Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 39
an, sem var allt of sjaldan í seinni tíð. Tengsl okkar voru í gegnum föður minn, bróður Hólmsteins eigin- manns Margrétar. En kynni þeirra urðu með allsérstæðum hætti og er eins og svo oft vill verða í lífinu, að eigi má sköpun renna. Líf þeirra saman var ofið örlagavef sem aldrei brast og minning mín um Margréti er í raun minning um þau hjón sam- an. Ein heild allt þar til frændi minn kvaddi þennan heim. Ekki var það í eðli Margrétar að fallast hugur við andlát eiginmanns síns, sem hún studdi alla tíð með ráðum og dáð. Heldur hóf hún sjálf- stætt líf með þeim gæðum sem henni voru gefin, áræði, elju og bjartsýni. Af þessu gat hún lagt grunn af áframhaldandi gæfu í lífinu enda átti hún stóran hóp afkomenda, sem hún bar alla tíð fyrst og fremst fyrir brjósti og lifði fyrir. Þessi náðargjöf að eiga heilbrigt fólk næst sér er aldrei ofmetin, en þeirrar gæfu var Margrét aðnjót- andi og það kunni hún að meta og gerði margt til að koma þeim stóra hópi saman. Barnahópurinn ólst upp á Akur- eyri. Bærinn hefur verið svo lán- samur að njóta þeirra krafta lengst af. Saga þeirra er samofin sögu stað- arins hér á Akureyri. Bærinn hefur vaxið og dafnað meðal annars fyrir verk skyld og tengd þessari litlu fjölskyldu sem stofnuð var á skips- fjöl við austurströnd Ameríku fyrir um 60–70 árum. Ljúft er að minnast velgjörðar- manna sinna og bjart er yfir þeirri minningu. Fjölskylda mín og ég vilj- um senda börnum Margrétar og öll- um hinum stóra ættboga hennar, okkar hinstu kveðjur á stund um- breytingarinnar. Megi vegferð hennar halda áfram í birtu. Guð veri með okkur öllum. Egill Jónsson. Móðursystir mín hefur kvatt þennan heim, síðust 19 systkina, þar af er einn hálfbróðir. Öll ólust þau upp á Hámundarstöðum í Vopna- firði. Engan hefði grunað að Margrét ætti aðeins átta mánuði ólifaða þeg- ar hún fylgdi móður minni til grafar í mars síðastliðnum, hress og hraustleg með drottningarlegt yfir- bragð að vanda sem voru hennar séreinkenni. Hún var falleg kona, hávaxin, háleit með milt kímnisblik í augum. Þessar tvær yngstu síðustu systur úr Hámundarstaðahópnum ásamt elsta barnabarni gömlu Há- mundarstaðahjónanna, Guðbjörg Ólsen, er ólst upp með móður minni og Margréti eins og systir á svip- uðum aldri, hafa allar kvatt þessa jarðvist 2005 með nokkurra mánaða millibili. Við barnabörnin, þessi stóri afkomendahópur þessara systkina, erum orðin elsta kynslóðin. Kynslóðir koma og kynslóðir fara kom upp hugann þegar ég fékk þær fréttir að hún hefði látist annan dag jóla. Þessi stóri afkomendahópur hefur aðeins einu sinni komið saman þar sem lagt var upp úr að safna saman öllum afkomendum Hámund- arstaðahjónanna árið 1993 og tókst það vel. Sögðu þær systur mér margar skemmtilegar sögur um rótina okkar frá Hámundarstöðum. Þær nutu þess báðar að sjá alla þessa afkomendur foreldra sinna samankomna. Það var alltaf gaman að heyra í Margréti. Síðast talaði ég við hana nú rétt fyrir jólin, sagði hún mér nánar frá veikindum sínum en bar sig vel, ég lofaði að heimsækja hana þegar ég kæmi til Akureyrar í janúar. Það verður öðruvísi heim- sókn en við hugðum. Við trúum því á himna hæðum nú hólpinn lifi andi þinn, og eigi völ á unaðsgæðum, sem ekki þekkir heimurinn, og alt sem gott hér gjörðir þú hjá guði launað verði nú. (Jón Þórðarson.) Elsku frænka, ég bið Guð að vera með ykkur, þessum þrem stöllum frá Hámundarstöðum sem kvöddu allar jarðlífið 2005 og ólust upp sam- an í amstri og leik í Vopnafirðinum, vísi ykkur hinn ókomna veg í óþekktum víddum. Erla, Hugga, Didda og Hólmsteinn, við fjölskyld- an sendum ykkur öllum börnum og barnabörnum ásamt öðrum ástvin- um okkar bestu samúðarkveðjur. Eygló. Í dag verður jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju, föðursystir mín, Margrét Sveinbjörnsdóttir. Mar- grét var yngst í sínum stóra systk- inahópi á Hámundarstöðum á Vopnafirði og kveður okkur síðust þeirra. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Sveinsson ættaður úr Vestur-Húnavatnssýslu og Guð- björg Gísladóttir frá Fljótsdalshér- aði. Sveinbjörn og tveir bræður hans, Þórður og Björn, gerðust ung- ir bændur þarna á ströndinni á Vopnafirði. Í kringum 1920 er talið að um 70 manns hafi búið á Há- mundarstöðum I og II og fjórum nærliggjandi bæjum. Þetta var dugnaðarfólk og þarna var mikil samheldni og vinátta. Þótt efnin væru ekki mikil þá skorti ekki mat, því að þeir reru til fiskjar, skutu fugla og veiddu seli. Það var keypt laxanót, laxinn lyngreyktur í reyk- kofa og seldur sem munaðarvara. Þá átti Sveinbjörn vöruskipti við enska togara og einnig franskar og norsk- ar fiskiskútur og því var stundum á boðstólum hjá þessum barnmörgu fjölskyldum marmilaði, bacon, skinka, franskt kex og ýmislegt fleira góðgæti, sem óvíða sást á ís- lenskum alþýðuheimilum. Guðbjörg, móðir Margrétar, ræktaði einnig mikið af grænmeti og hún sá alltaf til þess að einn veggurinn á torf- bænum væri þakinn skarfakáli og notaði það mikið til matar. Unga fólkið á bæjunum stofnaði ung- mennafélag og bókasafn. Oft hefur þar verið mikið líf og fjör en þau settu upp leikrit, glímdu og fóru í leiki. Nítján ára gömul fór Margrét ásamt Hjálmari, bróður sínum, til Bandaríkjanna og ætluðu þau að dvelja hjá Haraldi, bróður þeirra í New York. En þeim var snúið við á Ellis Island þar sem ákveðna stimpla vantaði í vegabréfin þeirra. Örlögin gripu hér í taumana því að um borð kynntist Margrét manns- efninu sínu, Hólmsteini Egilssyni, en henni var greinilega ekki ætlað að búa í Bandaríkjunum. Hins vegar fór hún til Bandaríkjanna tæplega fjörutíu árum síðar og heimsótti þá frændfólk sitt. Margét stundaði nám við Kvennaskólann á Laugalandi en öll systkinin frá Hámundarstöðum stunduðu eitthvert nám enda mikill menntaáhugi á heimilinu. Þau Margrét og Hólmsteinn giftu sig árið 1940 og eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi en þau eru: Erla, Hugrún, Hólmsteinn og Mar- grét. Heimili Margrétar var hennar starfsvettvangur og stolt. Vand- fundið mun það heimili sem var eins fallegt og hlýlegt og hennar. Árið 1960 kom ég fyrst í nýja húsið þeirra á Bjarmastígnum, sem Sigvaldi frændi Thordarson hafði teiknað. Ég man ég varð orðlaus af undrun og aðdáun, þegar ég sá geymsluna hennar Margrétar. Þarna voru sult- ur, saftir og niðursoðið grænmeti af öllum tegundum í röðum á hillum og snyrtimennskan alls staðar í fyrir- rúmi. Þau hjónin voru með græn- metisgarð og ræktuðu þar ýmsar tegundir og einnig voru þar berja- runnar og jarðarber. Eftir að Hólm- steinn hætti að vinna voru þau hjón með trillu og fóru oft út á fjörðinn og reru til fiskjar. Á seinni árum kom Margrét oft og gisti hjá okkur Gunnari í Stallasel- inu. Var hún ætíð mikill aufúsugest- ur enda hafði hún einstaklega þægi- lega nærveru og ljúft viðmót. Mér fannst hún aldrei verða gömul, því að hún hafði lifandi áhuga á öllu bæði þjóðmálum og ferðalögum. Er mér efst í huga síðustu samveru- stundir okkar er við Hugrún, dóttir hennar, fórum með henni að skoða Þjóðmenningarhúsið síðastliðið vor. Hún sýndi safninu mikinn áhuga og hafði ómælda ánægju af ferðinni. Ég kveð Margréti með mikilli virðingu og þakklæti um leið og ég sendi börnum hennar og þeirra fjöl- skyldum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Kolbrún Valdemarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 39 MINNINGAR ✝ Gunnar Har-aldsson fæddist í Reykjavík 26. apr- íl 1949. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Margrét Sighvats- dóttir húsfreyja og eiginmaður hennar Haraldur Örn Sig- urðsson klæðskeri í Reykjavík. Systkini Gunnars eru Hauk- ur Már Haraldsson framhaldsskólakennari, Þóra Haraldsdóttir grunnskólakenn- ari, Sigurður Haraldsson kjöt- iðnaðarmaður og Haraldur Örn Har- aldsson. Gunnar bjó í for- eldrahúsum fyrstu sjö ár ævi sinnar en síðan á Kópavogs- hæli til ársins 1997 að hann flutti á sambýlið að Ægis- grund 19 í Garða- bæ. Síðustu árin starfaði hann á Örva, vernduðum vinnustað. Gunnar verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það er margs að minnast þegar Gunnar bróðir er kvaddur. Í fötlun sinni upplifði hann lífið á svo allt annan hátt en við hin, gladdist yfir litlu og bjó yfir jákvæðni, glaðlyndi og gamansemi þess sem veit að á morgun kemur annar dagur með öll- um vinunum sem honum þótti svo vænt um og sem þótti svo vænt um hann. Gunnar fæddist blindur og með heilahrörnun, þannig að ekki var gert ráð fyrir að hann lifði lengi. Þær spár rættust sem betur fer ekki. Þegar Gunnar var 7 ára gerðu fjölskylduaðstæður það að verkum að koma varð honum fyrir í vistun á Kópavogshælinu. Í nærfellt hálfa öld naut Gunnar því þess kerfis sem bú- ið hefur vangefnum skjól, um ára- tugaskeið á Kópavogshæli en síð- ustu árin á sambýlinu að Ægisgrund 19 í Garðabæ. Öll þessi ár leið vart svo helgi að foreldrar og einhver úr systkinahópnum kæmi ekki í heim- sókn í Kópavoginn eða Gunnar kæmi heim í foreldrahús, stundum jafnvel til næturgistingar. Og skorðurnar voru fastar í þessum heimsóknum; Beethoven og Dvorak á fóninum, lesin fyrir hann uppáhaldsljóðin eftir Davíð og Jónas og Halldór Laxness og svo voru spiluð dægurlög sem gjarnan voru komin til ára sinna; Comedian Harmonic og Alfreð Clausen og fleiri. Þetta voru veislur fyrir andann og Gunnar brosti út að eyrum þegar hann hlustaði á eftir- lætin sín. Leikir og létt grín mynd- uðu svo eins konar undirstöður und- ir þessar heimsóknir til pabba og mömmu sem voru svo óendanlega mikils virði fyrir hann og okkur hin. Í gegnum líf Gunnars höfum við í fjölskyldunni fylgst með þróuninni í málefnum vangefinna, næstum frá upphafi þess að farið var að vinna að málefnum þessa hóps. Sáum hve mikla gleði og stolt það eitt vakti að fá að hjálpa til í eldhúsinu á Kópa- vogshælinu, þegar sú stefna var tek- in upp að leyfa vistmönnum að taka þátt í lífinu. Stórkostlegasta breyt- ingin varð þó þegar tekin voru upp sambýli og þeir sem áður voru vist- menn urðu heimilisfólk með hlut- verk. Og gátu fengið að taka til hendinni á vernduðum vinnustöðum. Við urðum vitni að ótrúlegum breyt- ingum eftir að Gunnar flutti í Æg- isgrundina 1997 og ekki síður þegar hann fór að fara í vinnuna í Örva. Það atlæti sem hann fékk á þessum stöðum, þau tækifæri sem hann fékk til að auðga líf sitt og gleðjast yfir því eru ómetanleg. Starfsfólkinu og heimilisfólkinu að Ægisgrund 19 og starfsfólkinu á verndaða vinnustaðn- um Örva þakka ég þess þátt í að veita fyllingu í líf Gunnars. Þótt ekki fari hátt dagsdaglega vinnur þetta fólk ómetanlegt starf. Á kveðjustund þakka ég Gunnari bróður samfylgdina; hún er mér dýrmætur fjársjóður minninga og gleymist aldrei. Haukur Már Haraldsson. Það var engu líkara en veðrið um hátíðarnar væri að lýsa líðan hans Gunnars bróður okkar. Mein, sem hafði ekki látið á sér kræla í nokkur ár, tók sig upp aftur af mikilli hörku. Þegar hann kvaddi þetta líf, hinn 5. janúar síðastliðinn, var hvít jörð og birti yfir um stund. Gunnar fæddist í húsi Þóru ömmu, þar sem foreldrar okkar hófu búskap. Það kom fljótlega í ljós að hann var blindur og með heilahrörn- un, sem aldrei var skilgreind nánar og honum var ekki spáð langlífi. En fyrir kraftaverk stöðvaðist fram- ganga sjúkdómsins er hann var 6 mánaða gamall. Gunnar var sérstaklega fallegt barn, með dökkar krullur og ynd- islegt bros. Strax í bernsku kom yndi hans af tónlist í ljós. Eitt sinn er hann var í vagninum sínum, raul- aði hann stef úr tónaljóðum eftir Rimsky Korsakoff. Manni sem gekk framhjá varð að orði: Hvað ætli hann rauli þegar hann verður eldri? Fjölskyldan stækkaði og brátt voru foreldrar okkar komin með fimm börn. Á þessum árum fengu foreldrar fatl- aðra barna ekki mikla aðstoð eða fræðslu. Eina úrræðið fyrir Gunnar var Kópavogshælið. Þangað fór hann aðeins 7 ára gamall. Það voru þung spor fyrir foreldra okkar. Gunnar var alveg sérstakur. Auk tónlistar elskaði hann ljóð, var mikill húmoristi, stríðinn og hafði einstakt minni. Hann þekkti fólk á röddinni, þó hann hefði ekki hitt það í mörg ár og hann þekkti söngvara sem ekki höfðu verið spilaðir í áratugi í út- varpinu. Þá hafði hann gaman af að herma eftir fólki sem hafði sérstaka rödd og tókst það mjög vel upp. Haustið 1997 urðu kaflaskil í lífi fjölskyldunnar. Gunnar var svo lán- samur að komast á sambýli að Æg- isgrund 19 í Garðabæ. Eftir 40 ára dvöl á stofnun hófst nýtt líf. Hann hafði unun af að sitja í garðinum frá því fór að hlýna á vorin og fram á haust og hlusta á fuglana. Þarna leið honum vel. Hann hafði nóg að gera; vann í Örva, var í Ævintýraklúbbn- um, fór í bíó og á böll, dvaldi á hverju sumri í Árborg og fór í sumarbústað með heimilisfólkinu í Ægisgrund. Við erum þakklát fyrir þessi góðu ár. Okkur langar að þakka öllum í Ægisgrund, bæði starfsfólki og heimilisfólki fyrir umhyggju þeirra og vináttu. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur með tilveru þinni, elsku bróðir. Þú auðgaðir líf allra sem þekktu þig. Sofðu rótt. Haraldur, Sigurður og Þóra. Í dag kveðjum við vin okkar Gunnar Haraldsson. Gunnar lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 5. janúar. Gunnar fluttist á sambýlið Ægisgrund 19 árið 1997 og var þar til heimilis, með vinum sínum þar til hann lést. Gunnar var mikill náttúruunn- andi, hann hafði dálæti á því að kom- ast út í gott veður, gat hann setið löngum stundum í svampstólnum sínum úti í garði. Hann elskaði sól- ina en vildi síður vera úti þegar rign- ing var, en hann lét sig þó hafa það, t.d. þegar farið var í gönguferðir. Gunnar var blindur frá fæðingu en hafði sérstaklega næma heyrn, hann hafði yndi af því að hlusta á fugla- söng og þekkti fuglana eftir söng þeirra. Hann beið með eftirvænt- ingu eftir lóunni á vorin og spurði oft hvenær hún kæmi. Á sumrin fór Gunnar í sumarfrí, t.d. í Daðahús og til Halldóru Gunnarsdóttur í Nýja- bæ, hafði hann gaman af því og var það oft sérstök upplifun fyrir hann. Gunnar hafði sína föstu „rútínu“ og leið honum best þegar hlutirnir voru í föstum skorðum, fylgdist hann vel með því hvað var fram und- an. Hann sótti vinnu sína á Dalveg- inum alla virka daga. Sér til heilsu- bótar auk gönguferðanna fór Gunnar í sund einu sinni í viku og undi sér vel í vatninu. Í frístundum fór hann t.d. í Ævintýraklúbbinn, þar málaði hann myndir og stundum fóru þau á kaffihús. Fyrir nokkrum árum þegar Haraldur faðir Gunnars veiktist og þurfti að fara á spítala málaði Gunnar sérstaka mynd handa honum, hún var gul með rauð- um rákum, sem hann kallaði sólina. Þrátt fyrir að vera vanafastur fyllt- ist hann tilhlökkun þegar eitthvað stóð til, t.d. þegar fara átti á ball. Hafði hann ekki gaman af því að dansa en það var alltaf hægt að fá hann til að dansa a.m.k. einn dans. Gunnar hafði einnig gaman af því að rifja upp atburði sem honum þóttu skemmtilegir og vildi þá gjarnan endurtaka það einhvern tíma seinna. Gunnar stundaði nám við Fjöl- mennt, hafði hann mestan áhuga á að vinna með ljóð og sögur og var það ein af hans sterkustu hliðum. Kunnátta hans á vísum og ljóðum vakti sérstaklega athygli og ánægju hjá kennurum hans, hann tók virkan þátt í spjalli í hópum og þá var glettni hans og skopskyn aldrei langt undan. Gunnar átti það til að vera svolítið stríðinn og framkallaði það ósjaldan hjá honum risastórt bros sem náði nánast allan hringinn. Hann var oft hnyttinn í tilsvörum. Gunnar átti sinn stól í stofunni, þar lét hann fara vel um sig og hlust- aði jafnan á tónlist og sögur sem hann hafði yndi af. Í foreldrahúsum hafði hann hlustað á klassíska tónlist og naut þess, hann hafði einnig yndi af því að hlusta á íslenskar dægur- lagaperlur. Rétt fyrir jólin þurfti Gunnar að dveljast á Borgarspítalanum, hann var kvalinn en þrátt fyrir það var hann sjálfum sér líkur. Hann vildi fá coke og hann vildi fá að vita hvenær pabbi hans kæmi til hans og hvenær hann færi heim á Ægisgrund. Það að Gunnar vildi komast heim á Ægis- grund yljar okkur um hjartarætur nú þegar við kveðjum hann og lítum til baka, honum leið vel á heimili sínu og gat hann dvalist þar yfir jólahá- tíðina, fyrir það erum við þakklát. Ekki er hægt að tala um daglegt líf Gunnars án þess að nefna fjöl- skyldu hans og þau sterku tengsl sem þar ríktu. Gunnari var mjög annt um fjölskyldu sína. Í hverri viku beið hann með eftirvæntingu eftir laugardeginum því þá kom pabbi hans í heimsókn til hans. Áður fyrr fór hann heim til foreldra sinna aðra hvora helgi, meðan heilsa þeirra leyfði en hina helgina komu þau í heimsókn til hans. Systkini hans reyndust honum sérlega vel. Fjölskylda hans sýndi honum ætíð mikla ræktarsemi, nokkuð sem lýsti upp tilveru hans. Við biðjum algóðan Guð um að blessa fjölskyldu Gunn- ars og styrkja þau í sorg þeirra. Við þökkum Guði fyrir kynni okk- ar af Gunnari, þau voru okkur mjög dýrmæt og gefandi. Gunnar var ein- stakur. Guð blessi minningu Gunnars Haraldssonar. Starfsfólk á Ægisgrund 19, fyrrum starfsfólk og vinir. GUNNAR HARALDSSON Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson.) Þínir vinir, Ebeneser, Torfhildur, Svanlaugur, Ólafur og Heiða. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.