Morgunblaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
LANDIÐ
Keflavíkurflugvöllur | Hafin er bygg-
ing fyrsta þjónustu- og skrifstofu-
hússins á nýju flugþjónustusvæði í
nágrenni Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar á Keflavíkurflugvelli. Svæðið
er utan flugvallargirðingarinnar og
er ætlað fyrir flugsækna þjónustu
sem þó getur verið utan öryggis- og
tollsvæðis. Fleiri fyrirtæki, meðal
annars bílaleigur og hótel, eru að
undirbúa uppbyggingu.
Á síðasta ári voru auglýstar um
átta misstórar lóðir á nýja þjónustu-
svæðinu sem er á milli Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar og svæðisins sem
flugfélögin hafa til afnota. Flugmála-
stjórn á Keflavíkurflugvelli skipu-
leggur svæðið og úthlutar lóðum. Jón
Böðvarsson flugvallarstjóri segir að
bílaleigurnar Hertz og Bílaleiga Ak-
ureyrar hafi fengið lóðir þarna sem
og Nýborg sem hyggst koma upp
hóteli. Þá segir Jón að eftirspurn sé
eftir öllum lóðunum.
Sverrir Sverrisson ehf., sem rekur
fasteignafélag og bílaleigu í Keflavík,
byggir fyrsta húsið á svæðinu. Fyrsta
skóflustungan var tekinn síðastliðinn
föstudag og á mánudagsmorgunn
voru gröfurnar teknar til starfa. Ætl-
unin er að byggja húsið á stuttum
tíma, þannig að það verði tilbúið til
notkunar um mitt sumar.
Fyrir flugsækna þjónustu
Eigandi fyrirtækisins, Sverrir
Sverrisson, segir að þarna rísi 1.700
fermetra skrifstofu- og þjónustu-
bygging. Hann segir að aðstaðan
verði leigð út til flugsækinnar starf-
semi. Tekur hann fram að húsið sé
enn í þróun og þeir sem geri lang-
tímaleigusamninga um starfsemi í
húsinu muni geta haft áhrif á hönn-
unina. Sverrir telur að nóg eftirspurn
verði eftir aðstöðu í húsinu. „Flug-
félögin, fríhöfnin og önnur fyrirtæki
og stofnanir hafa sprengt utan af sér
húsnæði inni á vellinum og við von-
umst til að þeir sjái sér hag í að taka
húsnæði á leigu hjá okkur fyrir hluta
starfseminnar,“ segir Sverrir. Hann
nefnir einnig að minni bílaleigur, sem
ekki sjái sér hag í því að byggja sjálf-
ar, kunni að vilja nýta sér þennan
möguleika til að koma sér upp að-
stöðu til að þrífa bílana. Sjálfur er
Sverrir með bílaleigu í Keflavík og
telur ástæðulaust til að flytja hana
þennan stutta spotta sem er í flug-
stöðina.
Sverrir hefur lengi haft trú á upp-
byggingu á þessum stað. Hann sótti
um og fékk lóðina á árinu 2002 þegar
lóðirnar voru fyrst auglýstar. Flug-
málastjórn dró úthlutunina síðan til
baka vegna þess að ekki var nógu
mikill áhugi fyrir svæðinu meðal
þjónustufyrirtækja. „Ég fékk vilyrði
fyrir því að halda minni lóð við endur-
úthlutunina. Nú er miklu meiri áhugi
á þessu svæði en var fyrir þremur ár-
um enda mikil aukning í flugingu,“
segir Sverrir.
Leigir varnarliðinu bíla
Hann hefur stundað fasteignavið-
skipti og útleigu fasteigna í tvo ára-
tugi og auk þess rekið SS bílaleigu í
ellefu ár. Bílaleigan er í Keflavík og
hefur útibú á varnarsvæðinu á Kefla-
víkurflugvelli enda koma mestu við-
skiptin frá varnarliðinu og starfs-
mönnum þess. „Við erum ekki með
aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
en það er stutt að fara til að ná í við-
skiptavini sem panta á netinu,“ segir
Sverrir. Viðskiptin sem SS bílaleiga
hefur á Keflavíkurflugvelli er þó góð-
ur grunnur allt árið, að sögn Sverris.
„Við höfum ekki verið að missa neitt
þrátt fyrir neikvæða umræðu um
stöðuna hjá varnarliðinu. Þannig
virðist varnarliðið vera að auka notk-
un bílaleigubíla og minnka á móti
rekstur eigin bíla,“ segir hann.
Byrjað á húsi
á nýju þjón-
ustusvæði
Ljósmynd/Þorgils
Flugsækin þjónusta Þjónustuhús Sverris Sverrissonar ehf. er skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Hvammstangi | Nýbyggt safnað-
arheimili sem sambyggt er
Hvammstangakirkju var vígt að
lokinni hátíðarmessu síðastliðinn
sunnudag. Vígslubiskupinn á Hól-
um, Jón Aðalsteinn Baldvinsson,
vígði húsnæðið. Einnig flutti hann
prédikun, en sóknarprestur, Sig-
urður Grétar Sigurðsson og pró-
fastur, Guðni Þór Ólafsson, þjón-
uðu fyrir altari. Kirkjukór
Hvammstanga söng, undir stjórn
Pálínu Fanneyjar Skúladóttur, sem
er nýráðin organisti við kirkjuna.
Sóknarnefnd bauð til veislu í til-
efni dagsins. Þar rakti formaður
sóknarnefndar, Guðmundur Hauk-
ur Sigurðsson, byggingarsögu
hússins. Hann sagði það ekki hafa
verið auðvelt mál að byggja við
hina stílhreinu kirkju, sem hönnuð
var af Guðjóni Samúelssyni og vígð
var árið 1957. Með kostgæfni hefði
fengist sú ákvörðun sem hér sé
verið að taka í notkun.
Skóflustunga að byggingunni var
tekin í maí 2003 og hefur húsið
verið alfarið byggt af iðnaðar-
mönnum í héraðinu, en aðalverk-
takar voru Tveir smiðir ehf.,
Skjanni ehf. annaðist raflagnir,
Villi Valli ehf. málun, Guðmundur
St. Sigurðsson múrverk og flísa-
lagnir og eftirlitsmál voru í hönd-
um Ráðbarðs sf. Hönnuðir hússins
eru Haraldur V. Haraldsson og
Ráðbarður sf.
Kostar 40 milljónir
Byggingin kostar rúmar fjörutíu
milljónir, og er í góðu standi til að
taka hana í notkun, þar er rúmgóð-
ur salur, sem gengur þvert á
kirkjuhúsið, einnig skrifstofa
prests, snyrtingar, anddyri og fata-
hengi, eldhús, vinnuherbergi og
loft yfir hluta rýmis. Kjallari er
undir hluta, þar eru hita- og loft-
ræstikerfi hússins, ásamt góðu
geymslurými.
Fé hefur fengist úr Jöfnunar-
sjóði sókna og Kirkjugarðasjóði, en
í kjallara er gert ráð fyrir góðri að-
stöðu fyrir búnað garðsins. Þá hef-
ur kirkjunni borist mikill stuðn-
ingur frá einstaklingum og
félögum til þessa mikla framtaks.
Talið er að allt að tíu milljónir
króna kosti að ljúka framkvæmd-
inni, þá er reiknaður inn kostnaður
við búnað og umhverfi. Viðstaddir
lofuðu þessa framkvæmd og alla þá
möguleika sem nú gefast í auknu
safnaðarstarfi við Hvammstanga-
kirkju.
Vígt safnaðarheimili við Hvammstangakirkju
Ekki auðvelt að byggja
við stílhreina kirkjuna
Vígsluathöfn Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir er með krossinn í sal safn-
aðarheimilisins, aðrir eru frá vinstri, séra Guðni Þór Ólafsson, sr. Sigurður
Grétar Sigurðsson og Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Viðbygging Vandi var að byggja við kirkju Guðjóns Samúelssonar.
Eftir Karl Á. Sigurgeirsson
Hofsós | Lionsklúbburinn Höfði á
Hofsósi færði nýlega Skagafjarð-
ardeild Rauða krossins veglega
peningagjöf sem ætluð er til að
tryggja staðsetningu sjúkraflutn-
ingabíls á Hofsósi. Pálmi Rögn-
valdsson, til hægri á myndinni,
afhenti Gesti Þorsteinssyni gjöf-
ina.
Á fundi í Lionsklúbbnum Höfða
sl. þriðjudag ávarpaði forseti
klúbbsins, Pálmi Rögnvaldsson
útibússtjóri, Gest Þorsteinsson
stjórnarmann í Rauðakrossdeild
Skagafjarðar sem var gestur
fundarins, og afhenti honum ávís-
un að upphæð fimm hundruð þús-
und krónur, sem framlag klúbbs-
ins til að tryggja að áfram verði
tiltækur vel búinn sjúkraflutn-
ingabíll á Hofsósi. Oft hefur það
reynst mikilvægt að hafa slíkan
bíl tiltækan nær vettvangi og
þurfa ekki, sérstaklega að vetr-
inum að bíða bíls frá Sauðárkróki
þegar veður og færð eru erfið, en
bíllinn á Hofsósi þjónar einnig
byggðunum norðan Hofsóss og til
Fljóta. Ekki mun gert ráð fyrir
staðsetningu slíks bíls á Hofsósi í
skipulagi sjúkraflutninga í
Skagafirði, en með framlagi sínu
vilja Lionsmenn leggja sitt af
mörkum til þess að treysta ör-
yggi byggðanna „út að austan“,
en um árabil hefur sjúkrabíllinn
á Hofsósi verið í umsjá Björgun-
arsveitarinnar Grettis þar á
staðnum.
Sjúkrabíllinn verður áfram
Gestur Þorsteinsson þakkaði
Lionsmönnum þennan frábæra
stuðning sem hann sagði mjög
öflugan til þess að tryggja áfram-
haldandi rekstur bílsins, og sagði
að meðan hann fengi þar nokkru
áorkað muni sú skipan mála sem
nú væri haldast. Morgunblaðið/Björn Björnsson
Tryggja veru sjúkraflutningabíls
Eftir Björn Björnsson