Morgunblaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR öðrum Súmurum, Jóni Gunnari, Magnúsi Tómassyni og fleiri mönnum sem stóðu að ögrandi og fyndnum sýningum í SÚM-salnum við Vatns- stíg. Mér fannst þeir gáfaðir og skemmtilegir og sumir voru miklir sögumenn. Gylfi var sögumaður af guðs náð. Gylfi leit út eins og erkihippinn með Jesú-lúkkið. Liðað hár niður á herðar og alskegg, andlitið þó stór- skornara en gerist á helgimyndum, en hendurnar sviplíkar, því hann var trésmiður. Trésmiður og teiknari með sérgáfu. Mér var sagt að maðurinn væri frá- skilinn fimm barna faðir. Hann hefði fengið köllun svipað og Steinar bóndi undir Steinahlíðum og haldið út í heim frá öllu sínu. Sjálf var ég ung móðir og gift og lét mér ekki til hugar koma að segja skilið við það hlutverk í skiptum fyrir sviðshlutverk. Þó var leikhúsið mér mikil ástríða. Það var leikhúsástríðan sem leiddi til samstarfs okkar. Ég hafði leikið reiða stúlkukind í leikritinu 7 stelpur í Þjóðleikhúsinu 1974 og var ári síðar ráðin til þess að setja upp sama leikrit austur á Selfossi. Gylfi tók að sér að teikna og smíða leikmyndina og sam- eiginleg vinnustofa okkar varð borð á Mokka. Þar voru skissurnar rissaðar upp og þar létum við skilaboð liggja hvort fyrir öðru, því Gylfi notaðist ekki við jafn borgaralegt tól og síma. Það gat tekið á taugarnar að bíða eftir því að hann dúkkaði upp. Gylfi átti að sjálfsögðu ekki bíl en fór með mér austur á rauðu Citróen-dyönunni minni, sem var eins konar tjald á hjól- um og með svo einfalda vél að ég gat gert við hana sjálf. Þegar við ókum fram hjá litlu kirkjunni á Kotströnd sagði hann mér að afi hans hefði teiknað og smíðað turninn á þá kirkju. Það er einstaklega fallegur kirkju- turn. Leikmyndin hans í 7 stelpum varð líka vel smíðuð og falleg. Hann hélt til fyrir austan meðan hann smíð- aði hana í einum rykk, vildi helst myndlistarmanns. Barbara var nýbú- in að sjá sýningu á teikningum eftir Gylfa Gíslason og auðheyrt var að henni þótti mikið til um hæfileika þessa unga manns. Þegar litið er um öxl þá er ljóst að Gylfi stefndi frá upp- hafi markvisst á að efla og þjálfa færni sína til myndrænnar sköpunar. Um það bera verk hans ótvírætt vott um. Hann sótti þekkingu og reynslu úr ýmsum áttum, jafnt myndlistar- geiranum sem úr harðri baráttu mannlífsins. Í rúm tuttugu ár eða síðan um 1985 hefur módelteikning fyrir kennara verið við lýði í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem Katrín Briem fyrrver- andi skólastjóri kom á. Þessi starf- semi, sem ætíð hefur notið velvildar skólayfirvalda og gengur undir nafn- inu kennarateikningin, hefur verið sótt af kennurum skólans og öðrum myndlistarmönnum. Þar á meðal var Gylfi Gíslason. Framan af birtist hann skyndilega eins og farfuglinn að hafi utan, vann af miklu kappi um hríð en var svo jafn skyndilega horfinn á braut á önnur mið. Á síðari árum var viðvera hans hins vegar samfelldari og ósjaldan var hringt þegar nær dró hausti og spurt: „Fer teikningin ekki að byrja bráðum?“ Og svo var hann mættur með teiknirúlluna í handar- krikanum, rúllan lögð á borðið og undið ofan af henni eftir því sem teikningunum á myndfletinum fjölg- aði. Í lok tímans var teiknirefillinn orðinn margir metrar að lengd og minnti um margt á Bayeuxrefilinn, slíkur var frásagnarmátinn. Gylfa var eðlislægt að kanna þanþol teikning- arinnar til hins ýtrasta og beitti hann mismunandi áferð og aðferðum ým- issa teikniáhalda sem og innra innsæi við útfærslu viðfangsefnisins hverju sinni. Um leið var hann örlátur á góð ráð og miðlaði af þekkingu sinni og kunnáttu. „Sjáið þessa löngu línu, af- ar sjaldan sem maður fær þetta sjón- arhorn á módelið, varla að það ger- ist.“ Það var greinilegt að Gylfi var ánægður að fá þetta einstæða tæki- færi. Þetta var í næst síðasta sinn sem hann mætti í kennarateikninguna. Ekki óraði nokkurn fyrir því að svo skammt væri eftir. Allflestir eru sammála um að teikn- ing sé undirstaða náms í listgreinum og margir eru þeirrar skoðunar að þar sem teikningin nær hæstu hæð- um sé hún jafnoki þeirra. Afstaða Gylfa til teikningar þótti mér áþekk afstöðu kennara míns á Listaaka- demíunni í Osló fyrir fjölmörgum ár- um. Honum fannst hann aldrei minna okkur nemendur sína nægilega oft á mikilvægi teikningarinnar um leið og hann brýndi fyrir okkur að hafa alltaf skissublokk í vasanum. Ég hef trú á því að skissublokkin hafi aldrei verið langt utan seilingar hjá Gylfa. Eftir Gylfa liggur auk módelteikn- inga mikið magn teikninga af hinum margvíslegasta toga ásamt verkum unnum í aðra miðla. En verk hans eru eins og sagnaheimur ævintýranna þar sem söguefnið þrýtur aldrei. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Sigrún Guðmundsdóttir. Ég kynntist Gylfa á Mokka. Ég var ung leikkona í Þjóðleikhús- inu og Mokka var staðurinn þar sem listamenn og listaspírur höfuðborgar- innar hittust helst. Hann sat þar með vinna á nóttunni. Og eitt kvöldið þeg- ar við mættum á æfingu hafði hann handmálað veggfóður á flekana með mjóum pensli. Þannig merkti meist- arinn verk sitt. Mjói pensillinn gegndi enn stærra hlutverki í næstu sýningu sem við unnum saman og þá með sameinuð- um kröftum Leikfélags Selfoss og Leikfélags Hveragerðis. Það var At- ómstöðin eftir Halldór Laxness 1976. Ég lagði fram hugmyndir mínar að sviðslausnum en Gylfi útfærði þær með sínum hætti sem hentaði fátæku leikhúsi. Hann málaði húsgögnin hvít, setti svart í mjóa pensilinn og teiknaði útlínur þeirra þannig að borð merkti borð og stóll stól, hvort sem borðið var á yfirstéttarheimili Búa Árlands, í lítilli stofu organistans og móður hans eða heima hjá Uglu í Eystridal. Hann auðkenndi þessar meginvistarverur með málverkastælingum, Kjarval heima hjá Búa, Picasso hjá organist- anum, panelvegg með fjölskyldu- og hrossamyndum í sveitinni. Hann vann um hríð áfram með stælingarhugmyndina úr Atómstöð- inni í myndlist sinni og 1977 setti hann upp sýningu í Ásmundarsal sem hét Tilbrigði við Giovanni Efrey, en þannig skrifaði Jóhannes Kjarval frá Efri Ey nafn sitt upp á ítölsku á tíma- bili. Gylfi límdi maskínupappír á masónítplötur og málaði á með hvítu hörpusilki og ýmsum blæbrigðum af brúnu. Ég keypti eina myndina sem síðan hefur skipað heiðurssess á heimilinu, okkar eini „Kjarval“. Þrjár myndir hefur Gylfi gefið mér. Þá síð- ustu teiknaði hann með mjóum penna á servéttu á Mokka. Það er mynd af gamla timburhúsinu sem hann hafði eignast í Skólastrætinu og ætlaði að breyta í litla „renaissance“-höll. Til S.J. Frá G.G. stendur á henni. Hann varð bráðkvaddur í óuppgerðri höll- inni daginn sem hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir sinn hlut í verkinu mikla um Jóhannes Kjarval. Í sama mund og Gylfi Gíslason fékk loks opinbera viðurkenningu í nafni þjóðarinnar missti hún einn sinn sér- stæðasta myndlistarmann. Megi minning hans lifa. Börnum Gylfa, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandend- um votta ég einlæga samúð mína. Steinunn Jóhannesdóttir. Einu sinni bauð Gylfi mér á tón- leika, lagði peningaseðla með mynd af Jóhannesi Kjarval við hlið kaffibolla sem ég hafði keypt fyrir síðustu aur- ana, dró æðasprungið auga í pung þegar ég reyndi að malda í móinn og bauð upp á vindil. Það var eins og að reykja strokleður. Þetta skeði auðvitað á Mokka. Að slá Gylfa Gíslasyni upp í símaskrá var vonlaust, en á Mokka gat maður hins- vegar alltaf gengið að honum vísum; og á Næsta bar að kvöldlagi, ef lánið lék við þig. Tónleikar Megasar í Borg- arleikhúsinu voru fyrsta og eina skiptið sem vinátta okkar náði útfyrir miðbæinn. Um leið og Magnús hóf upp raust sína var ljóst í hvað stefndi: „Kallinn er uppá sitt albesta“, hvíslaði Gylfi og blikkaði mig öðru sinni. Þetta var árið 2000, á okkur tæpur fjörutíu ára aldursmunur og synd að segja að Gylfi hafi komið fram við mann sem jafningja. Í hléinu man ég til að mynda eftir því að hann lét mig, tutt- ugu og tveggja ára alvarlegan ungan mann, hafa fimm hundruð kall og sagði: „Farðu nú í sælgætissöluna og kauptu þér eitthvert slikkerí“. Þetta var ógleymanleg kvöldstund: Megas bakkaður upp af hljómsveit og allt lagt undir, í vasanum bráðnuðu appelsínusúkkulaðitöflurnar úr sæl- gætissölunni og reglulega tappaði Gylfi af sinni einstöku athyglisgáfu í eyra mitt. Og hvílík rödd! Málróm- urinn hrjúfur og blautur en bjó jafn- framt yfir blíðu sem gekk einhvern veginn þvert á groddalega andlits- drættina. Margsinnis gerðist það að ég datt út úr samræðum á Mokka eða hætti dagbókarskrifum við það eitt að heyra þennan mann tala. Við erum ófá sem nögum okkur í handarbakið yfir öllum sögunum sem hurfu með Gylfa Gíslasyni. Eitt skildi ég aldrei: Hann hafði alveg sérstakt lag á því að tala þannig að enginn heyrði nema sá sem orðin voru ætluð. Á Mokka sastu kannski á næsta borði, en það var sama hvernig þú reyndir að hlera æsi- legar frásagnir Gylfa, orðin leystust jafnóðum upp og runnu saman við vindlingareyk og viðarborðplöturnar sem koma alla leið frá Perú, hátal- arana sem festir voru í loftið fyrir rúmum fimmtíu árum en aldrei hafa gefið frá sér hljóð – skuggana á veggj- unum, útlínur í mannsmynd, sem liðn- ar kynslóðir hafa smám saman þrykkt í veggina og einar sitja að borðum eftir lokun. Eins man ég hvert smáatriði frá kvöldinu þegar Gylfi bauð mér á tón- leikana, nema eitt: Kveðjustundina. En einnig þetta er dæmigert. Eftir að hafa lokið við eina af sínum mögnuðu sögum gerðist það oftar en ekki að allt í einu var Gylfi horfinn; hann dró aug- að í pung og smellti stundum meira að segja fingri – það skiptir ekki máli heldur hitt, að hann haskaði sér iðu- lega á meðan hæst stóð og skildi hlustendur sína eftir með ógleyman- lega frásögn greypta í minnið. Gylfi var myndlistarmaður og ég held að þessi grimma en meistaralega tæm- ing sé náskyld skissunni. Gylfi dýrk- aði þetta hverfulasta form myndlist- arinnar, andlit eða stemmingu sem örfá strik á blaði – skissuna sem svo auðveldlega verður að skyssu. Með líkum hætti hverfðust sögur hans ein- læglega um augnablik: Þegar Kjarval kýldi út hattinn til að heilsa ungu hjónunum; þegar Gylfi sýndi Þór- bergi Þórðarsyni sóma og Magga Gagga varð hrærð og bauð honum heildarsafn meistarans … til sölu; þegar efnilega skáldið kastaði óbirta meistaraverkinu sínu á bálið og allir stóðu á öndinni nema Dagur Sigurð- arson sem óð inn í eldinn og komst að því að handritið var ekki annað en auðar síður … Aldrei aftur segir Gylfi þér aðra sögu, aldrei framar sérðu honum bregða fyrir í Grjótaþorpinu eins og góðum fyrirboða. Enn eina ferðina hefur Gylfi Gíslason stungið okkur af á meðan galdurinn er allur enn í loft- inu. Gunnar Þorri Pétursson. GYLFI GÍSLASON Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KOLBEINS GRÍMSSONAR. Guðni Kolbeinsson, Lilja Bergsteinsdóttir, Grímur Kolbeinsson, Anna Ragnheiður Haraldsdóttir, Hörður Kolbeinsson, Petrína Einarsdóttir, Leifur Kolbeinsson, Jónína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, MARGRÉTAR SVEINSDÓTTUR, Eyvindará, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSA Seyðisfirði og Sambýlis aldraðra á Egilsstöðum fyrir einstaka velvild og umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Vilberg Vilhjálmsson, Kristín Jónsdóttir, Vernharður Jón Vilhjálmsson, Anna Birna Snæþórsdóttir, Þórunn Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Eðvald Jóhannsson, Anna Kristín Vilhjálmsdóttir, Brynhildur Vilhjálmsdóttir, Sævar Gunnarsson, Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson, Hrefna Frímann, Sigrún Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Bjarnason, Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, Daníel Gunnarsson. Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLENDUR STEINAR ÓLAFSSON, Miðtúni 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Sólveig Erlendsdóttir, Sveinn H. Skúlason, Gísli Erlendsson, Kirsten Erlendsson og barnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, HULDU ELÍSU EBENEZERSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Hátúni 10B. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3N á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Sigríður Ebenezersdóttir, Valgerður Ebenezersdóttir, Grímur Grímsson, Eygló Ebenezersdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Magnús Ebenezersson, Brynja Jóhannsdóttir og fjölskyldur. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát og útför bróður okkar, JÓHANNESAR JÓNSSONAR, Húsanesi, og heiðruðu minningu hans með nærveru sinni. Guð blessi ykkur öll. Systkini hins látna og fjölskyldur. Elskulegur bróðir minn, stjúpfaðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SVEINSSON, Gullsmára 10, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut mánudaginn 13. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 22. febrúar kl. 15:00. Björgvin Ólafsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Helga Björg Stefánsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Sölvi Ásgeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Theo Taytelbaum og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.