Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 18

Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 18
Vík í Mýrdal | SG einingarhús á Selfiossi eru að reisa íbúðarhús í Vík. Verður húsið fokhelt á innan við viku frá því að byrjað var að reisa það. Íbúðarhús er að verða fokhelt á bænum Garða- koti og búið er að taka grunn að öðru íbúðarhúsi í Vík. Þá er búið að úthluta fleiri lóðum í Vík. Bygg- ing íbúðarhúsa í þorpinu virðist því aftur vera haf- in, eftir langt stöðnunartímabil. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Íbúðarhús byggt í Vík Framkvæmd Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Áfram ÍBV | Sérstakur stuðningsmaður ÍBV, Þorkell Sigurjónsson, tilkynnti á opn- um fundi félagsins þar sem rætt var um byggingu knattspyrnuhúss að hann myndi gefa ein mánaðarlaun til byggingar slíks húss. Kom þessi yfirlýsing á óvart en það kom ekki eins á óvart þegar hann hrópaði: Áfram ÍBV. Sagt er frá þessu á vefnum eyj- ar.net. Þorkell hefur verið áberandi á vellinum hjá ÍBV undanfarin ár þar sem hann hefur stutt liðið í gegnum súrt og sætt. Hann sagðist á fundinum vera stuðningsmaður byggingar nýs knattspyrnuhúss og til að sýna það í verki hefðu hann og konan hans ákveðið að gefa jafnvirði einna mán- aðarlauna hans til styrktar byggingunni. Sagðist hann myndu opna bók með 130 þús- und kr. framlagi og afhenda fjárhæðina þegar framkvæmdir hæfust.    Eftirminnilegt stríðsástand | Lesendur fréttavefjarins skagafjordur.com telja „stríðsástandið á skagfirska stjórnarheim- ilinu“ eftirminnilegasta atburðinn á síðasta ári. Vefurinn efndi til þessarar könnunar í stað vals á Skagfirðingi ársins sem fram kemur á vefnum að hafi verið eyðilagt á síð- asta ári. Valið nú stóð á milli átta atriða sem voru bæði jákvæð og neikvæð þó svo ekki hafi kannski allir verið sammála um hvað þótti neikvætt og hvað jákvætt. „Stríðsástandið á skagfirska stjórnarheimilinu“ fékk liðlega 22% atkvæði í valinu. Á jákvæðari nótum var atriðið sem þótti næst eftirminnilegast; nefnilega uppbygginga Háskólans á Hól- um. Þá hafði Skagfirðingum gengið illa að gleyma falli körfubolta- og fótboltaliða Tindastóls á árinu.    erindi um sögu snjóflóða og grjót- hruns í veghlíðum frá Bolungarvík til Súðavíkur. Þá mun Steinþór Bragason áhugamaður um bættar samgöngur flytja erindi á fund- inum. Allt fá því að rík- isstjórnin ákvað í lok september að hefja und- irbúning 1.200 metra jarðganga á leiðinni um Óshlíðarveg hefur mikil umræða verið um sam- göngubætur á milli þétt- býlisstaðanna við Djúp. Ákvörðun ríkisstjórn- arinnar var tekin í kjölfar óvenjulega mikil grjót- hruns á um 1.200 metra vegarkafla sem ákveðið Boðað hefur verið tilbaráttufundar umsamgöngumál, í Félagsbæ í Bolungarvík nk. laugardag kl. 14. Að fundinum standa Bolung- arvíkurkaupstaður, Ísa- fjarðarbær og Súðavík- urhreppur ásamt áhugahópi um bættar samgöngur. Yfirskrift hans er „Samtakamáttur – baráttufundur um bætt- ar samgöngur milli þétt- býlisstaða á norðan- verðum Vestfjörðum“. Á fundinum flytur Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra erindi og fulltrúar fundarboðenda og Vegagerðarinnar. Þá mun Harpa Gríms- dóttir hjá Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands flytja var að sveigja hjá með göngum. Á síðasta sumri stóð Pálína Vagnsdóttir fyrir undirskriftarsöfnun þar sem krafist var fullnaðar samgöngubóta með jarð- göngum milli Bolungar- víkur og Ísafjarðar. Mjög mikil þátttaka fékkst og mun Pálína afhenda ráð- herra undirskriftalistana á fundinum. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Baráttufundur um samgöngur Páll Pétursson fráHöllustöðum velt-ir fyrir sér nýliðn- um atburðum: Sumir elska sannleikann samt má að því hyggja; ef að DV myrðir mann má þá satt kyrrt liggja? Sigrún Haraldsdóttir orti af sama tilefni: Ákaft mér til rifja rann ráðasnilli andskotans þegar DV mæddan mann myrti í nafni sannleikans. Einar Kolbeinsson rifjar upp vísu sína um DV: Telja heiður fráleitt frétt, fram er neyðin dregin. Kvelja, meiða, lasta létt, lygi greiða veginn. Stefán Vilhjálmsson lærði í æsku, enda Mjófirðingar nokkuð blótsamir: Blótaðu ekki, bróðir minn, böl það eykur nauða, engum hjálpar andskotinn og allra síst í dauða. Ort um DV pebl@mbl.is Ísafjörður | Æfingar á nýjum einleik Kómedíuleikhússins á Ísafirði hófust í Möguleikhúsinu síðastliðinn mánudag. Sem fyrr sækir leikhúsið í vestfirskan sagnaarf og nú er tekin fyrir vinsælasta ís- lenska barnasaga allra tíma, Dimmalimm eftir Bílddælinginn Guðmund Thorsteins- son, Mugg. Fram kemur á vef leikhússins, komedia- .is, að höfundar leikgerðar eru Elfar Logi Hannesson og Sigurþór Albert Heimisson. Elfar Logi leikur og Sigurþór leikstýrir. Aðrir listamenn sem koma að uppfærsl- unni eru Marsibil G. Kristjánsdóttir sem hannar leikmynd og Alda Veiga Sigurðar- dóttir, listakona á Þingeyri, hannar bún- inga. Þær unnu báðar að síðustu uppfærslu Kómedíuleikhússins á leiknum Gísla Súrs- syni. Dimmalimm verður frumsýnt um miðjan febrúar á Ísafirði eftir það verður leikurinn sýndur um alla Vestfirði. Dimmalimm er ferðasýning ætluð í skóla og á ýmsa mann- fagnaði enda hefur sagan notið mikilla vin- sælda allt frá því hún kom út. Í mars verð- ur Dimmalimm sýnt í skólum á höfuð- borgarsvæðinu. Kómedíuleik- húsið setur upp Dimmalimm EYRARRÓSIN sem veitt er fyrir fram- úrskarandi menningarverkefni á lands- byggðinni verður afhent við athöfn á Bessastöðum í dag. Í frétt í Morgunblaðinu í gær misritaðist að afhendingin ætti að fara fram þá um daginn. Þrjú verkefni eru tilnefnd til Eyrarrós- arinnar. Það eru Jöklasýning á Höfn í Hornafirði, Kórastefna við Mývatn og LungA – listahátíð ungs fólks á Austur- landi. Eyrarrósin afhent á Bessa- stöðum í dag ♦♦♦ Íbúaþing í Hvalfirði | Þrír hreppar af fjórum í Borgarfirði sunnan Skarðsheiðar halda íbúaþing í félagsheimilinu að Hlöðum næstkomandi laugardag. Þingið hefst klukkan 10.45 með óformlegu kaffispjalli og léttum tónlistarflutningi. Hvalfjarðarstrandarhreppur, Leirár- og Melahreppur og Innri-Akraneshreppur standa fyrir þinginu en þeir sameinast á næstunni ásamt Skilmannahreppi. Dagskrá er fjölbreytt, meðal annars tónlistaratriði og Gísli Einarsson fréttamaður mun flytja pistil. Þá mun formaður Bændasamtak- anna, Haraldur Benediktsson, flytja ávarp. Við upphaf þingsins munu nemendur á unglingastigi í Heiðarskóla kynna hvernig þau sjá sitt framtíðarsveitarfélag en þau hafa undanfarið unnið að slíku verkefni. Þriðjudaginn 17. janúar kl. 20.30. verða síðan niðurstöður íbúaþingsins kynntar á opnum fundi að Hlöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.