Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 B 19 Listaháskóli Íslands auglýsir eftirfarandi starf laust til umsóknar: Bókasafns- og upplýsingafræðingur Starfið er fjölbreytt, en helstu starfsþættir þess eru skráning, flokkun og lyklun safnkosts, auk upplýsingaþjónustu. Kröfur um hæfni: • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræðum • Reynsla í skráningu, lyklun og flokkun nauðsynleg • Áhugi og helst þekking á sviðum lista • Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði • Hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund • Hæfni til að starfa sjálfstætt Starfið er 100% og ráðið verður í það sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila á skrifstofu skólans, Skipholti 1, 105 Reykjavík eða á netfangið lisav@lhi.is. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2006. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna þeim öllum. Upplýsingar um starfið veitir Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður bókasafns og upp- lýsingaþjónustu, í síma 545-2220 eða á netfangið lisav@lhi.is Bókasafn Listaháskóla Íslands er sérhæfð upplýsingamiðstöð fyrir þau fræðasvið sem skólinn lætur sig varða. Helstu efnisflokkar eru myndlist, hönnun, arkitektúr, leiklist, tónlist, listkennsla, lista- og menningarsaga, listheimspeki og listfræði og er safnið í mikilli og hraðri uppbyggingu. Hlutverk þess er að styðja við námið í samræmi við markmið skólans og hafa til reiðu upplýsingar og hvers konar gögn sem tengjast listsköpun og rannsóknum á sviði lista. Laus störf við Listaháskóla Íslands standa opin jafnt konum sem körlum og við ráðningar er tekið tillit til jafnréttissjónarmiða. Bókasafns- og upplýsingafræðingur Matreiðslumaður Gafl-inn óskar eftir að ráða metnaðarfullan matreiðslumann. Mikil vinna og góð laun í boði. Upplýsingar á staðnum, Dalshrauni 13, eða í síma 861 6892. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 STOFNUN VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM VERKEFNISSTJÓRI Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitar að verkefnisstjóra. Stofnunin er rannsóknastofnun í Hugvísindadeild og er markmið hennar að efla kennslu og rannsóknir í erlendum tungumálum. Starfið: • Umsjón með daglegum rekstri skrifstofu SVF. • Umsjón með alþjóðlegu samstarfi. • Vinna við heimasíðu. • Kynningar- og útgáfumál. • Fjáröflun. • Vinna við ráðstefnur og fundi. Hæfniskröfur: • Háskólapróf. • Menntun og/eða reynsla á sviði almannatengsla, kynningarmála og/eða markaðsmála • Viðkomandi þarf að hafa mjög góð tök á íslensku máli vera vel ritfær og hafa góð tök á ensku tal- og ritmáli auk haldgóðrar kunnáttu í a.m.k. einu öðru tungumáli. • Lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði. • Reynsla af alþjóðasamstarfi æskileg. Um er að ræða ögrandi og lifandi starf í hvetjandi umhverfi. Umsóknarfrestur um starfið er til 27. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Auður Hauksdóttir forstöðumaður, sími 525 4209, netfang: auhau@hi.is. Sjá nánar á www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R A ug l. Þó rh ild ar 22 00 .2 93 Leikskólinn Mánabrekka Aðstoðarleikskólastjóri Leikskólinn Mánabrekka auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra í 100% stöðu Í leikskólanum er rekið metnaðarfullt uppeldis- starf þar sem lögð er áhersla á umhverfis- og náttúruvernd, tónlist og tölvur. Leitað er að ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingi sem: • hefur leikskólakennaramenntun • er jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum • er tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum. Nánari upplýsingar gefa Guðbjörg Jónsdóttir, leikskólastjóri í síma 5959280 gudbjorgjo@seltjarnarnes.is og Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi í síma 595 9100 hrafnhildur@seltjarnarnes.is Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2006. Umsóknir og ferilskrá berist til Skólaskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun og starfskjör eru skv. kjarasmningi Launanefndar sveitarfélaga við Félag leik- skólakennara. Fiskeldisfræðingur Starfsmaður óskast í fiskeldisstöð Stofnfisks hf. í Kollafirði, Kjalarnesi. Reynsla af störfum í fiskeldi nauðsynleg. Upplýsingar veittar á skrifstofu Stofnfisks í síma 564 6300 eða hjá stöðvarstjóra í síma 693 6311. ESS (Eurest Support Service) er alþjóðlegt fyrirtæki og hluti af Compass Group samsteypunni sem sérhæfir sig í rekstri mötuneyta og matarþjónustu. Fyrirtækið starfar í 90 löndum og hjá því vinna um 400.000 manns um heim allan. Á Norðurlöndum vinna um 10.000 manns hjá ESS. Fyrirtækið sér um daglegan rekstur í starfsmannaþorpi Fjarðaáls sem er í næsta nágrenni við Reyðarfjörð. Þar munu búa allt 1.500 manns á meðan verið er að reisa álverið Fjarðaál. Er starf í Starfsmannaþorpinu á Reyðarfirði eitthvað fyrir þig? Viðgerðir, þrif, aðstoð í eldhúsi, lagerstjóri og störf í gestamóttöku Okkur vantar starfsfólk í hlutastörf og fulla vinnu til að: - Sjá um þrif í eldhúsi, svefnskálum og á vinnusvæði. - Elda mat (matsveinar, kokkar). - Aðstoða í eldhúsi. Við gerum þær kröfur til starfsmanna að þeir hafi gott viðmót og mikla þjónustulund ásamt haldgóðri starfsreynslu. Starfseminni er stjórnað af Íslendingum og Norðmönnum. Í boði er góður vinnustaður og gott starfsumhverfi hjá virtu fyrirtæki. Vinnutími er mismunandi eftir störfum og samið er um hann í atvinnuviðtali. Frekari upplýsingar veitir Guðmundur R. Gíslason í síma 470 7643 & 899 2321 milli kl. 10:00 og 16:00 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn til: Ráðningarstofan, Búðareyri 25, 730 Reyðarfjörður Á skrifstofunni er hægt að fá umsóknareyðublöð sem og á heimasíðu Bechtel, www.fjardaalproject.is. Hugbúnaður hf. er leiðandi fyrirtæki í gerð verslunarhugbúnaðar, með tugþúsundir kerfa í gangi hér á landi og erlendis. Starf í þjónustudeild Hugbúnaður hf. er nú að leita að auknum starfskrafti í þjónustudeild. Starfið felur í sér þjónustu við notendur og uppsetningar á hugbúnaði og vélbúnaði bæði innanlands og erlendis. Menntunar- og hæfniskröfur: • Góðir samskiptahæfileikar • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Skilningur á SQL gagnagrunnum • Íslensku- og enskukunnátta • Háskólamenntun æskileg en ekki nauðsynleg Áhugasamir sendi póst með öllum helstu upplýsingum ásamt ferilskrá á atvinna@hbi.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2006. Við munum leitast við að svara öllum umsóknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.