Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 18
Vík í Mýrdal | SG einingarhús á Selfiossi eru að reisa íbúðarhús í Vík. Verður húsið fokhelt á innan við viku frá því að byrjað var að reisa það. Íbúðarhús er að verða fokhelt á bænum Garða- koti og búið er að taka grunn að öðru íbúðarhúsi í Vík. Þá er búið að úthluta fleiri lóðum í Vík. Bygg- ing íbúðarhúsa í þorpinu virðist því aftur vera haf- in, eftir langt stöðnunartímabil. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Íbúðarhús byggt í Vík Framkvæmd Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Áfram ÍBV | Sérstakur stuðningsmaður ÍBV, Þorkell Sigurjónsson, tilkynnti á opn- um fundi félagsins þar sem rætt var um byggingu knattspyrnuhúss að hann myndi gefa ein mánaðarlaun til byggingar slíks húss. Kom þessi yfirlýsing á óvart en það kom ekki eins á óvart þegar hann hrópaði: Áfram ÍBV. Sagt er frá þessu á vefnum eyj- ar.net. Þorkell hefur verið áberandi á vellinum hjá ÍBV undanfarin ár þar sem hann hefur stutt liðið í gegnum súrt og sætt. Hann sagðist á fundinum vera stuðningsmaður byggingar nýs knattspyrnuhúss og til að sýna það í verki hefðu hann og konan hans ákveðið að gefa jafnvirði einna mán- aðarlauna hans til styrktar byggingunni. Sagðist hann myndu opna bók með 130 þús- und kr. framlagi og afhenda fjárhæðina þegar framkvæmdir hæfust.    Eftirminnilegt stríðsástand | Lesendur fréttavefjarins skagafjordur.com telja „stríðsástandið á skagfirska stjórnarheim- ilinu“ eftirminnilegasta atburðinn á síðasta ári. Vefurinn efndi til þessarar könnunar í stað vals á Skagfirðingi ársins sem fram kemur á vefnum að hafi verið eyðilagt á síð- asta ári. Valið nú stóð á milli átta atriða sem voru bæði jákvæð og neikvæð þó svo ekki hafi kannski allir verið sammála um hvað þótti neikvætt og hvað jákvætt. „Stríðsástandið á skagfirska stjórnarheimilinu“ fékk liðlega 22% atkvæði í valinu. Á jákvæðari nótum var atriðið sem þótti næst eftirminnilegast; nefnilega uppbygginga Háskólans á Hól- um. Þá hafði Skagfirðingum gengið illa að gleyma falli körfubolta- og fótboltaliða Tindastóls á árinu.    erindi um sögu snjóflóða og grjót- hruns í veghlíðum frá Bolungarvík til Súðavíkur. Þá mun Steinþór Bragason áhugamaður um bættar samgöngur flytja erindi á fund- inum. Allt fá því að rík- isstjórnin ákvað í lok september að hefja und- irbúning 1.200 metra jarðganga á leiðinni um Óshlíðarveg hefur mikil umræða verið um sam- göngubætur á milli þétt- býlisstaðanna við Djúp. Ákvörðun ríkisstjórn- arinnar var tekin í kjölfar óvenjulega mikil grjót- hruns á um 1.200 metra vegarkafla sem ákveðið Boðað hefur verið tilbaráttufundar umsamgöngumál, í Félagsbæ í Bolungarvík nk. laugardag kl. 14. Að fundinum standa Bolung- arvíkurkaupstaður, Ísa- fjarðarbær og Súðavík- urhreppur ásamt áhugahópi um bættar samgöngur. Yfirskrift hans er „Samtakamáttur – baráttufundur um bætt- ar samgöngur milli þétt- býlisstaða á norðan- verðum Vestfjörðum“. Á fundinum flytur Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra erindi og fulltrúar fundarboðenda og Vegagerðarinnar. Þá mun Harpa Gríms- dóttir hjá Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands flytja var að sveigja hjá með göngum. Á síðasta sumri stóð Pálína Vagnsdóttir fyrir undirskriftarsöfnun þar sem krafist var fullnaðar samgöngubóta með jarð- göngum milli Bolungar- víkur og Ísafjarðar. Mjög mikil þátttaka fékkst og mun Pálína afhenda ráð- herra undirskriftalistana á fundinum. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Baráttufundur um samgöngur Páll Pétursson fráHöllustöðum velt-ir fyrir sér nýliðn- um atburðum: Sumir elska sannleikann samt má að því hyggja; ef að DV myrðir mann má þá satt kyrrt liggja? Sigrún Haraldsdóttir orti af sama tilefni: Ákaft mér til rifja rann ráðasnilli andskotans þegar DV mæddan mann myrti í nafni sannleikans. Einar Kolbeinsson rifjar upp vísu sína um DV: Telja heiður fráleitt frétt, fram er neyðin dregin. Kvelja, meiða, lasta létt, lygi greiða veginn. Stefán Vilhjálmsson lærði í æsku, enda Mjófirðingar nokkuð blótsamir: Blótaðu ekki, bróðir minn, böl það eykur nauða, engum hjálpar andskotinn og allra síst í dauða. Ort um DV pebl@mbl.is Ísafjörður | Æfingar á nýjum einleik Kómedíuleikhússins á Ísafirði hófust í Möguleikhúsinu síðastliðinn mánudag. Sem fyrr sækir leikhúsið í vestfirskan sagnaarf og nú er tekin fyrir vinsælasta ís- lenska barnasaga allra tíma, Dimmalimm eftir Bílddælinginn Guðmund Thorsteins- son, Mugg. Fram kemur á vef leikhússins, komedia- .is, að höfundar leikgerðar eru Elfar Logi Hannesson og Sigurþór Albert Heimisson. Elfar Logi leikur og Sigurþór leikstýrir. Aðrir listamenn sem koma að uppfærsl- unni eru Marsibil G. Kristjánsdóttir sem hannar leikmynd og Alda Veiga Sigurðar- dóttir, listakona á Þingeyri, hannar bún- inga. Þær unnu báðar að síðustu uppfærslu Kómedíuleikhússins á leiknum Gísla Súrs- syni. Dimmalimm verður frumsýnt um miðjan febrúar á Ísafirði eftir það verður leikurinn sýndur um alla Vestfirði. Dimmalimm er ferðasýning ætluð í skóla og á ýmsa mann- fagnaði enda hefur sagan notið mikilla vin- sælda allt frá því hún kom út. Í mars verð- ur Dimmalimm sýnt í skólum á höfuð- borgarsvæðinu. Kómedíuleik- húsið setur upp Dimmalimm EYRARRÓSIN sem veitt er fyrir fram- úrskarandi menningarverkefni á lands- byggðinni verður afhent við athöfn á Bessastöðum í dag. Í frétt í Morgunblaðinu í gær misritaðist að afhendingin ætti að fara fram þá um daginn. Þrjú verkefni eru tilnefnd til Eyrarrós- arinnar. Það eru Jöklasýning á Höfn í Hornafirði, Kórastefna við Mývatn og LungA – listahátíð ungs fólks á Austur- landi. Eyrarrósin afhent á Bessa- stöðum í dag ♦♦♦ Íbúaþing í Hvalfirði | Þrír hreppar af fjórum í Borgarfirði sunnan Skarðsheiðar halda íbúaþing í félagsheimilinu að Hlöðum næstkomandi laugardag. Þingið hefst klukkan 10.45 með óformlegu kaffispjalli og léttum tónlistarflutningi. Hvalfjarðarstrandarhreppur, Leirár- og Melahreppur og Innri-Akraneshreppur standa fyrir þinginu en þeir sameinast á næstunni ásamt Skilmannahreppi. Dagskrá er fjölbreytt, meðal annars tónlistaratriði og Gísli Einarsson fréttamaður mun flytja pistil. Þá mun formaður Bændasamtak- anna, Haraldur Benediktsson, flytja ávarp. Við upphaf þingsins munu nemendur á unglingastigi í Heiðarskóla kynna hvernig þau sjá sitt framtíðarsveitarfélag en þau hafa undanfarið unnið að slíku verkefni. Þriðjudaginn 17. janúar kl. 20.30. verða síðan niðurstöður íbúaþingsins kynntar á opnum fundi að Hlöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.