Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt fyrirtæki í orkugeiranum Vantar starfsmann í bókhald. Um er að ræða hálfsdagsstarf, með sveiganlegum vinnutíma. Mikilvægt að umsækjandi hafi reynslu af bók- haldsstörfum, launaútreikningum, almennum skrifstofustörfum og geti unnið sjálfstætt. Færni í bókhaldskerfinu Navision er mikilvæg sem og MS Office. Vinsamlegast sendið starfs- ferilskrá á eftirfarandi neftfang: vorka@simnet.is í síðasta 19. febrúar nk. Fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélag Íslands óskar eftir að ráða fjáröflunar- og markaðsstjóra. Starfið felst í því að stýra fjáröflunar- og markaðssviði fé- lagsins, skipuleggja fjáraflanir og styrkja tengsl við fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklinga er vilja styðja þau málefni sem Krabbameinsfé- lagið vinnur að. Nauðsynlegt er að umsækj- andi hafi menntun og starfsreynslu á sviði fjár- öflunar- og markaðsmála. Leitað er að sjálf- stæðum einstaklingi með góða hæfileika til samskipta og ríkt frumkvæði. Umsóknir ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil skulu sendar til forstjóra Krabba- meinsfélagsins, Guðrúnar Agnarsdóttur, Skóg- arhlíð 8, pósthólf 5420, 125 Reykjavík. Umsókn- arfrestur er til 21. febrúar. Öllum umsóknum verður svarað. Krabbameinsfélagið er áhugamannafélag sem sinnir m.a. forvörnum, fræðslu, krabbameinsleit, vísindarannsóknum og stuðningi við sjúk- linga. Hjá félaginu starfa um níutíu manns í rúmlega sextíu stöðugild- um. Forstöðuþroskaþjálfi sambýlis einstaklinga með fötlun Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík óskar eftir að ráða forstöðuþroskaþjálfa/for- stöðumann að sambýli fyrir fullorðna einstakl- inga í Vættaborgum. Í starfinu felst m.a.:  Fagleg ábyrgð á þjónustunni.  Samskipti við fjölskyldur íbúa.  Starfsmannahald.  Rekstrarábyrgð. Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólapróf í þroskaþjálfun eða sambærileg menntun.  Reynsla af störfum með fötluðum einstakl- ingum.  Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi.  Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæð viðhorf.  Víðtæk þekking á málefnum einstaklinga með fötlun. Launakjör eru samkvæmt samningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Skriflegar um- sóknir með lífsferilskrá berist til starfsmanna- stjóra, Guðnýjar Önnu Arnþórsdóttur, Síðu- múla 39, 108 Reykjavík, fyrir 26. febrúar nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni og á netinu, http://www.ssr.is. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Nánari upplýsingar veita starfsmannastjóri, Guðný Anna Arnþórsdóttir, netfang gudnya@ssr.is og Hróðný Garðarsdóttir sviðs- stjóri fullorðinssviðs, sími 533 1388, netfang hrodny@ssr.is Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun. Viltu slást í hópinn? Sjúkraliðar! Sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi til lengri tíma og til sumarafleys- inga. Vaktir og starfshlutfall eftir samkomulagi. Umönnunarstörf! Starfsfólk óskast til aðhlynningarstarfa nú þegar til lengri tíma og til sumarafleysinga. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Við leitum að áhugasömu og duglegu starfs- fólki Gott starfsumhverfi, þar sem góður starfs- andi er í heiðri hafður. Að vinna við hjúkrun og umönnun aldraðra er dýrmæt og góð reynsla. Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Vilhjálms- dóttir, hjúkrunarforstjóri (alla@skjol.is) virka daga í síma 522 5600. Barnaverndarstofa Staða ritara við Barnahús Barnaverndarstofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritara við Barnahús en Barnahús hefur með höndum þjónustu við börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi. Um er að ræða fullt starf. Í starfinu felst m.a. símsvörun, reikningaskrif, móttaka og skráning tilvísana, skráning upplýs- inga í gagnagrunn, ráðgjöf við barnaverndar- nefndir og aðra auk þátttöku í fræðslu um starfsemina. Þekking á starfi barnaverndar- nefnda er æskileg. Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaðu Barnahúss í síma 530 2500. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir skulu berast til Barnavernd- arstofu, Borgartúni 21 og er umsóknarfrestur til og með 27. febrúar. Aquanetworld ehf is a highly innovative brand new marketing company. Inventors of 2 unique new services for companies worldwide. Independent minded & financially motivated people required to expand growing company throughout Iceland. 400.000 kr. to 800.000 kr. + per month on target earnings part time hours available. Leave application at Morgunblaðið, advertisement department, titled: „Aquanetworld — 18186“. Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í hálft starf í móttöku flugöryggissviðs Starfssvið: Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í 50% starf í móttöku flugöryggisviðs. Vinnutíminn er daglega frá kl. 12.30–16.30 í samráði við starfs- mannahald. Æskilegt er að viðkomandi geti leyst af í móttöku fyrripart dags, af og til samkvæmt samkomulagi sem og vegna orlofa. Helstu verkefni felast í símavörslu, móttöku viðskiptavina og leiðbeiningum til þeirra. Starfið felst einnig í skráningu gagna, afhendingu heimildaveitinga og annarra gagna, ásamt gjaldkerastörfum og öðrum tilfall- andi skrifstofustörfum. Hæfniskröfur Umsækjendur skulu hafa haldgóða starfsreynslu sem nýtist í starfinu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu. Við leit- um að samviskusömum starfsmanni, með góða, þægilega og drífandi fram- komu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Laun eru samkvæmt viðeigandi kjara- samningum starfsmanna ríkisins Frekari upplýsingar um starfið gefa Einar Örn Héðinsson deildarstjóri og Ingunn Ólafsdóttir starfsmannastjóri í síma 569 4100. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upp- lýsingum um menntun, fyrri störf og mynd sendist starfsmannahaldi Flugmála- stjórnar fyrir 27. febrúar 2006. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugmálastjórnar, www.flugmalastjorn.is Öllum umsóknum verður svarað Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flugmálastjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innan lands og utan, að sjá um upp- byggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður–Atlantshafi. Stofnuninni er skipt í fjögur svið sem samtals hafa um 250 starfsmenn um allt land. Flestir þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flug- málastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa. Hjúkrunarfræðingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga við Sjúkradeild Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað. Um er að ræða 2 – 3 stöður við almenna hjúkrun á öllum vöktum á blandaðri deild en stöðurnar eru lausar frá febrúar 2006 eða eftir nánara sam- komulagi þar um. Starfshlutfall er ca 80 – 100% og starfskjör samkvæmt kjarasamningi FÍH og ríkisins, ásamt mögulegri aðstoð í húsnæðismál- um og flutningi á svæðið ef með þarf og fleira þ.h. Nú stendur yfir endurbygging á eldri hluta spítalans, ásamt viðbyggingu, og er áætlað að þeim framkvæmdum ljúki í upphafi árs 2007. Þá er og mikil uppbygging í fjórðungnum. Allar frekari upplýsingar gefa Guðrún Sigurð- ardóttir, hjúkrunarstjóri FSN, s. 470 1450, gudrunsig@hsa.is og Valdimar O. Hermanns- son rekstrarstjóri HSA/FSN, s. 860 6770, valdimarh@hsa.is . Sjá einnig til uppl.: www.hsa.isv/FSN og www.fjardabyggd.is Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2006, og skulu umsóknir, er greina frá m.a. reynslu og fyrri störfum, sendast til: HSA/FSN, Mýrargötu 20, 740 Fjarðabyggð eða á ofanritaða. Til frekari upplýsinga: Neskaupstaður er byggðakjarni innan Fjarða- byggðar sem er stærsta sveitarfélag á Austurlandi. Neskaupstaður stendur við Norðfjörð og er íbúafjöldi þar um 1540 en á upptöku- svæði HSA/FSN, búa nú u.þ.b. 11 – 12.000 manns og fer ört fjölgandi. Mikil uppbygging á sér nú stað í landsfjórðungnum, m.a. vegna virkjunar- og stóriðjuframkvæmda og mun sú þróun verða áfram a.m.k. næstu árin. Í Fjarðabyggð er rekin öflug þjónusta, verslun og afþreying er fjölbreytt svo og rekstur hótela og veitingahúsa. Í Neskaupstað er starfræktur grunnskóli, tónskóli og leikskóli ásamt Verkmenntaskóla Austurlands en einnig er góð aðstaða til íþróttaiðk- unar. Sundlaug, íþróttahús, íþróttavöllur og golfvöllur eru á svæðinu sem og fínasta skíðasvæði í Oddskarði. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu enda eru mörg skemmtilegustu göngu- og útivistarsvæði landsins á Austurlandi. Sjá einnig heimasíðu HSA/FSN www.hsa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.