Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝ BÓK EFTIR HUGLEIK DAGSSON (Vínylplata eða geisladiskur (þú ræður) með Hugleiki og Benna Hemm Hemm fylgir bókinni) Fermið okkur S TU D IO B ILITY VALINN maður verður í hverju rúmi við gerð myndarinnar The Journey Home en ljóst er að að- alframleiðandi hennar, Steven Haft, vinnur af miklum metnaði. Þetta er haft eftir Ólafi Jóhanni Ólafssyni í fréttatilkynningu vegna myndarinnar, en myndin er gerð eftir skáldsögu hans, Slóð fiðrildanna, sem kom út árið 1999. Fram hefur komið að banda- ríska leikkonan og Ósk- arsverðlaunahafinn Jennifer Connelly skrifaði nýverið undir samning um að fara með aðal- hlutverk í myndinni, en tökur á henni hefjast í ágúst og standa fram í október. Myndinni er leikstýrt af hinni margverðlaunuðu leikkonu Liv Ullman, sem skipti fyrir nokkru um vettvang innan kvikmynda- gerðarinnar og tók að leikstýra. Hún hefur leikstýrt fimm mynd- um, meðal annars Trölose, sem var tilnefnd til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna, að því er fram kemur í fréttatilkynning- unni. Ullman er forseti Sam- bands evrópskra kvikmyndaleik- stjóra. Aðalleikkonan, Connelly, er sem stendur við tökur á kvik- myndinni The Black Diamond í Suður-Afríku, þar sem hún fer með aðalhlutverk á móti Leon- ardo di Caprio. Hún er þekktust fyrir leik sinn í myndinni A Beautiful Mind, þar sem hún lék á móti Russel Crowe og hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Frá árinu 1984 hefur Connelly leikið í tæp- lega þrjátíu kvikmyndum. Segir í tilkynningunni að myndir hennar hafi í kvikmyndahúsum skilað um 800 milljónum Bandaríkjadala og sé Connelly í hópi eftirsóttustu leikkvenna sinnar kynslóðar „Þrjú ár eru frá því að vinna hófst við að gera Slóð fiðrildanna að kvikmynd. Leikstjórinn, Liv Ullman kom til Íslands í fyrra til að kynna sér sögusvið og að- stæður og sagði við það tækifæri að lestur bókarinnar hefði haft mikil áhrif á sig. Tveimur árum fyrr hafði henni boðist að leik- stýra myndinni og afráðið eftir nokkra umhugsun að skrifa sjálf kvikmyndahandritið. Það gerði hún í samráði við Ólaf Jóhann.“ Kostnaðaráætlun innan við milljarður króna Fram kemur í fréttatilkynn- ingunni að endanlegur undirbún- ingur að kvikmyndatökum er hafinn og fjármögnun mynd- arinnar að komast á lokastig. „Kostnaðaráætlun hljóðar upp á innan við milljarð íslenskra króna og framleiðslan er sam- starfsverkefni framleiðslufyr- irtækja og fjárfesta frá nokkrum löndum.“ Þar segir að sagan gerist á Bretlandi og á Íslandi og styttist í endanlegar ákvarðanir um töku- staði myndarinnar. Sama á við varðandi aðra leikara og kvik- myndagerðarfólk sem kallað verður til. Hefur aðalframleið- andi myndarinnar, Steven Haft, ráðið Luciönu Arrighi til að stýra listrænu útliti myndarinnar, en hún hlaut m.a. Óskars- og Bafta- verðlaun fyrir listrænt útlit kvik- myndarinnar Howard́s End. „Haft er Bandaríkjamaður sem á að baki glæstan tuttugu ára feril í kvikmyndagerð og hef- ur framleitt 18 myndir, m.a. Dead Poets Society, Emma og Jakob the Liar. Sjö mynda hans hafa hlotið útnefningu til Óskars- verðlauna og tvisvar hlotið Ósk- arsverðlaun, auk Bafta, Emmy og annarra verðlauna í kvik- myndageiranum,“ segir í tilkynn- ingunni. Haft er eftir honum að áhugi hans á að framleiða kvik- mynd eftir Slóð fiðrildanna hafi vaknað um leið og hann las bók- ina þegar hún var fyrst prentuð á ensku, en saga Ólafs Jóhanns hafi strax kveikt áhuga hans. The Journey Home sé mynd sem ekki hafi síðri möguleika á vinsældum og velgengni en aðrar myndir sem hann hafi framleitt. Þá er haft eftir Jóni Þór Hann- essyni framleiðanda, sem haldið hefur utan um íslenska hluta verkefnisins fyrir Saga film, að The Journey Home marki viss tímamót í íslenskri kvikmynda- gerð. Verið sé að vinna með kvik- mynd sem hafi djúpar rætur í ís- lenskri menningu og sé saga íslenskrar konu um leið og myndin hafi sterka alþjóðlega og mannlega skírskotun. Það segi kannski mest um væntingar manna til verksins að það ein- valalið sem þegar sé búið að ráða að myndinni og þeir sem verið sé að ræða við, sé fólk með mikinn faglegan áhuga á að taka þátt í gerð myndarinnar. Það taki þátt í henni þótt ekki sé um að ræða þær launaupphæðir sem margir séu vanir í sinni Hollywood-vinnu Jón Þór hefur um árabil fram- leitt íslensk kvikmyndaverkefni og komið að framleiðslu erlendra stórmynda sem kvikmyndaðar hafa verið hér á landi, s.s. Bat- man Begins og Tomb Raider. Standist allar tímaáætlanir varð- andi verkið má ætla að kvik- myndin verði frumsýnd í vetr- arbyrjun 2007. Tökur á The Journey Home í haust Valinn maður í hverju rúmi Ólafur Jóhann Ólafsson Liv Ullman Jennifer Connelly Steven Haft BÚIÐ er að tryggja bókasafni Go- ethe-Zentrum framtíðarhúsnæði í Bókasafni Hafnarfjarðar, samkvæmt munnlegu samkomulagi forsvars- manna bæjarins og Goethe-Zentrum, en ráðgert er að undirrita viljayfirlýs- ingu þess efnis eftir helgi. Stefanie Hontscha, menningarfulltrúi á Ís- landi fyrir þýska menningarsetrið Goethe-stofnun, segist í samtali við Morgunblaðið ekki vera sátt við þessa ráðstöfun þar sem hún hefði kosið að bækurnar færu inn á Landsbókasafn Íslands. Að sögn Oddnýjar Sverrisdóttur, formanns hollvinafélagsins sem rekur Goethe-Zentrum, hefur framtíð bóka- safnsins verið óljós síðan Goethe- stofnuninni var lokað fyrir átta árum. Þá hafi forræði bókasafnsins færst frá Goethe-stofnuninni yfir á hendur hollvinafélagsins, sem hafi sl. ár unnið að því að finna bókakostinum framtíð- arhúsnæði. „Við höfum skoðað ýmsa kosti, þeirra á meðal Landsbókasafn- ið, en töldum á endanum að best væri þiggja boð Hafnarfjarðar,“ segir Oddný og tekur fram að hér sé um að ræða sameiginlega ákvörðun holl- vinafélagsins, þýska sendiráðsins á Íslandi og Goethe-stofnunarinnar í München. Að sögn Oddnýjar réð það úrslitum í ákvörðun hollvinafélagsins að í Hafnarfirði verði bækurnar allar saman sem heild, í stað þess að tvíst- rast milli ólíka hæða, eins og tilfellið hefði orðið hefðu bækurnar farið á Landsbókasafnið. Segir hún bókasafn Goethe-Zentrum innihalda á bilinu 6–7 þúsund einingar, en þar er um að ræða jafnt bækur, hljóðbækur og myndbönd. Rann blóðið til skyldunnar „Það er okkur mikill heiður og ánægjuefni að taka við þessum bók- um,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, en á fundi sínum sl. fimmtudag samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar að bjóðast til að taka við bókasafni Goethe-Zentrum til varðveislu. „Þau hafa verið í ákveðnu uppnámi með safnið í nokkurn tíma og óvissa ríkt um framtíðina, en okk- ur finnst skyldan reka okkur áfram í þessu máli fyrir utan heiðurinn, því Hafnarfjörður er mjög tengdur Þýskalandi,“ segir Lúðvík og bendir á að Hafnarfjörður sé formlegur Hansabær og hafi eitt sveitarfélaga á Íslandi átt í vináttusambandi við Þýskaland sl. áratugi. Aðspurður segir Lúðvík hugmynd- ina að bókasafn Goethe-Zentrum verði hluti af Bókasafni Hafnarfjarð- ar sem sérstök deild, en ætlunin er að hýsa bókakostinn í nýrri viðbyggingu sem ráðgert er að byggja við núver- andi Bókasafn Hafnarfjarðar í tengslum við 100 ára kaupstaðaraf- mæli bæjarins árið 2008. „Við reikn- um með því að safnið muni vaxa og dafna undir okkar handleiðslu í góðu samvinnu við bæði þýska sendiráðið og aðra aðila sem koma að safninu.“ Hefði kosið að Landsbókasafn Íslands tæki við bókunum Aðspurð segir Stefanie Hontscha að hún hefði fremur kosið að bæk- urnar færu inn á Landsbókasafn Ís- lands. „Með þeim hætti hefði verið hægt að tryggja aðgengi að bókunum með sem bestum hætti, m.a. með tilliti til langs opnunartíma safnsins, auk þess sem bækurnar hefðu verið skráðar í Gegni sem þýddi að almenn- ingur gæti leitað eftir titlum á net- inu,“ segir Stefanie Hontscha, og tek- ur fram að hún sé ekki ein um þessa skoðun. Bendir hún á að Roland Goll, sem er yfirmaður Lundúnadeildar Goethe-stofnunarinnar, og Christoph Bartmann, sem er yfirmaður Kaup- mannahafnardeildar Goethe-stofnun- arinnar, hafi farið á fund Sigrúnar Klöru Hannesdóttur landsbókavarð- ar til þess að kanna möguleikann á því að safnið tæki við bókakostinum. Í samtali við Morgunblaðið stað- festi Sigrún Klara að hún hafi um miðjan marsmánuð átt fund með Goll og Bartmann. „Þeir leituðust eftir því að við tækjum við bókasafni Goethe- Zentrum og tókum við vel í það. Í máli þeirra kom fram að helstu ástæður þess að þeir vildu að bækurnar færu til okkar voru annars vegar að þeir töldu að það myndi gagnast þýsku- kennslu í landinu að þær væru að- gengilegar hjá okkur og hins vegar lögðu þeir mikla áherslu á að bæk- urnar myndu vera skráðar í Gegni. Síðan hef ég ekkert heyrt frekar af þessu máli,“ segir Sigrún Klara og tekur fram að ekki hafi verið gengið frá neinum formlegum samningi á fyrrgreindum fundi. Bókasafn Hafnarfjarðar fær bækur Goethe-Zentrum Menningarfulltrúi Goethe-stofnunar ósátt við ráðstöfunina Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Þeir Holger Ebermann, Patrick Dorls og Javier Ugarte Chicote voru í óða önn að pakka bókum Goethe-Zentrum niður nú í vikulokin. FYLGI Samfylkingarinnar í Reykjavík eykst, en fylgi Sjálfstæð- isflokks minnkar, samkvæmt nið- urstöðum nýs Þjóðarpúls Gallups. Fylgi Samfylkingar mælist nú 36% en var 35% í könnun sem gerð var í síðasta mánuði. Fylgi Sjálfstæðis- flokks minnkar úr 52% í 47%. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eykst mikið frá síðasta mánuði, en samkvæmt könnuninni fer það úr 7% í 11%. Fylgi Fram- sóknarflokks minnkar úr tæplega 5% í ríflega 3% og Frjálslyndi flokkurinn fengi áfram rúmlega 2%. Tæplega 23% tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa upp hvað þau myndu kjósa. Nær 6% sögðust skila auðu eða kjósa ekki ef kosn- ingar færu fram nú. Könnunin var gerð dagana 28. febrúar til 29. mars Fylgi Samfylkingar eykst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.