Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 B 3 Fjölbreytt verslunarstarf Áreiðanlegur og duglegur starfskraftur óskast í fjölbreytt starf í fataverslun í Reykjavík. Um er að ræða 100% starf. Umsóknum skal skilað til augld. Mbl. merktum: „F — 18174“ eða á box@mbl.is fyrir föstudaginn 17. febrúar. Byggingavinna Vana menn vantar til uppsláttar Vinna samkvæmt tilboði. Mikil vinna framund- an. Uppl. í síma 892 4680. Tölvu- og iðnmenntaður einstaklingur Margmiðlunarfræðingur og hljóðfærasmiður með reynslu af vefumsjón og námskeið í net- stjórnun óskar eftir atvinnu. Upplýsingar í síma 699 7131 eða runars@btnet.is. Spennandi störf á öðruvísi ferðaskrifstofu Vegna aukinna umsvifa erlendis og mikillar aukningar á móttöku erlendra ferðamanna til Íslands leitar Heimsklúbburinn Prima Embla eftir framtíðarstarfskröftum í eftirtalin störf: Stjórnunarstarf í innanlandsdeild Leitað er að einstaklingi með reynslu af stjórn- un og menntun að baki í markaðs- og ferða- fræðum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum við ferðaskipulagningu og mótttöku erlendra ferðamanna til landsins. Góð málakunnátta í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli er nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa samskipti við erlenda viðskiptavini, hafa yfirumsjón með tilboðsgerð og halda utan um bókanir í tengslum við hópa og einstak- linga. Frumkvæði, jákvætt viðhorf, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar eru skil- yrði. Sölumaður í utanlandsdeild Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera brennandi áhuga á framandi menningu, sögu og umhverfismálum. Viðkomandi þarf að hafa útgeislun, jákvæðni og þjónustulund til að bera, búa yfir frumkvæðni og skipulagshæfi- leikum. Skilyrði að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af notkun Amadeus bókunarkerfis, sé fljótur að læra og tileinka sér þá þekkingu er sala sérferða krefst. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir óskast sendar á netfang: birgir@embla.is merktar: „Starfsmaður“ eða í pósti til ferðaskrifstofunnar fyrir 19. febrúar 2005, Ferðaskrifstofan Príma Embla ehf., Stangarhyl 1, 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.