Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 F 35 Opið mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9-12 og 13-17.30 föstudaga frá kl. 9-12 og 13-17. Einbýli Laufskógar - Hveragerði Vorum að fá í sölu myndarlegt einbýlis- hús ásamt bílskúr á góðum útsýnisstað í jaðarbyggð í Hveragerði. Húsið er 3 svefnherbergi, 2 stofur, gesta WC, eld- hús með búri innaf, þvottahús, baðher- bergi með baðkari og sturtu og bílskúr með rafmagni og hita. Húsið þarfnast lagfæringar að utan og innan. Tilvalið fyr- ir laghenta eða verktaka. Tilboðs er ósk- að í eignina.14255 Heiðvangur - Hafnarfirði Erum með í sölu vel staðsett 225 fm ein- býlishús með bílskúr innst í botnlanga á þessum rólega stað í Hafnarfirði. Eignin er laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Nánari uppl. á skrifstofu FM, sími 550-3000, einnig fmeignir.is og mbl.is Verð 45 millj. 70942 4ra herbergja Fellsmúli Erum með í sölu 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Fellsmúla. Vel staðsett eign. Stutt í alla þjónustu. Eignin er laus til afhend- ingar við undirritun kaups. Verð 20 millj. 30863 Lundarbrekka - Kópavogi Erum með í sölu 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Afar snyrtileg sameign með gufubaðsaðstöðu fyrir stigagang. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. á skrifstofu FM, sími 550-3000. Verð 18,6 millj. 30864 3ja herbergja Torfufell - Breiðholti Erum með í einkasölu 3ja herb. íbúð á efstu hæð í snyrtilegu húsi við Torfufell. Hluti innbús getur fylgt með í kaupum. Nánari uppl. á skrifstofu FM, sími 550- 3000. Verð 13,7 millj. 2ja herb. Garðhús - Grafarvogi Erum með í sölu snyrtilega 2ja herb. íbúð á 2. hæð (miðhæð), auk bílskúrs. Þvotta- hús í íbúð. Gólfefni parket. Rúmgóðar suðursvalir. Snyrtileg sameign. Stutt í skóla og þjónustu. Nánari uppl. á skrif- stofu FM, sími 550-3000. Verð 18,3 millj. 1847 sími 550 3000 www.fmeignir.is Sími 550 3000 fmeignir@fmeignir.is www.fmeignir www.fasteignamidstodin.is FJÁRFESTAR - BYGGINGAVERKTAKAR Til sölu nokkrar einbýlishúsalóðir í Mosfellsbæ. Hjá Fasteignamiðstöðinni er einnig til sölu umtalsvert af framtíðarbyggingarlandi í Reykjavík og í nágrannasveitar- félögunum. Einnig á Reykjanesi og í nágrenni við Selfoss, Hveragerði, Borgarnesi og Egilsstaði. Nánari uppl. á skrifstofu FM (Magnús), Hlíðasmára 17, sími 550-3000. Grettisgata Erum með í sölu 53 fm, 2ja herb. íbúð á efstu hæð, ofarlega við Grettisgötu. Kjörin fyrsta eign. Nánari uppl. á skrifst. FM sími 550-3000. Verð 12.5 millj. 10850 Landsbyggðin Staðarhús í Borgarbyggð Til sölu er jörðin Staðarhús í Borgarfirði sem býður uppá ýmsa möguleika. Jörðin er al- gróin með fallegum birkiskógarásum og vötnum. Hesthús fyrir um 40 hross, reið- skemma, hringvöllur og sérlega góðar út- reiðaleiðir. Tvö íbúðarhús staðsett á einum besta útsýnisstað í Borgarfirði, u.þ.b. klst. akstur frá Reykjavík. Frábær jörð fyrir nátt- úruunnendur og áhugafólk í hestamennsku sem langar í góða aðstöðu á kyrrlátum og fallegum stað stutt frá höfuðborginni. Nánari uppl: FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Hlíðarsmára 17, 201 Kóp. s: 550 3000, www.fmeignir.is EIGNAUMBOÐIÐ í samvinnu við spænska fyrirtækið Eurom- arina kynnir um helgina eignir á Spáni og auðvelda fjármögnun fyrir þá sem eignast vilja fasteignir þar í landi.. Sýningin, sem ber yfirskriftina „Upplifðu drauminn, þitt heimili á Spáni, fjár- festing til framtíðar“ verður haldin á skrifstofu Eignaumboðsins, Skúlagötu 32-34 í Reykjavík n.k. laugardag og sunnudag frá kl. 11.00-17.00 báða dagana. „Það færist stöðugt í vöxt að fólk í Norður-Evrópu kaupi hús- næði á Spáni, jafnt til eigin nota og til að fjárfesta, og eru Ís- lendingar þar engin undantekning,“ segir Aðalheiður Karls- dóttir hjá Eignaumboðinu. „Það er auðveldara en marga grunar að eignast hús á Spáni og við bjóðum mjög hagstæðar heildarlausnir frá upphafi til enda í því sambandi. Við skipuleggjum skoðunarferðir með fólki, þar sem dvalið er í góðu yfirlæti á La Laguna hótelinu, glæsi- legu fjögurra stjörnu Spa-hóteli sem er í eigu Euromarina. Þar gefst fólki tækifæri til að skoða þær eignir sem það hefur áhuga á og umhverfið í kring. Allur frágangur skjala fer fram á skrif- stofu Euromarina, sem sparar tíma og fyrirhöfn og fólki finnst það mjög þægilegt, enda eru fjölmargir ánægðir viðskiptavinir okkar besta auglýsing.“ Persónuleg þjónusta „Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og bjóðum upp á sérstakar kynningar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa hvort heldur sem er á skrifstofunni okkar hér á Skúlagötunni, eða annars staðar, allt eftir óskum hvers og eins,“ segir Að- alheiður ennfremur. „Það færist stöðugt í vöxt að félagasamtök, starfsmannafélög eða jafnvel stórfjölskyldur kaupi saman og getur það verið sniðug lausn fyrir marga. Fjölbreytileiki eign- anna sem við bjóðum upp á er mikill og yfirleitt finnast lausnir fyrir alla. Okkar metnaður felst í því að bjóða upp á vandaðar eignir á góðum stöðum á góðum verðum og með góðri fjármögnun fyrir þá sem þess óska. Við erum aðallega að selja eignir í Dona Pepa, um 30 mín. akstur suður af Alicante, í Los Alcazares í Murcia og út á La Manga tanganum, sem margir kalla Miami Spánar. Verðin eru frá um 11 milljónum íslenskra króna og hægt er að fá allt að 80% lán til allt að 25 ára á 3,3% vöxtum og engin verðtrygging. Spár fjármálastofnana gera ráð fyrir hækkandi fasteignaverði á þessum slóðum á næstu árum og vegna hag- stæðs gengis eru núna góðar aðstæður fyrir fjárfestingar af þessu tagi. Margir líta á þetta sem valkost á móti því að kaupa sum- arbústað á Íslandi, enda kostar góð íbúð eða raðhús á Spáni svipað og þokkalegur sumarbústaður á Íslandi. Gott veður allt árið og ódýrari og auðveldari fjármögnun, t.d. í formi hagstæðra lána og leigutekna, kemur þá í kaupbæti.“ Íslendingar vilja aðeins það besta Að sögn Aðalheiðar er mikilvægt að fólk fjárfesti í vönduðum eignum á völdum stöðum til þess að tryggja góða fjárfestingu, og þægindi. „Það þarf að vera stutt á flugvöll, strönd, verslanir, veitingastaði og golfvelli,“ segir hún. „Euromarina leggur mikla áherslu á að uppfylla þessar kröfur og er það hluti af velgengni fyrirtækisins sl. 30 ár. Mikil áhersla er einnig lögð á fallega hönnun og góðan frágang og fer það ekki á milli mála þegar eignirnar eru skoðaðar. Íslendingar eru kröfuharðir neytendur og þar sem við höfum verið lengi á þessum markaði vitum við að það þýðir ekki að bjóða þeim nema upp á það besta.“ Sertilboð og kynningarverð „Á sýningunni um helgina verða kynnt á sérstöku kynning- arverði nokkur glæsileg og frábærlega vel staðsett einbýlishús, sem hönnuð hafa verið eftir kröfum íslenska markaðarins,“ held- ur Aðalheiður áfram. „Þar er um að ræða hús með 2-3 svefn- herbergjum, 2 baðherbergjum, þakverönd og góðum sérlóðum, þar sem m.a. er hægt að vera með sérsundlaug. Verðið á þess- um húsum er frá 255.000 evrum, eða innan við 19 milljónir ís- lenskar krónur. Nokkur sértilboð verða einnig kynnt á eignum, sem hægt er að fá afhentar strax og við verðum líka með í boði sérstaka húsgagnapakka, sem fólk getur valið sjálft. Okkur finnst fólk frekar vilja kaupa ný hús, þar sem ábyrgð er borin á byggingarefni og frágangi og það getur valið innrétt- ingar og húsgögn sjálft, í stað þess að kaupa gamalt, enda verðið oft svipað.“ Spennandi Spánarleikur Íslenskur starfsmaður hjá Euromarina á Spáni, Harpa Guð- laugsdóttir, ásamt framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Geli Hern- andes de Blas, verða báðar á staðnum og veita upplýsingar ásamt starfsfólki Eignaumboðsins. „Við verðum líka með í gangi spennandi Spánarleik, þar sem sýningargestir eiga möguleika á að vinna flugferð til Spánar, gistingu, Spa-meðferð á Hótel La Laguna og golfhring á La Marquesa golfvellinum ásamt fleiri vinningum,“ sagði Aðalheiður Karlsdóttir að lokum. Hús á Spáni raunhæfur draumur Einbýlishús í Dona Pepa, um 30 mín. akstur suður af Alicante. Húsið er á tveimur hæðum og um 160 ferm. að stærð. Hús af þessu tagi kosta frá 19 millj. kr. Fjölbýlishús í Los Alcazares í Murcia. Íbúðirnar eru um 80 ferm. og kosta frá 12,5 millj. kr. Æ fleiri kaupa húsnæði á Spáni, jafnt til að fjárfesta og til eigin nota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.