Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Friður og fegurð við ströndina á Stokkseyri Ég hef fengið vilyrði fyrir lóð undir fjölbýlishús á sérstökum og fögrum byggingarreit við ströndina. Nú leita ég eftir áhugasömum þátt- takendum til byggingar húss fyrir eldra fólk. Þeir sem raunverulegan áhuga hefðu fyrir þátt- töku leiti uppl. í síma 551 5678. Stelpurnar Við erum að leita að aukaleikurum á öllum aldri til að leika í sjónvarpsþáttunum Stelpurnar. Áhugasamir sendið tölvupóst á lindav@sagafilm.is, helst með mynd og upp- lýsingum um umsækjendur. Einnig leitum við að fólki sem er tilbúið til að leigja út íbúð, með húsgögnum, í einn dag. SAMKVÆMT lögum hef- ur Seðlabanki Íslands eitt megin-peningastjórnunar- markmið sem hefur forgang yfir önnur markmið og er það skilgreint í yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórn- arinnar frá 27. mars 2001. Í fyrstu grein yfirlýsingarinn- ar segir: „Meginmarkmið stjórnar peningamála verður stöðug- leiki í verðlagsmálum, eins og hann er skilgreindur hér að neðan. Seðlabankanum ber þó einnig að stuðla að fjármálalegum stöðugleika og framgangi meginmark- miða efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar að svo miklu leyti sem hann telur það ekki ganga gegn megin- markmiði hans um verðstöð- ugleika.“ Oft virðist sá misskilning- ur ríkja að verðbólgumark- miðið sé 1–4% á ársgrund- velli og að Seðlabankinn eigi ekkert að aðhafast fyrr en verðbólgan rýfur 4% múr- inn. Þetta er þó eins og áður segir misskilningur. Verð- bólgumarkmið Seðlabank- ans er 2,5%, hvorki meira né minna. Hins vegar eru vik- mörk á því (svokölluð þol- mörk) og eru þau 1,5% í hvora áttina. Þannig eru neðri þolmörk verðbólgu- markmiðsins við 1% og efri þolmörkin við 4% verðbólgu. Á fagmáli er verðbólgu- markmiðið skrifað upp á eft- irfarandi hátt: 2½% ± 1½%. Það er óæskilegt, jafnvel óviðunandi, að verðbólgan rjúfi þessi þolmörk eins og fram kemur í 8. grein yf- irlýsingar Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. „Víki verðbólga meira en ±1½% frá settu marki ber bankanum að ná verðbólgu svo fljótt sem auðið er inn fyrir þau mörk að nýju. Jafnframt ber bankanum að senda greinargerð til ríkis- stjórnar þar sem fram kem- ur hver ástæða frávikanna er, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur það taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju.“ Nú hugsa ef til vill ein- hverjir að það skipti vart máli hvort talað sé um markmiðið sem 1–4% eða 2,5% en það skiptir í raun verulegu máli. Væri verðbólgumarkmiðið skilgreint sem 1–4% myndi það fela í sér að 4% verð- bólga væri innan markanna og því hefði Seðlabankinn hvorki ástæðu né möguleika til þess að grípa til aðgerða fyrr en hún færi yfir 4%. Flestir eru þó sammála um að 4% sé há verðbólga; sennilega myndu langflestir segja 4% verðbólgu vera allt of háa, og að sama skapi telst 1% verðbólga að jafn- aði vera of lág. Meðal hagfræðinga telst of há verðbólga gjarnan vera mesti ógnvaldurinn við stöðugleika í hagkerfinu og því þurfa þeir sem fara með stjórn peningamála í landinu að eiga þess kost að bregð- ast við þegar merki þess að verðbólgan nálgist hættu- mörk fara að sjást. Hafa ber í huga að verð- bólgumarkmiðið er lang- tímamarkmið og til skamms tíma litið er ekki hægt, og stundum ekki æskilegt, að koma í veg fyrir flökt í verð- lagi. Þess vegna eru vik- mörkin sett en þegar vik- mörkin eru rofin er verðbólgan orðin óviðunandi há eða lág. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Markmið með vikmörkum Seðlabankans  ÞORSTEINN Örn Guðmundsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri yfir nýju sviði rekstrarstjórn- unar hjá FL Group. Þorsteinn Örn hefur á síðustu misserum gegnt stöðu forstjóra FL Travel Group en hverfur nú aftur til starfa hjá FL Group. Hinu nýja sviði er ætlað það hlutverk að sinna rekstr- arstjórnun og eftir atvikum fylgja eftir umbreyt- ingum í félögum sem FL Group fjárfestir í, þar sem starfað verður náið með stjórnendum félag- anna. Jafnframt hefur verið ákveðið að Icelease, sem áður var sérstakt svið innan FL Group, verði gert að rekstrarfélagi í eigu FL Group. Halldór Vilhjálmsson verður áfram framkvæmdastjóri þessarar rekstrareiningar. Nýr framkvæmdastjóri hjá FL Group

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.