Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ - Einn vinnustaður Þjónustu- og rekstrarsvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. MatráðurSjálfstæð búseta Þjónustu- og rekstrarsvið fer með þjónustu, innkaupamál, upplýsingatækni og rekstur. Ný- stofnaðar þjónustumiðstöðvar í hverfum heyra undir sviðið, innkaupa- og rekstrarskrifstofa, skrifstofa þjónustu- og upplýsingatækni, upp- lýsingatæknimiðstöð og símaver. Þjónustumiðstöð Vesturbæjar óskar eftir starfsmanni í íbúðarkjarna í Skerjafirði. Um er að ræða aðstoð og stuðning við fólk með fötlun sem býr í sjálfstæðri búsetu. Í boði er 80% starf um kvöld og helgar. Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum ein- staklingi sem hefur gaman af að vinna með fólki. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veita: Droplaug Guðnadóttir í síma 411 2700, netfang: droplaug.gudnadottir@reykjavik.is og Rannveig Þorvaldsdóttir í síma 561 3041, netfang: rannveig.thorvaldsdottir@reykjavik.is Umsóknum skal skilað á netfangið: droplaug.gudnadottir@reykjavik.is fyrir 28. febrúar nk. Þjónustumiðstöð Breiðholts óskar að ráða matráð í mötuneyti starfsfólks í Þjónustumiðstöð Breiðholts í 60% starf, vinnutími frá kl. 9.00-14.00. Helstu verkefni: • Að sjá um kaffi og mat fyrir starfsfólk. • Að sinna innkaupum fyrir mötuneyti starfsfólks. Hæfniskröfur: • Menntun eða reynsla í að elda léttan og hollan mat. • Sveigjanleiki og frumkvæði. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Nákvæmni og sjálfstæði í starfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Þóra Kemp í síma 411 1300, netfang: thora.kemp@reykjavik.is. Umsóknum skal skilað í Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, fyrir 28. febrúar nk. Eldhús Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis óskar eftir starfsmanni í móttökueldhús í Félagsmiðstöðina í Hæðargarði 31. Starfið felur meðal annars í sér móttöku og sölu á aðsendum mat ásamt aðstoð í eldhúsi. Óskað er eftir áreiðanlegum starfsmanni með færni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða 62,5% starf, vinnutími frá kl. 10.00- 15.00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Eflingar - stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Skúladóttir í síma 568 3132, netfang: asdis.skuladottir@reykjavik.is. Umsóknum skal skilað á Félagsmiðstöðina í Hæðargarði 31 fyrir 28. febrúar nk. Ellingsen-Evró óskar að ráða þjónustustjóra til að stýra þjónustu- verkstæði í nýrri verslun sem mun taka til starfa nú í vor. Þjónustustjórinn mun annast daglegan rekstur þjónustuverkstæðis þar sem fram fara samsetningar, breytingar og viðhald ferðavagna og húsbíla. Menntun: Bifvélavirkjun. Starfsreynsla: Æskilegt að viðkomandi sé vanur verkstjórn og hafi haft mannaforráð. Tölvukunnátta er nauðsynleg. Eiginleikar: Viðkomandi þarf að vera heiðarlegur, skipulagður og stundvís og eiga gott með samskipti við fólk. Áhugamál: Gott ef viðkomandi á fellihýsi, hjólhýsi eða tjaldvagn og hefur áhuga á útivist eða ferðamennsku. Allar umsóknir óskast sendar á rbg@olis.is fyrir 19. febrúar nk. eða til starfsmannastjóra Olís, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir starfsmannastjóri Olís í síma 515 1210 eða rbg@olis.is      Þjónustustjóri Á vormánuðum mun Ellingsen-Evró opna 2000 fm verslun við Fiskislóð 1 í Reykjavík. Verslunin mun hýsa sameinað fyrirtæki Evró og Ellingsen og sérhæfa sig í sölu á húsbílum, fellihýsum, hjólhýsum og tjaldvögnum ásamt ýmsum sport-, útivistar- og veiðivörum. Olíuverzlun Íslands hf er eigandi verslunar- innar en fyrirtækið hlaut á síðasta ári Íslensku ánægjuvogina í flokki smásölu- verslana auk viðurkenningarinnar „Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2005“. H im in n o g h af /SÍA DANSKA Alþýðusambandið mun vera tilbúið til þess að krefjast þess að endurmenntun starfsmanna verði innifalin í samningum þegar gengið verður til samninga árið 2007. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Þar segir jafnframt að endurmenntun muni þá hafa miklu meira vægi heldur en í dag, að því er formaður danska Al- þýðusambandsins, Hans Jensen, segir. „Bæði atvinnurekendur og fulltrúar launafólks eru þess meðvitandi að í framtíðinni mun endurmenntun skipta miklu máli og eru nú viðræður milli þessara aðila um hvaða leiðir hægt er að fara til að tryggja að einstaklingurinn hafi bæði rétt og ráð til að stunda endurmenntun meðan hann er á vinnumarkaðinum. Það er sérstaklega litið til þess að styðja þá sem minnstu menntunina hafa og njóta í dag minnstu endurmenntunarinnar,“ segir Hans Jensen. Hann segir jafnframt að menntun eigi að vera réttindamál og eigi ekki að koma af sjálfu sér og vill meina að eins og staðan sé í dag sé allt of algengt að sú menntun sem er í boði í fyr- irtækjum sé fyrir þá sem eru í bestu stöðunum en nái ekki niður til hinna sem einmitt þurfa á mest á því að halda, seg- ir á vef ASÍ. Morgunblaðið/Ómar Endurmenntun hluti af kjarasamn- ingum danskra HÁSKÓLINN í Reykja- vík hefur komið á fót at- vinnuþjónustu við nemendur sína, fyrrverandi og núver- andi, og í fréttatilkynningu segir að markmið hennar sé að „aðstoða íslensk fyrir- tæki við að finna viðskipta- menntaða starfskrafta til starfa“ og styðja nemendur skólans í leit að rétta starfs- vettvanginum. „Íslenskt atvinnulíf hefur í síauknum mæli leitað til Háskólans í Reykjavík í leit að sérhæfðu starfsfólki. Á meðal fyrirtækja sem ný- lega hafa leitað eftir starfs- kröftum hjá viðskiptadeild HR eru Baugur Group, PriceWaterhouseCoopers, breska sendiráðið og Straumur-Burðarás Fjár- festingarbanki. Fjöldi beiðna um ábendingar er orðinn það mikill að full ástæða er til þess að færa þessa þjónustu inn í form- legt ferli þannig að við- skiptadeild HR geti enn bet- ur komið til móts við þarfir fyrirtækja. Atvinnuþjónust- an byggist á erlendri fyr- irmynd (e. career services), en slík þjónustu tíðkast við fjölmarga erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinnuþjónusta við Háskólann í Reykjavík TENGLAR ..................................... www.ru.is/radning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.