Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 33
ALLT frá því að undirritaður hóf afskipti af borgarmálum fyrir sextán árum hefur hann flutt til- lögur og ritað greinar um að lækka beri þjónustugjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja. Árið 1994 samþykkti borg- arstjórn Reykjavíkur samhljóða tillögu hans um lág strætó- fargjöld unglinga, en í því fólst að þau voru lækkuð til samræmis við fargjöld aldraðra og öryrkja. Ári síðar tvöfaldaði R-listinn unglingafargjöldin og endurtók þann leik árið 2001. Í dag þurfa unglingar á aldrinum 12–18 ára að borga 250 krónur eins og fullorðnir fyrir staðgreitt far með Strætó bs. eftir nýjustu gjaldskrárhækkanir fyr- irtækisins. Hækkun fargjalda barna undir 12 ára aldri um 25% vekur einnig sérstaka athygli. Þessar hækkanir koma í kjölfar þess að nýting almennings- samgangna hefur minnkað um 6–8% á fyrstu 10 mánuðum liðins árs. Margir telja að samdrátt- urinn verði meiri þegar afleið- ingar nýs og misheppnaðs leiða- kerfis koma í ljós. Gjaldskrár- hækkanirnar eru líklegar til að gera ástandið enn verra. Framsókn á móti fargjaldalækkunum F-listinn er eina aflið í borg- arstjórn, sem hefur flutt tillögur um fargjaldalækkanir og nið- urfellingu strætófargjalda hjá börnum, unglingum, öldruðum og öryrkjum. Þessar tillögur hafa ekki hlotið brautargengi hjá R-lista flokkunum og er Fram- sóknarflokkurinn þar engin und- antekning. Einn kjörinna fulltúa Framsóknarflokksins í skipulags- nefnd á þessu kjörtímabili, Björn Ingi Hrafnsson, hefur að und- anförnu kvatt sér hljóðs um far- gjaldamál Strætó bs. með afar sérkennilegum hætti. Um það vitnar m.a. grein eftir hann í Morgunblaðinu 9. janúar sl. undir heitinu „Ókeypis strætó og bætt þjón- usta“. Tillögur annarra fengnar að láni Hugmyndir Björns Inga um strætó- fargjöld eru greini- lega teknar upp úr stefnuskrá og til- lögum F-listans. Enginn sem kynnir sér stefnu og tillögur F-listans í far- gjaldamálum hjá Strætó bs. þarf að velkjast í vafa um það. Í stefnuskrá F-listans, sem er að finna á heimasíðunni f-list- inn.is, segir m.a.: „Brýnt er að efla almennings- samgöngur til að draga úr yf- irþyrmandi einkabílanotkun, sliti á götum og mengun í borginni. Til að auka nýtingu almennings- samgangna ber að lækka og jafn- vel að fella niður fargjöld í stræt- isvagna fyrir unglinga að 18 ára aldri ásamt öldruðum og ör- yrkjum.“ Tillögur F-lista í borgarstjórn Á borgarstjórnarfundi haustið 2003 flutti undirritaður tillögu um að fargjöld unglinga yrðu lækkuð á ný til samræmis við fargjöld aldraðra og að fargjöld barna yngri en 12 ára og öryrkja yrðu felld niður. Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi F-listans, fylgdi tillögunni síðan eftir haust- ið 2004 með því að flytja tillögu um niðurfellingu fargjalda hjá þessum hópum til reynslu í 6 mánuði. Á borgarstjórnarfundi 17. janúar nk. mun undirritaður stíga skrefið til fulls í samræmi við stefnu F-listans og leggja til að fargjöld barna, unglinga, aldraðra og öryrkja verði felld niður til frambúðar. Mikill ávinningur af tillögum F-listans Miðað við þá gjaldskrá sem var í gildi á liðnu ári mun niðurfelling fargjalda hjá áðurnefndum hópum kosta ríflega 200 milljónir króna á ársgrundvelli. Það er lítil upphæð miðað við þann ávinning sem af niðurfellingunni gæti hlotist. Ef hugarfarsbreyting og stórbætt nýting strætisvagnanna næðist fram myndi draga úr yfirgengi- legri einkabílanotkun og mikilli mengun í borginni, þar sem heilsuspillandi útblástur frá bif- reiðum og svifryk á götum borg- arinnar fer oft yfir hættumörk. Til að bæta enn frekar nýtingu vagnanna og draga úr mengun af þeirra völdum þyrfti að hafa vagnana minni en nú er. Minni vagnar væru ódýrari í rekstri og innkaupum og gerðu aukna ferða- tíðni og betri þjónustu mögulega. Vonandi bera fulltrúar hins sundurgliðnaða R-lista í borg- arstjórn gæfu til að fella ekki enn einu sinni tillögur F-listans til efl- ingar almenningssamgöngum í Reykjavík. Þar sem R-lista full- trúarnir eru flestir á hröðum flótta undan eigin verkum á þessu kjörtímabili geta borgarbúar leyft sér að vona það. Björn Ingi og strætótillögur F-listans Ólafur F. Magnússon skrifar um stefnuskrá F-listans ’Hugmyndir BjörnsInga um strætófargjöld eru greinilega teknar upp úr stefnuskrá og til- lögum F-listans.‘ Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og oddviti F-listans í borgarstjórn. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 33 UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU var 18. desember sl. birtur ritdómur um bók sem nefnist „Landsvirkjun 1965– 2005“ og gefin var út í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins árið 2005. Sigrún Páls- dóttir stýrði ritun bók- arinnar,og samdi hana að nokkru leyti. Meðal annarra höfunda eru Guðmundur Hálfdán- arson og Unnur Birna Karlsdóttir sem sömdu kafla sem nefnist „Náttúrusýn og nýting fallvatna“. Öll er bókin áhuga- verð og vel samin og ekki síst ofangreindur kafli sem fjallar um efni sem mikið hefur verið rætt og deilt um hér á landi að und- anförnu; í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Þeim Guðmundi og Unni Birnu tekst vel að fjalla málefnalega og hlutlægt um þetta eldfima efni. Í ritdóminum eru tilgreind svohljóðandi ummæli úr bókinni (á bls. 199): „ sami fossinn getur trauðla knúið í senn rafala orkuversins og hug og hönd skálds- ins.“ Þetta er misskilningur, sem áreið- anlega stafar af ókunnugleika. Það er algengt víða um lönd að fossar – eða öllu heldur vatnið sem um þá rennur í náttúrulega ástandi – framleiði hvort- tveggja í senn: Raforku og eftirsótt hughrif á áhorfanda. Besta dæmið um þetta eru líklega Niagarafoss- arnir á landamærum Bandaríkanna og Kanada. Þar eru stór vatns- orkuver bæði Bandaríkjamegin og Kanadamegin. Rennslið um fossana er á hverjum tíma í samræmi við samkomulag ríkjanna frá miðri síð- ustu öld. Fossarnir draga árlega til sín milljónir ferðamanna til að njóta mikilfengleika þeirra. Hinn almenni ferðamaður hefur enga hugmynd um þetta samkomulag og leiðir ekki einu sinni hugann að því hvort það sé yf- irleitt til. Hann er ánægður ef áhrifin eru í samræmi við væntingar hans – eða sterkari. Vøringfossinn í Vestur–Noregi er annað dæmi um virkjaðan foss, fjöl- sóttan af ferðamönnum. Dæmin eru miklu fleiri víða um heim. Á svipaðan hátt má örugglega virkja Dettifoss án þess að hann hætti að „knýja hug og hönd að skrifa“ og Gullfoss án þess að hann hætti að hrífa áhorfendur – sem munu ekki einu sinni leiða hug að því hvort hann sé virkjaður eða ekki. Hvað þá sjá það. Það er svo reiknings- dæmi í hverju tilviki hve vel virkjanir borga sig með þeim takmörkunum sem af þessu leiðir. Við Niagara, og miklu víðar, hafa þær gert það. Þessi umræða um áhrif virkjana á fossa ber þess vott hve skammt við erum á veg komin í nýtingu vatns- orkunnar borið saman við flest önnur iðnríki. Það sýna orð eins og „sunnudagsfoss“, þ.e. foss sem er til á sunnu- dögum en lítt eða ekki aðra daga, og orða- tiltæki, sem oft má heyra í um- ræðunni, eins og að „hleypa vatni á fossinn“, „skrúfa frá fossinum“ þegar ferðamenn koma og fleira í þeim dúr. Í þróuðum vatnsorkulöndum dettur engum slíkt í hug heldur sjá menn til þess að um fossana renni vatn hvort sem nokkrir ferðamenn eru til að horfa á þá eða ekki. Stjórnvöld hafa þar beitt sér fyrir samkomulagi um þetta milli orkufyrirtækja og fyr- irtækja í ferðaþjónustu. Reynslan af því fyrirkomulagi er yfirleitt góð. Engin ástæða er til að ætla að okkur muni takast verr til í því efni en öðr- um þegar að því kemur að á það reyn- ir. Nokkur tími er þangað til það ger- ist. Við höfum nú nýtt 15% okkar efnahagslegu vatnsorku og 26% eftir Kárahnjúkavirkjun, borið saman við 60 til 90% og þar yfir í flestum iðn- ríkjum. Sumir óttast að virkjanir fæli ferðamenn frá landinu. Engin ástæða er til þess ótta. Það sýnir reynslan frá öðrum vatnsorkulöndum. Sviss hefur nýtt yfir 90% sinnar efnahagslegu vatnsorku. Ekki ber á öðru en að landið sé samt eftirsótt ferðamanna- land. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Fossar geta í senn knúið rafala og skáld að skrifa Jakob Björnsson fjallar um orkumál Jakob Björnsson ’Sumir óttastað virkjanir fæli ferðamenn frá landinu.‘ Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. JÓNAS Kristjánsson, ritstjóri DV, lætur hafa eftir sér í Blaðinu í fyrradag að ef DV hefði ekki birt fréttir af barnaníðingum „hefði t.d. Thelma Ásdísardóttir ekki getað skrifað sína bók“ og Morg- unblaðið étur upp þessa fullyrð- ingu hans í gær. Jónas eignar DV ekki aðeins heiðurinn af bókinni Myndin af pabba – saga Thelmu sem ég skrifaði og kom út í haust, heldur notar hana líka til að fegra skarnblaðamennsku DV. Það var ekki DV sem veitti Thelmu kjark- inn til að segja sögu sína undir nafni, heldur fundirnir sem hún sótti hjá Stígamótum í rúman ára- tug og stuðningurinn sem krafta- verkakonurnar þar veittu henni. Þar var Jónas víðsfjarri og enn fráleitara að hann eða DV hafi greitt götu mína. Ég byrjaði að fjalla um kynferðisofbeldi árið 1994 þegar ég var blaðamaður á vikublaðinu Eintaki en á þeim tíma trúðu fáir því að menn fremdu slíka glæpi hér á landi og mættu Stígamótakonur litlum skilningi á ritstjórnum landsins þegar skorinorð skilaboð þeirra hljómuðu yfir þjóðinni fyrir versl- unarmannahelgar. Mig minnir að á þeim tíma hafi Jónas haft mest- ar áhyggjur af því að ekki væri nógu mikið flutt inn af ódýrum ostum. Ég hélt áfram að skrifa um kynferðisglæpi þegar ég ritstýrði Mannlífi og birti þar bæði sögur karla og kvenna sem orðið höfðu fyrir kynferðisofbeldi, flestar skrifaði ég sjálf. Opinberar aftök- ur DV hafa ekki orðið til að bæta stöðu þeirra sem hafa þolað kyn- ferðisofbeldi. Það hefur hins veg- ar allt það hugrakka fólk gert sem knúið er áfram af sterkum hug- sjónum og hefur brotist út úr þrúgandi heimi sektarinnar og hjálpar nú öðrum til að gera það sama. Gerður Kristný Heiðurinn er ekki þinn, Jónas Höfundur er skáld og rithöfundur. ÁGÆTU Garðbæingar, á morg- un, laugardaginn 14. janúar, gefst ykkur kærkomið tækifæri til þess að skera úr um hvernig framboðs- listi sjálfstæðismanna verður skip- aður í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Kosið verður á milli kl. 10 og 18 í félagsheimili sjálfstæðismanna í Garðabæ, að Garða- torgi 7. Ég hef lagt áherslu á að reka kosningabar- áttu mína af heilindum og með það að mark- miði að sýna Garðbæ- ingum fyrir hvað ég stend og hverju ég get áorkað með góðum hópi fólks. Ég hef verið með opna kosningaskrif- stofu á Garðatorgi síð- an 10. desember og er tilbúinn að standa vaktina áfram fram að bæjarstjórnarkosningunum hinn 27. maí næstkomandi. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim bæjarbúum sem hafa gefið sér tíma til að koma í heimsókn á kosn- ingaskrifstofuna, sent mér tölvu- póst eða hringt í mig til að ræða um málefni Garðabæjar. Þessi tími hef- ur verið mér dýrmæt reynsla og uppspretta góðra hugmynda sem ég mun búa að á næsta kjörtímabili. Á aðalfundi fulltrúaráðs sjálf- stæðismanna þann 6. desember sl. lýsti ég því fyrst opinberlega yfir að ég styddi Gunnar Einarsson sem bæjarstjóraefni okkar sjálfstæð- ismanna á komandi kjörtímabili. Ég hef síðan komið þessari skoðun minni á framfæri við ýmis tækifæri, meðal annars í viðtali á fréttastöð- inni NFS eins og finna má á heim- síðu minni www.pall.is Ég vil þó leyfa mér að árétta að prófkjörið snýst um val á næsta framboðslista sjálf- stæðismanna. Það á að vera hlutverk þess hóps að leggja drög að kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ næsta vor og standa þannig að mál- um að bæjarbúar fylki sér að baki flokknum og tryggi honum áframhaldandi braut- argengi. Hefð er fyrir því að meirihluti þeirra sem veljast á framboðslista flokksins komi sér saman um bæjarstjóraefni sitt og slíkt val er að mínu viti í anda þess lýðræðis sem við sjálf- stæðismenn stöndum fyrir, líkt og hvernig staðið var að ráðingu Gunn- ars með stuðningi allra bæjarfull- trúa Garðabæjar á síðasta ári. Hvet alla Garðbæinga til að taka þátt Þátttaka bæjarbúa er forsenda fyrir lýðræðislegri og eðlilegri þróun í stjórnun Garðabæjar, en niðurstaða prófkjörsins mun koma til með að hafa áhrif á framtíðar- forystu sjálfstæðismanna í Garða- bæ. Góð þátttaka í prófkjörinu á morgun gefur framboðslistanum skýrt umboð. Því hvet ég alla Garðbæinga til að taka þátt í próf- kjörinu og hafa áhrif á hvernig framboðslisti okkar verður skip- aður, því til að ná árangri þarf að hugsa stórt og hafa kjark til að framkvæma. Það er gríðarlega mikilvægt að mynda öfluga forystu og virkja kraft nýrrar kynslóðar til góðra verka fyrir bæjarfélagið. Styrkur okkar mun felast í samheldnum og þróttmiklum hópi sem ég er tilbúinn að leiða til sigurs í kosningunum í vor. Veljum kraft nýrrar kynslóðar. Kraftur nýrrar kynslóðar til forystu í Garðabæ Eftir Pál Hilmarsson ’… hvet ég allaGarðbæinga til að taka þátt í prófkjörinu og hafa áhrif á hvernig framboðslisti okkar verður skipaður …‘ Páll Hilmarsson Höfundur er bæjarfulltrúi og fram- bjóðandi í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Garðabæ. TENGLAR .............................................. www.pall.is Prófkjör Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.