Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 47
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa-
vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl.
9–16.30. Bingó kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað-
gerðir, frjálst að spila í sal.
Dalbraut 18-20 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og
venjulega. Skráning á postulíns-
námskeið stendur yfir. Þorrablótið
verður 3. febrúar. Notendaráðs-
fundur kl. 10 þann 17. jan. Síminn
hjá okkur er 588 9533. Handa-
vinnustofa Dalbrautar 21–27 er op-
in alla virka daga milli kl. 8 og 16.
FEBÁ, Álftanesi | Námskeið I í
postulínsmálun kl. 13–16. Leiðbein-
andi Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.
Kaffiveitingar að hætti FEBÁ. Akst-
ur annast Auður og Lindi, sími
565 0952.
Félag eldri borgara í Hafnarfirði |
Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi
kl. 11.30. Brids kl. 13. Tréskurður kl.
13. Boccia kl. 13.30.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Félagsvist verður spiluð í kvöld kl.
20.30 í Gjábakka. Brids í Gjábakka
í dag kl. 13.15.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Þorrablót á Hótel Örk fimmtudag-
inn 26. janúar kl. 19. Skráning á
skrifstofu FEB og í síma 588 2111.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30.
Miðasala á Þorrablót Kiwanis, Sina-
wik og FAG er kl. 13–15 í Garða-
bergi. Verð kr. 2.000.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–
16.30 vinnustofur opnar m.a. fjöl-
breytt föndurgerð, umsj. Helga Vil-
mundard., og bókband, umsj.
Þröstur Jónsson. Kl. 10.30 létt
ganga um nágrennið. Frá hádegi er
spilasalur opinn, vist, brids, skák.
Veitingar í hádegi og kaffitíma í
Kaffi Berg. Uppl. á staðnum og í
síma 575 7720 og á www.gerdu-
berg.is.
Glæsibær | Félag harmonikuunn-
enda í Reykjavík heldur dansleik í
Glæsibæ laugardaginn 14. janúar kl.
21.30. Hljómsveitir á vegum félags-
ins halda uppi fjörinu til kl. 02.
Skemmtinefnd.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall,
dagblöðin. Almenn handavinna, út-
skurður, baðþjónusta, fótaaðgerðir
(annan hvern föstudag), hár-
greiðsla. Kl. 12 hádegismatur. Kl.
14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14
bingó.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu-
stofa kl. 9–12, postulínsmálning.
Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir
588 2320. Hársnyrting 517 3005.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins
og venjulega. Gönuhlaup í dag. Út í
bláinn á morgun fyrir hádegi kl. 10
og tölvunámskeið eftir hádegi kl.
13. Enn er pláss í framsagnarhóp.
Skráning í ljóða- og hagyrðingahóp.
Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlistar-
námskeið, kl. 10 ganga, kl. 9 opin
hárgreiðslustofa, sími 588 1288, kl.
14 leikfimi, kl. 9 smíði.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30
hannyrðir. Kl. 11.45–12.45 hádeg-
isverður. Kl. 13.30 sungið við flyg-
ilinn við undirleik Þorleifs. Kl.
14.30–16 dansað við lagaval Þor-
leifs Finnssonar harmonikkuleikara.
Jarðarberjarjómaterta í kaffitím-
anum. Allir eru velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja
kl. 9. Leirmótun kl 9. Hárgreiðsla
kl. 9. Morgunstund kl. 9.30, fótaað-
gerðarstofa kl. 9.30, leikfimi kl. 10.
Bingó kl. 13.30, allir velkomnir.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Foreldramorg-
unn kl. 10. Kaffi og spjall.
Hallgrímskirkja | Starf með öldr-
uðum þriðjudaga og föstudaga kl.
11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kl.
10–18 fatamarkaðurinn opnar aftur.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Samkoma kl. 20. Ræðum. Þorkell
Héðinn Haraldsson, lofgjörðarhópur
Kirkju unga fólksins leiðir söng.
Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið
samveru Kirkjuskólans næsta laug-
ardag 14. jan. kl. 11.15–12. Söngur
og sögur. Gleði og gaman.
Selfosskirkja | Morguntíð sungin
kl. 10. Fyrirbæn – og einnig tekið
við bænarefnum. Kaffisopi í safn-
aðarheimilinu á eftir. Sr. Gunnar
Björnsson.
Reykjavíkurmótið.
Norður
♠1076
♥D10976 S/AV
♦–
♣106432
Vestur Austur
♠Á54 ♠G982
♥53 ♥8
♦107 ♦DG9652
♣ÁKG875 ♣D9
Suður
♠KD3
♥ÁKG42
♦ÁK843
♣–
Suður spilar sex hjörtu.
Er slemman á borðinu eða getur
vörnin haft síðasta orðið?
Spilið kom upp í fyrstu umferð
Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni á
þriðjudaginn. Sagnir þróuðust með
ýmsum hætti, en hvort sem suður
vakti á hjarta eða sterku laufi, kom
vestur inn á laufsögn. Og átti svo út
gegn slemmu.
Slemman vinnst auðveldlega ef
vestur leggur niður annan ásinn sinn.
Prófum laufásinn út: Sagnhafi tromp-
ar og spilar strax háspaða. Vestur
drepur og trompar væntanlega út, en
sagnhafi fær nú níu slagi á hjarta með
því að trompa á víxl og þrjá háslagi til
hliðar.
Útspil í hjarta er hins vegar ban-
vænt. Vestur trompar aftur út þegar
hann kemst inn á spaðaás og þá vant-
ar sagnhafa einn slag.
Tuttugu sveitir taka þátt í mótinu
og verða spilaðar átta umferðir um
helgina, eða samtals 128 spil. Spilað er
í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, og eru
áhorfendur að sjálfsögðu velkomnir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson |
dagbok@mbl.is
SÝNINGIN Ný íslensk myndlist II – um rými og frásögn
verður skoðuð í fylgd sýningarstjóra og nokkurra lista-
manna sem eiga verk á sýningunni á morgun milli kl. 11
og 13.
Fjallað verður um forsendur sýningarinnar, hlutverk
listaverksins og samspil við sýningarrýmið ásamt stöðu
mannsins í rýminu. Hvað gerist þegar listaverk er tekið
til sýningar í þjóðlistasafni? Hvaða áhrif hefur það þegar
verkið er sett í námunda við önnur skyld eða óskyld verk?
Hver er staða þeirra sem fara um sýninguna? Hvað
verður um listaverkið að sýningu lokinni?
Farið verður um sýninguna í fylgd Hörpu Þórsdóttur,
listfræðings og eins af sýningarstjórum sýningarinnar,
auk listamannanna Huldu Stefánsdóttur, Kristins E.
Hrafnssonar, Ragnars Helga Ólafssonar, Söru Björns-
dóttur, Unnars Arnar Jónassonar Auðarsonar og Þóru
Sigurðardóttur.
Aðgangur er ókeypis.
Leiðsögn um Listasafn Íslands
Morgunblaðið/Kristinn
Verk Unnars Arnar Jónassonar Auðarsonar á sýningunni.
GUÐNÝ Erla Guðmundsdóttir
píanóleikari, Helena Guðlaug
Bjarnadóttir sópransöngkona,
Una Björg Hjartardóttir þver-
flautuleikari og Ülle Hahndorf
sellóleikari koma fram á fyrstu
hádegistónleikum Tónlistar-
félags Akureyrar á nýju ári í Ket-
ilhúsinu í dag. Þar með heldur
áfram tónleikaröðin Litlar freist-
ingar sem hófst í haust. Þarna
eru í boði hálftímatónleikar og
Einar Geirsson, landsliðskokkur
á Karólínu restaurant, reiðir
fram létta rétti í anda þeirrar
tónlistar sem flutt er hverju
sinni.
Á efnisskrá tónleikanna í dag
er tónlist frá Ítalíu, Englandi og
Frakklandi, fjórar aríur eftir tón-
skáld frá barokktímanum um og
eftir aldamótin 1700. Flytja þær
stöllur aríuna Io vi miro ancor úr
kantötunni Solitudine avvenne –
apriche colli’notte eftir Aless-
andro Scarlatti og því næst ar-
íuna Mit Zarten und vergnügten
Trieben eftir Johann Sebastian
Bach úr kantötu BWV 36. Þá
verður flutt Air pour une Sylp-
hide úr óperunni Zaïs eftir Jean-
Philippe Rameau og lokaarían er
Ha ĺinganno il suo diletto úr
kantötunni Nell dolce delĺoblio
eftir Georg Friedrich Händel.
Flytjendur eru allir kennarar
við Tónlistarskólann á Akureyri
en Helena Guðlaug Bjarnadóttir
stundar jafnframt framhaldsnám
í söng við óperudeild skólans.
Hádegis-
tónleikar í
Ketilhúsinu