Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 62
62 F MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali Úlfar Þ. Davíðsson sölustjóri Börkur Hrafnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali HÁTÚN 6A SÍMI 5 12 12 12 FAX 5 12 12 13 Netfang: foss@foss.is FASTEIGNASALA SAFAMÝRI-3JA HERBERGJA Falleg 3ja herbergja íbúð í kjall- ara með sérinngangi alls 76,7 fm. Forstofa með flísum. Parketlagt hol. Opið eldhús með nýlegum innréttingum. Baðher- bergi nýlegt, flísalagt hólf í gólf. Stofa er rúmgóð og björt. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Íbúðin er að stórum hluta nýlega standsett á afar smekklegan hátt. Verð 18,9 millj. TJARNARMÝRI - 4RA HERBERGJA Mjög góð 111,7 fm íbúð, ásamt stæði í bílskýli á vinsælum stað. Íbúðin er á jarðhæð í fjölbýli byggðu 1992. Þvottahús í íbúð og einnig stór geymsla. Útgengt í garð frá hjónaherbergi. Eldhús með hvítri snyrtilegri innréttingu. Stofa og borðstofa í alrými. Útgengt í hellulagðan afgirtan garð frá stofu. Verð 32 millj. LJÓSHEIMAR - ÚTSÝNI Glæsileg 2ja herbergja 79,4 fm íbúð á 9. hæð í lyftuhúsi við Ljós- heima í Reykjavík. Íbúðin er einstaklega opin og björt með afar glæsilegu útsýni. Íbúðin var standsett árið 2000. Stórar ca 18 fm svalir með frá- bæru útsýni. Verð 16,9 millj. ÁLFKONUHVARF - 4RA HERBERGJA Stórglæsileg 120 fm, 4ja her- bergja íbúð í fallegu fjölbýli, með sérinngangi af svölum og stæði í bílskýli. Vönduð gólfefni og inn- réttingar. Rúmgóðar svalir. Gott útsýni. Þrjú stór og björt parket- lögð svefnherbergi með skápum. Þvottahús í íbúð. Verð 30,5 millj. VESTURVALLAGATA - FALLEG Falleg og rúmgóð 65,4 fm, 2ja herbergja íbúð á 4. hæð við Vest- urvallagötu í Reykjavík. Íbúðin er afar snyrtileg með nýlegum gólf- efnum á eftirsóttum stað í Vestur- bænum. Frábært útsýni. Stórt eldhús. Rúmgóðar svalir sem snúa til suðurs. Svefnherbergi með fataskápum. Verð 16,2 millj. LAUGARNESVEGUR - SÉRHÆÐ Erum með 6 herbergja neðri sér- hæð og kjallara ásamt 54 fm bíl- skúr sem búið er innrétta sem stúdíóíbúð, upplagt til útleigu. Eignin er alls 180,8 fm (þar af bíl- skúr). Fjögur svefnherbergi og tvennar stofur. Fallegur viðar- sólpallur í garði. Verð 29,9 millj. SKRIFSTOFUHERBERGI TIL LEIGU Tvö rúmgóð skrifstofuherb. til leigu. Herb. eru með aðgang að símavörslu, fundarherbergi og eldhúsi. Næg bílastæði. Allar nánari uppl. hjá Foss. FROSTAFOLD - 3JA HERBERGJA Góð 3ja herbergja 95,6 fm íbúð á annarri hæð, ásamt stæði í bíl- skýli við Frostafold í Grafarvogi. Eldhús er opið, hvít, snyrtileg inn- rétting. Stofa er stór og björt með parketi. Útgengt er á góðar svalir frá stofu. Í stofu við svalir er flísa- lagt rými sem nýtist sem lítil sól- stofa. Baðherbergi er stórt, dúkur á gólfi, baðkar með sturtuaðstöðu, tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Tvö svefnh. eru í íbúðinni. Hjónah. með dúk á gólfi og góðu skápaplássi og barnaherbergi með ljósu parketi. Á svefn- herbergisgangi er einnig skápur. Húsið var tekið í gegn í sumar, var m.a. gafl klæddur og hús málað. Stæði í bílskýli fylgir eigninni. Verð 18,9 millj. FUNALIND - 3JA HERBERGJA Rúmgóð 3ja herbergja íbúð með góðu útsýni á efstu hæð í fjögura hæða fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað í Kópavogi. Tvö rúmgóð parketlögð svefnherbergi. Bað- herbergi er flísalagt á veggjum og gólfi. Stofa og borðstofa í al- rými, dökkt parket á gólfi, útgengt á góðar svalir frá stofu. Eldhús er rúmgott. Verð 21,5 millj. HÖRPUGATA - EINBÝLISHÚS Hlýlegt og bjart 332,9 fm einbýlis- hús, þar af 27,7 fm bílskúr á þremur hæðum á frábærum stað við Hörpugötu í Reykjavík. Húsið er einstaklega bjart og vel skipu- lagt. Í kjallara er opin og skemmtileg 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Upplögð til útleigu. Verð 65 millj. HRAUNBÆR - 5 HERBERGJA Rúmgóð 120,1 fm, fimm herbergja íbúð á efstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi, byggðu 1968. Rúm- gott eldhús. Þvottahús og geymsla í íbúð. Stofa og borð- stofa í stóru alrýmí. Tvennar sval- ir í íbúð. Fjögur svefnherbergi. Verð 21,2 millj. GVENDARGEISLI - RAÐHÚS Erum með í sölu glæsileg raðhús á einni hæð. Húsin skiptast í um 140 fm íbúð og um 28 fm bílskúr. Garðar snúa í suður. Húsin afh. fullbúin að utan. Lóð er afhent með hellulögðum stéttum og er aðalinngangur með hitalöng. Íbúðirnar skilast fullbúnar að innan, án gólf- efna. Anddyri, bað og þvottahús skilast þó með flísalögn á gólfi. Vönduð tæki og innréttingar. Verð 38,7-39,8 millj. STRANDASEL - 3JA HERBERGJA Vel skipulögð 80,1 fm, 3ja her- bergja íbúð á jarðhæð. Ca 30 fm sérgarður fylgir eigninni. Gangur með gegnheilu stafaparketi á gólfi. Tvö rúmgóð parketlögð svefnherbergi. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf, tengi fyrir þvottavél. Eldhús með parketi á gólfi, snyrtileg eldhúsinnrétting. Verð 17,2 millj. VANTAR VEGNA MIKILLAR SÖLU UPP Á SÍÐKASTIÐ VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR Í S. 512 1212. Fallegt, vel staðsett tré erumhverfi sínu til mestasóma. Heilbrigt tré á ekkiað þurfa að klippa, nema tilgangurinn sé að stýra vexti eða fjar- lægja stærri greinar eða stofna sem hafa laskast og hætta er á að geti fallið og valdið umhverfi sínu hættu. Á hverju ári mynd- ast mikill fjöldi nýrra sprota á trjám. Fjöld- inn allur nær ekki að þroskast og visnar strax fyrsta sumarið. Einnig er algengt að eldri smágreinar deyi t.d. vegna samkeppni um ljós eða skemmda en af þessu þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Á hverju hausti þegar fyrstu haustlægðinar koma yfir má sjá garða fulla af visnuðum smá- greinum sem hafa fallið frá trjánum af eðlilegum ástæðum. Að ætla að grisja krónu trjáa til að hleypa meiri birtu inn og stuðla þannig að auknu heilbrigði trjáa er ágætis hreyfing fyrir fólk en ekki brýn nauðsyn. En stundum þarf að fjarlægja tré vegna aldurs, sjúk- dóma eða rangrar staðsetningar. Eitt af stærri vandamálum okkar í garðrækt er of mikill fjöldi stórra trjáa á litlum lóðum. Við þekkjum þessi vandamál víða, svo sem í Vest- urbænum í Reykjavík, þar sem reyniviður (Sorbus aucuparia) tröll- ríður litlum sem stórum görðum og víða eru stórvaxnar aspir farnar að pirra fólk. Að grisja tímanlega eða stýra vexti trjáa frá upphafi með tilliti til umhverf- isins er sá þáttur sem við þyrftum að leggja meiri rækt við. Betra er að haga vinnu þannig að klippt sé reglulega og oft, en ekki mikið og sjaldan. Oft gerist það að einhverra hluta vegna þarf að fjarlægja stórar og þungar grein- ar og ætla ég hér að fjalla um hvernig best verður að því staðið. Stórar greinar Þegar við sögum stóra og þunga grein af tré ættum við að fjar- lægja hana í áföngum. Það er hætta á að ef við byrjum á að saga greinina þétt við stofn falli hún úr höndum okkar áður en sögin er komin í gegn, og í fallinu rífi hún með sér börk af stofninum, trénu til skaða og lýta. Við byrjum á því að saga greinina í um það bil 50 cm fjarlægð frá stofni og sögum hana að hálfu, neðan frá og upp. Þá færum við okkur um 20 cm utar og sögum greinina af ofan frá. Fyrri skurðurinn kemur í veg fyrir að börkurinn rifni niður eftir trénu þegar greinin fellur. Við fjarlægjum greinarstubbinn, sem eftir stendur við stofn, þó þannig að smástubbur verði eftir, svo ekki verði hvilft við sárið áður en tréð nær að loka því með berki. Hvilftin myndast vegna þess að tréð gildnar með árunum, en sárflötur ekki. Stundum myndast holur, sem vatn og jarðvegur safnast í, þá er hætta á að fúi komist í tréð. Ef sárflötur er t.d. 10 cm í þvermál er okkur óhætt að skilja eftir um 1 sentímetra stubb á stofni. Þegar við fjarlægjum grein mynd- ar plantan varnarefni við sárið, sem eiga að hindra að sveppir og bakt- eríur komist inn í viðinn. Virkni varnarefnanna er mest í grein við stofn og nokkra millimetra upp eftir greininni og því minni líkur á að þau komi að gagni ef skilinn er eftir lang- ur stubbur, sem fúnar ofan frá með tímanum. Einnig er möguleiki á að brum örvist á stubb sumra tegunda og greinarvöxtur verður þá oft til lýta. Ef hins vegar er sagað fast við stofn er þessi virki varnarvefur fjar- lægður. Það eru skiptar skoðanir um hve- nær eða hvort bera þurfi efni í sár trjáa. Yfirleitt þarf ekki að bera í sár trjáa, en ef menn sjá einhverja ástæðu til að gera það má benda á að til eru sérstök sárasmyrsl. Áborna efnið á að hindra að bakteríur eða sveppir berist inn í sárið. Varast skal að skerða tré á haustin því þá eru sjúkdómar eins og áta í uppgangi. Algengast er að klippt sé á vorin áð- ur eða um það leyti sem tré fara að bæra á sér. Sumar tegundir trjáa setja gjarnan rótarskot þegar skerð- ing er mikil, þau komin til ára sinna, eða skortur á næringu (reyniviður, ösp). Rótarskotin fjarlægjum við og er best að gera það um leið og þau skjóta upp kollinum. Kristinn H. Þorsteinsson formaður Garðyrkjufélags Íslands VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 559. þáttur Trjáklippingar Glæsitré eru víða og þau eru garðaprýði hvar sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.