Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 29 Skagastrandar en hún hafi að lok- um farið til lögreglunnar á Blöndu- ósi og svo til skoðunar á sjúkrahús- inu þar. Aðspurð hvort það hafi komið henni á óvart að ökumenn skyldu ekki stöðva för sína þrátt fyrir að þau væru augljóslega í vanda, segir hún svo vera. „Já, mér fannst það svolítið skrýtið. Ég er í sálfræði og var ein- mitt að læra um það þegar fólk verður vitni að neyð annarra án þess að gera neitt í því. Ég hef aldr- ei skilið þetta, ég stoppa alltaf til að hjálpa fólki. En mér fannst þetta skýrt dæmi um það að fólk vill helst ekki skipta sér af, jafnvel þó að maður sé úti á vegi að vinka og með öll vegamerki í lagi,“ segir hún. Þegar Morgunblaðið ræddi við Karenu í gær kvaðst hún vera nokkurn veginn búin að jafna sig eftir slysið, en lægi þó fyrir og ætl- aði að taka hlutunum með ró fram yfir helgi. Erfið leið og mörg slys Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, sem kom Karenu til aðstoðar, gagnrýnir sérstaklega að snjómokstursbíll sem þau reyndu að stöðva, skuli hafa ekið hjá. „Ég blikkaði háu ljós- unum á hann á fullu og reyndi að fá hann til þess að stoppa svo hægt væri að hringja en hann hélt bara áfram,“ segir Helgi. „Af því að það er ekkert síma- samband þarna urðum við að keyra alveg að bænum Engimýri og það er nokkuð löng leið, sérstaklega ef það hefði orðið alvarlegt slys. Á Engimýri fengum við góðar mót- tökur og erum þakklát fyrir það,“ segir Helgi. Hann leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að bæta síma- samband á þessum slóðum. „Síminn þyrfti fara að skoða það vegna þess að þetta er mjög erfið leið og þarna verða mörg slys. Það er ekkert gsm-samband á þessu svæði og á stórum hluta þjóðvegar eitt. Það verður að gera eitthvað í því máli vegna þess að þetta eru svo mikilvæg öryggistæki,“ segir Helgi Sveinbjörn Jóhannsson. ki hjálparbeiðni Morgunblaðið/RAX það upp að einstaklingur sagðist ekki vera aðili að tilteknu slysi og vildi ekki lána einhver gögn, s.s. sjúkrakassa, teppi og svo- leiðis, en þá var fólkið í næsta bíl tilbúið,“ segir Theodór. Hon- um finnst meira um það að fólk stoppi við bíla sem langt er síð- an fóru utan vegar og skapi þar með hættu á nýjan leik. Hann tekur fram að lögreglan í Borg- arnesi merkir einnig bíla sem lent hafa utan vega með lög- regluborða eftir að hafa komið á vettvang. Aðspurður segist Theodór þekkja það að einstaklingar þori ekki að kanna slysstað af ótta við að geta ekki tekið á að- stæðum en þeir hafi ávallt til- kynnt það lögreglu, og aldrei hefur það skipt sköpum. hann á al veita ýrum um er yti þátt í gefur mikið eins og n bendir n á íla utan þannig ún hafi arð- Borg- aldgæft stoða að svo ifjað til- ma kom nnt um slys Stig Madsen sagði mikla bjartsýni ríkja í Danmörku um þessar mundir í atvinnulífinu og hjá neytendum. Á tímum harðrar alþjóð-legrar samkeppni verðaÍslendingar að nýta öllþau tækifæri, sem þeim standa til boða. Gegnsæi, einfaldleiki og skilvirkni í lagasetningu, reglu- verki og öllu starfsumhverfi fyrir- tækja eru þar lykilþættir, en óskýrar og íþyngjandi reglur umfram það, sem gildir um fyrirtæki í samkeppn- islöndum okkar, vega á hinn bóginn að lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í erindi Ingi- mundar Sigurpálssonar, formanns Samtaka atvinnulífsins (SA), á skattadegi Deloitte, SA, Viðskipta- ráðs Íslands og Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær. Auk Ingi- mundar og Stig Madsen, eins eig- enda Deloitte í Danmörku, héldu er- indi þeir Árni Harðarson, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sem fjallaði um breytingar á skatta- lögum í fyrra og hvernig enn mætti bæta íslenskt skattaumhverfi. Árni Jón Árnason, Deloitte Finacial Advisory Services, fjallaði um Basel II og skattaleg áhrif þeirra á fjár- málafyrirtæki, viðskiptavini þeirra og eigendur og Kristján Gunnar Valdimarsson, forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands, fjallaði um áhrif Evrópuréttar á íslenskar skatt- reglur í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Nauðsynlegt að gera enn betur Ingimundur benti á að íslensk stjórnvöld hefðu bætt skattaum- hverfi fyrirtækja á Íslandi og aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs með þeim hætti. Engu að síður þyrfti að gera enn betur; skipa mætti skattaumhverfi hér á landi í fremstu röð með örfáum lagfæringum. Nefndi Ingimundur sérstaklega í þessu sambandi að það virtist skorta á samkvæmni milli stefnumörkunar stjórnvalda og eftirfylgni þeirra stofnana, sem fari með framkvæmd skattamála, of mörg dæmi væru um túlkanir og ákvarðanir skattyfir- valda, sem byggðust á óskýrum, um- deilanlegum og takmörkuðum rök- stuðningi. Ingimundur fjallaði einnig um hugmyndir um að setja á laggirnar nýja deild við embætti Ríkisskatt- stjóra, sem ætlað væri að fylgjast sérstaklega með skattskilum stórra fyrirtækja, sem hefðu flókin eigna- tengsl og bein eða óbein tengsl við útlönd. Taldi Ingimundur að það ætti að vera sameiginlegt hags- munamál skattyfirvalda og stjórn- enda fyrirtækja að skýra mál með samræðu í stað þess að nálgast upp- lýsingar á frumstigi skattheimtunn- ar út frá eftirlitsvaldi og rannsókn- arstöðu. Tortryggni og íþyngjandi eftirlit væri engum til hagsbóta – hvorki skattyfirvöldum né stjórn- endum fyrirtækja. Þá minntist Ingimundur á hug- mynd að byggja Ísland upp sem al- þjóðlega fjármálamiðstöð en sagði nayðsynlegt að sníða af nokkra agnúa í starfsumhverfi íslenskra fyr- irtækja til þess að hún gæti orðið að raunveruleika. Í því sambandi væri mikilvægt að áhugaaðilum um fjár- festingu í nýsköpun væri gert kleift að stofna svokallaða samlagssjóði, þar sem margir fjárfestar á borð við lífeyrissjóði, fyrirtæki og einkaaðila gætu lagt fram fé en lagalegt um- hverfi slíkra sjóða væri hins vegar ekki nægjanlega skýrt hér á landi, t.d. „Samtök atvinnulífsins,“ sagði Ingimundur, „telja mikilvægt að laga íslensk skattalög að alþjóðlegu samkeppnisumhverfi hvað varðar skattlagningu arðs, söluhagnaðar og þóknana til félaga, sem skráð eru er- lendis. Erlend fyrirtæki munu án efa hika við að koma hingað til lands, þar til úr verður bætt á þessu sviði. Óhagstæðar reglur og ógegnsæi í skattframkvæmd að þessu leyti geta gert að engu hugsanlegan ávinning af tiltölulega lágum tekjuskatti lög- aðila á Íslandi.“ Þá sagði Ingimund- ur að SA hefði ítrekað bent á það að fella bæri niður öll vörugjöld af mat- vælum og setja þau í sama skattþrep virðisaukaskatts á sama tíma og lægra þrep hans yrði lækkað í 12%. „Þegar upp er staðið, reynist ein- falt og gegnsætt skattkerfi best. Það er því mikilvægt, að við einbeitum okkur að því að vinna að frekari end- urbótum á íslensku skattkerfi – ein- setjum okkur að koma því í fremstu röð og beitum því til þess að efla ís- lenskt atvinnulíf og þar með íslenskt samfélag,“ sagði Ingimundur. Góður gangur í Danmörku Mikil bjartsýni ríkir um þessar mundir í Danmörku, bæði í atvinnu- lífinu og hjá dönskum neytendum. Hagvöxturinn hefur verið umtals- vert meiri þar en í flestum löndum Evrópusambandsins, atvinnuleysið hefur minnkað mjög mikið, vextir eru lágir og mikill uppsveifla hefur verið í fjárfestingum enda mikið fé á lausu og tiltölulega auðvelt að fjár- magna kaup á fyrirtækjum. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Stig Madsens en hann sagði horfurnar á þessu ári vera mjög góðar og um 40% danskra fyr- irtækja hygðust fjárfesta meira en þau gerðu í fyrra. Stig sagði Svía hafa keypt allra þjóða mest af fyrirtækjum í Dan- mörku eða vel á fjórða tug, Norð- menn hefðu keypt tólf fyrirtæki en Íslendingar 13. Í þessu sambandi tók hann raunar fram að Íslendingar hefðu fjárfest mjög mikið á síðari hluta ársins en minna á þeim fyrri og þeir væru því að koma ákaflega sterkir inn. Kaup þeirra á mörgum mjög þekktum fyrirtækjum hefðu vakið mikla athygli í fjölmiðlum sem hafi sýnt íslenskum athafnamönnum mikinn áhuga. Fram kom í máli Stig að Íslend- ingar hefðu ekki komist inn á listann yfir tíu stærstu uppkaupin í Dan- mörku í fyrra en hann gaf þó jafn- framt í skyn að hann ætti von á að þeir yrðu á þeim lista á þessu ári. Stig taldi fjárfestingar Íslendinga í danskri smásöluverslun að mörgu leyti skynsamlegar, einkaneysla færi vaxandi. Danir hefðu meira handa á milli en nokkurn tíma áður, m.a. annars vegna mikillar hækkun- ar á verði íbúðarhúsnæðis, sem gerði húsnæðiseigundum kleift að auka neyslu með hagstæðum skuldbreyt- ingum. Þannig mætti til dæmis nefna að veltan í smásöluverslun fyr- ir jólin hefði verið um 10% meiri en árið áður. Skattadagur Deloitte, SA, Viðskiptaráðs Íslands og Viðskiptablaðs Morgunblaðsins var haldinn í gær Nauðsynlegt að bæta skattaum- hverfið enn betur Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Morgunblaðið/Golli Árni Harðarson fjallaði um breytingar á skattalög- um og hvernig megi bæta íslenskt skattaumhverfi. Morgunblaðið/Sigurður Jökull „Samtök atvinnulífsins telja mikil- vægt að laga íslensk skattalög að alþjóðlegu samkeppnisumhverfi,“ sagði Ingimundur Sigurpálsson. Morgunblaðið/Golli eðaltali á gshækkun 2,1% árið húsnæð- n í fyrra ram árið kun var ið 2003. s segir að anúar sé r. Mesta matvælum og drykkjarföngum sem hækki um 2,0% milli mánaða, en það hækki vísitöluna um 0,3%. Greinilegt sé að verðlækkanir í kjölfar verð- stríðs lágvöruverðsverslana síðasta vor séu að engu orðnar, en frá því í júlí sl. hafi dagvara hækkað um 6% en fyrstu 6 mánuðina síðasta árs lækkaði hún um 8%. Áfram yfir 4% „Fastlega má gera ráð fyrir að verðbólga verði áfram vel yfir 4,0% á næstu mánuðum. Þegar útsölu- áhrifin ganga til baka má búast við að verðbólga aukist enn frekar. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum Seðlabankans við þessum verðbólgutölum. Trúlegt er að hann hækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunardegi sem er 26. þessa mánaðar með tilheyrandi vandræðum fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinarnar,“ segir ASÍ. KB banki segir að það sé einkum þessi hækkun á matvörum sem hafi valdið vanmati í spá bankans um vísitöluhækkunina í janúar. „Verðbólgutölurnar eru bagalegar fyrir verðbólgumarkmið Seðla- bankans enda er 12 mánaða verð- bólgan nú yfir efri þolmörkum pen- ingamálastefnunnar. Stýrivaxtahækkanir bankans hafa enn ekki náð að hafa veruleg áhrif á verðmyndun á fasteignamarkaði sem er lykilþáttur í að draga úr verðbólgu. Hins vegar hefur geng- isstyrking krónunnar að mestu náð fram því sem ætlast er til af henni, enda hefur verðlag innfluttra vara og þjónustu staðið í stað og jafnvel lækkað síðastliðna 12 mánuði. Nú eru þrír vaxtaákvörðunar- fundir fram á sumar og hefur Greiningardeild spáð því að vaxta- hækkunarferli Seðlabankans nái hámarki um miðbik þessa árs. Gera má ráð fyrir að bankinn þurfi að hækka vexti um 50 punkta hinn 26. janúar næstkomandi þar sem töluverð undirliggjandi verðbólga er til staðar,“ segir enn fremur. 2% yfir verðbólgumarkmiðinu Íslandsbanki spáir einnig hækk- un stýrivaxta Seðlabankans síðar í þessum mánuði um 0,25–0,50% og segir að hækkun húsnæðis og mat- vöru sé meiri en þeir hafi reiknað með. „Verðbólgan er núna 4,4% og hefur því aukist frá fyrri mánuði þegar hún var 4,1%. Enn er verð- bólgan því mikil og nær tveimur prósentustigum yfir markmiði Seðlabankans um 2,5% verðbólgu. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 10,5% og hefur bankinn ítrek- að hækkað þá á síðustu misserum með það að markmiði að ná verð- bólgunni niður. Nýjasta vísitölu- mæling styður við spá okkar um að bankinn muni hækka stýrivexti sína frekar,“ segir einnig. ð samkvæmt mælingu vísitölu neysluverðs á síðasta ári verðsverslana síðasta vor að engu orðnar (   5-0H  $/-+0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.