Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 6
6 F MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Gætir þú tekið fyrir í pistliþínum, Lagnafréttir íMorgunblaðinu, þaðvandamál þegar heita- vatnsrör, neysluvatn, fara að stíflast af ryði. Hjá mér rennur heita vatnið á fullu í baðið, en mjög treglega í vaskinn og sturtuna. Er hægt að laga þetta með því að „blása út með lofti eða vatns- smúl“ eða setja eitthvert efni í rörin sem leysir upp ryð? Lagn- irnar eru 20 ára og það rennur vel í þvottahúsi og eldhúsi. Er nokkur ný tækni til að hreinsa svona rör? Það er skelfileg tilhugsun ef maður þyrfti að brjóta upp flísalagða veggi fyrir þessi rör.“ Þessi tölvupóstur gæti verið frá næstum hvaða stað sem er á landinu, hann lýsir vandamáli sem fjölmargir húseigendur eiga við að stríða. En sendandinn býr í þorpi á aust- anverðu landinu og hér er ekki beð- ist afsökunar á því að nota þetta ágæta gamla íslenska orð, þorp. Fjölmiðlamenn hafa nú svo gott sem útrýmt orðinu, einnig orðinu kaup- tún sem er talsvert yngra en þorp en ágætt samt. Nú skal hvert þorp á Ís- landi heita „þéttbýliskjarni“, afkára- legt orð, langt og leiðinlegt. En aftur að efninu, að tölvupóst- inum frá þorpsbúa sem er einn af mörgum þjáningarsystkinum vegna lagna sem skila ekki vatni af þeim gæðum sem hver og einn vill búa við. Fyrst örstutt um orsakir þess að lagnir fara að ryðga og skila óhrein- indum út í vatnið. Rétt að skjóta því inn að 19. des. sl. var fjallað um þetta sama efni að nokkru, en greinilegt að full ástæða er til að hnykkja á því. Já, hvers vegna tærast og ryðga rörin að innanverðu, rör sem eiga að flytja vatnið sem ætlað er til drykkjar, matargerðar og hrein- lætis. Það virðist liggja í augum uppi að lagnirnar eru í tilfelli sendanda póstsins galvaniseruð stálrör. Það liggur einnig fyrir að þorpsbúinn okkar er ekki einn af þeim lukk- unnar pamfílum sem búa á stað þar sem hitaveituvatnið rennur stans- laust upp úr jörðinni, þar er enginn jarðhiti. Þess vegna hefur hann þurft að hita upp kalt vatn til að fá heitt vatn úr blöndunartækjunum. Kalda vatnið er mjög súrefnisríkt og þegar slíkt vatn er hitað upp og rennur um galvaniseraðar leiðslur er ekki von á góðu. Því má búast við að ástandið sé mun verra í heitavatns- leiðslunum en þeim köldu, þó þær geti vissulega einnig verið slæmar og ryðmyndun byrjuð í þeim. Einnig hafa galvaniseruð stálrör mjög víða verið að sýna tæringu í húsum sem hafa verið byggð á undanförnum ár- um. Svo rammt hefur kveðið að þessu allir ábyrgir lagnamenn eru hættir að nota galvaniseruð rör í neysluvatnslagnir, a.m.k á höf- uðborgarsvæðinu. Þá að spurning- unni hvort ekki sé einhver ný tækni til að hreinsa rör í svona ástandi. Svarið er bæði já og nei. Það er til sýra sem hægt er að hreinsa rörin með og við þá hreinsum kemur mik- ill hroði úr rörunum, það er hægt að hreinsa þau mjög vel og þetta er já- kvæða svarið. Síðan kemur það nei- kvæða og þá má svara eins og ráð- herrann á Alþingi nýlega, „þetta er eins og að pissa í skóinn sinn“. Eftir að búið er að hreinsa allan hroða úr rörunum eru þau óhúðuð að innan, tæringin er búin að naga alla sink- húð innan úr þeim, sami ferillinn byrjar því að nýju. Fljótlega fer að koma ryðlitur af vatninu og síðan agnir sem sífellt stækka. Hvað er þá til ráða? Aðeins eitt; að leggja nýjar lagnir. Það fyrsta sem þarf að gera er að hugsa málið út frá alveg nýju sjónarmiði. Flestum fer sem þorps- búa okkar að hugsa fyrst um hversu skelfilegt það er að fara að brjóta og bramla, jafnvel fallegu flísarnar á baðinu. En það er einmitt villigatan, það á ekki neitt að brjóta og allra síst flísarnar. Það er ekki óeðlilegt þó að flestum finnist eðlilegt að brjóta upp gömlu lagnirnar, fjarlægja þær og leggja nýjar í staðinn eftir sömu leið- um. Sleppum öllu brotverki al- gjörlega, látum gömlu lagnirnar hvíla í friði hvar sem svo þær eru, blessuð sé minning þeirra. Þá er að skoða og finna nýja lagnaleið. Það skyldi þó ekki vera að það sé tiltölulega auðvelt að finna leiðir til að leggja lagnir fyrir heitt og kalt vatn frá tækjaklefa að þeim stöðum þar sem vatnið þarf að nota. Auðvitað finnst flestum það út í hött að ætla að leggja rör utan á fallegu flís- arnar á baðinu, en þeim fjölgar óðum sem velja þá leið og sjá ekki eftir, það er ekki eins og það verði rör upp um alla veggi. Að sjálfsögðu þarf að vanda lögnina í baðher- berginu sérstaklega og velja lagnaefni af vand- virkni. Þar má benda á tvennt; í fyrsta lagi á ryðfrí rör, annaðhvort óhúðuð eða húðuð með hvítu eða áfahvítu plasti, í öðru lagi álplaströr sem eru einnig hvít á lit eða næstum því. Eðlilega eru margir fastir í ákveðnum þankagangi sem er afleið- ing af þeirri lagnahefð sem hefur verið ríkjandi á Íslandi frá því að far- ið var að leggja rör, þau máttu hvergi sjást. Þess vegna er árangursríkast að gefa sér nægan tíma til að hugsa áð- ur en ákvarðanir eru teknar og framkvæmdir hafnar og aðlaga sig nýjum lausnum. Skelfilegt að þurfa að brjóta upp flísarnar Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Sigurður Grétar Guðmundsson Í öllum baðherbergjum er hægt að finna leiðir til utanáliggjandi lagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.