Morgunblaðið - 15.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 11
FRÉTTIR
HJÁLPARSTARF kirkjunnar tók í gær við rúmum 8
milljónum króna frá fulltrúum tónlistarfólks og aðstand-
endum söfnunarinnar „Hjálpum þeim“. Framlagið verð-
ur sent til Pakistan þar sem Alþjóðaneyðarhjálp kirkna,
ACT, heldur áfram neyðar- og uppbyggingarstarfi þrátt
fyrir erfiðar aðstæður.
Alls voru 10 þúsund diskar gefnir út fyrir jólin og seld-
ust þeir upp á nokkrum dögum. Upplagið skilaði um 10
milljónum króna en af því er greiddur 24,5% virð-
isaukaskattur til hins opinbera. Hjálparstarf kirkjunnar
hér á landi fær ekki fasta styrki frá ríkinu. Til sam-
anburðar nemur styrkur norska ríkisins til Hjálparstarfs
kirkjunnar þar í landi um 56% af heildarveltu samtak-
anna eða sem nemur 354 milljónum norskra króna.
Þegar hefur verið gefið út 4 þúsunda diska viðbót-
arupplag af „Hjálpum þeim“ og mun söluandvirði þess
einnig renna til hjálparstarfsins. Þá hafa höfundar lags-
ins, Axel Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson, ákveðið að
gefa höfundarlaun sín til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Shabana Zaman, pakistönsk kona búsett hér á landi,
veitti framlaginu móttöku fyrir hönd pakistönsku þjóð-
arinnar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjálparstarfi
kirkjunnar.
„Hjálpum þeim“ skilar 10 millj-
ónum til hjálparstarfs í Pakistan
Morgunblaðið/Sverrir
2 milljónir af söfnunarfénu fara í virðisaukaskatt til ríkissjóðs
Gunnar Ingi Sigurðsson, Maríanna Friðjónsdóttir, Páll B. Baldvinsson, Shabana Zaman, Axel Einarsson og Einar
Karl Haraldsson við afhendingu söfnunarfjárins sem nýtast mun í neyðar- og uppbyggingarstarf í Pakistan.
SVEINN Guðmarsson fréttamaður
sagði á fundi Heimdallar og Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna um
árekstur menningarheima í kjölfar
birtinga skopmynda á Múhameð, að
birting Jótlands-póstsins á skop-
myndunum af Múhameð spámanni
hefði verið óábyrg þar sem vitað væri
að þetta myndi falla í grýttan jarðveg
hjá múslímum. Miklir fordómar
væru í Danmörku gagnvart múslím-
um og margir Danir teldu múslíma
vera lægra setta þjóðfélagsþegna og
því hefði þetta ekki verið skynsam-
legt.
Sveinn taldi það aftur á móti sterk-
an leik hjá Anders Fogh Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur, að af-
saka ekki myndbirtingarnar á þeim
grundvelli að það væri ekki á hans
ábyrgð, en spurði svo í leiðinni hvort
það sama hefði verið upp á teningn-
um ef skopmyndirnar hefðu verið af
gyðingum, en sagðist raunar efast
um það.
Sveinn taldi að það væri ekkert
vafamál að myndbirtingarnar hefðu
sært múslíma og benti á í því sam-
hengi að í múslímalöndum er íslam
mjög tengt samfélaginu, mun meira
en kristni gerir í Vesturlöndunum.
Þess vegna vilja margir meina að
þessi deila sé ekki á milli trúarhópa
heldur menningarhópa, Vesturlönd
gegn íslam. Öfgahópar í Mið-Aust-
urlöndum hafi risið upp og staðið fyr-
ir mótmælum og skemmdarverkum
á sendiráðum og sagði það athygl-
isvert að í löndum á borð við Sýrland
og Jórdaníu séu þessar aðgerðir
leyfðar, þar sem mótmæli væru yf-
irleitt bönnuð.
Jón Baldvin sagði Bush
hættulegan öfgamann
Jón Baldvin gagnrýndi George W.
Bush Bandaríkjaforseta harðlega
fyrir innanríkisstefnu sína og taldi
hann vera stórhættulegan öfga-
mann. „Núverandi stjórnvöld í
Bandaríkjunum eru fulltrúar últra
hægriafla, öfgakenndra hægri skoð-
ana, sem endurspeglar minnihluta
þjóðarinnar en hafa verið meira og
minna allsráðandi á undanförnum
árum. Innanríkispólitík Bush er
þannig að hún myndi flokkast langt
hægra megin við Le Pen í Frakk-
landi. Í Evrópu myndi Bush teljast
hægri öfgamaður og stórhættuleg-
ur.“
Jón Baldvin taldi enn fremur að
höfuðáherslur Bush í samskiptum
sínum við umheiminn væru á hern-
aðarlausnir, og hann féllist ekki á að
hernaðarvald Bandaríkjanna megi
þvinga, hindra eða hefta með al-
þjóðasamningum eða skuldbinding-
um alþjóðasamfélags. Bush-kenn-
ingin áskildi sér rétt til að beita
ofbeldi til að verja hagsmuni Banda-
ríkjanna. Þetta væri tungumál trú-
aðra öfgahópa í Suðurríkjum Banda-
ríkjanna, sem skiptir heiminum í
svart og hvítt, gott og vont og boðar
að uppræta hið illa með valdi, líkt og
krossferð. Jón Baldvin sagði að ungir
múslímar upplifðu þessa krossferð í
gegnum Ísrael, Palestínu og innrás-
ina í Írak. Þessi ungmenni upplifðu
það að Ísrael væri skjólstæðingur
Bandaríkjanna. Í stjórnartíma Bush
hefðu Bandaríkin í raun og veru yf-
irgefið þá stefnu Bandaríkjanna um
að leita friðar í deilu Ísraels og Pal-
estínu. Bush hefði dregið taum Ísr-
aels, þar sem hann ætti sálufélaga,
leiðtogar öfgahægri aflanna, Líkúd
bandalagið. Það væru því ekki bara
öfgahópar í múslímasamfélaginu.
Ritstjóra JP vandi á höndum
Aðspurður hvort Jótlands-póstur-
inn ætti að birta skopmyndir af hel-
förinni gegn gyðingum, sem birta á í
írönsku blaði, sagði Sveinn að rit-
stjóra JP væri mikill vandi á hönd-
um. Hann sagði að þetta væri mikill
prófsteinn fyrir vestræna fjölmiðla
þar sem íranska blaðið væri að at-
huga hversu annt um málfrelsið þeim
er í raun og veru. Hins vegar bentu
margir Vesturlandabúar á að ekki
væri hægt að bera saman skopmynd-
ir af mannlegum harmleik sem snerti
milljónir manna persónulega og trú.
Deila á milli menningar-
hópa – ekki trúarhópa
Morgunblaðið/Ómar
Sveinn Guðmarsson og Jón Baldvin Hannibalsson.
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
SETTUR verður á fót vinnuhóp-
ur skipaður fulltrúum 22 stofn-
ana og samtaka til að undirbúa
viðbúnað vegna hugsanlegs
heimsfaraldurs inflúensu. Í hon-
um eiga sæti: Ríkislögreglustjóri,
sóttvarnalæknir, Almannavarna-
ráð, Brunamálastofnun, Bænda-
samtökin, Fangelsismálastofnun,
Flugmálastjórn, Landhelgisgæsl-
an, landlæknir, Neyðarlínan,
Póst- og fjarskiptastofnun, Rauði
kross Íslands, Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, Samtök at-
vinnulífsins, Samtök fyrirtækja í
öryggisgæslu/ -vörslu, Siglinga-
málastofnun, Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins, Slysavarna-
félagið Landsbjörg, Tollgæslan,
Vegagerðin, yfirdýralæknir og
þjóðkirkjan.
Hlutverk hópsins verður að
styrkja enn frekar viðbragð-
sáætlanir hér á landi. Ríkislög-
reglustjóri og sóttvarnalæknir
eiga að mynda stýrihóp til að
skilgreina verkefni og hlutverk
samstarfsaðila og setji starfinu
tímamörk. Komið verður upp
nýju upplýsingakerfi í Samhæf-
ingarstöðinni í Skógarhlíð sem á
að ráða við það mikla magn upp-
lýsinga sem þarf að taka á móti
og vinna úr.
Stór vinnuhópur
undirbýr viðbrögð
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gær að verja 56
milljónum króna til að efla við-
búnað sóttvarnalæknis og al-
mannavarna vegna mögulegrar
hættu á heimsfaraldri inflúensu.
Heilbrigðisráðherra og dómsmála-
ráðherra kynntu á fundinum til-
lögur um viðbrögð, aðgerðir og
fjárframlög komi til heimsfarald-
urs inflúensu.
,,Við höfum verið að undirbúa
okkar viðbrögð undanfarna mán-
uði og höfum rætt þetta í rík-
isstjórninni,“ segir Jón Kristjáns-
son heilbrigðisráðherra. Hann
segir að fara þurfi yfir tækjabúnað
og lyfjabirgðir sem til eru í land-
inu sem hugsanlega kalli á frekari
útgjöld, en m.a. er talið að árs-
birgðir af svonefndum dreypilyfj-
um þurfi að vera til staðar í land-
inu. Jón sagði meginatriði að
styrkja embætti sóttvarnalæknis
og almannavarna svo þau geti eflt
viðbúnað sinn. ,,Ég tel ábyrgðar-
leysi að undirbúa ekki málið en
auðvitað vona ég það besta. Það
hafa þó komið upp fleiri tilfelli í
fleiri löndum að undanförnum og
það er því ekkert vit í öðru fyrir
okkur en að búast um hérna.“
Tillögurnar sem samþykktar
voru í gær taka á fjórum þáttum.
Þar er í fyrsta lagi um að ræða
viðbúnað og samvinnu margra að-
ila m.a. með skipun vinnuhóps.
Fjölga á starfsmönnum hjá sótt-
varnalækni og almannavarnardeild
ríkislögreglustjóra.
Þá var samþykkt að auka fjár-
veitingu vegna rannsókna á fugl-
um. Slíkar rannsóknir eru unnar í
samstarfi yfirdýralæknis og sótt-
varnalæknis. Þetta er gert til að
tryggja að berist fuglaflensan
hingað með farfuglum uppgötvist
það svo fljótt sem auðið er þannig
að tryggja megi eftir mætti að
smit berist ekki í alifugla og/eða
menn.
Veirurannsóknastofa Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss hefur að-
stöðu og öryggisbúnað til að
greina hættulegar veirur. Til að
tryggja þann þátt enn frekar sem
snýr að dýrum hefur verið unnið
að undirbúningi að nýrri krufn-
ingar- og rannsóknaraðstöðu fyrir
fugla á Tilrauna- og rannsókna-
stöðinni á Keldum.
Útboð á dreypilyfjum
Viðbrögð og aðgerðir snúa í
öðru lagi að lyfjamálum. Alþingi
hefur þegar samþykkt lög um
neyðarframleiðslu á lyfjum hér á
landi. Gerðar hafa verið áætlanir
um byggingu dreypilyfjaverk-
smiðju og nú er unnið að útboði á
dreypilyfjum og uppsetningu á
birgðageymslu þar sem geymdar
yrðu að minnsta
kosti ársbirgðir
af lyfjunum.
Þetta er gert til
að fá raunhæfan
kostnaðarsaman-
burð.
Þegar eru til í
landinu um
90.000 meðferð-
arskammtar af
inflúensulyfjum. Ákveðið hefur
verið að fjölga um 30.000 skammta
og kaupa aðra tegund af lyfi. Þetta
er gert ef hugsanlega kæmi upp sú
aðstaða að inflúensuveiran byggði
sér upp ónæmi fyrir öðru hvoru
lyfinu.
Bjóða út tryggingu
Fram kemur í fréttatilkynningu
heilbrigðisráðuneytis að hugmynd-
ir um sameiginlega norræna bólu-
efnaverksmiðju virðist komnar því
sem næst á byrjunarreit vegna
ákvörðunar Svía um að athuga
fyrst sérlausn, þ.e. byggingu bólu-
efnaverksmiðju í Svíþjóð. „Með
hliðsjón af þessu m.a. hefur verið
ákveðið að bjóða út tryggingu fyr-
ir Íslendinga. Tryggingin byggist
á árlegu iðgjaldi og forgangi að
300.000 skömmtum af bóluefni
strax og tekist hefur að framleiða
það, ef heimsfaraldur inflúensu fer
af stað. Einnig hefur verið ákveðið
að bólusetja alla áhættuhópa ár-
lega gegn árstíðabundinni inflú-
ensu til að auka mótstöðu þjóð-
arinnar almennt gegn inflúensu-
veirum,“ segir í samantekt um
aðgerðirnar.
Ríkisstjórnin samþykkti í þriðja
lagi tillögur um fræðslu, æfingar
og upplýsingar vegna hugsanlegs
inflúensufaraldurs. Þegar hafa
verið haldnar tvær æfingar. Önnur
tengdist útbreiðslu bólusóttar. Hin
æfingin tengdist útbreiðslu inflú-
ensu og var Samhæfingarstöðin í
Skógarhlíð virkjuð í tengslum við
æfinguna. Sóttvarnalækni og rík-
islögreglustjóra er gert að fylgjast
náið með framvindunni hvað varð-
ar útbreiðslu fuglaflensunnar og
hugsanlega stökkbreytingu, sem
gæti leitt af sér heimsfaraldur.
Þeir skulu meta á hvaða tíma-
punkti sé eðlilegt og æskilegt að
hefja útgáfu fræðsluefnis til al-
mennings og æfingar eftir því sem
við á.
Kaupa einnota hlífðarfatnað
Loks hefur verið ákveðið að
kaupa mikið magn af einnota hlífð-
arfatnaði til að tryggja öryggi
starfsfólks á heilbrigðisstofnunum
og í sjúkraflutningum. Einnig er
reiknað með að fjölga enn frekar
öndunarvélum, en nú eru til 64
slíkar vélar í landinu.
Ríkisstjórnin samþykkir tillögur um að-
gerðir vegna heimsfaraldurs inflúensu
56 milljónum var-
ið í viðbúnaðinn
Jón Kristjánsson