Morgunblaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
R
efsing fyrir að hafa
kynferðismök við
börn verður sú sama
og fyrir nauðgun, og
upphafi fyrningar
seinkar, verði frumvarp sem Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í
gær að lögum. Einnig verður hug-
takið nauðgun endurskilgreint og
víkkað.
Síðan kynferðisbrotakafli hegn-
ingarlaganna var endurskoðaður
árið 1992 hefur vitneskjan um kyn-
ferðisbrot, einkenni þeirra og af-
leiðingar aukist gífurlega, segir
Ragnheiður Bragadóttir, prófessor
við lagadeild Háskóla Íslands, sem
samdi frumvarpið að beiðni dóms-
málaráðherra.
„Umræðan í þjóðfélaginu er orð-
in mun opinskárri, við vitum miklu
meira um hversu algeng þessi brot
eru, og hversu skaðleg þau eru,“
segir Ragnheiður. „Markmiðið hjá
mér er að gera þessi ákvæði nú-
tímalegri, og tryggja það að þol-
endur brotanna, sem oftast nær
eru konur og börn, fái meiri rétt-
arvernd.“
Samkvæmt frumvarpinu verður
refsing fyrir samræði og önnur
kynferðismök við barn yngra en 14
ára þyngd, og verður sú sama og
refsingin fyrir nauðgun, eða fang-
elsi frá einu ári og allt að sextán
ár. Með því er lögð áhersla á alvar-
leika slíkra brota, en verði frum-
varpið að lögum teljast nauðgun
og kynmök við börn yngri en 14
ára alvarlegustu kynferðisbrotin, í
stað nauðgunar einnar áður.
Nauðgun og kynferðisbrot
gegn barni alvarlegust
Ragnheiður bendir á að í dag sé
refsing í slíkum málum allt að 12
ára fangelsi, samanborið við að
lágmarki eins árs fangelsi og allt
að sextán ára fangelsi fyrir nauðg-
un. „Það þýðir, eins og ákvæðin
eru í dag, að nauðgun er alvarleg-
asta kynferðisbrotið, en ég tel að
kynferðisbrot gegn barni sé ekki
síður alvarlegt. Þessi breyting ger-
ir það að verkum að þessi brot,
nauðgun og kynferðisbrot gegn
börnum, teljast bæði alvarlegustu
kynferðisbrotin.“
Fyrningarfrestur kynferðis-
brota mun samkvæmt frumvarp-
inu miðast við
18 ára aldur
þess sem fyrir
brotinu verður,
en í dag er mið-
að við 14 ára
aldur. Einnig
verður há-
marksrefsing
fyrir kynferðis-
lega áreitni
gegn börnum
hækkuð, sem gerir það að verkum
að brotin munu fyrnast á lengri
tíma en samkvæmt núgildandi lög-
um.
„Það hefur verið mikil umræða í
þjóðfélaginu undanfarin misseri
um að kynferðisbrot gegn börnum
eigi að vera ófyrnanleg. Þetta er
eitthvað sem ég er ekki fylgjandi,
og koma fram ýmis rök fyrir því í
greinargerð með frumvarpinu.
Kynferðisbrotakaflinn er hluti af
hegningarlögunum, og það eru
ákveðnar fyrningarreglur sem
gilda um brot gegn hegningarlög-
unum, og það er regla að þau brot
ein fyrnast ekki sem liggur við
ævilangt fangelsi. Einnig hefur
það verið stefnan undanfarin ár að
fækka þeim brotum sem ekki fyrn-
ast, með því að afnema ævilangt
fangelsi sem hámarksrefsingu,“
segir Ragnheiður.
Brot fyrnist við 28 ára
aldur fórnarlambs
Sem dæmi um áhrif fyrningar
má taka mál sem snýst um kyn-
ferðislega áreitni gegn barni yngra
en 16 ára, t.d. þukli eða k
byrjar slíkt brot að fyrna
ára aldur, og fyrnist að f
fimm ár, við 19 ára ald
arlambsins. Verði frumv
lögum mun fyrning fyr
brot hefjast við 18 ára a
fyrnast að 10 árum liðnu
viðkomandi er 28 ára gam
Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lög
Ragnheiður
Bragadóttir
Nauðgun og kynfe
börnum verði ja
Eftir Brján Jónasson og
Elvu Björk Sverrisdóttur
BIÐLISTAR, VAL OG VALD
ÍMorgunblaðinu í gær er sagt frástöðu mála á Landspítala – há-skólasjúkrahúsi og vitnað í
„stjórnunarupplýsingar“ sjúkra-
hússins fyrir síðasta ár. Þar kemur
m.a. fram að stjórnendum gengur
betur að ná tökum á rekstrinum;
hallarekstur er minni en oft áður og
þokast í átt að ýmsum markmiðum
um bættan rekstur. Í samtali við
blaðið segir Anna Lilja Gunnars-
dóttir, framkvæmdastjóri hjá spít-
alanum, að m.a. hafi tekizt að stytta
ýmsa biðlista. Það er auðvitað já-
kvæður árangur. Engu að síður
þurfa margir enn að bíða mánuðum
saman eftir að fá bót meina sinna,
með tilheyrandi þjáningum, vinnu-
tapi og kostnaði.
Þegar rýnt er í tölurnar frá LSH
kemur eftirfarandi í ljós: Samtals
bíða 2.167 manns eftir skurðaðgerð
á spítalanum. Það er reyndar um
16% færra en í fyrra, en engu að síð-
ur ákaflega há tala.
Þannig bíða 816 eftir skurðaðgerð
á augasteini. Eftir aðgerð vegna vél-
indabakflæðis og þindarslits bíða 39
manns. Eftir gerviliðaaðgerð á hné
bíða 123 og eftir samsvarandi að-
gerð á mjöðm 116. Sá biðlisti hefur
lengzt. Eftir hjartaþræðingu bíða
163 og átta eftir kransæðavíkkun.
Þegar horft er á biðlistana hlýtur
fólk að spyrja: Í hvaða atvinnugrein
annarri en heilbrigðisþjónustu
myndu viðskiptavinirnir sætta sig
við aðra eins biðlista og annan eins
biðtíma? Ef símafyrirtæki byði fólki
upp á það að bíða í þrjá mánuði eftir
síma og hálft ár eftir sóni, færu við-
skiptavinirnir fljótt til keppinautar-
ins. Ferskfiskútflytjandinn, sem
fengi þau svör hjá skipafélagi að
hann væri númer 163 á biðlistanum
eftir kæligámi og mætti búast við
einum slíkum eftir níu mánuði,
myndi líka snarlega snúa sér annað.
Viðskiptavinir LSH eiga hins veg-
ar ekki marga kosti. Í fæstum til-
vikum geta þeir snúið sér nokkurt
annað eftir þjónustu til að stytta
biðtímann. Og er þó hér um líf og
limi fólks að tefla, í bókstaflegri
merkingu.
Það er löngu orðið tímabært að
heilbrigðiskerfið sjálft fari í ræki-
legan uppskurð. Við þá aðgerð getur
verið hollt að horfa t.d. til Bretlands,
þar sem ríkisstjórn Tonys Blair hef-
ur leitazt við að efla samkeppni og
valfrelsi í heilbrigðiskerfinu til að
stytta biðlista. Fyrir kosningarnar
síðastliðið vor lofaði flokkurinn því
að sjúklingar þyrftu ekki að bíða
lengur en 18 vikur frá því að heim-
ilislæknir skrifaði upp á að þeir
þyrftu á henni að halda. Markmiðið
er að sjúklingar eigi val um það frá
og með árinu 2008 á hvaða heilbrigð-
isstofnun aðgerðin er framkvæmd.
Sjúklingar munu þannig eiga val,
bæði innan ríkisreknu heilbrigðis-
þjónustunnar og um einkarekið
sjúkrahús eða læknastofu.
Brezka stjórnin leggur þannig
áherzlu á „val, ekki bið“. Í Reykja-
víkurbréfi Morgunblaðsins 15. maí
síðastliðinn var vitnað til orða Juli-
ans le Grand, eins af ráðgjöfum Ton-
ys Blair, sem hann lét falla í viðtali
við The Guardian: „Ef fólk þarf að
bíða, er valdið hjá þeim, sem það
bíður eftir. Ef maður þarf ekki að
bíða, liggur valdið hjá manni sjálf-
um. Heila málið með biðlistana er að
þeir snúast um vald, valdaójafn-
vægi.“
Það er kominn tími til að þessi
hugsun komist að í íslenzkum heil-
brigðismálum. Að hluta til snýst bið-
listavandinn auðvitað um peninga.
En hann snýst líka um fráleitt fyr-
irkomulag einokunar á heilbrigðis-
þjónustu. Það er hægt að nýta pen-
inga skattgreiðenda miklu betur og
gefa hátæknisjúkrahúsi á borð við
LSH hvata til að standa sig enn bet-
ur með því að koma á samkeppni og
valfrelsi í heilbrigðisþjónustunni.
VÖRUGJÖLD OG MATVÆLAVERÐ
Vörugjöld voru meðal þess, semvar rætt í umræðum utan dag-
skrár á Alþingi á mánudag. Þar
sagði Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra að enginn vafi léki á því að
há vörugjöld skekktu samkeppnis-
stöðu atvinnugreina hér á landi og
bætti við: „Þess vegna tel ég að það
sé mjög mikilvægt að gera breyting-
ar á vörugjöldum.“
Fyrir áramót birti Samkeppnis-
stofnun skýrslu um matvöruverð á
Íslandi þar sem kom fram að það
væri 42% hærra hér en í verslunum í
löndum Evrópusambandsins. Talið
er að vörugjald nemi að jafnaði
tveimur af hundraði af vöruverði.
Það er lagt á hvers kyns matvöru,
allt frá kaffi til rjómaíss, en einnig
bíla og raftæki, svo eitthvað sé
nefnt. Vörugjald getur verið mjög
mishátt, eða allt frá átta til 400
krónum á kíló eða lítra þannig að í
sumum tilfellum hefur það mun af-
drifaríkari áhrif á vöruverð en öðr-
um.
Eins og Ásta Möller, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðun-
um á þingi er ekki eingöngu hægt að
skella skuldinni af háu matvæla-
verði á Íslandi á innflutningsgjöld
eða fákeppni eingöngu vegna þess
að í raun er enginn undanþeginn,
hvorki landbúnaðarkerfið, kaup-
menn, birgjar né stjórnvöld þegar
leitað er skýringa og lausna. Það er
hins vegar alveg ljóst að allar að-
gerðir, sem gripið er til til þess að
lækka vöruverð, eru fagnaðarefni.
Þar getur ríkisvaldið lagt sitt af
mörkum með mjög afgerandi hætti.
Nú hefur enn ein nefndin verið
skipuð til þess að fara yfir þessi mál.
Halldór Ásgrímsson sagði að henni
væri ætlað að skila tillögum í sumar
og væri ætlunin að leggja fram
frumvarp um lagabreytingar í
haust. Lægra matarverð myndi
bæta lífskjör á Íslandi verulega. Í
þeim efnum dugar ekki aðeins að
skoða vörugjöld, heldur þarf einnig
að taka á tollum og virðisaukaskatti.
Vörugjöldin eru hins vegar eitt af
sjúkdómseinkennunum, úrelt fyrir-
bæri, ef þau voru þá nokkru sinni
tímabær.
Það er ýmsu að fagna í frumvarpinu, enannað sem gengur ekki jafnlangt ogvið hefðum viljað, líkt og vænta
mátti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, um helstu atriði frumvarps dóms-
málaráðherra vegna kynferðisbrota. „Í
ákvæðunum um nauðgun fögnum við því að
búið er að taka út ákvæði um misneytingu.
Skilgreining á nauðgun er víkkuð og það er
komin inn lágmarksrefsing og þynging refs-
inga í þeim flokki, en allt þetta er mjög til
bóta,“ segir Guðrún. Hún segir Stígamót
einnig ánægð með að fyrningarfrestur hafi
lengst með hækkuðu refsihámarki í kynferð-
isbrotamálum gegn börnum. „Við höfum hins
vegar áður mælt með því að gróf kynferð-
isbrot gagnvart börnum fyrnist ekki, svo
þarna hefðum við viljað ganga lengra,“ segir
hún. Þá séu Stígamót ánægð með það sem
fram kemur í frumvarpinu um kynferðislega
áreitni. „Þegar kemur að tillögum um með-
ferð vændismála hefur orðið sú réttarbót
[miðað við frumvarpið] að búið er að kasta út
því úrelta ákvæði að konur í vændi séu sekar
að lögum. Því má fagna, en við hefðum viljað
að ábyrgðin yrði sett þar
sem okkur finnst hún eiga
heima og það er hjá þeim
sem kaupa vændi,“ segir
Guðrún. „Það hefur rík-
isstjórnin ekki treyst sér
til að gera og við urðum
fyrir miklum vonbrigðum
með það,“ bætir hún við.
Kvennahreyfingin, alþing-
iskonur, utan þeirra sem starfa fyrir Sjálf-
stæðisflokk, og ýmsir karlar hafa beitt sér í
þessu máli.
Almennt segir Guðrún Stígamót fagna því
að mikil vinna fari nú fram á vegum rík-
isstjórnarinnar í kynferðis- og ofbeldisbrota-
málum. Meðal annars sé að vænta fram-
kvæmdaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi.
„Annað sem skiptir miklu máli og við sökn-
um og lýsum eftir er afstaða stjórnmálaflokk-
anna í bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
unum til kynferðisbrotamála,“ segir Guðrún.
Stígamót vilji að þessi mál séu á dagskrá
sveitarfélaganna líkt og önnur mikilvæg sam-
félagsmál.
Guðrún Jónsdóttir
Ýmsu að fagna en annað
gengur ekki nógu langt
Á
ráð fyr
herra v
arfrest
börnum
„Ég
gegn b
vera óf
hann h
varp þ
sér aðs
upplýs
þangað
tugu.
Gagnr
skuli
Þá g
farin e
samkv
vændi
„Það
sent út
Ágú
Vo
fre
NÝTT frumvarp vegna
ferðisbrota er kynnt á
dómsmálaráðuneytisins
áhugasamir hvattir til
segja álit sitt á efni þes
en það verður lagt fram
þingi. Jafnframt mun R
heiður Bragadóttir pró
sem samdi frumvarpið,
efni þess á málstofu í la
Háskóla Íslands 3. mar
Ragnheiður segir þa
eðlilegt að fara þá leið
öllum sem vilja kost á þ
koma að athugasemdum
en frumvarpið verður l
fram á Alþingi. „Margt
þessu eru atriði sem he
ið mikil umræða um í þ
félaginu, og margir ha
anir á. Það er mikilvæg
svona löggjöf sé í samr
réttarvitund fólks.“
Almennin
til að seg