Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 35

Morgunblaðið - 06.02.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 F 35 Opið mánudaga-fimmtudaga frá kl. 9-12 og 13-17.30 föstudaga frá kl. 9-12 og 13-17. Einbýli Laufskógar - Hveragerði Vorum að fá í sölu myndarlegt einbýlis- hús ásamt bílskúr á góðum útsýnisstað í jaðarbyggð í Hveragerði. Húsið er 3 svefnherbergi, 2 stofur, gesta WC, eld- hús með búri innaf, þvottahús, baðher- bergi með baðkari og sturtu og bílskúr með rafmagni og hita. Húsið þarfnast lagfæringar að utan og innan. Tilvalið fyr- ir laghenta eða verktaka. Tilboðs er ósk- að í eignina.14255 Heiðvangur - Hafnarfirði Erum með í sölu vel staðsett 225 fm ein- býlishús með bílskúr innst í botnlanga á þessum rólega stað í Hafnarfirði. Eignin er laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Nánari uppl. á skrifstofu FM, sími 550-3000, einnig fmeignir.is og mbl.is Verð 45 millj. 70942 4ra herbergja Fellsmúli Erum með í sölu 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Fellsmúla. Vel staðsett eign. Stutt í alla þjónustu. Eignin er laus til afhend- ingar við undirritun kaups. Verð 20 millj. 30863 Lundarbrekka - Kópavogi Erum með í sölu 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Afar snyrtileg sameign með gufubaðsaðstöðu fyrir stigagang. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. á skrifstofu FM, sími 550-3000. Verð 18,6 millj. 30864 3ja herbergja Torfufell - Breiðholti Erum með í einkasölu 3ja herb. íbúð á efstu hæð í snyrtilegu húsi við Torfufell. Hluti innbús getur fylgt með í kaupum. Nánari uppl. á skrifstofu FM, sími 550- 3000. Verð 13,7 millj. 2ja herb. Garðhús - Grafarvogi Erum með í sölu snyrtilega 2ja herb. íbúð á 2. hæð (miðhæð), auk bílskúrs. Þvotta- hús í íbúð. Gólfefni parket. Rúmgóðar suðursvalir. Snyrtileg sameign. Stutt í skóla og þjónustu. Nánari uppl. á skrif- stofu FM, sími 550-3000. Verð 18,3 millj. 1847 sími 550 3000 www.fmeignir.is Sími 550 3000 fmeignir@fmeignir.is www.fmeignir www.fasteignamidstodin.is FJÁRFESTAR - BYGGINGAVERKTAKAR Til sölu nokkrar einbýlishúsalóðir í Mosfellsbæ. Hjá Fasteignamiðstöðinni er einnig til sölu umtalsvert af framtíðarbyggingarlandi í Reykjavík og í nágrannasveitar- félögunum. Einnig á Reykjanesi og í nágrenni við Selfoss, Hveragerði, Borgarnesi og Egilsstaði. Nánari uppl. á skrifstofu FM (Magnús), Hlíðasmára 17, sími 550-3000. Grettisgata Erum með í sölu 53 fm, 2ja herb. íbúð á efstu hæð, ofarlega við Grettisgötu. Kjörin fyrsta eign. Nánari uppl. á skrifst. FM sími 550-3000. Verð 12.5 millj. 10850 Landsbyggðin Staðarhús í Borgarbyggð Til sölu er jörðin Staðarhús í Borgarfirði sem býður uppá ýmsa möguleika. Jörðin er al- gróin með fallegum birkiskógarásum og vötnum. Hesthús fyrir um 40 hross, reið- skemma, hringvöllur og sérlega góðar út- reiðaleiðir. Tvö íbúðarhús staðsett á einum besta útsýnisstað í Borgarfirði, u.þ.b. klst. akstur frá Reykjavík. Frábær jörð fyrir nátt- úruunnendur og áhugafólk í hestamennsku sem langar í góða aðstöðu á kyrrlátum og fallegum stað stutt frá höfuðborginni. Nánari uppl: FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Hlíðarsmára 17, 201 Kóp. s: 550 3000, www.fmeignir.is EIGNAUMBOÐIÐ í samvinnu við spænska fyrirtækið Eurom- arina kynnir um helgina eignir á Spáni og auðvelda fjármögnun fyrir þá sem eignast vilja fasteignir þar í landi.. Sýningin, sem ber yfirskriftina „Upplifðu drauminn, þitt heimili á Spáni, fjár- festing til framtíðar“ verður haldin á skrifstofu Eignaumboðsins, Skúlagötu 32-34 í Reykjavík n.k. laugardag og sunnudag frá kl. 11.00-17.00 báða dagana. „Það færist stöðugt í vöxt að fólk í Norður-Evrópu kaupi hús- næði á Spáni, jafnt til eigin nota og til að fjárfesta, og eru Ís- lendingar þar engin undantekning,“ segir Aðalheiður Karls- dóttir hjá Eignaumboðinu. „Það er auðveldara en marga grunar að eignast hús á Spáni og við bjóðum mjög hagstæðar heildarlausnir frá upphafi til enda í því sambandi. Við skipuleggjum skoðunarferðir með fólki, þar sem dvalið er í góðu yfirlæti á La Laguna hótelinu, glæsi- legu fjögurra stjörnu Spa-hóteli sem er í eigu Euromarina. Þar gefst fólki tækifæri til að skoða þær eignir sem það hefur áhuga á og umhverfið í kring. Allur frágangur skjala fer fram á skrif- stofu Euromarina, sem sparar tíma og fyrirhöfn og fólki finnst það mjög þægilegt, enda eru fjölmargir ánægðir viðskiptavinir okkar besta auglýsing.“ Persónuleg þjónusta „Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og bjóðum upp á sérstakar kynningar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa hvort heldur sem er á skrifstofunni okkar hér á Skúlagötunni, eða annars staðar, allt eftir óskum hvers og eins,“ segir Að- alheiður ennfremur. „Það færist stöðugt í vöxt að félagasamtök, starfsmannafélög eða jafnvel stórfjölskyldur kaupi saman og getur það verið sniðug lausn fyrir marga. Fjölbreytileiki eign- anna sem við bjóðum upp á er mikill og yfirleitt finnast lausnir fyrir alla. Okkar metnaður felst í því að bjóða upp á vandaðar eignir á góðum stöðum á góðum verðum og með góðri fjármögnun fyrir þá sem þess óska. Við erum aðallega að selja eignir í Dona Pepa, um 30 mín. akstur suður af Alicante, í Los Alcazares í Murcia og út á La Manga tanganum, sem margir kalla Miami Spánar. Verðin eru frá um 11 milljónum íslenskra króna og hægt er að fá allt að 80% lán til allt að 25 ára á 3,3% vöxtum og engin verðtrygging. Spár fjármálastofnana gera ráð fyrir hækkandi fasteignaverði á þessum slóðum á næstu árum og vegna hag- stæðs gengis eru núna góðar aðstæður fyrir fjárfestingar af þessu tagi. Margir líta á þetta sem valkost á móti því að kaupa sum- arbústað á Íslandi, enda kostar góð íbúð eða raðhús á Spáni svipað og þokkalegur sumarbústaður á Íslandi. Gott veður allt árið og ódýrari og auðveldari fjármögnun, t.d. í formi hagstæðra lána og leigutekna, kemur þá í kaupbæti.“ Íslendingar vilja aðeins það besta Að sögn Aðalheiðar er mikilvægt að fólk fjárfesti í vönduðum eignum á völdum stöðum til þess að tryggja góða fjárfestingu, og þægindi. „Það þarf að vera stutt á flugvöll, strönd, verslanir, veitingastaði og golfvelli,“ segir hún. „Euromarina leggur mikla áherslu á að uppfylla þessar kröfur og er það hluti af velgengni fyrirtækisins sl. 30 ár. Mikil áhersla er einnig lögð á fallega hönnun og góðan frágang og fer það ekki á milli mála þegar eignirnar eru skoðaðar. Íslendingar eru kröfuharðir neytendur og þar sem við höfum verið lengi á þessum markaði vitum við að það þýðir ekki að bjóða þeim nema upp á það besta.“ Sertilboð og kynningarverð „Á sýningunni um helgina verða kynnt á sérstöku kynning- arverði nokkur glæsileg og frábærlega vel staðsett einbýlishús, sem hönnuð hafa verið eftir kröfum íslenska markaðarins,“ held- ur Aðalheiður áfram. „Þar er um að ræða hús með 2-3 svefn- herbergjum, 2 baðherbergjum, þakverönd og góðum sérlóðum, þar sem m.a. er hægt að vera með sérsundlaug. Verðið á þess- um húsum er frá 255.000 evrum, eða innan við 19 milljónir ís- lenskar krónur. Nokkur sértilboð verða einnig kynnt á eignum, sem hægt er að fá afhentar strax og við verðum líka með í boði sérstaka húsgagnapakka, sem fólk getur valið sjálft. Okkur finnst fólk frekar vilja kaupa ný hús, þar sem ábyrgð er borin á byggingarefni og frágangi og það getur valið innrétt- ingar og húsgögn sjálft, í stað þess að kaupa gamalt, enda verðið oft svipað.“ Spennandi Spánarleikur Íslenskur starfsmaður hjá Euromarina á Spáni, Harpa Guð- laugsdóttir, ásamt framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Geli Hern- andes de Blas, verða báðar á staðnum og veita upplýsingar ásamt starfsfólki Eignaumboðsins. „Við verðum líka með í gangi spennandi Spánarleik, þar sem sýningargestir eiga möguleika á að vinna flugferð til Spánar, gistingu, Spa-meðferð á Hótel La Laguna og golfhring á La Marquesa golfvellinum ásamt fleiri vinningum,“ sagði Aðalheiður Karlsdóttir að lokum. Hús á Spáni raunhæfur draumur Einbýlishús í Dona Pepa, um 30 mín. akstur suður af Alicante. Húsið er á tveimur hæðum og um 160 ferm. að stærð. Hús af þessu tagi kosta frá 19 millj. kr. Fjölbýlishús í Los Alcazares í Murcia. Íbúðirnar eru um 80 ferm. og kosta frá 12,5 millj. kr. Æ fleiri kaupa húsnæði á Spáni, jafnt til að fjárfesta og til eigin nota.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.