Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 1
„ÉG er bjartsýnn á að okkur tak-
ist að leysa þetta; það þýðir ekk-
ert annað en að vera bjartsýnn en
auðvitað er þetta engin óskastaða
fyrir okkur,“ sagði Geir H.
Haarde utanríkisráðherra eftir
fund viðræðunefnda Íslands og
Bandaríkjanna um framtíð varn-
arsamstarfs ríkjanna í gær.
Nefndirnar funduðu í fyrradag
og í gær og hélt bandaríska
nefndin heim vestur um haf síð-
degis. Mark Pekala varaað-
stoðarutanríkisráðherra sagði að
bandarísk stjórnvöld væru að
vinna að áætlun um varnir Íslands
í samræmi við varnarsamning
ríkjanna frá árinu 1951.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra sagði að ekkert nýtt
hefði komið fram í viðræðunum.
Það yrði fyrst eftir mánuð sem
eitthvað nýtt kæmi fram. Eftir
það gætu Íslendingar fyrst ráð-
fært sig við önnur ríki NATO ef
niðurstaða fengist ekki með
Bandaríkjamönnum. | 11
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Engin óska-
staða en
bjartsýnn
Bandaríska sendinefndin hélt heim á leið í gær. Fremst er Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna.
STOFNAÐ 1913 89. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Skútuleiga við
strönd Tyrklands
Íslensk hjón ætla að gera áhugamálið
að atvinnurekstri | Daglegt líf
Lesbók | Þessi eyru hafa svo margt heyrt Úr sporunum
spretta Börn | Efnilegir karatekrakkar Sveitasögur Íþróttir |
Gunnar Þór samdi við Hammarby Byrjaði með Robson
GEFNAR hafa verið yfirlýsingar á fundum sem
bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur átt með
forráðamönnum bankakerfisins að undanförnu,
um að aukin varfærni verði sýnd á komandi tíð.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dav-
íðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðla-
bankans, í erindi sem hann flutti á ársfundi
bankans í gær.
„Enn sem komið er heldur þó útlánaaukn-
ingin áfram á fyrstu mánuðum þessa árs og það
á meiri hraða en árið 2004,“ sagði Davíð. Þær
skýringar eru gefnar á þessu misræmi orða og
athafna, að það taki tíma að tæma loforðin í út-
lánapípunum. Seðlabankinn treystir því enn að
áform um breytingar til hins betra gangi eftir,
enda er mikið í húfi.“
Davíð sagði að breytingar á starfsemi og
stefnu bankanna leiddu til þess að þeir yrðu
næmari fyrir áföllum sem ættu upptök sín á er-
lendum mörkuðum. „Við höfum að undanförnu
fengið smjörþefinn af slíku. Vissulega er margt
af því sem fram hefur komið í margfrægum
skýringum erlendra greiningardeilda missagt
og annað byggt á misskilningi, röngum upplýs-
ingum og í undantekningartilfellum á augljósri
andúð á íslenskum bönkum og starfsemi þeirra.
Allt slíkt verður að harma og jafnvel fordæma
þar sem tilefni eru til.“
Efla þarf eftirlitsstofnanir
Fram kom í máli Davíðs að það væri áhyggju-
efni að eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði hér
á landi, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn,
hefðu ekki styrkst í takt við hratt stækkandi
fjármála- og bankaviðskipti. Tryggja þyrfti að
eftirlitsstofnanirnar gætu keppt um hæfan
mannskap til að sinna þeim verkefnum sem lög
kvæðu á um. „Íslensku bankarnir hafa góðan
skilning á því að það hefur grundvallarþýðingu
fyrir álit matsfyrirtækja og erlendra greining-
ardeilda, að stofnanir á borð við Seðlabanka og
Fjármálaeftirlit séu taldar öflugar og trúverð-
ugar,“ sagði Davíð.
Staða bankakerfisins traust
Davíð sagði að innri staða íslenska bankakerf-
isins væri mjög traust og það uppfyllti ströng-
ustu kröfur sem gerðar væru til þess. „Á hinn
bóginn á að taka þá atburðarás sem við höfum
upplifað síðan í nóvember mjög alvarlega. Sníða
þarf af íslenska bankakerfinu þá annmarka sem
erlendir álitsgjafar hnjóta aftur og aftur um,
jafnvel þótt þeir annmarkar séu iðulega mikl-
aðir og oftúlkaðir. Hægja þarf á vexti útlána
eins og lofað hefur verið. Bæta þarf verulega
upplýsingagjöf einstakra fjármálastofnana og
til álita kemur sameiginlegt átak allra aðila í
þeim efnum. Forðast þarf í því sambandi hvers
konar skrum sem lítið skilur eftir,“ sagði Davíð
Oddsson.
Útlánaaukningin fyrstu mánuði ársins heldur áfram á meiri hraða en árið 2004
Eftirlitsstofnanir styrkist
í takt við fjármálamarkað
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
JACQUES Chirac, forseti Frakklands, til-
kynnti landsmönnum í sjónvarpsávarpi í
gærkvöldi að hann myndi skrifa undir
breytta útgáfu afar umdeildrar atvinnulög-
gjafar.
Óhætt er að segja að Frakkar hafi beðið
með óþreyju eftir því hvort forsetinn stað-
festi lögin, en mótmæli gegn þeim héldu
áfram í miðborg Parísar þegar tilkynningin
lá fyrir.
Auðvelda umrædd lög atvinnurekendum
að reka starfsmenn sem eru 26 ára og yngri
á fyrsta ári starfssamnings, en franskur at-
vinnumarkaður þykir afar ósveigjanlegur.
Nam reynslutímabilið tveimur árum í
fyrri útgáfu laganna, en í nýju útgáfunni er
einnig kveðið á um að atvinnurekendum
beri að gefa upp ástæðu fyrir uppsögn.
Sagði Chirac í ávarpinu í gær að hann
hefði samþykkt lögin í breyttri útgáfu
vegna þess að hann teldi að þau gætu dreg-
ið úr miklu atvinnuleysi á meðal ungs fólks í
Frakklandi og vegna þess að hann hefði
heyrt „áhyggjur ungs fólks og foreldra
þess“ vegna fyrrnefndra ákvæða.
Andstæðingar laga óánægðir
Fátt bendir til að breytingarnar hafi
mildað reiði andstæðinga laganna sem hafa
lýst yfir óánægju sinni með undirskrift for-
setans.
Meðal þeirra var Bernard Thibault, leið-
togi CGT, eins stærsta verkalýðsfélags
landsins, sem sagði að ekki yrði hvikað frá
fyrirhuguðum mótmælum gegn þeim á
þriðjudag.
Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra var
ósammála og sagði undirritunina „viturlega
ákvörðun“.
Chirac
staðfestir
umdeilda
löggjöf
Reuters
Franskir námsmenn hlýða á Chirac.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kaupmannahöfn. AFP. | Amr Moussa,
framkvæmdastjóri Arababanda-
lagsins, sakaði í gær dönsk stjórn-
völd um að hafa í kjölfar skop-
myndamálsins svokallaða komið
fram við múslimaheiminn líkt og
múslimar „væru bjánar“ .
Moussa sagði einnig að þau rök
sem Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, hefði
fært fyrir tjáningarfrelsinu hefðu
verið „mjög slæm“. Vísaði Moussa
þar m.a. til þeirrar yfirlýsingar
Rasmussens að
ekki væri hægt
„að semja“ um
tjáningarfrelsið,
stuttu eftir að
hann neitaði að
taka á móti
sendinefnd
sendiherra ísl-
amskra ríkja,
sem vildi lýsa yf-
ir áhyggjum sínum vegna skop-
myndanna af Múhameð spámanni.
Taldi Moussa að enginn meðlim-
ur Arababandalagsins hefði sann-
færst um ágæti þessarar rök-
semdafærslu.
„Við styðjum allir frelsi og rétt-
inn til að tjá sig … en reynum að
minnsta kosti að skilja hver ann-
an,“ sagði Moussa.
„Ekki gera grín að mér og ekki
koma fram við mig eins og ég sé
bjáni. Hættið að koma fram við
múslimaheiminn eins og við séum
bjánar, í nafni tjáningarfrelsisins.“
„Við erum ekki bjánar“
Amr Moussa
Lesbók, Börn og Íþróttir