Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EFLA ÞARF EFTIRLIT
Eftirlitsstofnanir á fjármálamark-
aði hérlendis hafa ekki styrkst í takt
við hratt vaxandi fjármála- og
bankaviðskipti. Þetta kom fram í
máli Davíðs Oddssonar seðla-
bankastjóra á ársfundi bankans í
gær og segir hann að efla þurfi þess-
ar stofnanir og tryggja að þær hafi
hæfan mannskap til að sinna verk-
efnum sem lög kveða á um.
Rætt um varnarsamstarf
Viðræðunefndir íslenskra og
bandarískra yfirvalda um framtíð
varnarsamstarfs landanna ræddust
við í gær. Bandarísk stjórnvöld eru
að vinna að áætlun um varnir Ís-
lands í samræmi við varnarsamning-
inn frá 1951. Engin óskastaða, sagði
Geir H. Haarde eftir fundinn en
kvaðst bjartsýnn á lausn.
Jaruzelski saksóttur
Saksóknarar í Póllandi gáfu í gær
út ákæru á hendur Wojciech Jaru-
zelski hershöfðingja, fyrrverandi
leiðtoga kommúnistastjórnarinnar í
landinu, fyrir að hafa sett herlög ár-
ið 1981 í því augnamiði að brjóta lýð-
ræðishreyfingu verkafólks, Sam-
stöðu, á bak aftur.
Tugir fórust í Íran
Að minnsta kosti sjötíu manns
biðu bana þegar þrír öflugir jarð-
skjálftar skóku vesturhluta Írans
snemma í gærmorgun.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 56
Fréttaskýring 8 Vesturheimur 58
Úr verinu 12 Fermingar 59/61
Viðskipti 16 Kirkjustarf 62/63
Erlent 20/24 Minningar 64/73
Minn staður 26 Myndasögur 78
Árborg 26 Dagbók 78/81
Suðurnes 28/29 Víkverji 78
Akureyri 30 Velvakandi 79
Landið 30 Leikhús 82
Menning 32/33 Menning 82/89
Daglegt líf 34/37 Bíó 86/89
Umræðan 38/57 Ljósvakamiðlar 90
Forystugrein 46 Staksteinar 91
Íslenskt mál 56 Veður 91
* * *
Kynning - Morgunblaðinu fylgir kynn-
ingarblað frá Geðhjálp.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum.
Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða
skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða
önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á
síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og
fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Voltaren Dolo
fljótvirkt, bólgueyðandi verkjalyf
ENGIN knýjandi ástæða er fyrir Ís-
lendinga til að ganga í Evrópusam-
bandið en sterk rök mæla gegn því að
lögð verði fram umsókn um aðild að
sambandinu, að því er fram kom í máli
Geirs H. Haarde utanríkisráðherra á
ráðstefnu sem fram fór í gær undir yf-
irskriftinni EES-samningurinn í nú-
tíð og framtíð. Geir sagði að Íslend-
ingar ættu engu að síður ríkra
efnahagslegra og pólitískra hags-
muna að gæta í Evrópu og þyrftu að
eiga náin samskipti við aðildarríki
ESB.
Geir benti á að íslenskur efnahagur
hefði staðið styrkum fótum þrátt fyrir
að Íslendingar stæðu utan ESB. Ein
ástæða velgengni Íslendinga væri að-
ild þeirra að EES-samningnum. Að
vísu veitti samningurinn Íslendingum
ekki rétt til þátttöku í pólitískum
ákvörðunum um samninginn sem
teknar væru innan ESB, en slíkt hefði
heldur aldrei staðið til.
Hann sagði að þeir sem vildu að Ís-
lendingar sæktu um Evrópusam-
bandsaðild bentu gjarnan á að þjóðin
sæti ekki við sama borð og ESB-ríki
þegar kæmi að ákvarðanatöku. Hinir
sömu fullyrtu einnig að aðrir veikleik-
ar væru á EES-samningnum. Rök
hefðu verið færð fyrir því að vegna
þess að EES-samningurinn væri
veikbyggður yrðu Íslendingar að
ganga í ESB. „Ég veit ekki til þess að
nokkrum manni hafi tekist að sýna
fram á með hvaða hætti þessi meinti
veikleiki á að hafa skaðað íslenska
hagsmuni,“ sagði Geir.
Undanþágur ekki í boði
Geir sagði að lítill pólitískur ágrein-
ingur hefði verið um EES-samning-
inn hér á landi þegar hann var gerður
og hið sama gilti enn í dag. „Aðild að
Evrópusambandinu er ekki og hefur
aldrei verið rædd af neinni alvöru í ís-
lenskum stjórnmálum,“ sagði Geir.
Hann sagði einnig að þær fullyrðingar
væru rangar, að Íslendingum stæði til
boða að fá varanlegar undanþágur frá
þáttum á borð við hina sameiginlegu
fiskveiðistefnu ESB, yrðu samninga-
viðræður við sambandið hafnar.
„Sumir segja að matarverð myndi
lækka hér á landi ef við gengjum í
ESB og almenningur myndi njóta
góðs af þeim lækkunum,“ sagði Geir.
Íslendingar þyrftu hins vegar ekki að
ganga í ESB til þess að lækka mat-
arverð, heldur gætu þeir gripið til eig-
in ráða í þessum efnum, svo sem með
lækkun skatta, tolla og afnámi ann-
arra innflutningshafta. Líklegt væri
að breytingar sem þessar ættu eftir
að eiga sér stað fyrir tilstilli Heims-
viðskiptastofnunarinnar.
Þá væri því haldið fram að vextir
myndu lækka hér á landi gerðust Ís-
lendingar aðilar að ESB og tækju upp
evru. „Það er auðvitað ljóst að af því
hlýst kostnaður fyrir lítið hagkerfi að
reka sjálfstæðan gjaldmiðil. Vextir
hafa alltaf verið hærri á Íslandi en í
flestum ríkjum ESB, svo dæmi sé tek-
ið,“ sagði Geir.
Geir H. Haarde ræddi stöðu EES-samningsins á ráðstefnu í gær
Ekkert knýr á um
aðild Íslendinga að ESB
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Geir H. Haarde ræddi um EES-
samninginn í nútíð og framtíð á
ráðstefnunni í gær.
SLÖKKVILIÐIÐ á höfuðborg-
arsvæðinu var kallað út á Fram-
nesveg í gærkvöldi vegna bifreiðar
sem stóð þar í björtu báli. Talið er
að kveikt hafi verið í bifreiðinni
sem talin er ónýt eftir brunann.
Í fyrstu var talið að eldurinn væri
uggvænlega nálægt húsum en hann
barst þó ekki í þau og var slökkvi-
liðið skamma stund að slökkva í
ökutækinu. Lögreglan í Reykjavík
er með málið til rannsóknar.
Ljósmynd/Sigurður Jónas Eggertsson
Bíll í björtu báli
VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug-
velli hefur með bréfi sínu til Hita-
veitu Suðurnesja sagt upp við-
skiptasamningi sínum við hita-
veituna með 180 daga fyrirvara.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja, hefur óskað eftir við-
ræðum við fulltrúa Varnarliðsins
enda sé umræddur fyrirvari byggð-
ur á samningi frá árinu 1980 sem
margsinnis hefur verið breytt.
Varnarliðið keypti á síðasta ári
vatn af hitaveitunni fyrir um 600
milljónir kr. og hafa viðskiptin
minnkað á liðnum árum. Þegar þau
voru sem mest fyrr á árum námu
þau rúmlega 1 milljarði á núvirði.
Viðskiptin er nú um 12% af heildar-
viðskiptum hitaveitunnar. | 28
Varnarliðið segir
upp samningi
MENNTASKÓLINN í Reykjavík
bar sigur úr býtum í Morfís,
mælsku- og rökræðukeppni fram-
haldsskólanna. Úrslitin fóru fram í
gærkvöld í Háskólabíói og öttu þar
kappi lið MR og Menntaskólans við
Hamrahlíð.
Eftir úrslitakeppnina lá einnig
fyrir hver hreppti titilinn ræðu-
maður Íslands. Var það Halldór Ás-
geirsson, sem var stuðningsmaður
MH.
Umræðuefni í úrslitakeppninni
var frelsi einstaklingsins og sagði
Hildur Björnsdóttir, formaður
keppninnar, að hart hefði verið
barist í úrslitaviðureigninni sem
lauk laust fyrir miðnættið.
Morgunblaðið/ÞÖK
MR sigraði í Morfís
ÞAU Ína Valgerður Pétursdóttir og
Snorri Snorrason keppa til úrslita í
Idol-Stjörnuleit næsta föstudags-
kvöld. Það var Bríet Sunna Valde-
marsdóttir sem féll úr keppni eftir
símakosningu í undanúrslitaþætt-
inum sem fram fór í gærkvöld.
Ína Valgerður
og Snorri í úrslit