna verið á framboðslistum flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar og alþingiskosningar. Jóhanna situr nú í Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar og í stjórn Verkmenntaskólans á Akureyri. Þá er hún í stjórn kjördæm- isráðs flokksins í NA-kjördæmi, Varnar, fé- lags sjálfstæðiskvenna, og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. Jóhanna í prófkjör SVEITARSTJÓRN Grýtubakkahrepps hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Norðurorku um lagningu Reykjaveitu, hitaveitu frá Reykjum í Fnjóskadal og að Grenivík. Á fundi sveitarstjórnar var lögð fram viðhorfskönnun vegna hitaveitu í hreppnum og bárust 75 svör. Niðurstöður könnunarinnar gefa vís- bendingu um að mikill vilji sé til að unnið sé áfram að því að fá hitaveitu í hreppnum. Mikill áhugi er meðal fasteigna- og lóð- areigenda í Fnjóskadal fyrir Reykjaveit- unni, en um 100 manns í sveitarfélaginu mættu á kynningarfund á Illugastöðum fyr- ir áramót. Þegar hefur verið ákveðið að taka heitaveitu inn í Orlofsbyggðina að Ill- ugastöðum. Forsenda framkvæmdarinnar er að sem flestir taki hana inn. Grenvíkingar vilja hitaveitu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.