Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 47 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerðir, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18-20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning á postulíns- námskeið stendur yfir. Þorrablótið verður 3. febrúar. Notendaráðs- fundur kl. 10 þann 17. jan. Síminn hjá okkur er 588 9533. Handa- vinnustofa Dalbrautar 21–27 er op- in alla virka daga milli kl. 8 og 16. FEBÁ, Álftanesi | Námskeið I í postulínsmálun kl. 13–16. Leiðbein- andi Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. Kaffiveitingar að hætti FEBÁ. Akst- ur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Brids kl. 13. Tréskurður kl. 13. Boccia kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Þorrablót á Hótel Örk fimmtudag- inn 26. janúar kl. 19. Skráning á skrifstofu FEB og í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Miðasala á Þorrablót Kiwanis, Sina- wik og FAG er kl. 13–15 í Garða- bergi. Verð kr. 2.000. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar m.a. fjöl- breytt föndurgerð, umsj. Helga Vil- mundard., og bókband, umsj. Þröstur Jónsson. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi er spilasalur opinn, vist, brids, skák. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Uppl. á staðnum og í síma 575 7720 og á www.gerdu- berg.is. Glæsibær | Félag harmonikuunn- enda í Reykjavík heldur dansleik í Glæsibæ laugardaginn 14. janúar kl. 21.30. Hljómsveitir á vegum félags- ins halda uppi fjörinu til kl. 02. Skemmtinefnd. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Almenn handavinna, út- skurður, baðþjónusta, fótaaðgerðir (annan hvern föstudag), hár- greiðsla. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–12, postulínsmálning. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Gönuhlaup í dag. Út í bláinn á morgun fyrir hádegi kl. 10 og tölvunámskeið eftir hádegi kl. 13. Enn er pláss í framsagnarhóp. Skráning í ljóða- og hagyrðingahóp. Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlistar- námskeið, kl. 10 ganga, kl. 9 opin hárgreiðslustofa, sími 588 1288, kl. 14 leikfimi, kl. 9 smíði. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hannyrðir. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30 sungið við flyg- ilinn við undirleik Þorleifs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Þor- leifs Finnssonar harmonikkuleikara. Jarðarberjarjómaterta í kaffitím- anum. Allir eru velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Leirmótun kl 9. Hárgreiðsla kl. 9. Morgunstund kl. 9.30, fótaað- gerðarstofa kl. 9.30, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorg- unn kl. 10. Kaffi og spjall. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kl. 10–18 fatamarkaðurinn opnar aftur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Samkoma kl. 20. Ræðum. Þorkell Héðinn Haraldsson, lofgjörðarhópur Kirkju unga fólksins leiðir söng. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið samveru Kirkjuskólans næsta laug- ardag 14. jan. kl. 11.15–12. Söngur og sögur. Gleði og gaman. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Fyrirbæn – og einnig tekið við bænarefnum. Kaffisopi í safn- aðarheimilinu á eftir. Sr. Gunnar Björnsson. Reykjavíkurmótið. Norður ♠1076 ♥D10976 S/AV ♦– ♣106432 Vestur Austur ♠Á54 ♠G982 ♥53 ♥8 ♦107 ♦DG9652 ♣ÁKG875 ♣D9 Suður ♠KD3 ♥ÁKG42 ♦ÁK843 ♣– Suður spilar sex hjörtu. Er slemman á borðinu eða getur vörnin haft síðasta orðið? Spilið kom upp í fyrstu umferð Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni á þriðjudaginn. Sagnir þróuðust með ýmsum hætti, en hvort sem suður vakti á hjarta eða sterku laufi, kom vestur inn á laufsögn. Og átti svo út gegn slemmu. Slemman vinnst auðveldlega ef vestur leggur niður annan ásinn sinn. Prófum laufásinn út: Sagnhafi tromp- ar og spilar strax háspaða. Vestur drepur og trompar væntanlega út, en sagnhafi fær nú níu slagi á hjarta með því að trompa á víxl og þrjá háslagi til hliðar. Útspil í hjarta er hins vegar ban- vænt. Vestur trompar aftur út þegar hann kemst inn á spaðaás og þá vant- ar sagnhafa einn slag. Tuttugu sveitir taka þátt í mótinu og verða spilaðar átta umferðir um helgina, eða samtals 128 spil. Spilað er í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, og eru áhorfendur að sjálfsögðu velkomnir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is SÝNINGIN Ný íslensk myndlist II – um rými og frásögn verður skoðuð í fylgd sýningarstjóra og nokkurra lista- manna sem eiga verk á sýningunni á morgun milli kl. 11 og 13. Fjallað verður um forsendur sýningarinnar, hlutverk listaverksins og samspil við sýningarrýmið ásamt stöðu mannsins í rýminu. Hvað gerist þegar listaverk er tekið til sýningar í þjóðlistasafni? Hvaða áhrif hefur það þegar verkið er sett í námunda við önnur skyld eða óskyld verk? Hver er staða þeirra sem fara um sýninguna? Hvað verður um listaverkið að sýningu lokinni? Farið verður um sýninguna í fylgd Hörpu Þórsdóttur, listfræðings og eins af sýningarstjórum sýningarinnar, auk listamannanna Huldu Stefánsdóttur, Kristins E. Hrafnssonar, Ragnars Helga Ólafssonar, Söru Björns- dóttur, Unnars Arnar Jónassonar Auðarsonar og Þóru Sigurðardóttur. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um Listasafn Íslands Morgunblaðið/Kristinn Verk Unnars Arnar Jónassonar Auðarsonar á sýningunni. GUÐNÝ Erla Guðmundsdóttir píanóleikari, Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópransöngkona, Una Björg Hjartardóttir þver- flautuleikari og Ülle Hahndorf sellóleikari koma fram á fyrstu hádegistónleikum Tónlistar- félags Akureyrar á nýju ári í Ket- ilhúsinu í dag. Þar með heldur áfram tónleikaröðin Litlar freist- ingar sem hófst í haust. Þarna eru í boði hálftímatónleikar og Einar Geirsson, landsliðskokkur á Karólínu restaurant, reiðir fram létta rétti í anda þeirrar tónlistar sem flutt er hverju sinni. Á efnisskrá tónleikanna í dag er tónlist frá Ítalíu, Englandi og Frakklandi, fjórar aríur eftir tón- skáld frá barokktímanum um og eftir aldamótin 1700. Flytja þær stöllur aríuna Io vi miro ancor úr kantötunni Solitudine avvenne – apriche colli’notte eftir Aless- andro Scarlatti og því næst ar- íuna Mit Zarten und vergnügten Trieben eftir Johann Sebastian Bach úr kantötu BWV 36. Þá verður flutt Air pour une Sylp- hide úr óperunni Zaïs eftir Jean- Philippe Rameau og lokaarían er Ha ĺinganno il suo diletto úr kantötunni Nell dolce delĺoblio eftir Georg Friedrich Händel. Flytjendur eru allir kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri en Helena Guðlaug Bjarnadóttir stundar jafnframt framhaldsnám í söng við óperudeild skólans. Hádegis- tónleikar í Ketilhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.