Morgunblaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í GREIN tveggja félagsráðgjafa í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var gætti að mínu mati mikils misskiln- ings á launastefnu Reykjavík- urborgar og þeim jafnréttismark- miðum sem samninganefnd borgarinnar hefur starfað dyggilega eftir í yfirstandandi samningalotu. Félagsráðgjafarnir eru eðlilega ósáttir við að ekki hefur enn tek- ist að ná kjarasamningi við félag þeirra, en samningar voru lausir 1. nóvember sl. Hinn 30. desember sl. var gerður kjarasamn- ingur milli Reykjavík- urborgar og félagsins. Þessi samningur var felldur í atkvæða- greiðslu með nær öll- um greiddum atkvæð- um. Til skýringar á niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar segja höf- undarnir tveir: „Fljótt var ljóst að tilboð borg- arinnar myndu hvorki skila félagsráðgjöfum leiðréttingu né veru- legri kjarabót á samn- ingstímanum.“ Í grein- inni höfða tvímenningarnir til jafnréttismarkmiða borgarinnar, m.a. með þessum orðum: „Enn síður virðast tilboðin hafa miðað að því að rétta hluta þeirrar kvennastéttar sem um ræðir, til jafns við karlastéttir innan borgarkerfisins með sambærilega langt háskólanám að baki, t.d. verk- fræðinga. ( ... ) Eru störf á sviði við- skipta og tækni verðmætari en störf sem lúta að því að efla mannauð og styrkja stöðu þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu?“ Kjör bætt á grundvelli starfsmats Þessar fullyrðingar um tilboð Reykjavíkurborgar og þann kjara- samning sem undirritaður var eru beinlínis rangar. Kjarninn í nálgun Reykjavíkurborgar í yfirstandandi samn- ingaviðræðum er stefn- an um launajafnrétti kynja. Þar er mark- miðið einmitt þetta: Að meta störf hefðbund- inna kvennastétta, eins og félagsráðgjafa, með sama hætti og hefð- bundinna karlastétta með sambærilega langt háskólanám að baki, og meta ábyrgð í umönn- unarstéttum til jafns við ábyrgð og álag sem getur falist í störfum á sviði tækni og fjár- málaumsýslu, sem talin er einkenna hefð- bundnar karlastéttir. Leiðin til þess er starfsmat. Félags- ráðgjöfum var boðinn samskonar kjarasamn- ingur og verkfræð- ingar og tæknifræð- ingar hafa samþykkt. Og það sem meira er, samkvæmt kjarasamningnum skyldi sá kjaramunur sem starfsmatið myndi leiða í ljós verða bættur strax og að fullu. Hvenær hefur það áður gerst að hefðbundinni menntaðri kvennastétt er boðin samskonar kjarasamningur og tæknifræðingum og verkfræðingum – og hvernig má það vera að slíkri tillögu að kjara- samningi hafi verið hafnað? Sem jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur- borgar verð ég að viðurkenna að ég taldi það sérstakan sigur í jafnrétt- isbaráttunni þegar félagsráðgjöfum var gert tilboð sem í engu var lakara en fyrirliggjandi nýgerður kjara- samningur við verkfræðinga. En mig skortir hugmyndaflug til að skilja afstöðu félagsráðgjafa nú og ég harma hana. Sannleikurinn er þessi:  Félagsráðgjöfum var boðinn ná- kvæmlega sami kjarasamningur og verkfræðingar og tæknifræðingar sömdu um. Af ástæðum sem ég skil ekki var þessum samningum hafnað  Grundvöllur þessara samninga er starfsmat, þar sem eiginleikum í störfum dæmigerðra kvennastétta er gefið sama gildi og eiginleikum dæmigerðra karlastétta.  Í öllum fræðum um launamisrétti kynja er starfsmatsleiðin, að upp- fylltum skilyrðum um kynhlutleysi, talin besta eða jafnvel eina leiðin til að ná markmiðum um að greiða jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambæri- leg störf þvert á kynskiptingu vinnu- markaðar, einkum hjá atvinnurek- endum sem hafa breiða flóru starfa. Starfmatsleiðin er ekki mjög þekkt hérlendis og framandi fyrir okkur flest, stéttarfélög og atvinnu- rekendur. Einhverra hluta vegna treystu félagsráðgjafar ekki þessari leið, sem þó er búin til svo hægt sé að ná þeim markmiðum sem grein- arhöfundar lýsa: að rétta hlut hefð- bundinna kvennastétta og færa kjör þeirra að kjörum í sambærilegum störfum karla. Félagsráðgjöfum var boðinn verkfræðingasamningur Hildur Jónsdóttir fjallar um jafnréttismarkmið í launa- stefnu Reykjavíkurborgar ’Kjarninn í nálg-un Reykjavík- urborgar í yf- irstandandi samninga- viðræðum er stefnan um launajafnrétti kynja.‘ Hildur Jónsdóttir Höfundur er jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. ÞAÐ fór aldrei svo að maður upp- lifði það ekki að vera fullkomlega sammála forstjóra Samherja hf., Þor- steini Má Baldvinssyni. Í viðtali á NFS fyrir skömmu sagði hann að sitt mesta áhyggjuefni um þessar mundir væri fólgið í versnandi kjör- um sjómannastétt- arinnar, en þessum áhyggjum deili ég full- komlega 100% með honum. Hann nefndi meira að segja sömu 20–30% tekjuskerð- inguna og mér og fleir- um hefur verið tíðrætt um undanfarin misseri. Vonandi vekja varnað- arorð Þorsteins sem þjóðþekkts at- hafnamanns meiri athygli en barlóm- ur okkar sem í forsvari erum fyrir samtök sjómanna. Ef að líkum lætur þá er Þorsteinn Már um þessar mundir að horfast í augu við vaxandi vandamál sem birtast í formi atgerv- isflótta úr atvinnugrein sem á undir högg að sækja um þessar mundir. Álagið á sjómennina okkar, samfara versnandi afkomu, er trúlega meira nú en nokkru sinni fyrr. Vaktavinna Nýverið var viðtal við fram- kvæmdastjóra Landssambands lög- reglumanna þar sem hann vísar í skýrslu sem felur í sér þá niðurstöðu að vegna aukins álags sem fylgir vaktavinnufyrirkomulagi sem lög- reglumenn búa við þá lifi þeir 13 ár- um skemur en aðrar starfsstéttir. Ekkert stendur mér fjær en að draga úr þeim grimma veruleika sem þessi lífsnauðsynlega stétt, lögreglan, lifir og hrærist í og efast reyndar ekki um að ýmsar aðstæður sem upp koma í starfi lögreglunnar hafi slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu hennar. Hitt er svo annað mál að ef draga skal fram þá starfsstétt sem lifir við það umfram allar aðrar, að hringlað sé fram og aftur með vinnutíma og þar með svokallaða „líkamsklukku“ þá eru þar fortakslaust sjómenn og þá sérstaklega fiskimenn. Það finnast ekki í nokk- urri stétt annarri fleiri menn, sem langt fyrir aldur fram eru búnir á því bæði á sál og líkama. Þetta staðfesta með óyggjandi hætti gögn um mun hærra hlutfall öryrkja meðal sjómanna þar sem hæst ber örorka v/stoðkerfissjúkdóma og geðraskana. Við aukið álag vegna vaktavinnu bætist í tilfelli sjómanna langar fjarvistir frá fjöl- skyldum og meiri slysahætta en fyr- irfinnst annars staðar. Mikið hefur veri rætt og ritað um gildi menntunar og að aukin menntun sé lykillinn að aukinni velsæld þjóðarinnar. Ég vil af því tilefni vekja athygli á því að trú- lega á engin atvinnugrein eins mikið undir því og sjávarútvegurinn að við hann starfi hæfir, reyndir og vel menntaðir einstaklingar á mjög góð- um launum. Munurinn á útveginum og öðrum greinum er ekki síst fólginn í því að sú þjálfun og hæfni sem gerir menn að góðum starfskrafti til sjós verður ekki kennd í skólum. Það tek- ur ekki skemmri tíma að ná fullkom- inni færni og afköstum sem sjómað- ur, heldur en það tekur stúdent að klára háskólanám, en eins og ég hef einhvern tíma sagt áður þá er of- framboð á fólki úr sumum greinum háskólanáms á meðan vaxandi skort- ur er á dugandi sjómönnum. Þeir sem ráða í þjóðfélaginu virð- ast hafa markað þá langtímastefnu að viðhalda þenslustiginu í þeim farvegi að gengi (ofur)krónunnar haldi áfram að vera úr öllum takti við gengi gjald- miðla okkar helstu viðskiptaþjóða og þar með grafið áfram undan afkomu sjávarútvegsins. Íslandi skal skipað í hóp þeirra ríkja sem byggja afkomu sína á fjár- málastarfsemi, alþjóðaviðskiptum og þjónustugreinum þar sem arðsem- isstigið er hátt og í takt við vaxandi menntunarstig þjóðarinnar. Gömlu undirstöðuatvinnuvegirnir s.s. sjáv- arútvegur og fiskvinnsla eru í hugum margra af okkar ráðamönnum hrein- lega lummó og ekki í takt við þá hugs- un sem nútíma Íslendingurinn á að tileinka sér. Jafnvel þeir sem auðg- uðust á grásleppuhrognum eru á þessari skoðun. Nútíma Íslendingurinn skal í fram- tíðinni hvergi svitna nema á líkams- ræktarstöðvum. Óskiljanlegt ástand Sem dæmi um þróun sem erfitt er að skilja fyrir venjulegt fólk má taka, að mönnum þótti til skamms tíma glæsilegur árangur þegar aflaskipið Vilhelm Þorsteinsson skilaði afla- verðmætum á einu ári upp á 1½ millj- arð sem gaf skipstjórunum tveimur sem drógu þessi geysilegu verðmæti á land einhverjar 15–17 milljónir í árstekjur. Nú tekur það hálfan mán- uð hjá KB banka að mynda hagnað upp á þennan eina og hálfa milljarð sem aflaskipið Vilhelm Þorsteinsson skilaði á heilu ári og bankastjórarnir í þessum helstu bönkum okkar hafa meiri laun á mánuði heldur en okkar mestu aflamenn hafa í árstekjur. Hvers konar dómadagssteypa er þetta eiginlega? Ég er sammála Þorsteini Má Árni Bjarnason fjallar um sjávarútvegsmál ’Álagið á sjómenninaokkar, samfara versnandi afkomu, er trúlega meira nú en nokkru sinni fyrr.‘ Árni Bjarnason Höfundur er forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Í ÁGÆTUM sunndagsþætti Val- dísar Gunnarsdóttur á Bylgjunni ekki alls fyrir löngu var viðmælandi henn- ar séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur. Þau fóru um víðan völl í spjalli sínu og meðal annars barst tal þeirra að stjórnmálum. Hjálm- ar lýsti því að í sínum huga snerust stjórnmál um að vinna hug- myndum sínum og skoðunum fylgi meðal kjósenda og mikilvægt væri að menn kæmust að niðurstöðu sem flest- ir væru sáttir með. Hann hélt áfram og sagði að þar sem marg- ir hugsuðu eins hugs- uðu menn fátt. Ég rita um Garðabæ enn og ávallt af því að mér þykir svo vænt um hann. Hér hefur Sjálf- stæðisflokkurinn stjórnað í fimmtíu ár. Reyndar er rangt að segja að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi ráðið, því í raun hefur fá- mennur hópur ráðið för en hinn almenni kjós- andi lítt komið að mál- um. Prófkjör afar fátíð og jafnan stillt upp á lista og þá því fólki sem hefur tilheyrt hópnum eða þeim sem hlýtt hafa skipunum þeirra. Sætur sigur eða hvað? Í vetur brá þó svo við að prófkjör var haldið hér í bæ. Niðurstaðan var ekki alveg eftir höfði klíkunnar en þó var Erling Ásgeirsson lýstur sig- urvegari prófkjörsins. Sigurinn var sætur sagði hann. En var hann eins sætur og menn viltu vera láta? Skoð- um málið. Forystumaðurinn fékk rúmlega fjörutíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Páll Hilmarsson fór gegn honum í fyrsta sætið og hlaut hann um þrjátíu prósent atkvæða í fyrsta og annað sætið. Báðir þessir menn hafa setið í bæjarstjórn, Erling í um tuttugu ár og Páll í fjögur. Skömmu síðar var haldið prófkjör í Kópavogi og Seltjarnarnesi. For- ystumenn þessara bæjarfélaga fengu um sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Hér munar miklu. Í bænum hafa þessi úrslit verið töluvert rædd og virðast menn á einu máli um að niðurstaða prófkjörsins sé áfell- isdómur á störf forystunnar í Garða- bæ. Niðurstaðan lýsi óánægju bæj- arbúa með stjórn bæjarins. Talað margt en hugsað smátt Staðreyndin er að hér ríkir hópur manna sem hugsar eins, en hugsar fátt svo vitnað sé í flokksbróður þeirra. Stjórn þeirra á bænum er oft hrokafull og einkennist af þröngsýni og sorglega lítilli sýn til framtíðar. Er þá sama hvort litið er til uppbygginga á sviði byggðar, skólamála eða íþróttamála. Reyndar hafa menn á orði að sýn þeirra og útsjónarsemi sé svo döpur að þeir eftirláti helst ýms- um vinahópum, fjárfestum og verk- tökum að stýra uppbyggingu bæj- arins. Nefna má í því samhengi uppbyggingu íþróttamannvirkja og ekki síður byggingasvæða svo sem bryggju- og Akrahverf- anna. Hið sama gildir um Urriðaholtið og næst er það miðbærinn. Þar sýnist mörgum vera í uppsiglingu eitt af meiriháttar skipu- lagsslysum seinni ára. Hér á sem fyrr gróða- sjónarmið fjárfesta og verktaka að ráð för. Hér skulum við fylgjast grannt með þróun mála, annars sitjum við uppi með steypuklessu sem líkjast mun Hamraborg Kópavogsbæjar eins og einn góður maður komst að orði. Æ sér gjöf til gjalda Margir urðu til þess að fagna prófkjöri sjálf- stæðismanna. Í bænum hófst víðtæk umræða um bæjarmál og fannst okkur þetta afar skemmtilegur tími og löngu tímabært að slík umræða færi fram. Ég er hins vegar ekki viss um að for- ystumennirnir hafi verið eins ánægð- ir. Því umræðan snerist að mestu um mistök þeirra við stjórn bæjarins og kom berlega í ljós að fólk úr öllum flokkum er ósátt. Þá var fólki mjög tíðrætt um kostnað einstakra þátt- takenda við prófkjörið en kostnaður sumra hleypur á milljónum króna. Sú spurning hlýtur að leita á fólk hver greiðir þennan kostnað? Margir draga það mjög í efa að það séu fram- bjóðendurnir sjálfir! Er hér kannski komin skýringin á eftirlátssemi for- ystumannanna við fjárfestana og verktakana? Ég skil þá spurningu eftir fyrir ykkur, lesendur góðir. Prófkjör eru umdeild, en eins og áður sagði góð til að efla bæjarvitund og lýðræðislega umræðu. Þau eru hins vegar slæm ef þau letja hinn venjulega mann til þátttöku í stjórn- málum. Það má aldrei verða svo að einungis auðmenn eða þeir, sem leggja fúslega allt í sölurnar, nái ár- angri í prófkjöri. Þessi þróun er víðar en í okkar bæ. Þessa þróun verða menn að stöðva. Að lokum vil ég enn hvetja menn til virkrar þátttöku í umræðum um bæ- inn okkar. Ég vil trúa því að með auk- inni umræðu okkar hins almenna bæjarbúa munum við eignast betri bæ. Einnig vil ég trúa því að með virkari þátttöku bæjarbúa um mál- efni bæjarins komist fleiri að þeirri skoðun að nauðsynlegt er að hleypa nýju fólki að við stjórnun bæjarins. Garðabær – enn og ávallt Eyjólfur Bragason fjallar um sveitarstjórnarmál ’Það má aldreiverða svo að ein- ungis auðmenn eða þeir, sem leggja fúslega allt í sölurnar, nái árangri í prófkjöri.‘ Eyjólfur Bragason Höfundur er áfangastjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla. ÞAÐ var glæsilegt prófkjörið hjá okkur Samfylkingarfólki um síðustu helgi. Mikil þátttaka sýndi að fjöldi borgarbúa lætur það sig varða hvaða liði verður stillt upp í baráttunni um borgina í vor. Um leið og ég óska Dagi B. Eggertssyni til hamingju með glæsilegt kjör í 1. sætið, vil ég þakka honum og Stefáni Jóni Hafstein fyrir drengilega baráttu, sem var þeim til sóma. Margir frambjóðendanna í prófkjörinu náðu framúrskarandi árangri. Kjósendum í prófkjörinu þakka ég traustið en þótt hærra væri stefnt, náðist betri árangur en ýmsar spár bentu til. Það er vösk sveit sem valist hefur til að leiða félagshyggjufólk í Reykjavík í áframhaldandi vinnu okkar að því að gera höfuðborg- ina okkar sem búsældarlegasta. Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Gott prófkjör – sterkur listi Höfundur er borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.