Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 42
42 F MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hamraborg 20a • 200 Kópavogi • www.husalind.is •
Sími 554 4000 • Fax 554 4018
Tölvup.: husalind@husalind.is
Sveinbjörg 867 2928 • Guðbjörg 899 5949
Rósa 698 7067
Sveinbjörg B. Sveinbjörnsd., löggiltur fasteignasali og hdl.,
Guðbjörg G. Sveinbjörnsd., sölufulltrúi. Rósa Pétursdóttir, viðskiptafr. og sölumaður
Björt og opin 105 fm, 3ja herbergja íbúð á
2. hæð (efstu) í litlu fjölbýli á eftirsóttum
stað í Grafarvogi. Vandaðar innréttingar og
gólfefni eru í íbúðinni. Í eldhúsi er innrétting
frá Axis og tæki frá Rönning (Fagor). Sér-
inngangur í íbúðina af svölum. Þvottahús
innan íbúðar. Stutt í skóla og þjónustu.
Verð 24,9 millj.
Ljósavík – 3ja herbergja
Gvendargeisli – 4ra herbergja
Glæsileg og vönduð 117,9 fm 4ra her-
bergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli.
Fallegt útsýni er úr íbúðinni. Bílastæði í
bílageymslu. Innréttingar, yfirfelldar hurðir
úr hlyn og parket úr eik frá Agli Árnasyni.
Gott aðgengi er að húsinu. Bílageymsla er
undir húsinu. Stutt í skóla og þjónustu.
Verð 27,5 millj.
Breiðvangur - 4ra herbergja
Rúmgóð og björt, nýuppgerð 114,5 fm
íbúð á barnvænum stað í Hafnarfirði. Nýjar
innréttingar og tæki eru í eldhúsi og á bað-
herbergi. Sérþvottahús er inn af eldhúsi.
Nýtt eikarparket á gólfum, náttúruflísar á
baðherbergi. Verð 20,5 millj.
Álfkonuhvarf - 4ra herbergja
Björt og rúmgóð 130,8 fm endaíbúð á
jarðhæð ásamt stæði í bílageymslu í nýju
lyftuhúsi. Skemmtilega hönnuð íbúð með
JKE innréttingum. Sérinngangur. Sérgarð-
ur í suður. Sérþvottahús. Afhendist án
gólfefna, nema á baðherbergi, þvottahúsi
og forstofu. Afhending í janúar.
Verð 30,5 millj.
Stýrimannastígur - risíbúð
Algerlega endurnýjuð 70,6 fm, 2ja-3ja her-
bergja íbúð í fallegu 5 íbúða steinhúsi á
góðum stað í hjarta Reykjavíkur. Stórar
svalir í suður. Fallegt útsýni. Nýtt parket úr
hlyn er á gólfi og náttursteinn á baðher-
bergi. Verð 18,5 millj.
Mávahlíð - risíbúð
Falleg og björt 3ja herbergja risíbúð. Kvist-
gluggar og velux þakgluggar. Gólfefni er
parket og flísar. Baðherbergi með baðkari,
sturtuaðstöðu og glugga. Þak og þakrenn-
ur endurnýjaðar. Stutt í skóla og alla þjón-
ustu. Verð 11,5 millj.
Sörlaskjól - sérinngangur
70,1 fm mikið endurnýjuð íbúð á jarðhæð í
vesturbænum. Forstofa með flot/lökkuðu
gólfi. Mjög rúmgott svefnherbergi og stór-
stofa. Parket á gólfum. Eldhús með góðu
skápaplássi. Verð 16,9 millj.
Reynihvammur - einbýlishús
Vel staðsett og fallegt einbýlishús á 2
hæðum, aukaíbúð á neðri hæð, ásamt
tveimur bílskúrum, samtals 220 fm. Pallur
og stórar suðursvalir. Fallega ræktaður
garður. Möguleiki á stækkun hússins yfir
bílskúr. Íbúð á jarðhæð með sérinngangi.
Ásett verð 44,0 millj.
Kársnesbraut - útsýni
Falleg 3ja herbergja 73,9 fm íbúð á 2. hæð
í litlu fjölbýli. Mjög björt og vel meðfarin
íbúð. Yfirbyggðar svalir með gólfhita.
Þvottahús og geymsla inn af eldhúsi. Gólf-
efni er parket og flísar.
Tilboð óskast í eignina.
Sumarhús – Borgarfjörður
Einstaklega vandaður og nýr 58,1 fm sum-
arbústaður á fallegum stað í um 4 mínútna
akstri frá Borgarnesi. Bústaðurinn skiptist í
stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, svefnloft
og baðherbergi. Eldhús er með fallegri inn-
réttingu, tækjum og innbyggðri uppþvotta-
vél. Pallur í kringum bústaðinn, nuddpott-
ur. Allar nánari upplýsingar á Húsalind
fasteignasölu.
Hjarðarhagi - 3ja herbergja
Falleg og björt 88,7 fm, 3ja herbergja, lítið
niðurgrafin kjallaraíbúð á góðum stað í
vesturbænum. Tvö rúmgóð svefnherbergi.
Baðherbergi með glugga, stór sturta.
Parket á gólfi í herbergjum. Gluggar eru
nýmálaðir, bæði að innan og utan. Garður
í suðurátt. Stutt í alla þjónustu, verslanir
og Háskóla Íslands. Verð 20,6 millj.
Ásholt - 2ja herbergja
Björt og hlýleg 57,4 fm íbúð á fyrstu hæð í
lyftuhúsi með húsverði og góðu bílastæði í
bílageymslu undir húsinu. Rúmgott hjóna-
herbergi með góðu skápaplássi. Baðher-
bergi með baðkari, sturtuaðstöðu og tengi
fyrir þvottavél. Útgengt er út í garð frá
stofu. Garðurinn er lokaður fyrir umgang
almennings. Ásett verð 17,3 millj.
Sólvallagata - séreign
Séreign á þremur hæðum sem skiptist í
fjórar íbúðir, samtals 174,6 fm á vinsælum
stað í gamla vesturbænum. Íbúðin, sem er
í risinu, er 54,2 fm og er hún öll nýupp-
gerð. Á miðhæðinni eru tvær stúdíóíbúðir,
samtals 65,3 fm og í kjallaranum er 55,1
fm íbúð. Góðir möguleikar á leigutekjum.
Verð 36 millj.
NÝ
TT
NÝ
TT
stofu. Inn af fremri stofu með út-
gang á stigapall er þriðja stofan.
Í risi eru þrjú rúmgóð herbergi
undir súð. Efri hæðin hefur öll ver-
ið tekin í gegn. Gólfefni eru lútaðar
upprunalegar gólffjalir og lútaður
panell á veggjum og lofti. Skápum
hefur verið haganlega komið fyrir
út við súð, en góð nýting á gólf-
plássi er í herbergjum.
Uppruni hússins hefur verið lát-
inn halda sér við endurbætur. Gólf-
efni eru upprunalegar gólffjalir, ró-
settur kringum ljósastæði og fjalir
í lofti látnar sjást. Dregið hefur
verið nýtt rafmagn í húsið en eftir
er að skipta um töflu. Hitalagnir
eru nýjar sem og skolp og dren
kringum húsið.
Hafnarfjörður - Fasteignamið-
stöðin er nú með í sölu efri hæð og
ris í gömlu timburhúsi auk bílskúrs
við Öldugötu 18 í Hafnarfirði. Íbúð-
in er 118,6 ferm. byggð 1932, en
hefur verið töluvert endurnýjuð.
Bílskúrinn er 16,5 ferm. byggður
1931. Samtals er eignin því 135
ferm.
Komið er inn í sameiginlega for-
stofu með neðri hæð. Þegar upp á
stigapallinn er komið er eldhúsið á
vinstri hönd með nýlegri innrétt-
ingu með gömlu yfirbragði. Inn af
eldhúsi er baðherbergi með bað-
kari. Úr eldhúsi er hurð í borðstof-
una sem er í raun annar helmingur
af samliggjandi stofu, en innbyggð
rennihurð skilur að stofu og borð-
Ofnar eru gamlir pottofnar sem
hafa verið málningarhreinsaðir og
lakkaðir að nýju. Gler og gluggar
virðast í lagi, nema gler í einum
glugga í stofu er sprunginn.
Eignahlutur í kjallara er 75%.
Þar er sameiginlegt þvottahús og
sér geymsla, auk þess stórt her-
bergi með salerni og sturtuaðstöðu,
mögulegt til útleigu. Í kjallara er
sérinngangur.
Bílskúrinn er lélegur, byggður
1931 og stendur við lóðarmörk.
Stór gróinn garður er við húsið. Í
raun er gólfflötur efri hæðar mun
stærri en fermetratala segir til um
frá fasteignamati, þar sem mikið
pláss á efri hæð er undir súð og
gólfflötur mælist eingöngu út frá
lofthæð 1,80 m.
„Þetta er eign sem vert er að
skoða fyrir þá sem vilja gamalt
virðulegt hús,“ sagði Magnús Leó-
poldsson hjá Fasteignamiðstöðinni.
Ásett verð er 26,5 millj. kr.
Öldugata 18
Þetta er hæð og ris í gömu timburhúsi 118,6 ferm. að stærð og að auki bílskúr,
sem er 16,5 ferm. Eignarhlutur í kjallara er 75% og stór gróinn garður er við hús-
ið. Ásett verð er 26,5 millj. kr., en þessi eign er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni.
AKRANES fékk kaupstaðarrétt-
indi árið 1942 og þá hófst mikið
blómaskeið í sögu bæjarins. Ríkið
ákvað að reisa sementsverksmiðju
á Akranesi árið 1958 og útgerð
styrktist þar sem mikil endurnýj-
un átti sér stað á fiskiskipaflot-
anum.
Með byggingu Sementsverk-
smiðjunnar var þriðja stoðin, iðn-
aðurinn, treystur í sessi í atvinnu-
lífi bæjarbúa. Fljótlega eftir
stofnun Sementsverksmiðjunnar
var farið að steypa götur bæj-
arins og var Akranes með fyrstu
sveitarfélögum að leggja bundið
slitlag á götur. Allar götur síðan
hefur Sementsverksmiðjan verið
einn af stærri hornsteinum í at-
vinnulífi bæjarins. Strompur verk-
smiðjunnar gegnir auk þess því
veigamikla hlutverki að vera eins
konar veðurviti þar sem vindátt
og vindstyrkur er mældur í stöðu
reyksins sem frá strompinum fer.
Akranes er gamall bær á ís-
lenskan mælikvarða og hægt er
að sjá stóran hluta af bygg-
ingasögu Íslands með því að
ganga um götur bæjarins. Nær öll
stílbrigði íslenskrar bygginga-
listar er að finna á Akranesi.
Meðfram Vesturgötunni eru til að
mynda hús allt frá aldamótum til
okkar daga.
Fyrsta steinhúsið sem byggt
var á Íslandi með því að slá upp
steypumótum var byggt að Görð-
um sem prestsetur en þeirri
byggingu var lokið árið 1882. Nú
er Garðahúsið endurbyggt og
stendur við Byggðasafnið að
Görðum ásamt nokkrum merkum,
uppgerðum húsum frá síðustu
tveimur öldum. Kirkja var reist á
Akranesi árið 1896 eftir að ákveð-
ið var að flytja hana frá Görðum
til Akraness.
Það sem í dag einkennir bæinn
og byggðina á milli fjallsins,
Akrafjalls og fjörunnar, er kröft-
ugt og fjölbreytt atvinnulíf, mikil
iðkun íþrótta og gott mannlíf í
fjölskylduvænu samfélagi einungis
steinsnar frá höfuðborginni.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Turnarnir
áAkranesi