Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 45 DAGBÓK Nýtt gallerí, Gallerí Úlfur, verður opn-að klukkan 16 á morgun, laugardag.Eigandi þess er Úlfar Eysteinssonveitingamaður í Þremur Frökkum, hjá Úlfari. „Ég er búinn að leigja í 14 ár litla íbúð sem ég hef nýtt sem skrifstofu og aðstöðu fyrir starfsfólk, svo fór þessi íbúð á sölu og það reyndust stirðleikar í samningum sem endaði þó vel. Í millitíðinni var ég búinn að festa kaup á versluninni sem er við hliðina á umræddri íbúð. Við þau kaup leystust húsnæðismál skrif- stofunnar og starfsfólksins en í afgang komu tvö stór rými sem ég gat hugsað mér að nýta sem gallerí til þess að þau stæðu ekki auð heldur fengi fólk að njóta myndlistar í þeim,“ sagði Úlfar þegar hann var spurður um að- draganda að stofnun hins nýja gallerís. En hver skyldi vera sá fyrsti sem sýnir verk sín í Gallerí Úlfi? „Það er Sigurdís Harpa Arn- arsdóttir frá Vestmannaeyjum. Hún sýnir í galleríinu blandaða list og sýning á verkum hennar stendur út janúar. Í öðru rýminu verð- ur hún með almanaksmyndir og í hinu sýnir hún teikningar, krítarverk, olíuverk, klippi- myndir og vatnslitamyndir. Síðan hef ég samið við Sigurdísi um að hún stjórni galleríinu og velji listamenn sem vilja sýna listaverk sín í Galleríi Úlfur. Myndlistarmaður í febrúar verður Ásgeir Lárusson.“ Hvað er um að ræða stórt rými þarna? „Rýmið er samanlagt að losa um 40 fer- metra. Það er búið að taka húsnæðið gjör- samlega í gegn enda hafði það ekki verið end- urnýjað frá árinu 1950. Sýningargestir geta sem best fyrst notið list- sýningarinnar og gengið svo yfir á Þrjá Frakka og notið þar matseldarlistar okkar þar. Galleríið verður opið alla daga frá klukkan 14 til 18.“ Myndlist | Nýtt gallerí, Úlfur, opnað á morgun – laugardag List og lyst hjá Úlfari  Úlfar Eysteinsson hefur um langt árabil rekið matsöluhúsið Þrír Frakkar, hjá Úlfari. Hann lauk prófi sem mat- reiðslumaður frá Þjóna- og veitingaskólanum ár- ið 1967 og hefur síðan unnið að iðninni, síðustu 23 árin verið sjálfstætt starfandi, Þrjá Frakka hefur hann rekið frá 1989 og einbeitt sér að fiskréttum og hvalkjöti. Hann á tvö uppkomin börn, Stefán og Guðnýju sem starfa bæði hjá föður sínum. Mikið getið þið lagst lágt ÞIÐ gerið það ekki endasleppt, rit- stjórar og eigendur DV. Nú hefur það gerst það sem við öll vissum sem ég tel að höfum snef- il að sómatilfinningu að saklaus maður (ekki búið að dæma hann) sá sér ekki fært að takast á við þennan viðbjóðslega fréttaflutning ykkar af saklausu fólki. Ég hefði ekki trúað því á þig Mikael Torfason að þú af öllum mönnum skulir taka þátt í svona svínaríi. Þú ert kominn af mjög góðu fólki ég þekki það allt saman. Ég reyndi að hlusta á ykkur for- ingjana reyna að réttlæta þennan gjörning ykkar í Kastljósinu 11 jan. sl., en ég gat það ekki. Mér ofbauð í ykkur kjaftæðið. Að lokum langar mig að benda fólki á að kaupa ekki þetta sorprit sem virðist hafa það að markmiði að eyðileggja líf okkar með svívirðileg- um hætti. Ég starfaði sem fangavörður í mörg ár og tel mig vita hvernig fólki sem sett er í gæsluvarðhald líði. Við lítum ekki á þetta fólk sem glæpamenn það er saklaust þar til búið er að sanna glæpinn og dæma það. Ég skora á þá sem verða fyrir svona fréttaflutningi (ekki búið að sanna glæpinn) að kæra til dómstóla vesalingana sem stjórna þessu sorp- riti. Ég votta aðstandendum þessa manns sem sá sig knúinn til að grípa til þessara örþrifaráða að taka sitt eigið líf mína dýpstu samúð. Ómar F. Dabney, fyrrv. fangavörður. Jónas er fallinn! MIKIÐ óskaplega geta menn lagst lágt. Ég las viðtal við Jónas Krist- jánsson í Blaðinu þar sem hann ger- ir vanmáttuga tilraun til að réttlæta stefnu blaðsins varðandi myndbirt- ingar og umfjallanir ýmissa mála. Jónas er fallinn – í þá gryfju að halda að fólk sjái ekki í gegnum yf- irklórið. Það gekk a.m.k. alveg fram af mér við lestur viðtalsins og ég hef grun um að svo hafi verið með fleiri. Þótt Jónas keyrði bíl ölvaður réttlætti það ekki myndbirtingu og greinaskrif á þeim forsendum ein- um að allt sem væri skrifað væri satt og rétt! Það er ekki hægt að réttlæta skrif eingöngu með því að segja að allt sem fram komi sé satt og rétt. Það þarf líka að uppfylla lágmarks- kröfur um siðferði. Ég vona að Jón- as sjái ljósið fljótlega. Marteinn M. Guðgeirsson. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Þeir Jónatan og Svavar söfnuðu 7.002 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands fyrir Malavíu. Ragnar Axelsson Hlutavelta | Matthías Jónasson safn- aði 1.572 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands, Malaví. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. cxd5 cxd5 6. Bf4 Rc6 7. Hc1 Bf5 8. e3 Hc8 9. Be2 e6 10. 0-0 Bd6 11. Bxd6 Dxd6 12. Ra4 0-0 13. Db3 Hc7 14. Rc5 Hb8 15. Hc3 Bg4 16. h3 Bxf3 17. Bxf3 e5 18. Db6 exd4 19. exd4 g6 20. Hd1 h5 21. b4 Kg7 22. Be2 Rd7 23. Rxd7 Hxd7 24. b5 axb5 25. Bxb5 Rd8 26. Da7 He7 27. Dc5 He6 28. Hb1 Ha8 29. a4 Rc6 30. Db6 De7 31. Bxc6 He1+ 32. Kh2 Dd6+ 33. g3 Hxb1 34. Dxb1 bxc6 35. Da1 Df6 36. Hc2 h4 37. a5 Df5 38. Ha2 Staðan kom upp á rússneska meistaramótinu sem er nýlokið í Moskvu. Evgeny Bareev (2.675) hafði svart gegn hinum heillum horfna „heimsmeistara“ Vladimir Kramnik (2.739). 38. … Hxa5! 39. Hxa5 Dxf2+ 40. Kh1 hxg3 41. Dg1 eini leikurinn til að forðast mát en á móti kemur að svartur vinnur hrók- inn til baka með dágóðum vöxtum. 41. … g2+ 42. Kh2 Df4+ 43. Kxg2 Dd2+ 44. Kg3 Dxa5 45. De3 Dc7+ 46. Kg2 Dd6 og hvítur gafst upp enda tveim peðum undir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 13. janúar,er sextugur Kristján Ólafsson, deildarstjóri skiparekstrar Samskipa. Kristján og eiginkona hans, Björg Árnadóttir, taka á móti vinum og vandamönnum laugardaginn 14. jan- úar milli kl. 16 og 19 í Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109–111. SÝNING á málverkum eftir Hallgrím Helgason, sem þessi árin er betur þekktur sem rithöfundur, opnar í dag í Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5. Verkin eru frá Parísar- árum listamannsins, máluð á tímabilinu 1992-1996, og hafa fæst verið sýnd hér- lendis áður. Eftir að hafa starfað og sýnt í Reykja- vík, Boston og New York á níunda áratugnum flutti Hallgrímur til Parísar í byrjun þess tíunda og segja má að þá hafi hafist nýtt tímabil í list hans, tími sjálfsprottinna spuna- verka þar sem málarinn kemst í nýtt og ferskt samband við miðil sinn. „Ég ákvað að kasta öllum „eighties“-stílunum út um gluggann og byrja upp á nýtt. Ég keypti mér hvítan striga og byrj- aði hægt og rólega að maka olíu- litnum á hann, eins og barn sem var að mála í fyrsta sinn, í full- kominni óvissu um hvað úr myndi verða. Hvert verk var algjör óvissuferð, mjög spennandi en jafnframt geysilega taugatrekkj- andi, því engin hreyfing pensilsins varð aftur tekin. Þetta var eins og að mála í beinni útsendingu. Þetta var alveg nýtt upphaf fyrir mér og mikil uppgötvun eftir allt nuddið og puðið sem ég hafði stundað fram að þessu. Verkið varð til á mjög stuttum tíma, jafnvel aðeins nokkrum klukkustundum, en sál- rænu átökin voru því meiri,“ segir Hallgrímur um þessi verk sín sem eru að mestu leyti portrett af ímynduðu fólki. Sýningin stendur til 31. janúar. Gallery Turpentine er opið frá þriðjudegi til föstudags kl. 12–18 og laugardaga kl. 11–16. Hallgrímur sýnir í Turpentine SÓKNARNEFND Oddasóknar efn- ir til tónleika í nýja safnaðarheim- ilinu að Dynskálum 8 á Hellu á laugardaginn kl. 15. Flytjendur á tónleikunum eru systurnar Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó- leikari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir innlend og erlend tón- skáld, þ.á m. Mozart, Rachmaninov, Donizetti, Eyþór Stefánsson, Sigfús Einarsson og Karl O. Runólfsson. Aðgangseyrir að tónleikunum er 2.000 kr. og rennur ágóði af þeim í hljóðfærasjóð safnaðarheimilisins, sem nýttur er til kaupa á flygli af gerðinni K. Kawai, sem tekinn var í notkun á liðnu sumri. Signý og Þóra Fríða á Hellu Morgunblaðið/Ásdís eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm einbýlishúsi á einhverju framantaldra svæða. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI, SKERJAFIRÐI EÐA FOSSVOGI ÓSKAST ÁRÆ‹I OG UMHYGGJA ÁRMANN KR. Kosningaskrifstofa Bæjarlind 4. www.armannkr.is Veri› velkomin! Prófkjör X-D í Kópavogi 21. janúar Símar: 586 9090 og 899 9490. Opi› frá kl. 16.00 virka daga og frá kl. 13.00 um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.