Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 33

Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 F 33 Breytingar á íbúðum Innréttingar eru sérlega vandaðar en óski kaupandi eftir að hanna íbúðina að eigin smekk tökum við vel í slíkar óskir. Þær þurfa þó að koma fram í tíma. Ítarleg kaupendahandbók fylgir öllum íbúðum ÍAV. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200 H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Eingöngu örfáar stórglæsilegar íbúðir eftir við Sóltún. Fjöl- býlishúsin eru frábærlega staðsett og nútímalega hönnuð. Húsin eru á 4–7 hæðum. Tvær íbúðir á hæð í hverjum stiga- gangi og innangengt er úr sameiginlegu bílageymluhúsi beint í stigagang og lyftu. Íbúðirnar eru bjartar, með stórum gluggum sem sums staðar ná niður í gólf. Lofthæð er meiri en almennt er og flestar íbúðirnar hafa tvenn- ar svalir. Sérstök áhersla er lögð á þægindi. Hljóðeinangrun er eins og best verður á kosið og gólfhiti er í íbúðunum. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergjum og þvottahúsgólfum sem verða flísalögð. Innréttingar eru mjög vandaðar og hægt er að velja á milli þriggja viðartegunda í innréttingum og innihurðum. Íbúðirnar eru 2ja–3ja herbergja, 97–130 fm. Verð frá 38,4 millj. með sérstæði í bílageymslu. SÓLTÚN – REYKJAVÍK 2–3ja herbergja Ásakór er fallegt þriggja hæða fjölbýlishús með lyftu og 6 íbúðum á hæð. Sérinngangur er í hverja íbúð og fylgir eitt bílastæði í bílageymslu hverri íbúð. Svalagangar 2. og 3. hæðar eru með glerskermum. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna en með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Innréttingar eru mjög vandaðar og hægt er að velja á milli þriggja viðartegunda í innréttingum og innihurðum. Þvottaherbergi er í öllum íbúðum. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja frá stærðinni 96–120 fm. Verð frá 22,5 millj. ÁSAKÓR – KÓPAVOGI 3–4ja herbergja BAKKAGERÐI – REYÐARFIRÐI Parhús Glæsilega hönnuð tæplega 160 fermetra parhús með sérstæðum bílskúrum. Húsin eru klædd með bárumálm- klæðningu og litaðri viðarklæðningu að hluta. Íbúðum er skilað fullbúnum að utan, með grófjafnaðri lóð og rúmlega fokheld að innan. Húsin eru á fallegum stað með góðu útsýni yfir fjörðinn. Verð frá 17,5 millj. VOTIHVAMUR – EGILSSTÖÐUM 3ja–4ra herbergja Í Norðurtúni eru til sölu glæsilega hönnuð 128 fm rað- og parhús á einni hæð. Húsunum fylgir leik- og úti- vistarsvæði og því eru þau tilvalin fyrir fjölskyldufólk. Bílskúrsréttur fylgir hverri íbúð. Útveggir eru einangraðir og klæddir að utan með litaðri bárumálmklæðningu og að hluta með litaðri viðarklæðningu. Þakið er klætt með krossvið og bárumálmklæðningu. Íbúðunum er skilað frágengnum að utan og rúmlega fokheldum að innan. Sameiginlegri lóð er skilað með malbikuðum bílastæðum. Afhending er samkomulag. Verð frá 16,4 millj. SMÁRAFLÖT – AKRANESI 3ja herbergja Fallegar 92–97 fm íbúðir í þriggja hæða stigahúsi. Sér inn- gangur er í hverja íbúð. Íbúðum er skilað fullbúnum, parket á gólfum, en flísar á anddyris-, geymslu-, baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Gólfhiti er í íbúðunum. Verð frá 17,7 millj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.