Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 B 13 Læknir Tímabundið starf læknis við göngudeild og bráðamóttöku geð- deildar við Hringbraut er laust til umsóknar. Læknirinn þarf að geta hafið störf sem fyrst eða á tímabilinu 1. mars-1. maí. Ráðið verður í starfið til 6 mánaða, en með möguleika á framlengingu. Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér þátttöku í þverfaglegu teymi, tækifæri til náms og þjálfunar í greiningu og meðferð al- gengra geðraskana, og að kynnast sérhæfðri sálfræðimeðferð, s.s. notkun á hugrænni atferlismeðferð við þunglyndis- og kvíðaraskanir og meðferð átraskana. Umsóknir berist fyrir 27. febrúar nk. til Halldóru Ólafsdóttur, yfirlæknis, netfang halldola@landspitali.is. Upplýsingar veita Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir, í síma 543 4089 og Óttar Guðmundsson, sérfræðilæknir, í síma 543 4097, netfang ottarg@landspitali.is. Laun eru skv. kjarasamningi sjúkrahúslækna og er starfið bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings við sjúkrahúslækna dags. 2. maí 2002. Hægt er að nálgast umsókn um lækn- ingaleyfi eða læknisstöðu á heimasíðu LSH. Tekið er mið af jafnréttis- stefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Hjúkrunarfræðingur óskast á skilunardeild við Hringbraut sem flutti í nýtt og gott húsnæði í byrjun desember sl. Unnið er á tvískiptum vöktum á tímabilinu kl. 8-20 virka daga og kl. 8-16 um helgar. Bakvaktir eru utan opnunartíma. Starfið felst í hjúkrun einstaklinga með langvarandi eða tímabundna nýrnabilun. Boðið er upp á 3ja mánaða aðlögun, þar af 8 vikna skipulagða fræðslu með reynd- um hjúkrunarfræðingi. Fræðsla er mikil allt árið í formi fyrirlestra og styttri námskeiða. Skipulagsform hjúkrunar er einingahjúkr- un. Deildin er eina skilunardeild landsins og sinnir öllum ein- staklingum með langvarandi eða tímabundna nýrnabilun. Er þar um að ræða blóðskilun (hemodialysis) og kviðskilun (peritoneal dialysis). Einnig sinnir deildin blóðvatnsskiptum. Umsóknir berist fyrir 12. mars 2006 til Hildar Einarsdóttur, deildarstjóra, og veitir hún jafnframt upplýsingar í síma 543 6340/6311, netfang hildurei@landspitali.is. Sérfræðingur í hjúkrun áfengis- og vímuefnaneytenda Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun áfengis- og vímuefnaneytenda á geðsviði. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. apríl 2006. Starfið tengist áfengis- og vímuefna- deildum sviðsins og öðrum deildum sjúkrahússins eftir þörfum. Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meg- inhlutverk er hjúkrun einstaklinga, ráðgjöf til samstarfsfólks, að- standenda og sjúklinga auk kennslu og rannsókna. Ennfremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Sérfræðingur í hjúkrun vímuefnaneytenda vinnur að þróun hjúkrunar í viðkomandi fræðigrein, ásamt sviðsstjóra og for- stöðumanni fræðasviðs og ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði. Umsækjendur skulu hafa lokið meistara- eða doktorsnámi í hjúkrun og hafa hlotið sérfræðileyfi í geðhjúkrun í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sér- fræðileyfi í hjúkrun. Með umsókn skal leggja fram skrá yfir náms- og starfsferil, ásamt gögnum um vísindastörf og ritsmíð- ar. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum, hjúkrunar- leyfi og sérfræðileyfi í geðhjúkrun. Mat á umsækjendum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtali. Umsóknir berist fyrir 1. mars nk. til skrifstofu hjúkrunarforstjóra, Eiríksgötu 5, 101 Rvk. Upplýsingar veita Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri, í síma 543 4056, netfang eydissve@landspitali.is og Anna Stefánsdótt- ir, hjúkrunarforstjóri, í síma 543 1109, netfang annaste@land- spitali.is. Sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga Laust er til umsóknar starf sérfræðings í geðhjúkrun barna og unglinga á geðsviði. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. apríl 2006. Starfið tengist barna- og unglingageðdeild og öðrum deildum sjúkrahússins eftir þörfum. Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er hjúkrun einstaklinga, ráðgjöf til samstarfsfólks, aðstandenda og sjúklinga auk kennslu og rannsókna. Ennfremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga vinnur að þróun hjúkrunar í viðkomandi fræðigrein, ásamt sviðsstjóra og forstöðumanni fræðasviðs og ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði. Umsækjendur skulu hafa lokið meistara- eða doktorsnámi í hjúkrun og hafa hlotið sérfræðileyfi í geðhjúkrun í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræði- leyfi í hjúkrun. Með umsókn skal leggja fram skrá yfir náms- og starfsferil, ásamt gögnum um vísindastörf og ritsmíðar. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum, hjúkrunarleyfi og sér- fræðileyfi í geðhjúkrun. Mat á umsækjendum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtali. Umsóknir berist fyrir 1. mars nk. til skrifstofu hjúkrunarforstjóra, Eiríksgötu 5, 101 Rvk. Laun ofangreindra starfa eru samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármálaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Landsbankinn leitast við að ráða til sín og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er áhersla lögð á skemmtilegan vinnustað, starfs- ánægju og gott starfsumhverfi, sem og markvissa starfsþróun og þekkingu starfsfólks. Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta, séu lykillinn að farsælum rekstri bankans. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S - LB I 31 32 9 02 /2 00 6 Landsbankinn – Verðbréfamiðlun Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða sérfræðinga til starfa í verðbréfamiðlun á verðbréfasviði Landsbankans. Helstu verkefni deildarinnar lúta að miðlun innlendra sem erlendra hlutabréfa og skuldabréfa fyrir viðskiptavini bankans. Um er að ræða tvö störf, annars vegar við hlutabréfamiðlun og hins vegar við skuldabréfamiðlun, og fela bæði störf í sér samskipti við viðskiptavini bankans og miðlun í Kauphöll Íslands. Menntunarkröfur og eiginleikar: • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegt nám • Brennandi áhugi og skilningur á verðlagningu hlutabréfa og skuldabréfa • Reynsla af fjármálamarkaði kostur • Geta til að vinna undir miklu álagi • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð • Frumkvæði og jákvæðni • Samstarfshæfileikar • Góð enskukunnátta Nánari upplýsingar veita Steinþór Gunnarsson forstöðumaður verðbréfa- miðlunar í síma 410 7331 og Atli Atlason framkvæmdastjóri starfsmannasviðs í síma 410 7904. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar nk. Vinsamlega sendið umsókn og ferilskrá til atlia@landsbanki.is Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Starfsmannasvið Barónsstíg 47, 101 Reykjavík www.hr.is Reykjavík, 12. febrúar 2006. Laus störf hjá Heilsugæslu höfuborgarsvæðisins Innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, alls 15 heilsugæslustöðvar, auk Heilsuverndarstöðvarinnar og Miðstöðvar heimahjúkrunar í Reykjavík. Starfsmenn stofnunarinnar eru alls um 600. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa við Miðstöð heimahjúkrunar sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Miðstöð heimahjúkrunar sinnir sólarhringsþjónustu, svo um er að ræða morgun-, kvöld- og næturvaktir. Samkomulag getur verið um vinnufyrirkomu- lag sem og starfshlutfall. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar við Miðstöð heimahjúkrunar Miðstöð heimahjúkrunar er til húsa að Grensásvegi 8 í Reykjavík. Miðstöðin sér um dag-, kvöld-, helgar og næturþjónustu fyrir íbúa Reykjavíkur og Seltjarnarness sem þarfnast heimahjúkrunar. Starf hjúkrunarfræðings og sjúkraliða hjá Miðstöð heimahjúkrunar krefst sjálfstæðra vinnubragða og þarf umsækjandi að búa yfir góðri reynslu og hæfileikum til að geta unnið sjálfstætt. Bíll til afnota á vinnutíma. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir: Þórdís Magnúsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar heimahjúkrunar, í síma 513-1300, netfang: thordis.magnusdottir@hhjuk.hr.is Með auglýsingu þessari er framlengdur áður auglýstur umsóknarfrestur um starf hjúkrunarfræðings og sjúkraliða sem birtist á starfatorgi.is 13..- 29. janúar s.l. Umsóknum skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og leyfisbréfum. Umsóknir sendist til starfsmannasviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík, fyrir 21. febrúar n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.