Morgunblaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 33
Atvinnuauglýsingar
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500,
eða skoðaðu heimasíðuna, www.hafnarfjordur.is.
Hraunvallaskóli – leik- og grunnskóli
Aðstoðarleikskólastjóri
Aðstoðarleikskólastjóri óskast í nýjan leikskóla í Hafnar-
firði sem tekur til starfa í ágúst 2006.
Hraunvallaskóli er leik- og grunnskóli og tók grunnskólinn
til starfa í bráðabirgðahúsnæði sl. haust. Í ágúst 2006 verð-
ur leikskólinn opnaður í nýju húsnæði og grunnskólinn
flytur þá jafnframt starfsemi sína þangað.
Húsnæðið er hannað fyrir 4ra deilda leikskóla og 3ja hlið-
stæðna grunnskóla og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur skóli
er hannaður og byggður fyrir bæði skólastigin hér á landi.
Byggingin gefur mikla möguleika á fjölbreyttu skólastarfi
sem krefst góðs samstarfs milli allra sem þar starfa m.t.t.
faglegra og rekstrarlegra þátta.
Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við
metnaðarfullt skólastarf í anda einstaklingsmiðaðs náms í
nánu samstarfi við grunnskólann.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjanda:
• Leikskólakennaramenntun.
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða
kennslufræði æskileg.
• Reynsla af stjórnun æskileg.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Metnaður og áhugi fyrir nýjungum
Umsækjandi þarf að geta komið að undirbúnings- og
skipulagsvinnu fljótlega en ráðið verður í stöðuna frá og
með 1. júlí eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veita Sigrún Kristins-
dóttir, leikskólastjóri, í síma 555 3021, alfaberg@hafnar-
fjordur.is og Magnús Baldursson, fræðslustjóri, í síma
585 5800, magnusb@hafnarfjordur.is.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launa-
nefndar sveitarfélaga og FL.
Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit um menntun og
reynslu umsækjanda og hver þau verkefni sem hann hefur
unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna
stjórnunarstarfi.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar
jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Umsókn skal skilað á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður, eigi síðar en 27.
febrúar.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR!
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um
Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar-
félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500,
eða skoðaðu heimasíðuna, www.hafnarfjordur.is.
Skólastjóri við Hvaleyrarskóla
Laus staða skólastjóra við Hvaleyrarskóla
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn
til að leiða áfram gott faglegt samstarf í skólanum og
hafa að leiðarljósi að gott skólastarf má ávallt bæta.
Hvaleyrarskóli er heildstæður grunnskóli og eru nemend-
ur tæplega 600. Skólinn hefur í áraraðir haft á að skipa
góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennarapróf og kennslureynsla
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða
kennslufræði æskileg.
• Frumkvæði og samstarfsvilji.
• Góðir skipulagshæfileikar.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Sé reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi.
• Hafi áhuga og/eða reynslu til að leiða þróunarstarf í
átt að einstaklingsmiðuðu námi.
Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf
umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau
verkefni sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á
færni hans til að sinna skólastjórastarfi. Þá er æskilegt að
með umsókn fylgi greinargerð um hugmyndir umsækj-
anda um starfið og þær áherslur sem hann vill leggja í
starfi
Hvaleyrarskóla til framtíðar.
Allar upplýsingar um stöðuna veitir Magnús Baldurs-
son, fræðslustjóri í síma 585 5800,
magnusb@hafnarfjordur.is
Umsókn ber að skila á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
Strandgötu 31, 220 Hafnarfjörður.
Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2006.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Verkamenn
Byggingafélagið Kambur ehf.
óskar eftir verkamönnum á höfuðborgar-
svæðinu.
Áhugasamir hafi samband í síma 510 8300.
Utanríkisráðuneytið
Íslenska friðargæslan
Utanríkisráðuneytið óskar eftir einstaklingi í
starf fjölmiðlafulltrúa hjá Norrænu vopnahlés-
eftirlitsstofnuninni í Srí Lanka (Sri Lanka Moni-
toring Mission). Umsækjendur skulu vera að
minnsta kosti 25 ára og hafa:
Víðtæka reynslu af fjölmiðlastörfum.
Háskólapróf eða aðra sérmenntun.
Mjög góða enskukunnáttu.
Hæfni í mannlegum samskiptum, sérstak-
lega við fólk úr ólíkum menningarheimum
og með margvísleg trúarbrögð.
Þolgæði undir álagi.
Öguð og sjálfstæð vinnubrögð.
Hæfileika til aðlagast nýjum aðstæðum og
frumstæðu vinnuumhverfi.
Þekking og/eða reynsla af störfum að neyðar-
og mannúðarmálum er æskileg, sem og kunn-
átta í öðrum tungumálum, s.s. Norðurlanda-
málum, frönsku og þýsku.
Starfstöð er í Kólombó, Sri Lanka, en gera má
ráð fyrir tíðum ferðalögum um Sri Lanka.
Fjölmiðlafulltrúinn er jafnframt talsmaður yfir-
stjórnar SLMM. Ráðningartímabilið er frá og
með 1. maí 2006 í 6 mánuði með möguleika
á framlengingu.
Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu ráðuneyt-
isins. Þau ásamt ferilskrá á ensku þarf að senda
með tölvupósti á netfang Íslensku friðargæsl-
unnar, sjá slóð og netfang að neðan.
Umsóknarfrestur er 3. mars 2006.
Utanríkisráðuneytið,
Íslenska friðargæslan
www.utanrikisraduneytid.is/utanrikismal/fridargaesla/nr/363
fridargaesla@utn.stjr.is
Sími 545 7972.
Í Íslensku friðargæslunni eru þeir starfsmenn sem starfa að friðar-
gæslu á vegum utanríkisráðuneytisins og allt að 200 einstaklingar
sem gefið hafa kost á sér til að vera á viðbragðslista.
Sérverslun svæði 220
Óskum eftir starfsmanni í afgreiðslu, sölu og
ráðgjöf til viðskiptavina/verktaka ásamt smá-
vægilegu viðhaldi.
Tölvuþekking nauðsynleg. Unnið er með DK
hugbúnað og Excel.
Vinnutími frá kl. 10-18 og annan hvern laugar-
dag 10-15.
Umsækjandi skal vera eldri en 30 ára, snyrtileg-
ur, sjálfstæður, þjónustulundaður og gjarnan
iðnmenntaður á sviði málmiðnaðar.
Starfið er nýtt og þarf viðkomandi að geta hafið
störf hið fyrsta.
Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar:
„Sérverslun — 18194“ fyrir 23. febrúar nk.
Raðauglýsingar 569 1100
Óska eftir
Málverk
Óska eftir að kaupa málverk eftir eftirtalda lista-
menn: Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason,
Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur,
Louisu Matthíasdóttur, Svavar Guðnason og
Guðmundu Andrésdóttur. Upplýsingar í síma
864 3700.
Tilkynningar
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að
breytingum á deiliskipulagáætlunum í
Reykjavík.
Kleifarsel 18.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að efri hæð
núverandi húss verði rifin og ný efri hæð
byggð með mest fjórum íbúðum, á neðri hæð
núverandi húss verða einnig innréttaðar fjórar
íbúðir. Ný viðbygging verður reist, að hámarki
þrjár hæðir með allt að fjórum íbúðum á hæð,
samtals tólf í húsi.
Bílastæði verða sex á lóð ofanjarðar og
þrjátíu og fjögur í bílgeymslu neðanjarðar,
samtals fjörutíu stæði sem eru tvö á íbúð ef
reistar verða tuttugu íbúðir.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Austurstræti 17.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að byggt verði við
sjöundu hæð (efstu hæð) hússins sem er nú
27,7 m2 en verður að hámarki 210 m2,
inndregin frá götulínu Austurstrætis um
minnst 238 cm, á göflum um 120 cm og á
bakhlið um 110 cm.
Leyfilegt yrði að setja burðarsúlur utar til að
tengjast burðarkerfi eldri byggingar og
salarhæð yrði aukin, úr 2,7 m í 3,2 m.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Traðarland 1 – Víkingur.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. nýjum upplýstum
gerfigrasvelli í stað núverandi vallar á svæði
A. Völlurinn yrði girtur af með fjögurra metra
hárri girðingu með þremur ljósamöstrum á
hvorri langhlið, lýsingu yrði beint inn á völl og
leitast við að lágmarka glýju gagnvart
umhverfinu.
Einnig gerir tillagan ráð fyrir sextíu og sjö
nýjum álagsstæðum á opnu svæði norð-
austan við núverandi íþróttahús ásamt því að
legu á almennum göngustíg verður breytt
lítillega.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
8:20 – 16:15, frá 15. febrúar til og með 29.
mars 2006. Einnig má sjá tillögurnar á
heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru
þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við tillögur-
nar skal skila skriflega eða á netfangið
skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingar-
sviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en
29. mars 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 15. febrúar 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri sem hér segir:
Nýbýlavegur 26, 01-0201, þingl. eig. Guðmundur Oddgeir Indriðason,
gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 21. febrúar 2006
kl. 11:00.
Sýslumaðurinn í Kópavogi,
14. febrúar 2006.
Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr.
Nauðungarsala