Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 50
50 F MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNAMAT ríkisins hefur birt nýjar tölur um þróun íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þar er bæði um að ræða tölur sem sýna árlega þróun verðs í einstökum hverfum og tölur sem sýna þróunina í heilum borgarhlutum bæði með ársfjórðungs- og hálfsárstíðni frá árinu 2004. Ítarleg gögn um mis- munandi verðþróun milli borgar- hluta eða hverfa eru því aðgengileg hverjum þeim sem áhuga hefur á að kynna sér þau mál á heimasíðu Fast- eignamats ríkisins (www.fmr.is). Til þess að fá heildarsýn yfir þró- unina er heppilegt að skoða hvernig breytingar hafa verið á milli missera. Á meðfylgjandi mynd er sýnd verð- breyting á milli seinni hluta árs 2005 og fyrri hluta ársins, seinni hluta árs 2004 og fyrri hluta árs 2004. Súlan lengst til vinstri sýnir breytinguna frá fyrri hluta árs 2004 til seinni hluta 2005, súlan í miðju sýnir breyt- ingu frá seinni hluta 2004 til sama tíma árið á eftir og súlan til vinstri sýnir breytinguna á milli fyrri hluta árs 2005 og seinni hluta ársins. Með þessu móti má sjá þróunina bæði í bráð og lengd. Á myndinni er borgarhlutum rað- að eftir verðbreytingum á milli tveggja síðustu missera þar sem mesta hækkunin er lengst til vinstri. Það er Garðabær sem hefur vinning- inn en þar hækkaði verðið um rúm 22% frá fyrri helmingi árs 2005 yfir á seinni helming. Athyglisvert er að þegar litið er til breytingarinnar frá fyrri helmingi árs 2004 til seinni hluta 2005 hefur Garðabær líka for- ystuna en hækkunin nam 52% á milli þessara tímabila. Hafa ber í huga að þessar tölu byggja á einföldu með- altali fermetraverðs og eiginleikar þeirra eigna sem seljast geta verið mismunandi frá einu tímabili til ann- ars. Í Garðabæ hefur mikið verið byggt af nýjum húsum og sennilegt er að sölur á nýju og vönduðu hús- næði endurspeglist í þessum tölum. Kópavogur sunnan Lækjar kemur næst á eftir Garðabænum þegar litið er til breytinganna á milli fyrri og seinni hluta árs 2005. Hann stendur honum þó nokkuð að baki þegar horft er til breytinga frá fyrri hluta ársins 2004. Næst á eftir koma Graf- arholt og Seltjarnarnes sem bæði hækka um rúm 16% á milli árshelm- inga og ríflega 50% frá fyrri hluta 2004. Á eftir þeim kemur Mosfellsbær með 13% hækkun á milli fyrri og seinni hluta árs. Mosfellsbærinn stendur þó ekki eins sterkt þegar lit- ið er lengra aftur og er hækkunin frá fyrri hluta 2004 einungis 39%. Vest- urbær sunnan Hringbrautar og Bú- staðahverfi ásamt Fossvogi koma í kjölfarið með 11% og 12% hækkun á milli árshelminga og tæp 43% sé litið til lengri tímans. Þar á eftir eru á mjög svipuðu róli Vesturbær Kópa- vogs, Hafnarfjörður, Grafarvogur, Breiðholt og Laugarnes með hækk- un í kringum 10% til skamms tíma litið og 43%–45% þegar borið er saman við fyrri hluta árs 2004. Í gamla bænum innan Hring- brautar og í Ártúnsholti, Árbæ og Selási nam hækkunin um 9% á milli árshelminga. Sé hins vegar litið til breytingar frá fyrri árshluta 2004 kemur í ljós mikill munur á þessum borgarhlutum. Þá hækkaði gamli bærinn um tæp 49% en Ártúnsholt, Árbær og Selás einungis um tæp 38%. Vogar, Hlíðar sunnan Miklu- brautar, Leiti og Norðurmýri, Holt, Hlíðar norðan Miklubrautar og Múl- ar hækkuðu um 7%–8% og Austur- bær Kópavogs norðan Lækjar rak lestina með rúmlega 6% hækkun á milli árshelminganna árið 2005. Frá fyrri árshelmingi 2004 nam hækkunin í öllum þessum borgar- hlutum í kringum 43%. Í borgarhlut- um sem eru að byggjast upp má gera ráð fyrir að mjög margir kaupsamn- ingar séu um nýjar íbúðir. Í sumum eldri borgarhlutum á sér einnig stað mikil endurnýjun íbúðarhúsnæðis. Fyrir vikið þarf að hafa fyrirvara á samanburði á verðþróun milli þess- ara svæða og gróinna borgarhluta þar sem íbúðastofninn hefur ekki breyst og gera má ráð fyrir að eignir með sams konar eða svipaða eigin- leika hafi selst á öllum tímabilunum. Meginniðurstaðan sem lesa má út úr tölunum er að ef einungis er litið til gróinna borgarhluta eru verð- hækkanir í flestum tilfellum mjög svipaðar eða í kringum 43% frá fyrri- hluta árs 2004. Helstu frávikin eru Seltjarnarnes og Ártúnsholt, Árbær og Selás. Um 52% hækkun í Garðabæ frá árinu 2004     ! " # $ " %&'( )"   %&'(!* + ",-"# +   ./ %&' (  &   )( * +  '  *  *   * ( ! ) !')-..0!!')-..1 ( ! ) !!')-..0! !!')-..1 ( ! ) !')-..1!!')-..1 0  ."*   0  -" %&'(  %&'(!* %&'( "   *1  2   " 0  ( "     " $  3  -" 3,"-(  # 4( 5  67 # "#    ! " # ,      #  #    #    # :  #   #   # : # : #   #  # :   # : # :   #         #  #  # :  # : # : # # :  #  !,!&% ! , !! Þróun íbúðaverðs í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu Á ALLRA síðustu árum hefur orðið bylting á upphitun í nýju húsnæði, hvort sem um er að ræða til atvinnu eða íbúðar. Engum dettur annað í hug en gólfhitun sé komin til að vera. Hér sé vonandi um framför að ræða við jöfnun á hita, til þæginda og orku- sparnaðar. Því miður sést of oft að gólfhit- arörin eru bundin við járnagrind (burðargrind gólf- plötunnar) og þannig steypt í gólfplötu. Hönn- uðir og fleiri sem málið varðar telja eðlilegra og réttara að sjá gólfplötuna steypta, ofan á hana komi einangrun, síðan gólfhit- arörin og þar ofan á kemur svo ílögn- in. Þannig er komið í veg fyrir að missa hitann niður í jarðveginn undir botnplötunni (húsinu), eða niður fyrir gólfplötu á milli hæða, með því er ekki verið að hita upp annað en það sem beðið er um, það er íbúðarrýmið ofan við viðkomandi gólfplötu. Það er farið að bera á því að til byggingarfulltrúans í Reykjavík komi teikningar til áritunar af gólfhitalögn- um í fjölbýlishúsum þar sem sami háttur er hafður á og við botnplötuna en það er að steypa rörin í plötur á milli hæða án þess að nota einangrun. Þessi háttur er í sjálfu sér ekki skaðlegur heilsu fólks því talið er að varminn sem fari niður í næstu íbúð sé á bilinu 10%–20% og á það heldur ekki að skemma stillinguna á hæðinni fyrir neðan. Þrátt fyrir það vakna spurningar hvort þessi háttur við lagningu á gólf- hita sé í lagi og hvort íbúðareigandinn á hæðinni fyrir neðan verði á ein- hvern hátt var við þennan varma sem kemur úr gólfhitakerfinu á næstu hæð fyrir ofan, eða að hitinn jafnist út og minnki þá hitaþörfina í neðri íbúð- inni. En eitt er víst að þessi háttur við lagningu á gólfhitarörum í plötu sam- rýmist ekki ákvæðum byggingar- reglugerðar nr. 441/1998 og brýtur hreinlega í bága við nokkrar greinar hennar. Þessar greinar í byggingarreglu- gerðinni eru nr. 188.2 og 188.3 og í þeim segir m.a. að „lagnir skulu vera aðgengilegar til eftirlits og viðgerða þannig að múrbroti eða öðrum skemmdum á húsnæði sé haldið í lág- marki ef endurnýja þarf lagnir eða gera við þær.“ Þá er einnig kveðið á um að „vatns- lagnakerfi skulu vera útskiptanleg þannig að sem minnstar skemmdir verði á byggingu“. Þetta sýnir okkur fram á ýmislegt eins og það að þegar þessi reglugerð tók gildi árið 1998 þá er gólfhitinn varla kominn að nokkru ráði og eng- inn veltir því fyrir sér hvernig þessi ákvæði séu samrýmanleg gólfhita- kerfum. Þá er grein sem væntanlega hefur verið hugsuð vegna geislahitunar og er hún nr. 189.4: „Ef gólf eða loft eru notuð sem varmagjafar skulu þau ein- angruð frá öðrum rýmum en þeim sem varmann eiga að nýta.“ Samkvæmt þessari upptalningu er verið að brjóta ákvæði byggingar- reglugerðarinnar en þar sem gólfhit- inn er kominn til að vera þá verðum við að komast að einhverri niðurstöðu hvernig best og réttast sé að leggja rörin. Það er talsverður munur á því að binda gólfhitarörin við járnalögnina og fella þau inn í burðarvirkið sjálft eða leggja þau í ílögn ofan á plötur með tilliti til þess að lágmarka kostn- að sem getur hlotist vegna tjóna og einnig það að vera ekki að hita upp aðrar fasteignir en þær sem maður á sjálfur. Hiti í gólfplötu ámilli hæða í fjölbýlishúsi Gólfhitalögn og hvernig talið er best að leggja hana. Gólfplatan er steypt, ofan á hana hefur verið lögð græn takkaeinangrun, þar ofan á hafa hitarörin verið lögð. Þá er bara eftir að leggja ílögnina, sem á að vera að lámarki 40 mm þykk. Hjálmar Jónsson Höfundur er tæknifræðingur hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Eftir Hjálmar A. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.