Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 34
34 F MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ S ú mikla uppbygging, sem nú á sér stað í Höfða- hverfi í Mosfellsbæ, fer ekki fram hjá neinum, sem ekur þar um. Það má sjá byggingakrana og stór vinnutæki að verki. Flestar þeirra nýbygginga, sem þarna eru að rísa eru steinsteypt hús, eins og algeng- ast er nú um nýbyggingar hér á landi. En timburhúsin halda samt velli og þarna má sjá þó nokkur timburhús í smíðum, enda njóta timburhúsin eftir sem áður vin- sælda hér á landi. Þá er algengast að byggð séu ein- býlishús. Það er lítið um raðhús úr timbri og fjölbýlishús úr timbri eru fágæt, þó að þau séu vissulega til. En kostir timburhúsanna eru marg- ir. Mörgum finnst þau hlýlegri en steinhús og það er sagt að þau andi betur og loftið þar sé heilnæmara. Einnig eru timburhúsin öruggari í jarðskjálftum. Því hefur talsvert verið byggt hér á landi af íbúðarhúsum úr timbri á undanförnum árum, jafnt í þéttbýli sem annars staðar að ógleymdum öllum sumarhúsunum, sem byggð eru nær eingöngu úr timbri. Efnið í þessi hús hefur komið frá mörgum löndum, stundum sniðið og sumt er framleitt hér á landi. Raðhús úr timbri, sem nú eru að rísa við Þrastarhöfða 9–15 og 17–21 í Mosfellsbæ hafa því vakið verð- skuldaða athygli. Þetta eru tvö rað- hús, annað með fjórum íbúðum og hitt með þremur íbúðum. Húsin eru innflutt frá Kanada og að sumu leyti frábrugðin þeim timburhúsum, sem algengust hafa verið hér á landi til þessa. Þarna er að verki byggingarfyrirtækið September ehf. en hönnuður er Kristinn Ragn- arsson arkitekt og samstarfsmenn hans. Staðbyggð hús „Þessi timburhús er allsérstök einkum vegna þess að þau eru klædd með sléttum álplötum og hafa því svipaða áferð og steinhúsin í kring. Jafnframt eru þetta stað- byggð hús en ekki einingahús,“ seg- ir Kristinn Ragnarsson. „Það býður upp á mikinn sveigjanleika við hönnun húsanna sem fer alfarið fram hér á landi og eftir íslenskum reglugerðum og stöðlum. Hægt er að byggja hús eftir óskum og kröf- um hvers og eins ef því er að skipta. Þá skiptir það einnig máli, að húsin eru hituð upp með gólfhita, þannig að það eru ekki hefðbundin ofna- kerfi í þeim.“ Húsin við Þrastarhöfða 9–15 og 17–21 eru 186 ferm. á tveimur hæð- um með innbyggðum bílskúr. Þau verða afhent fullbúin að utan með þökulagðri lóð og sólpalli en tilbúin til innréttinga, spörsluð og grunn- máluð að innan. Rafmagns-, tölvu- og símalagnir verða ídregnar og tenglar komnir. Gólfhiti og fullkom- ið loftræsikerfi verður fullfrágengið á báðum hæðum. Það sem kemur til með að vanta eru innréttingar og tæki í eldhús og baðherbergi, inni- hurðir, sólbekkir og gólfefni. Á neðri hæð er gert ráð fyrir bíl- skúr, holi, eldhúsi, stofu, gesta- snyrtingu og herbergi eða geymslu. Á efri hæð verða fjögur herbergi, baðherbergi og þvottahús. Verð á millihúsi er 36,5 millj. kr. miðað við vísitölu neysluverðs til verðtrygg- ingar í febrúar 2006, en á endahúsi 36,9 millj. kr. Þau tvö hús, sem eftir eru óseld, eru bæði millihús. Fokheld í mars og apríl Fasteignasalan Lundur hóf kynn- ingu á þessum húsum í desember sl. „Sala hefur gengið mjög vel og nú, rúmum mánuði síðar, eru aðeins tvö hús eftir af þeim sjö sem eru byggð í þessum áfanga," segir Erlendur Tryggvason hjá Lundi. Verið er að steypa sökkla og plöt- ur húsanna og þau verða fokheld í mars og apríl en tilbúin til innrétt- ingar í júní. „Þannig eru þau seld, reyndar rúmlega tilbúin til innrétt- ingar, því loft og veggir eru full- sparslaðir og grunnmálaðir, raf- magn fullbúið og sömuleiðis hitakerfi og loftræsikerfi,“ segir Er- lendur. „Kostir þessara húsa eru margir, sem skýrir góðar móttökur á markaðnum. Þetta eru falleg hús á góðu verði og svo er ásókn í þessi hús bara í takt við fasteignamark- aðinn sem hefur tekið verulega vel við sér í janúar eftir rólegan nóv- ember og desember. Þá má ekki gleyma góðri stað- setningu þessara húsa. Það er stutt í alla þjónustu. Skóli og leikskóli er steinsnar frá húsunum og eins er stutt í hvers kyns útivist, svo sem golf, gönguferðir eða hesta- mennsku.“ Kanadískur hágæðastimpill Eigendur byggingafyrirtækisins September ehf., sem flytur húsin inn, þeir Guðmundur Bragason og Bjarni Tómasson, leggja mikla áherslu á að húsin eru ekki bara byggð samkvæmt íslenskum reglu- gerðum og stöðlum heldur byggð eftir hágæðastimpli í Kanada sem kallaður er Super E. En til þess að hús fái þennan stimpil þurfa þau að uppfylla viss atriði sem snúa að þéttleika og gæðum efnisins sem notað er við bygginguna og eru öll hús mæld sérstaklega út í lokin til að fá fullvissu um, að þau nái þess- um gæðum. „Til þess að ná þessum gæðum er margt framkvæmt sem er langt umfram kröfur hér á landi,“ segja þeir Guðmundur og Bjarni. Þannig er loftræsikerfið, sem sett er í húsin, svokallað HRV- kerfi eða Heat Recovery Ventila- tors. Þetta kerfi dregur úr orkuþörf heimilisins ásamt því að andrúms- loftið innandyra verður hreinna og þar með heilbrigðara. Fyrir ofnæm- is- og astmasjúklinga skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Húsin koma frá kanadíska bygg- ingafyrirtækinu Scotian Homes, en fyrirtækið er að sögn þeirra Guð- mundar og Bjarna margverðlaunað í Nova Scotia og síðustu verðlaun sem fyrirtækið fékk voru „Nova Scotia Home Builders Association Award for Builder of the Year 2005.“ Þeir Guðmundur og Bjarni sem umboðsaðilar hyggja á fleiri fram- kvæmdir í framtíðinni í byggingu og sölu húsa frá þessu kanadíska fyr- irtæki. Næstu verkefni hefjast væntanlega í júlí en verið er að leita eftir enn fleiri lóðum undir ýmsar gerðir húsa. En September ehf. er ekki ein- göngu í byggingum og sölu á húsum frá Scotian Homes heldur einnig efnissölu frá þessu fyrirtæki til ein- staklinga sem áhuga hafa á að byggja sér hús á góðu verði og á skömmum tíma. Álklædd timburhús rísa við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ Fallegt útlit og hagstætt verð eru helstu kostir nýrra timburhúsa í smíðum í Höfðahverfi í Mosfellsbæ. Magnús Sigurðsson kynnti sér húsin, sem eru innflutt frá Kanada. Húsin eru seld fokheld og rúmlega tilbúin til innréttinga, því loft og veggir eru fullsparslaðir og grunnmálaðir, rafmagn fullbúið, og sömuleiðis hitakerfi og loftræsikerfi. Þverskurðarmynd af neðri hæð í einu raðhúsanna, en húsin eru 186 ferm. á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Á neðri hæð er gert ráð fyrir bílskúr, holi, eldhúsi, stofu, gestasnyrtingu og herbergi eða geymslu. Á efri hæð verða fjögur herbergi, baðherbergi og þvottahús. Í húsunum er gólfhiti. Morgunblaðið/Eggert Á byggingarstað, en húsin rísa við Þrastarhöfða 9–15 og 17–21 í Mosfellsbæ. Frá vinstri: Erlendur Tryggvaon hjá fasteignasölunni Lundi, Guðmundur Braga- son og Bjarni Tómasson, en þeir eru eigendur byggingafyrirtækisins September, sem byggir húsin. Síðan koma hönnuðir húsanna, Kristinn Ragnarsson arkitekt og samstarfsmenn hans, þeir Mario Melo og Rafel Cao. Í baksýn er Úlfarsfell. Þetta eru tvö raðhús úr timbri, annað með fjórum íbúðum og hitt með þremur. Verð á millihúsi er 36,5 millj. kr. miðað við vísitölu neysluverðs til verðtrygg- ingar í febrúar 2006, en á endahúsi 36,9 millj. kr. Húsin eru til sölu hjá Lundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.