Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Óskað er eftir tilboðum í verkið: Hellisheiðarvirkjun 3. áfangi – Vegagerð og borvatnsveita Verkið felst í gerð vegar upp á Skarðsmýrarfjall og vegagerð uppi á fjallinu ásamt námuvinnslu. Einnig skal leggja borvatnsveitu frá borplani við Víkingsskála í Sleggjubeinsdal og upp á Skarðsmýrarfjall ásamt tilheyrandi lögnum og strengjum. Innifalið í verkinu er öll efnisútvegun vegna strengja og pípulagna. Helstu verkþættir og magntölur í verkinu eru eftirfarandi: ● Vinnsla efnis í námu 60.000 m³ ● Gröftur og skeringar 35.000 m³ ● Fyllingar og burðarlög 50.000 m³ ● Tvöföld klæðning 13.000 m² ● Plasthúðaðar stállagnir í jörð, DN 300 1500 m ● Háspennustrengur 11 kV 1500 m ● Loftlagnir úr plasti DN-40 3.000 m Gerð er grein fyrir einstökum skiladögum í útboðsgögnum en verklok eru 1. október 2006. Verkið er háð niðurstöðum úr mati á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar. Útboðsgögn verða seld hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboð verða opnuð í fundarsal á 3. hæð í vesturhúsi þriðjudaginn 7. mars 2006 kl. 14:00. OR 2006/18 ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 7000 www.or.is/utbod Útboð Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í uppsteypu og fullnaðarfrágang á Sala- skóla V. áfanga Um er að ræða steinsteypta byggingu á tveim- ur hæðum einangraða og klædda að utan. Í verkinu felst að steypa upp húsið og fullgera það að utan og innan ásamt þeim innréttingum og búnaði sem upp eru talin í útboðsgögnum. Lokið er við að steypa undirstöður og botn- plötu byggingarinnar. Helstu magntölur eru: Flatarmál (heildar grunnflötur) 930 m² Mótaflötur 3.600 m² Steypa 450 m³ Steypustyrktarjárn. 30 tonn Lokið skal við fyrri hluta verksins 20. desember 2006 og verður sá hluti þess þá tekinn í notkun. Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 2007. Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 á Tækni- deild Kópavogs, Fannborg 2, lll hæð, frá og með miðvikudeginum 8. febrúar nk. Tilboðum skal skilað á sama stað þriðjudaginn 21. febrúar 2006 fyrir kl. 11:00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þar mæta. Framkvæmdadeild Kópavogs. ÚTBOÐ Verkfræðistofan Línuhönnun hf, f.h. Landsafls hf., óskar eftir tilboðum í viðgerðir og viðhald utanhúss á Holtavegi 10, 104 Reykjavík. Verkið felst í háþrýstiþvotti, hefðbundnum steypuviðgerðum, endurnýjun glugga og lagfæringu á þakkant. Framakvæmdatíminn getur hafist þegar verkkaupi hefur tekið tilboði bjóðanda, verktíma skal lokið 15. júlí 2006. Helstu magntölur eru: Múrhúðun á flötum (Filtun) 500 m2 Endursteypa 40 m2 Viðgerðir á sprungum 450 m Háþrýstiþvottur 3000 m2 Viðgerð á þakkanti 310 m Endurnýjun glugga 65 stk. Málun steinveggja 3000 m2 Geisladiskur sem inniheldur útboðsgögn verður afhentur gegn 10.000,- kr. skilatryggingu, frá og með mánudeginum 13. febrúar hjá verkfræðistofunni Línuhönnun hf Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. febrúar 2006, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Suðurlandsbraut 4A - 108 Reykjavík Sími: 585 1500 - Fax: 585 1501 www.lh.is - lh@lh.is Línuhönnun er gæðavottað fyrirtæki skv. ISO 9001:2000 staðlinum. FS 70294 Grindavíkurbær Lausar hesthúsalóðir í Grindavík Í Grindavík eru lausar 14 hesthúsalóðir í ný deiliskipulögðu hverfi austan við bæinn. Á deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 14 rúmgóðum átta hesta húsum eða 7 mjög rúmgóðum 16 hesta húsum. Lóðirnar verða byggingahæfar í vor. Verðdæmi:  Gatnagerðargjöld fyrir mjög rúmgott átta hesta hús eru um 572.507 kr.  Gatnagerðargjöld fyrir mjög rúmgott 16 hesta hús eru um 1.005.797 kr. Mjög fjölbreyttar reiðleiðir eru í Grindavík í fallegu og stórbrotnu landslagi og er t.d. hægt að fara í reiðtúra á löngum grasbökkum með- fram sjónum, ríða inn á milli fjalla á nánast endalausum reiðgötum eða fara hinn frábæra Hópsneshring. Þróun íbúabyggðar hefur ekki áhrif á staðsetn- ingu hesthúsahverfisins og eru flestar reiðleið- irnar ekki nálægt núverandi eða væntanlegri byggð. Grindavík er annað af félagssvæðum hesta- mannafélagsins Mána og er mikil vakning í hestamennskunni í Grindavík og hafa t.d. fjár- framlög verið aukin verulega til reiðvegagerð- ar. Grindavíkurbær býður því hestamenn vel- komma á framtíðar útreiðasvæði í faðmi stór- brotinnar náttúru þar sem íslenski gæðingur- inn fær að njóta sín í aðeins hálftíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræð- ingur Grindavíkurbæjar. Raðauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.