Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Lager/útkeyrsla Heildsala óskar eftir starfsmanni. Viðkom- andi þarf að vera jákvæður, lipur í mannlegum samskiptum, stundvís og reglusamur. Skriflegar umsóknir með upplýsingum skilist til heilsa@heilsa.is eða til augld. Morgun- blaðsins merktar: „Reyklaus vinnustaður — 18184“ fyrir föstudaginn 17. febrúar. Flight Operations Officer JetX Airlines is looking for a Flight Operations Officer to work at our headquarters in Kopa- vogur. Your job will be to give operational support to our Flight Crews. This includes preparing flight plans while at the same time handling a wide variety of challenges bound to arise in an airline operation. When our aircraft are flying, you will take care of various administra- tive tasks associated with the Flight Operations Department. These include evaluating new routes and destinations as well as making sure that crew duty times are in compliance with the official regulations. The job as a Flight Operations Officer can be quite challenging at times. Therefore you should be independent, decisive and able to work under pressure. Working hours are full- time, and in accordance with a shift plan in- corporating day and night shifts. Should you be the right person for the job, we will offer you an inspiring working environment, good colleagues and a competitive salary. Candidates are required to:  Have a good general education or college degree.  Be fluent in English, both spoken and writt- en.  Be skilled in Excel, Word, Outlook and have a good general knowledge of computers. Previous experience or training is considered an advantage but not a requirement. Please apply online at our company website www.jetx.is. All applications will be answered and considered confidential. Should you have additional questions, feel free to contact our Operations Manager on +354 517 6006. Leitað er að öflugum og jákvæðum einstaklingi til að leiða söluhóp til frekari sóknar á markaði. Starfssvið: • Ábyrgð á daglegum rekstri söludeildar • Sala og samningagerð • Viðhald og öflun viðskiptatengsla • Skipulagning sölu- og markaðsstarfs • Úrvinnsla tölulegra upplýsinga • Þátttaka í vöruþróun • Önnur verkefni Hæfniskröfur: • Viðskiptamenntun eða reynsla af sölustjórnun er skilyrði • Skipulögð og öguð vinnubrögð • Færni í mannlegum samskiptum • Sveigjanleiki og jákvætt viðmót Ráðið verður í báðar stöðurnar fljótt. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar n.k. Upplýsingar um starfið veita: Ólöf María Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Gutenberg ehf. í síma 545 4408 & Erna Arnardóttir starfsmannastjóri Kvosar, móðurfélags Gutenberg ehf. í síma 545 2800 Umsóknum skal skila til olof@gutenberg.is eða erna@kvos.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum svarað. Leitað er að öflugum og jákvæðum einstaklingi til að taka þátt í frekari sókn á markaði. Starfssvið: • Sala og samningagerð • Viðhald og öflun viðskiptatengsla • Kynning á vörum og þjónustu fyrirtækisins • Þátttaka í vöruþróunarverkefnum • Önnur verkefni Hæfniskröfur: • Menntun eða reynsla í sölu- og markaðsmálum til fyrirtækja og stofnana • Skipulögð og öguð vinnubrögð • Sjálfstæði í vinnu • Tölvufærni og áhugi á tækninýjungum • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum • Færni í mannlegum samskiptum • Sveigjanleiki og jákvætt viðmót SÖLUSTJÓRI SÖLUMAÐUR Gutenberg ehf. einbeitir sér að sölu og þjónustu á miðlunarlausnum í hönnun, umbroti, prentun og vinnslu rafrænna gagna. Þjónustan byggir á sérhæfðum lausnum til viðskiptavina þar sem öryggi, sveigjanleiki og árangur eru sameiginlegir hagsmunir Gutenberg, starfsmanna og viðskiptavina. Gutenberg er að efla sína starfsemi enn frekar og leitar nú að reyndum sölustjóra og sölumanni í krefjandi og spennandi verkefni sem eru framundan. Gutenberg leitar að sölustjóra og sölumanni Gutenberg ehf. Síðumúla 16 108 Reykjavík Sími 545 4400 Fax 545 4401 www.gutenberg.is GREININGARDEILD KB banka telur í nýrri skýrslu að allar þær þrjár stóriðjuframkvæmdir, sem til skoð- unar eru, séu framkvæmanlegar en tímamörkin verði seinni en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Miðað við hagsveifluna telur greiningardeildin að fyrsti hluti framkvæmdanna; stækkun álversins í Straumsvík, muni ekki valda miklum ruðningsáhrifum. Skýrslan, sem er unnin af Ásgeiri Jónssyni og Steingrími A. Finnssyni, tekur á efnahagslegum áhrifum mögulegra stóriðjuframkvæmda. Þar er gert ráð fyrir að hafist verði handa við stækkun álvers Alcan í Straums- vík árið 2007, framkvæmdir við nýtt álver á Norðurlandi hefjist árið 2009 og bygging álvers Norðuráls í Helgu- vík árið 2010. Þessar framkvæmdir eru sagðar auka framleiðslugetu í álvinnslu um 770 þúsund tonn með rúmlega 400 milljarða króna kostnaði, sem eru 40% af núverandi landsframleiðslu. Í skýrslunni segir að þetta séu um 50% viðameiri framkvæmd í áltonnum en núverandi stóriðjuframkvæmdir, sem lýkur 2007, og auki framleiðslugetuna um 490 þúsund tonn. Heildarkostn- aður sé þó líklega heldur minni þar sem minni fjárfestingu þurfi fyrir jarðvarmavirkjanir samanborið við vatnsaflsvirkjanir. Sem fyrr segir telur greiningar- deild bankans að stækkunin í Straumsvík muni ekki valda ruðn- ingsáhrifum í efnahagslífinu. Hins vegar muni hinar tvær framkvæmd- irnar, ásamt lokaáfanga Alcan, koma fram á árunum 2009 til 2011 en þá sé fjárfesting í þessum geira áætluð um 80 til 100 milljarðar á ári. „Á þessum tíma þegar aðalþungi álversframkvæmdanna kemur fram er líklegt að efnahagslífið verði aftur komið í uppsveiflu. Sú hætta er því fyrir hendi að aftur skapist samskon- ar ástand og verið hefur á síðustu tveimur árum og stóriðjufram- kvæmdirnar komi fram á þenslutím- um og við þeim verði að bregðast með vaxtahækkunum,“ segja skýrsluhöf- undar, en þeir telja að ef allar boðaðar framkvæmdir verða að veruleika þá sé erfitt að sjá fyrir hvenær verð- bólgumarkmiði Seðlabankans verði náð. Það geti jafnvel tafist fram yfir árið 2012. Hvatning til fjárfestinga Í skýrslu bankans er einnig bent á þróun orku- og álverðs og þannig hafi stórhækkað álverð hvatt til fjárfest- inga í áliðnaði. Raunverð raforku frá Landsvirkjun hafi frá árinu 1988 lækkað um 50-60% en á sama tíma hafi orkuverð í Bandaríkjunum og Kanada hækkað um 20%. Miðar bankinn reyndar við verð til neytenda en segir það nálgun á verði til stórnot- enda. Það verð eigi að öllu jöfnu að vera nokkru hærra þar sem verð til stórnotenda sé yfirleitt fastbundið til lengri tíma með samningum milli orkufyrirtækja og álvera. „Ljóst má vera að aukin fjárfesting í álverum er nátengd þróun ál- og orkuverðs. Lágt orkuverð í saman- burði við t.a.m. Bandaríkin og Kan- ada gerir það að verkum að Ísland þykir góður kostur í samanburði við önnur lönd í þessum efnum, en inn- lendi orkugeirinn er m.a. í harðri samkeppni við þann kanadíska sem býr yfir allt að tvöfalt stærri vatns- aflsvirkjunum en sem nemur fram- leiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar,“ segir í skýrslu greiningardeildar KB banka. Allir stóriðjukostir fram- kvæmanlegir en þeim seinkar Lækkun raforku frá Landsvirkjun um 50–60% frá 1988 en hækkun á sama tíma um 20% í Bandaríkjunum og Kanada Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Stækkun álversins á Grundartanga er meðal þeirra stór- iðjuframkvæmda sem eru í gangi. Að mati greiningardeildar KB banka geta frekari framkvæmdir haft ýmis áhrif á efnahagslífið næstu árin.                                                    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.