Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 2
2 F MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Efnisyfirlit 101 Reykjavík ..................... 52–53 Akkurat ................................ 36–37 Ás .................................................. 39 Ásbyrgi ......................................... 17 Berg ............................................... 51 Borgir .................................... 40–41 Brynjólfur Jónsson ............. 14–15 Búmenn ........................................ 27 Draumahús ......................... 44–45 Eignaborg ..................................... 14 Eignamiðlunin .................... 58–59 Eignaumboðið ............................ 27 Eignaval ........................................ 19 Eik ................................................. 43 Fasteign.is ........................... 38–39 Fasteignakaup ........................... 47 Fasteignamarkaðurinn .......... 8–9 Fasteignamiðlunin ..................... 18 Fasteignamiðstöðin .................. 35 Fasteignasala Íslands ................. 11 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 55 Fasteignastofan .......................... 61 Fjárfesting ................................... 13 Fold ....................................... 28–29 Foss ............................................... 62 Garðatorg .................................... 25 Gimli ....................................... 20–21 Heimili ........................................... 12 Híbýli ............................................ 54 Hof .................................................. 16 Hóll ......................................... 30–31 Hraunhamar ............. 22–24 og 31 Húsakaup ....................................... 3 Húsalind ...................................... 42 Húsavík ........................................... 5 Höfði ..................................... 56-57 Íslenskir aðalverktakar .... 32-33 Kjöreign ........................................ 10 Klettur ................................. 48-49 Lundur .................................. 26-27 Nethús .......................................... 63 Ríkiskaup ..................................... 14 Skeifan ......................................... 64 Stakfell ......................................... 31 Valhöll ............................................. 4 Þingholt ....................................... 24 Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Magnús Sigurðsson, magnuss@mbl.is, sími 5691223, og Steinþór Guðbjartsson, steinthor@mbl.is, sími 5691257 Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins. ÞVÍ fylgir ávallt ákveðin spenna að flytja í nýtt húsnæði, að ekki sé talað um að eignast fyrstu eignina. Það hefur sambýlisfólkið Jón Gunnlaugur Viggósson og Na- tascha Behrens fengið að reyna undanfarnar vikur, en þau fluttu í eigin íbúð í fyrsta sinn fyrir skömmu og eru að koma sér þar fyrir. Á réttum stað Mikil uppbygging á sér stað á Vatnsendahæð í Kópavogi og er þegar orðin þónokkur byggð á svæðinu. Hvörfin eru vestur af Ell- iðavatni og uppi á hæðinni keyptu Jón og Natascha íbúð á þriðju og efstu hæð í nýju fjölbýlishúsi við Álfkonuhvarf. Þaðan er útsýni til allra átta og af svölunum sést til dæmis vel yfir Elliðavatn og Heið- mörk, allt að Bláfjöllum. Unga parið hafði leitað víða að réttu eigninni, þó að Jón segi að í rauninni hafi hann fyrst og fremst viljað búa í Hvörfunum eða næsta nágrenni. „Undanfarin sex ár bjó ég í foreldrahúsum í Seljahverfinu í Breiðholti, hérna hinum megin við hæðina, og ég kann mjög vel við mig á þessum slóðum. Þegar pabbi og mamma seldu í Lind- arseli og fluttu í Hvörfin var rétti tíminn fyrir mig að flytja í eigið húsnæði. Aðalatriðið var að kaupa nýja íbúð og við leituðum úti um allt þó ég vissi að ég vildi ekki fara langt frá Seljahverfinu og helst vera á þessum slóðum. Það kom til dæmis ekki til greina að flytja í eigin íbúð í fyrsta sinn alla leið vestur á Seltjarnarnes heldur vildi ég vera í hverfinu sem ég ólst upp í eða sem næst því. Þess vegna var það sérstök tilfinning að flytja hérna inn nánast um leið og við fengum íbúðina afhenta. Mér leist strax vel á þetta hverfi og hér er gott að búa. Hérna eru fallegar byggingar og við erum með frá- bært útsýni úr íbúðinni.“ Stökkpallur Mikil eftirspurn hefur verið eftir nýjum lóðum í Vatnsendalandinu. Í haust rann til dæmis út frestur til að skila inn umsóknum um lóðir í Þingahverfi, sem er á svonefndu Suðursvæði í Vatnsendalandi, og Hvarfahverfi og bárust um 1.500 umsóknir í sextán einbýlishúsalóð- ir, þriggja íbúða raðhúsalóð og byggingarrétt fyrir átta parhús, eitt fjórbýlishús og tvö fjölbýlishús með samtals 24 íbúðum. Jón rekur innflutningsfyrirtækið Ásvík með föður sínum, Viggó Sig- urðssyni, landsliðsþjálfara í hand- knattleik. Hann segir að draum- urinn hafi verið að fá úthlutað lóð í einhverju nýju hverfanna á höf- uðborgarsvæðinu og þá helst í Vatnsendalandi. Hann hafi lagt inn umsóknir þess efnis með byggingu einbýlishúss í huga en ekki dottið í lukkupottinn. Næstbesti kosturinn hafi verið að kaupa nýja íbúð í fjöl- býlishúsi og nota hana sem stökk- pall í stærra húsnæði síðar meir. „Í rauninni lít ég á höfuðborg- arsvæðið sem eitt svæði og það skiptir mig engu hvort ég bý í Kópavogi, Reykjavík eða Mos- fellsbæ. Það er frábært að vera kominn í eigið húsnæði og það er alveg ljóst að þessi eign á eftir að hækka í verði þegar nánasta um- hverfi verður tilbúið. Þá getum við farið að hugsa okkur til hreyfings á ný og þó það væri skemmtilegt að búa áfram á þessu svæði gæti líka verið mjög spennandi kostur að fá einbýlishúsalóð á svæðinu á milli Mosfellsbæjar og Grafarholts. Einbýlishús á góðum stað er draumur sem vonandi rætist seinna meir.“ Velja og hafna Stundum er sagt að erfitt sé fyr- ir ungt fólk að eignast húsnæði, fyrst og fremst vegna lánafyrir- komulags og vaxta. Jón vill ekki gera of mikið úr vandanum heldur líta frekar á önnur atriði. „Þetta er fyrst og fremst spurn- ing um að velja og hafna, og spara,“ segir hann og bætir við að hann hafi stefnt að því lengi að eignast eigið húsnæði. „Ég hef alltaf gert áætlanir til framtíðar, hvort sem þær hafa síðan gengið upp eða ekki. Ég ásetti mér til dæmis að búa eins lengi á „hótel mömmu“ og hægt væri, safna pen- ingum fyrir lóð og flytja síðan inn einingahús frá Svíþjóð þegar ég ætti fyrir því. Það gekk ekki upp og því skellti ég mér á íbúð til að byrja með.“ Foreldrarnir í göngufæri Natascha er frá Minnesota í Bandaríkjunum. Hún nemur við- skiptafræði við Háskóla Íslands og bjó hjá vinafólki sínu í Breiðholt- inu áður en hún flutti inn með Jóni. „Þetta svæði er mjög skemmtilegt og ég kann sérstak- lega vel við mig hérna,“ segir hún. „Útsýnið úr íbúðinni er einstakt og það er mikill kostur að búa í göngufæri frá foreldrum Jóns.“ Jón tekur í sama streng. „Það er ekki slæmt að geta skroppið heim í mat til mömmu með engum fyr- irvara og án þess að þurfa að fara langar leiðir,“ segir hann. „Pabbi og mamma gáfu tóninn með því að kaupa í Grundarhvarfinu. Það hafði áhrif á staðarvalið og svo er líka stutt héðan í vinnuna í Hlíð- arsmáranum.“ Mikið um að vera Mikið hefur gengið á í kringum Jón og Natascha eftir að þau fluttu í nýju íbúðina sína. Fyrir nokkrum dögum tók Jón við kórónunni af herra Íslandi eftir að forveri hans hafði verið sviptur titlinum og auk þess voru þau upptekin í nær tvær vikur við að fylgjast með læri- sveinum Viggós í Evrópukeppni karlalandsliða í handknattleik. Samt sem áður hefur gefist tími til að leggja parket og flísar á gólf íbúðarinnar. „Íbúðin var nær tilbúin þegar við fengum hana afhenta rétt fyrir jól og síðan hef ég verið að dunda við að parket- og flísaleggja,“ segir hann. „Það er algjör draumur að vera sjálfs sín herra í eigin íbúð og við Kópavogsbúar erum ánægðir, ekki síst með sjöunda sætið í Evr- ópukeppninni í handbolta, sem er frábær árangur.“ Aðeins nýtt húsnæði á Vatns- endahæð kom til greina Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Jón Viggósson er búinn að leggja parket á íbúðina og er að ljúka við flísalögn. Morgunblaðið/Ómar Jón Gunnlaugur Viggósson og Natascha Behrens á svölunum sínum. Þaðan er gott útsýni, meðal annars yfir Elliðavatn og Heiðmörk allt að Bláfjöllum. Morgunblaðið/Kristinn Natascha og Jón búa á þriðju hæð í nýju fjölbýlishúsi við Álfkonuhvarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.