Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 21 MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Keflavík | „Ég hef nóg að gera. Er til dæmis að skrifa niður ýmsar minningar og sögur,“ segir Björn Stefánsson, fyrrverandi innkaupa- stjóri Hitaveitu Suðurnesja. Þótt hann hafi hætt í föstu starfi hjá Hitaveitunni vegna aldurs fyrir tíu árum hætti hann ekki fyrr en núna um áramótin sem ritstjóri Frétta- veitunnar, fréttabréfs fyrirtækisins, rétt áður en hann varð 81 árs. Björn hóf störf hjá Hitaveitu Suð- urnesja í maí 1976 og var annar starfsmaður fyrirtækisins, aðeins hitaveitustjórinn var fyrir. Hann hóf störf sem aðalbókari en var síðar ráðinn í nýtt starf innkaupastjóra þegar fyrirtækið stækkaði. Þótt Björn hætti sem innkaupa- stjóri Hitaveitu Suðurnesja sjötug- ur hélt hann áfram að rita fund- argerðir stjórnar og að ritstýra og gefa út Fréttaveituna. Hann hætti að rita fundargerðirnar fyrir rúm- um fimm árum. Læsilegt blað Hitaveitan byrjaði að gefa út Fréttaveituna 1981 og hefur Björn annast hana allan tímann. Fyrsti forstjóri fyrirtækisins, Ingólfur Að- alsteinsson, bað hann um gefa út fréttabréf fyrir Hitaveituna og starfsfólk hennar. „Ég hafði ærið að gera á þessum tíma en tók þetta að mér þrátt fyrir það,“ segir Björn. Hann tekur fram að fyrstu árin hafi fréttabréfið ekki komið reglulega út. En frá árinu 1994 hafi útgáfan verið í föstum skorðum, fyrst hálfs mánaðarlega og síðan mánaðarlega. Blaðið í desember, síðasta blað Björns, var 210. tölublað Fréttaveit- unnar. Frá upphafi var markmið Frétta- veitunnar að upplýsa starfsmenn og stjórnarmenn um starfsemi fyrir- tækisins. Einnig átti það að vera vettvangur fyrir starfsfólk að láta í sér heyra. „Þeir hafa verið heldur tregir að skrifa en stundum hefur tekist að fá ágætar greinar frá þeim. Svo hefur það alltaf verið markmiðið að hafa blaðið læsilegt, ekki aðeins þurrar upplýsingar,“ segir Björn. Hann hefur leitað fyrir sér í gömlum gögnum og birt ýmsan fróðleik og frásagnir af atburðum á Suðurnesjum og skopsögur, auk al- menns efnis á vegum fyrirtækisins. Hefur þar safnast upp talsvert mikill fróðleikur um hitaveituna og sögu hennar, um fyrirtæki sem hita- veitan hefur átt aðild að, svo sem um Saltverksmiðjuna á Reykjanesi og Bláa lónið. Fréttaveitan er ekki hefðbundið fréttabréf, eins og sést á þessu, og það fer víða. Kemur út í 300 eintök- um og liggur frammi á skrifstofu Hitaveitunnar og Bókasafni Reykja- nesbæjar. Svo eru allmargir fastir áskrifendur sem fá blaðið sent í pósti. Loks má nefna að efni blaðs- ins er birt á vefnum, á heimasíðu HS hf., og unnið er að því að gera eldra efni þess aðgengilegt þar einnig. Rétt að draga saman seglin „Ég hefði ekki verið að þessu, ef ég hefði ekki haft eitthvert gaman af. Að vísu verður konan stundum þreytt á þessu. Mikið af efninu kem- ur á síðustu stundu og þá hefur vinnudagurinn verið dálítið langur,“ segir Björn. Blaðið er að öllu leyti unnið á „rit- stjórnarskrifstofunni“ á heimili Björns og konu hans, Helgu Krist- insdóttur, og tekur Björn fram að Helga hafi hjálpað sér mikið við frá- gang á blaðinu. „Nú eru ákveðin tímamót hjá okkur. Ég er orðinn dálítið gamall og svo erum við að flytja í minni íbúð,“ segir Björn þegar hann er spurður að því af hverju hann hafi ákveðið að hætta útgáfunni. Þau hjónin hafa selt húsið á Há- holti 27 í Keflavík sem þau byggðu með eigin höndum og hefur verið heimili þeirra í 45 ár, og flytja í lok næsta mánaðar í Búmannaíbúð í Innri Njarðvík. „Það er mikil vinna framundan við að flokka gögn og henda og síðan að koma sér fyrir á nýjum stað. Við þetta bætist að ég fékk hjartaáfall í byrjun desember, áfall eins og ég hef áður fengið, og okkur fannst eðlilegt að draga sam- an seglin,“ segir Björn. Hann segist þess þó fullviss að stjórnendur Hita- veitunnar muni halda merkinu á lofti með áframhaldandi útgáfu Fréttaveitunnar. Keflavíkurkímni og Suðurnesjahúmor Björn kvíðir því ekki að hafa ekki nóg fyrir stafni. Hann hefur gaman af skriftum og hefur á undanförnum árum verið að skrifa niður gaman- sögur og minningar af ýmsu tagi. Hann sýnir blaðamanni handrit með gamansögum af Suðurnesjum sem hann nefnir Keflavíkurkímni og Suðurnesjaskop. Þetta er efni í heila bók en Björn segist hafa safnað þessu sér til gamans en ekki sér- staklega með útgáfu í huga. Einnig hefur hann skrifað niður fjölda skemmtilegra tilsvara á vettvangi Hitaveitunnar, auk ýmissa frásagna af mönnum og málefnum á Suður- nesjum. Þessu hyggst hann halda áfram. „Ég veit ekki hvort þú átt að skrifa það niður en ég hef skrifað formála að minningargrein um mig í Morgunblaðið,“ segir Björn og bros- ir. Það segist hann hafa gert vegna þess að oft séu villur í formálum minningargreina. Fólk viti greini- lega ekki nógu mikið um sína nán- ustu. Hann segist hafa látið öll börnin sín hafa upplýsingarnar svo það hendi þau ekki. Harður Keflvíkingur Björn fæddist í Reykjavík en fluttist til Keflavíkur sex ára og hef- ur búið þar síðan. Hann segist vera harður Keflvíkingur og segist aldrei hafa búið í Reykjanesbæ – en þó ekki svo harður að hann geti ekki flutt til Innri-Njarðvíkur eins og nú stendur til. „Þetta eru skemmtileg- ar íbúðir sem Búmenn eru að byggja og svo má segja að við séum að fara á æskuslóðir konu minnar sem ólst upp í Innri-Njarðvík,“ seg- ir Björn Stefánsson. Björn Stefánsson hættir að gefa út Fréttaveitu Hitaveitu Suðurnesja, kominn á níræðisaldurinn Skrifar niður frásagnir og safnar skopsögum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Keflavíkurkímni Björn Stefánsson hefur gaman af broslegum hliðum til- verunnar og hefur safnað ógrynni skemmtisagna af Suðurnesjum. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Vestmannaeyjar | Vefsíðan heima- slod.is var opnuð nýlega en þar er um að ræða einkar áhugavert verk- efni sem Frosti Gíslason, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og fram- kvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, hefur leitt. Heimaslóð er gagnvirkur margmiðlunarvefur um Vestmanna- eyjar og nú þegar er hægt að finna mikinn fjölda upplýsinga um Vest- mannaeyjar fyrr og nú en hann verð- ur í stöðugri þróun enda fjöldi manna sem kemur að upplýsingagjöf fyrir vefinn og ætlunin er að hann verði í stöðugri þróun. Nafnið heimaslóð er fengið úr smiðju Ása í Bæ og á forsíðunni er allur textinn og orð í honum eru not- uð sem tenglar inn á undirsíður. Fyrsta lína er: Meðan öldur á Eiðinu brotna og er „Eiðinu“ tengill inn á undirsíðu um Þrælaeiði sem er gamla nafnið á því sem Eyjamenn þekkja sem Eiðið í dag. Fyrir Eyjamenn nær og fjær Frosti segir að vefurinn sé hugs- aður fyrir Eyjamenn nær og fjær en er opinn öllum og það eiga allir að geta sett inn upplýsingar á vefinn með því að sækja um lykilorð. Til að hrinda verkefninu af stað var sótt um styrk til Opinnar menningar en það verkefni er á vegum mennta- málaráðuneytisins og iðnaðarráðu- neytisins og einnig var leitað til sam- starfs við Svæðismiðlun Suðurlands. Segir Frosti að til þess að gera vefinn bæði skemmtilegan og fróð- legan verði að hafa mikið af ljós- myndum og margmiðlunarefni eins og gagnvirkum kortum og ítarlegum textum um allt milli himins og jarðar sem viðkemur Eyjum. „Heimaslóð á að vera upplýsingaveita fyrir alla þá sem vilja kynna sér Vestmannaeyjar og það sem hér hefur gerst í verslun, íþróttum, útgerð, fiskvinnslu, jarð- fræði, lífríki og sögu samgangna svo eitthvað sé nefnt.“ Á vefnum verða myndbönd, hringmyndir, gagnvirk kort, hljóðefni og gagnvirk forrit. Nýverið var afhent úr styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vest- mannaeyja sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglunds- son, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Þar fékk heimaslod.is styrk ásamt Visku og Fjölsýn vegna verkefnisins Húsin í götunni. Védís Guðmunds- dóttir tónlistarmaður var einnig styrkt sem og Rannsóknar- og fræðasetur Vestmannaeyja. Upplýsingaveita fyrir alla sem vilja kynna sér Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir Heimaslóð Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri færði Frosta Gíslasyni blómvönd þegar heimaslod.is var opnuð. Í fangi Frosta er dóttir hans, María Fönn sem ýtti á takkann sem setti vefinn í loftið. Nýtt sýningafyrirkomulag - Tryggðu þér sæti! Stærðarmunur Jóhann heitinn Guðnason, bóndi og kaupmaður á Vatns- nesi, var með stærstu mönn- um og kloflangur mjög. Ein- hverju sinni var hann á tali við nokkra menn, þeirra á meðal einn, sem var mjög lágvaxinn. Sagði þá einn viðstaddra: „Þetta er nú meira rokið!“ „Finnst þér það?“ svaraði sá stutti. „Það er ekki von, að þú finnir það, sagði þá Jóhann, „það fer fyrir ofan þig!“ „Já – og gegnum klofið á þér“, sagði þá sá stutti snar- lega. Hjálpsemi við soninn! Sigurgeir Þorvaldsson, sem notað hefur höfundanöfnin Sláni slagbrands og Kálhaus, gekk í hús og seldi bók sína, Hryðjuverk og hringhendur. Á einum staðnum kom öldruð kona til dyra og sagði: „Hvað get ég gert fyrir þig, væni minn?“ „Ég er nú bara að hjálpa honum syni mínum að selja bókina, sem pabbi hans gerði!“ svaraði Sláni. Suðurnesjaskop
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.