Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 46
Garðabær – Garðatorg eignamiðlun er nú með til sölu einbýlishús á tveimur hæðum í Holtsbúð 47. „Þetta er sérlega glæsilegt og um leið gott og nokkuð endurnýjað hús með tveimur íbúðum,“ segir Þórhallur Guðjónsson hjá Garðatorgi. Húsið er samtals 271,8 ferm. Íbúð á efri hæð er 152,4 ferm., bílskúr er 45,4 ferm. og íbúð á neðri hæð er 74 ferm. Húsið er staðsett í austur- enda götunnar og er með mjög góðu útsýni til austurs yfir golfvöllinn og til Bláfjalla. Í íbúð á efri hæð er komið inn í anddyri með flísum á gólfi og lausum fataskáp. Gestasnyrting er inn af. Tvöföld frönsk glerhurð er inn í hol og stofu en gegnheilt eikarparket á gólfum. Eldhús er rúmgott með góðri innréttingu og nýjum og glæsilegum tækjum en flísar eru á gólfi. Við hlið eldhúss er þvottahús með flísum á gólfi. Svefnherbergi eru fjögur með parketi á gólf- um en góðir skápar eru í hjónaherbergi. Einnig er gott flísalagt baðherbergi og þar er sturta og baðkar og góð innrétting. Bílskúrinn er góður með nýrri hurð, en gott geymsluloft er í enda skúrsins. Á neðri hæð hússins er nýstandsett íbúð með sérinngangi. Þar eru tvö svefnherbergi með parketi á gólfi og parketlögð stofa. Í eldhúsi er ný birkiinnrétting og ný tæki. Baðherbergi er flísalagt með sturtuklefa og góðri innréttingu. „Aðkoma að húsinu er afar góð og bílaplan hellulagt," sagði Þórhallur Guðjónsson að lok- um. Ásett verð er 59 millj. kr. Holtsbúð 47 Húsið er samtals 271,8 ferm. Íbúð á efri hæð er 152,4 ferm., bílskúr er 45,4 ferm. og íbúð á neðri hæð er 74 ferm. Ásett verð er 59 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Garðatorgi. 46 F MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eitt af vandamálunum semblasa við greiningaraðilumá fasteignamarkaði er hversu erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um hversu margar íbúðir eru í bygg- ingu og á hvaða stigi þær eru. Upplýsingarnar koma yfirleitt seint fram, jafn- vel löngu eftir að íbúðir hafa þegar verið byggðar. En hvers vegna eru upp- lýsingar um framboð á hús- næðismarkaði mikilvægar? Verð- myndun fasteigna eins og annarra vara myndast af framboði og eft- irspurn, m.v. að aðrar stærðir eins og vaxtakjör séu óbreyttar. Hús- næði er sérstakt að því leyti að framboð á fullbyggðum svæðum er fast, nema ef kemur til þétting byggðar eða aðrar ráðstafanir sem fjölga híbýlum. Við getum sagt að breyting á framboði í vesturbæ Reykjavíkur sé mjög lítil meðan breyting á framboði í Grafarholti er mikil. Eftirspurn getur verið svæð- isbundin og því geta verðbreytingar verið mismunandi milli hverfa á höf- uðborgarsvæðinu. Heildarframboðið hefur hins vegar þau áhrif að ef verð í vesturbæ Reykjavíkur er orð- ið of hátt þá mun fólk e.t.v. kjósa að flytja í annað hverfi, því miðast verð í eftirsóttu hverfi við verð í öðrum hverfum. Framboðið skiptir því máli, en hvernig er framboð á íbúð- um skilgreint? Framboð á íbúðar- húsnæði má skilgreina sem nýbygg- ingar og fjölgun íbúða í umbreyttu húsnæði, sbr. risíbúðir og umbreytt iðnaðar- og verslunarhúsnæði, að frádregnu niðurrifi úrelts íbúðar- húsnæðis. Upplýsingar um framboð íbúða eru mikilvægar upplýsingar fyrir: ·Kaupendur og seljendur. Kaup- endur vilja að sjálfsögðu vita hvort framboð á íbúðarhúsnæði sé að aukast og hvort líklegt sé að verð haldist stöðugt eða sé líklegt til að hækka eða lækka. Hið sama á við um seljendur með öfugum for- merkjum. Fasteignasalar vilja nátt- úrlega vita hver þróun framboðs verður á næstu misserum til að geta verðmetið eignir á sem skynsamleg- astan hátt. ·Byggingarverktaka, sem vilja spá fyrir um heildarfjölda íbúða í byggingu, gerð þeirra og fyrir hvaða þjóðfélagshóp er verið að byggja. Er t.d. verið að byggja sérhæfðar íbúðir fyrir eldri borgara. Byggingar- verktakinn getur því stjórnað hve- nær og hvað hann ákveður að byggja og spáð fyrir um söluvænleika þess húsnæðis sem í byggingu er. ·Fjármálastofnanir. Þær þurfa að geta spáð fyrir um verðþróun fast- eigna og veðhæfni þeirra. Þ.e.a.s. hvort hætta sé á að raunverð fast- eigna lækki og skuldsettir íbúðareig- endur eins og ungt fólk eigi það á hættu að verðtryggðar skuldir hækki umfram eign þeirra í íbúðinni. Þess- ar aðstæður geta komið upp ef verð- bólga er hærri til langs tíma en verð- hækkun íbúða. ·Birgja, t.d. byggingarvöruversl- anir og sementsframleiðendur sem geta þá spáð frekar um eftirspurn eftir sínum vörum og náð hugsanlega betri innkaupum með því að tryggja ákveðið magn. ·Hagstjórn. Uppsveifla á bygging- armarkaði tryggir yfirleitt mikinn hagvöxt, en skv. tímaritinu The Eco- nomist (29. maí 2003) nema umsvif viðskipta með fasteignir um 15% af vergri landsframleiðslu efnaðri ríkja heimsins og um tveimur þriðju hlut- um af fastafjármunamyndun flestra þróaðra hagkerfa. Hvað með nið- ursveiflu á fasteignamarkaði? Nið- ursveifla gæti t.d. skapast vegna of- framboðs á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (apríl 2003) stendur verðfall á húsnæðismarkaði í um 4 ár eða í um 1 ½ ári lengur en verð- fall á hlutabréfamörkuðum. Slíkt verðfall gæti skapað niðursveiflu í þjóðarbúskapnum. Skortur á upplýsingum frá sveitarfélögum Framboðsupplýsingar eru því mikilvægar og það kemur spánskt fyrir sjónir að sveitarstjórnir skuli ekki tryggja birtingu þessara upp- lýsinga ársfjórðungslega ásamt spám um væntanlega lóðaúthlutun næstu fimm árin. Rannsóknarstofn- anir sem og greiningardeildir bank- anna hafa með litlum árangri reynt að nálgast þessar upplýsingar. Einnig virðist samstarf sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu um lóða- framboð vera af skornum skammti. Sveitarfélög bera hagstjórnar- ábyrgð og verða að tryggja við- unandi framboð lóða á hverjum tíma. Of lítið framboð skapar verð- hækkunarþrýsting, þar með verð- bólgu, en of mikið skapar þrýsting til lækkunar sem kemur niður á öðr- um íbúum sveitarfélagsins í formi eignarýrnunar. Almennt getur of- framboð lóða verið slæmur kostur, þar sem það gæti kallað á lækkun fasteignaverðs og auð mannvirki, sem oftar en ekki skapa félagsleg vandamál fyrir utan það að auðar byggingar eru ekkert augnayndi. Vonandi stendur þetta til bóta. Nýlega svaraði félagsmálaráðherra fyrirspurn Kjartans Ólafssonar al- þingismanns um íbúðarbyggingar árin 2000–2005. Athygli vekur að enginn opinber aðili hefur sam- kvæmt lögum það hlutverk að safna upplýsingum um fjölda lóðaúthlut- ana. Félagsmálaráðuneytið sendi fyrirspurn til 21. sveitarfélags þar sem flestar íbúðir voru byggðar og svöruðu 17 sveitarfélög. M.v. mik- ilvægi framboðsþáttar íbúðamark- aðarins er ljóst að sveitarfélög þurfa að taka sig á í þessu efni og birta gögn um þetta mál á heimasíðum sínum, hvort sem það er skylt skv. lögum eður ei. Sveitarstjórnarmenn verða að sýna ábyrgð og sjá til þess að embættismannakerfið upplýsi að- ila fasteignamarkaðarins a.m.k. árs- fjórðungslega um fyrirliggjandi lóðaframboð, hvort sem það er á þeirra vegum eða á vegum einka- aðila, ásamt spá til næstu ára. Einn- ig er mikilvægt að upplýsa mark- aðinn um umsóknir til umbreytinga á eldra húsnæði, t.d. umbreytingu á gömlu iðnaðar- og verslunarhús- næði í íbúðir og einnig úreldingu íbúðarhúsnæðis, þó lítið hafi verið um það hér á landi. Ljóst er að sveitarstjórnir hafa einnig mikið vald þegar kemur að skipulagsmálum og úthlutun bygg- ingarleyfa. Sveitarfélög geta í raun heft framþróun nýrra hverfa og með því stuðlað ómeðvitað (eða meðvitað) að hækkun á íbúðaverði og þá aftur hækkun á fasteignamati, sem er grunnur útreiknings fast- eignagjalda sem er einn af tekju- stofnum sveitarfélaga. Líklega hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins orðið varir við hækkun fasteignaskatta þessa dagana, sem skapaðist ein- mitt af mikilli hækkun íbúðaverðs undanfarin misseri. Rétt er þó að taka fram að fleiri þættir en fram- boð lóða hefur haft þar áhrif, sbr. lækkandi húsnæðislánavextir og aukið lánsfjárframboð til íbúðar- kaupa. Til að gera sæmilega skyn- samlega mynd af fasteignamark- aðinum verðum við að fá upplýs- ingar um alla þá þætti sem hafa áhrif á verðþróun fasteigna, ekki einungis upplýsingar um vexti, fólksfjölgun, hagvaxtarþróun o.s.frv., heldur einnig upplýsingar um framboðshlið fasteignamark- aðarins. Með upplýsingum skal land byggja                              !" !#  $        !" !#     % &'" (     )*!   %   !" !+ & !   )*!   , -... -.. -..- -../ -..0 -..1 , -...21                                                                                 !   ! "      !   ! !  !  3$!  ! 4! ' &    ,) ! ,&!)! - #      $                      $    !" !#          5 ,   !" !   6 7   %   % &'" (    !&    4    !" !  6 !" !#   !  8    !" !+     )*!    )*!   & !  !    !" ! 4*!    !',  5   , -... -.. -..- -../ -..0 , 9  4! -...2-..0                                                                                                 ! ! ! !  "  "   ! !   !  !!     " !! ! " !! !  !  " ! !  ! ! Magnús Árni Skúlason Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, The Economist og félagsmálaráðuneytið. Áhrif framboðs á íbúðamarkaðinn Markaðurinn eftir Magnús Árna Skúlason, dósent og forstöðumann Rannsóknar- seturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.