Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
w w w . p e r l a i n v e s t . c o m
P E R L A i n v e s t m e n t s
ÞÍN UPPLIFUN
ÞÍN FASTEIGNASALA Á SPÁNI
ÞINN LÍFSSTÍLL
Perla Investments s.l. er ört vaxandi spænsk fasteignasala
í eigu Íslendinga og spænsks fjárfestingafélags.
Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða fólk í eftirtalin störf:
• Söludeild Perla Investments:
Sölumaður í fasteignadeild. Menntun á sviði viðskipta og/eða reynsla af
fasteignasölu nauðsynleg.
• Leigu- og ferðaþjónusta Perla Holidays:
Skrifstofustjóri. Viðkomandi þarf að hafa menntun og/eða
góða reynslu af ferða- eða markaðsmálum.
• Þjónustudeild:
Áhersla er lögð á góða þjónustulund og tungumálakunnáttu.
Hæfniskröfur í öll störf:
Tungumál: Haldbær kunnátta bæði í rituðu og töluðu máli í íslensku og ensku, spænskukunnátta er mikill plús.
Einnig er kunnátta í einhverju norðurlandamálanna góður kostur.
Almenn tölvukunnátta, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og skipulagni nauðsynleg.
Umsækjendur þurfa að hafa lifandi og skemmtilega framkomu, vera heiðarlegir, jákvæðir og með ríka
þjónustulund.
Nauðsynlegt er að viðkomandi séu reiðubúnir að ganga í öll nauðsynleg störf og geti byrjað sem fyrst.
Í boði: Skemmtileg, lifandi og fjölbreytt störf hjá rótgróinni, ört vaxandi
spænskri fasteignasölu með höfuðstöðvar á Costa Blanca ströndinni.
Umsóknir ásamt ferilskrá og fyrirspurnir óskast sendar til Elínar á admin@perlainvest.com
merktar því starfi sem um ræðir. Öllum bréfum verður svarað.
„VIÐ verjum næstum jafn-
miklum tíma með yfirmann-
inum og með makanum. Þess
vegna er jafn mikilvægt að
finna sér réttan yfirmann og
að finna sér réttan maka, eða
svona nokkurn veginn.“ Á
þennan hátt hefst umfjöllun á
vef VR en þar er vitnað í vef
viðskiptatímaritsins Forbes
þar sem farið er yfir það yfir
það hvernig á að taka viðtal
við fyrirhugaðan yfirmann.
Nánar segir á vef VR:
„Maður verður að beita rök-
hyggjunni en ekki tilfinninga-
seminni þegar maður velur
sér yfirmann, segja þeir hjá
Forbes. Ef þú vilt landa rétta
starfinu þarftu að spyrja
réttu spurninganna í ráðning-
arviðtalinu. Á heimasíðu For-
bes eru nefnd til sögunnar
sjö atriði eða spurningar sem
vert er að hafa í huga viðtal-
inu. Þessi atriði eru:
1. Hver er stjórnunarstíll
yfirmannsins?
2. Hvernig er vinnufyrir-
komulagi háttað í fyrirtækinu
og hvernig er vinnuálag?
3. Hver eru markmið stjór-
ans og gildi?
4. Hver er starfsmanna-
velta í fyrirtækinu?
5. Fáðu að ræða við starfs-
fólk í fyrirtækinu.
6. Komdu með opnar
spurningar, s.s. hvernig er
góður starfsmaður að þínu
mati?
Fylgdu spurningum þínum
vel eftir, ef þú færð ekki
skýrt svar.
Og svo er það hvað á ekki
að gera í ráðningarviðtali, að
mati Forbes. Það eru líka sjö
atriði, ekki síður mikilvæg.
1. Ekki koma of seint.
2. Klæddu þig í samræmi
við tilefnið.
3. Náðu augnsambandi við
þá sem taka viðtalið.
4. Vertu stuttorð(ur) en
gagnorð(ur).
5. Ekki gorta.
6. Vertu viss um að hafa
nokkur aukaeintök af starfs-
ferilsskránni meðferðis.
7. Vertu hreinskilin(n).“
Finndu rétta
yfirmanninn
ÁVÖXTUNARKRAFA verðtryggðra skuldabréfa lækkaði
töluvert á föstudag, eða um 9-15 punkta, eftir að hafa lækkað
um 4-18 punkta á fimmtudag.
Í Hálffimmfréttum KB banka er bent á að mikil viðskipti
hafi legið að baki lækkun kröfunnar á föstudag eða sem nem-
ur 11,6 milljörðum.
„Verðtryggða krafan liggur nú á bilinu 4,30% til 4,52% og
telst það til tíðinda að krafa HFF24 er komin upp fyrir kröfu
stysta íbúðabréfaflokksins HFF14. Síðastliðna mánuði hefur
krafa lengri líftíma íbúðabréfa verið hærri en styttri líftíma
flokka, þ.e. upphallandi vaxtaferill,“ segir greiningardeild KB
banka.
Þrátt fyrir að verðtryggða krafan hafði lækkað mikið í lok
dags voru fyrstu viðbrögð við birtingu verðbólgutalna að
morgni föstudags þau að krafan hækkaði. Hins vegar gekk
hækkun kröfunnar fljótlega til baka og fór að leita niður á við.
„Það má velta fyrir sér hvort aðilar á markaði hafi túlkað
verðbólgutölurnar sem birtust í dag (föstudag) sem vísbend-
ingu um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti minna en
þeir töldu áður.“
Verðtryggða krafan
heldur áfram að lækka
ATAFL er nýtt nafn á
Keflavíkurverktökum, fyrir-
tæki sem iðnaðarmenn á Suð-
urnesjum stofnuðu fyrir 49 ár-
um til að sinna verkefnum á
Keflavíkurflugvelli.
Nýja nafninu er ætlað að
vísa til atvinnu, athafnasemi og
krafts sem er einkennandi fyr-
ir starfsemi félagsins, segir í
tilkynningu. Gamla nafnið hafi
vísað til staðbundinnar starf-
semi sem eigi ekki lengur við
þar sem félagið starfi nú um
allt land. Nýja heitið varð of-
aná eftir samkeppni sem hald-
in var á meðal starfsmanna.
Meðal verkefna Atafls er
svæðið við Einholt-Þverholt í
Reykjavík þar sem reisa á nýja
íbúðabyggð í stað bygginga
sem fyrir eru.
Starfsfólk Atafls er um 250
en auk þeirra starfa margir
undirverktakar á vegum fé-
lagsins. Stærsti eigandi með
70% eignarhluta er Bjarni
Pálsson, sem jafnframt er
stjórnarformaður, auk hans
eru þrír starfsmenn félagsins
hluthafar, þeir Kári Arngríms-
son, forstjóri, Albert Bjarni
Hjálmarsson, forstöðumaður
framkvæmdasviðs, og Einar
Waldorff, forstöðumaður
markaðs- og tæknisviðs. Þeir
eiga hver um sig 10% eignar-
hluta.
Keflavíkurverk-
takar verða Atafl