Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 7
Spennandi tímar eru framundan hjá einu
framsæknasta og traustasta fyrirtæki landsins.
Ert þú snillingurinn sem við leitum að?
800 7000 - siminn.is
Sérfræðingur í vöruhúsi gagna
Sérfræðingur í vöruhúsi gagna veitir starfsmönnum Símans tæknilega og tölfræði-
lega ráðgjöf og vinnur að uppbyggingu vöruhússins.
Helstu verkefni
· Uppbygging, úrvinnsla og þróun á vöruhúsi gagna hjá Símanum
· Ráðgjöf til innri viðskiptavina þar sem vöruhús gagna nýtist við ákvarðanatöku
og vinnslu
· Vinna að einsleitri ásýnd innan fyrirtækisins á gögnum úr tölvukerfum Símans
· Þróun gagnasafna vegna tölfræðilegra greininga innan fyrirtækisins
Hæfniskröfur
Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingi með háskólapróf í tölvunarfræði,
verkfræði eða sambærilega menntun. Krafist er minnst þriggja ára starfsreynslu
af sambærilegum verkefnum. Viðkomandi umsækjendur þurfa að eiga gott með
að vinna sjálfstætt og í hópi, geta unnið náið með aðilum innan sem utan Símans,
vera sveigjanlegir í samskiptum, hafa áhuga á tækni og þeim möguleikum sem
hún hefur upp á að bjóða og vilja til að leysa krefjandi verkefni.
Sérfræðingur í einkasímkerfislausnum
á fyrirtækjamarkaði
Sérfræðingur í einkasímkerfislausnum ber ábyrgð á þróun lausna, verðlagningu,
einföldun á þjónustuferlum og er einnig sérfræðingur fyrir vissa atvinnuflokka.
Helstu verkefni
· Þróun einkasímkerfislausna á fyrirtækjamarkaði
· Verðlagning þjónustu
· Stuðningur við tilboðsgerð
· Samvinna við gerð sölugagna ofl.
Hæfniskröfur
Óskað er eftir kraftmiklum einstaklingi með háskólamenntun í viðskiptum eða
tæknimenntun. Reynsla af þróun einkasímkerfislausna og þekking á fyrirtækja-
markaði eru nauðsyn.
Sérfræðingur á Tæknisviði Símans
Síminn óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til starfa við hugbúnaðarþróun
á vegum félagsins. Um nýtt starf er að ræða þar sem áhersla verður lögð á þróun
og uppbyggingu nýrrar þjónustu félagsins.
Helstu verkefni
· Vinna við þróun og rekstur á aukaþjónustum fyrir farsíma og talsíma
· Samstarf við birgja
· Þátttaka í þróun nýrrar þjónustu til framtíðar
Hæfniskröfur
Háskólamenntun í tölvu- og/eða verkfræði. Reynsla af Java forritun og þróun.
Reynsla af rekstri tölvu- og IP netkerfa er kostur.
Sérfræðingur á Aðgangsneti Símans
Sérfræðingur á Aðgangsneti sér um þróun og rekstur á upplýsingakerfunum
NMS og LUK.
Helstu verkefni
· Þróun og rekstur NMS og LUK
· Aðstoð við notendur
· Úrvinnsla gagna
· Sérverkefni og ráðgjöf
Hæfniskröfur
Leitað er að metnaðarfullum tæknimanni með háskólamenntun í kerfis- eða
tölvunarfræði eða sambærilegu. Þekking og reynsla af Oracle, PL/SQL, Delphi,
XML, SOAP, .Net (Java) VISUAL BASIC .NET er nauðsynleg
Umsóknarfrestur er til 24. febrúar.
Upplýsingar í síma 550 6470 frá kl. 14.00-16.00 alla virka daga. Í umsókn skal
koma fram lýsing á náms- og starfsferli sem og nöfn og símanúmer meðmælenda.
Gætt verður fyllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar
upplýsingar.
Umsóknir skulu berast á rafrænu formi í gegnum heimasíðu Símans, www.siminn.is
Hjá Símanum starfar samstilltur hópur framúr-
skarandi starfsmanna sem hafa gildin fimm að
leiðarljósi: traust, heilindi, lipurð, einfaldleiki og
eldmóður. Óskað er eftir snillingum með hæfileika
sem falla að þessari lýsingu til að slást í hópinn!
Sérfræðingur í áætlunum/tekjum á Einstaklingssviði
Sérfræðingur í áætlunum/tekjum ber ábyrgð á afkomu- og framlegðarútreikningum
fyrir vörur og lausnir Einstaklingssviðs og veitir ráðgjöf sem þeim tengjast. Hann
fylgist jafnframt með þróun ákveðinna lykiltalna.
Helstu verkefni
· Kostnaðar- og framlegðarútreikningar
· Áætlanagerð fyrir vörur og lausnir sviðsins
· Úrvinnsla og greining ýmissa tölulegra upplýsinga
· Þátttaka í stefnumörkun
· Þátttaka í vöruþróunarverkefnum
· Ýmis ráðgjöf á sviði áætlana/tekna
Hæfniskröfur
Óskað er eftir kraftmiklum einstaklingi með háskólamenntun í viðskipta-, verk-
eða hagfræði eða sambærilegu. Reynsla af sambærilegum störfum og skilningur
á fjármálum eru nauðsyn auk þess sem sjálfstæði í vinnubrögðum telst mikill
kostur.
Hópstjóri í deildinni Þjónusta á Tæknisviði
Hópstjóri leiðir öflugan hóp sérfræðinga sem vinna að úttektum, ráðgjöf, upp-
setningum, breytingum og daglegum rekstri víðneta.
Helstu verkefni
· Dagleg stjórnun og rekstur
· Samskipti við lykilviðskiptavini
· Verkefnastjórnun
· Þátttaka í stórum verkefnum tengdum víðnetum
Hæfniskröfur
Leitað er að öflugum tæknimanni með reynslu af verkefnastjórnun og þekkingu
á fyrirtækjamarkaði. Þá er víðtæk þekking á IP tækni, menntun á sviði Cisco
(CCNA/CCNP) og þekking á uppsetningu netbeina, netskipta, eldveggja og netkerfa
mikilvæg. Haldgóð þekking á helsta vélbúnaði og stýrikerfum er nauðsynleg auk
hæfni í mannlegum samskiptum, góðra skipulagshæfileika og víðsýni. Nokkurra
ára reynsla af uppsetningu Cisco búnaðar er mikilvæg en ekki nauðsynleg.
Viðskiptastjóri
Viðskiptastjóri ber ábyrgð á viðskiptum við lykilviðskiptavini Símans.
Helstu verkefni
· Sala
· Kynningar
· Tilboða- og samningagerð
· Viðskiptatengsl og eftirfylgni
Hæfniskröfur
Leitað er að metnaðarfullum fagmanni með háskólamenntun sem er sjálfstæður
í vinnubrögðum og með hæfileika til hópvinnu. Innsæi í fjarskiptalausnir er
mikilvægt og tæknileg þekking eða áhugi á tækniumhverfi nauðsynleg. Skipulags-
hæfileikar og þekking á íslensku viðskiptalífi eru nauðsynlegir eiginleikar í starfinu.
Sérfræðingur í áætlunum á Fjármálasviði
Sérfræðingur í áætlunum á Fjármálasviði veitir starfsmönnum Símans ráðgjöf í
málum er snúa að rekstrar- og fjárfestingaráætlunum.
Helstu verkefni
· Þróun og gerð rekstrar- og fjárfestingaráætlana
· Reglubundið eftirlit með rekstri einstakra eininga Símans
· Fjárhagslegar greiningar og arðsemisútreikningar
· Ýmis ráðgjafaverkefni á sviði fjármála fyrir aðrar deildir
Hæfniskröfur
Óskað er eftir metnaðarfullum einstaklingi með háskólapróf í viðskiptafræði með
áherslu á endurskoðun eða fjármál. Þarf að hafa reynslu af sambærilegum
verkefnum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 B 7