Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 53
Eldfim og töff ný ræma frá meistaraleikstjóranum,Tony
Scott (“Man on Fire”). Með hinni flottu Keira Knightley
úr “Pirates of the Caribbean” og með hinum ofursvala
megatöffara, Mickey Rourke (“Sin City”).
Byggð á sönnum atburðum...svona nokkurn vegin.
S.V. / MBL
***
Byggð á sönnum orðrómi.
r.
DOMINO kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 6 - 9
KING KONG kl. 8 B.i. 12 ára.
JUST LIKE HEAVEN kl. 6
HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 5 B.i. 10 ára
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
TY”
Just Like Heaven
Jennifer Anistion fer á kostum
í þessari frábæru rómantísku
gamanmynd. Með Óskars-
verðlauna hafanum Shirley
MacLaine og Kevin Costner.
JARHEAD kl. 5.30 - 8 - 10.40 B.i. 16 ára.
JARHEAD VIP kl. 8 - 10.40
RUMOR HAS IT kl. 3.50 - 6 - 8.10 - 10.20
DOMINO kl. 8 - 10.40 B.i. 16 ára.
CHRONICLES OF NARNIA kl. 4 - 5 - 8.10
CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 5
KING KONG kl. 6 - 9.30 B.i. 12 ára.
Litli Kjúllin M/- Ísl tal kl. 3.50
UPPLIFÐU STÓRFENGLEGASTA
ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
Ástin lífgar þig við.
****
S.V / MBL
***
m.m.j / KVIKMYNDIR.COM
kvikmyndir.is
Byggð á sönnum orðrómi.
ÚTSALA
38
ÞREP
Laugavegi 49 / sími 561 5813
Hvað segirðu gott?
Bara allt á bleiku skýi eins og alltaf :)
Hefurðu kynnt þér raunverulegar afleiðingar stór-
iðjustefnu stjórnvalda fyrir náttúru Íslands og framtíð
okkar Íslendinga? (Spurning frá síðustu aðalskonu, Hel-
enu Stefánsdóttur).
Ha, ha, ha! Ég las þetta einmitt um daginn og hugsaði:
„Aumingja næsti aðalsmaður sem þarf að svara þessu!“
Helena er svo mikill töffari. En með fullri virðingu er
svar mitt einfalt: Ekki nóg.
Kanntu þjóðsönginn?
Að sjálfsögðu.
Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert?
Ég er í útlöndum, vegna þess að ég bý í London. En
fyrir utan að ferðast á milli London og Íslands hef ég
ferðast mikið undanfarið. Til dæmis til Frakklands á
snjóbretti, í frí til Taílands, Sviss, Amsterdam,
Mallorca … Bæði vinnu- og skemmtiferðir.
Uppáhaldsmaturinn?
Humar og bjúgu. Helst ekki saman þó …
Bragðbesti skyndibitinn?
Spínatbakan á Grænum kosti.
Besti barinn?
Ég veit voða lítið um það. Hef nákvæmlega engan tíma
til að þræða bari, nema þá kannski salatbari …
Hvaða bók lastu síðast?
Fyrir utan vinnutengt ítarefni, The Intimate Advent-
ures of a London Call Girl, metsölubók eftir Belle de
Jour. Argasta klám.
Hvaða leikrit sástu síðast?
Ætli það hafi ekki verið Frelsi eða Brim. Bæði frábær
verk og vel leikin.
En kvikmynd?
White Oleander.
Hvaða plötu ertu að hlusta á?
Catching Tales með Jamie Cullum og Hljóð er nóttin
eftir Magnús Þór.
Uppáhaldsútvarpsstöðin?
Létt 96,7.
Besti sjónvarpsþátturinn?
Tvímælalaust Stelpurnar.
Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveruleika-
þætti í sjónvarpi?
Aldrei.
G-strengur eða venjulegar nærbuxur?
Stelpuboxer og föðurland.
Helstu kostir þínir?
Einbeitt og glaðlynd.
En gallar?
Meðvirkni og svo á ég erfitt með að slaka á.
Besta líkamsræktin?
Vinnan mín.
Svo Bodyjam hjá Mána þegar svo ólíklega vill til að ég
á aukaorku.
Hvaða ilmvatn notarðu?
Armani.
Ertu með bloggsíðu?
Nei.
Pantar þú þér vörur á netinu?
Já. Og þá aðallega dansfatnað og græjur.
Flugvöllinn burt?
Nei.
Að hverju viltu spyrja næsta aðalsmann?
Ertu búin(n) að sjá Túskildingsóperuna???
Íslenskur aðall | Halla Vilhjálmsdóttir
Humar og bjúgu
Morgunblaðið/ÞorkellEinbeitt, glaðlynd en meðvirk.
Aðalskona vikunnar
heitir Halla Vilhjálms-
dóttir og hefur slegið í
gegn fyrir leik sinn,
söng og dans í hlut-
verki Pollýjar í
Túskildingsóperunni
sem nú er sýnd í Þjóð-
leikhúsinu.
Fyrrverandi vinnukona leikaransRoberts DeNiro og eiginkonu
hans Grace hefur verið hneppt í
varðhald fyrir að stela skartgripum
af heimili þeirra hjóna. Vinnukonan,
Lucyna Turyk-Wawryowicz, segist
hafa stolið hálsfesti að verðmæti um
5,4 milljónir króna, af því Grace hafi
verið „vond við sig“.
Turyk-Wawryowicz hefur þó stol-
ið frá fleiri vinnuveitendum í Holly-
wood en DeNiro-hjónum. Hæsta-
réttardómarinn sem dæmdi í máli
vinnukonunnar sagði að fallið yrði
frá fleiri ákæruliðum ef vinnukonan
samþykkti eins til þriggja ára fang-
elsisvist.
Vinnukonan sagði lögreglu við
yfirheyrslur að hún hefði ekki stolið
frá Grace hefði hún komið vel fram
við sig. Nefndi hún sem dæmi leik-
konuna Isabellu Rossellini sem allt-
af hefði sýnt sér virðingu og því
hefði hún ekki stolið af henni.
Vinnukonan sagði einnig að
DeNiro myndi vafalaust skilja við
eiginkonu sína ef hann vissi hversu
illa hún færi með börnin þeirra. „Ég
hef bara stolið frá þeim sem hafa
sýnt mér óvirðingu,“ sagði Turyk-
Wawryowicz.
Fólk folk@mbl.is
Reuters