Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 18 24 03 /2 00 5 High Peak Norfolk Mesta kuldaþol -15C° fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 5.990 kr. Verð áður 7.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 MERKILEGAR hljóðupptökur frá frumbernskuárum Stuðmanna, sem talið var að hefðu glatast, komu í leit- irnar fyrir tilviljun nú 35 árum síðar og verða gefnar út á hljómdiski, í tak- mörkuðu upplagi, í næstu viku. Fund- ust upptökur af fjórtán af átján lög- um sem að mestu voru tekin upp í núverandi húsnæði Tannlækna- félagsins í Síðumúla síðla árs 1970 og í byrjun ársins 1971. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar eru þetta fyrstu og einu upptökurnar sem líta dagsins ljós með upphaflegum for- söngvara Stuðmanna, Gylfa Krist- inssyni. Jakob Frímann segir að við flutn- inga úr húsnæði Tannlæknafélagsins árið 1971 hafi hluti af upptökunum glatast og talið var að þær hefðu verið sendar með öðrum upptökum í gler- skurðarver PYE-hljóðversins í Lund- únum sem brann skömmu síðar – og margar íslenskar „master“ útgáfur með. Það var Pétur Steingrímsson, fyrrverandi tæknimaður á Ríkis- útvarpinu, sem fann upptökurnar þegar hann var að róta í gömlum kössum en Pétur vann að upptök- unum með upprunalegu Stuðmönn- unum fjórum, þeim Valgeiri Guðjóns- syni, Ragnari Daníelsen, Gylfa og Jakobi. „Þessar upptökur voru taldar glataðar þar til Pétur fór að róta í gömlum kössum fyrr í vetur og fann þar einn sem merktur var Magnús og Jóhann. Komu þar í ljós umræddar frumupptökur,“ segir Jakob og bætir við að þær hafi verið meira og minna ónothæfar en tekið var upp á fjögurra rása upptökutæki og með afar ný- stárlegum aðferðum, sem varla þekktust á þessum tíma. Tekin fyrir í Geymt en ekki gleymt Eins og fyrr segir verða lögin gefin út og mun platan koma í helstu tón- listarverslanir eftir helgina – en í tak- mörkuðu upplagi. Jakob segir að miklu púðri hafi verið eytt í að laga upptökurnar til en um það sá banda- ríski hljóðmaðurinn Eddie Delena. „Það var Georg Magnússon, tækni- maður á RÚV, sem benti okkur á De- lena en hann þróaði ferli í stafrænni hreinsun og endurvinnslutækni á hljóði, sem helst má líkja við for- vörslu á málverkum,“ segir Jakob og bætir við að Delena hafi unnið að verkefninu í u.þ.b. þrjá mánuði, í kjöl- farið komið hingað til lands og klárað það með Stuðmönnunum fjórum. Tekist hefur að auka við bandvídd umfram það sem áður var og segir Jakob lögin hljóma mun betur en hann þorði að vona. Hlustendur Rásar 2 fá að heyra af- raksturinn í þættinum Geymt en ekki gleymt sem er á dagskrá í dag en í honum tekur útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson fyrir eina íslenska plötu í hverjum þætti og fer ofan í saumana á gerð hennar og vinnslu. Verður stór hluti laganna leikinn og þau borin saman við upprunulegu upptökurnar ásamt því að rætt verður við Eddie Delena, sem staddur er hér á landi, og hann spurður út í vinnsluna. De- lena er mjög virtur hljóðmeistari í Bandaríkjunum og hefur m.a. unnið með Mick Jagger, Michael Jackson og Red Hot Chili Peppers. Lögin fjórtán sem eru á plötuni eru öll sungin á ensku og svífur andi sjö- unda og áttunda áratugarins yfir vötnum. Aðspurður hvers vegna Stuðmenn hafi ekki tekið upp lögin að nýju eða leikið á tónleikum segir Jak- ob að upprunalega sveitin hafi verið leyst upp skömmu eftir að upptök- urnar týndust. Liðu tvö til þrjú ár þar til Valgeir ásamt Jakobi tóku upp þráðinn að nýju en þá með annars konar hljóm, talsvert galsafengnari. Ekki hefur verið ákveðið hvort hinir upprunalegu Stuðmenn munu taka lögin á tónleikum í kjölfar útgáfunnar en hljómsveitin kom fram í fyrsta skipti í 35 ár um sl. verslunarmanna- helgi í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum undir nafninu Frummenn. Mættu þar á milli átta og tíu þúsund manns til berja sveitina augum og því ljóst að mikill áhugi er til staðar. Jak- ob bendir hins vegar á að helmingur hljómsveitarinnar fáist ekki við tón- list í sínu daglega lífi en Ragnar er hjartalæknir og Gylfi sálfræðingur. og gæti verið erfitt að samræma æf- ingar og tónleika við slíka vinnu. Jak- ob útilokar þó ekkert. Upptökur af fjórtán lögum Stuðmanna frá árinu 1971 komnar í leitirnar Andi sjöunda áratug- arins endurvakinn Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ragnar Danielsen, Jakob Frímann Magnússon, Valgeir Guðjónsson og Gylfi Kristinsson voru hinir upprunalegu Stuðmenn. Þeir verða í útvarps- þættinum Geymt en ekki gleymt á RÚV í dag. „ÉG var dolfallinn er ég heyrði lokaútgáfuna,“ segir Árni Matt- híasson, tónlistargagnrýnandi, inntur eftir áliti sínu á nýju plöt- unni. Árna, eins öðrum viðmæl- endum Morgunblaðsins, kom mikið á óvart hversu vel gömlu upptök- urnar hljóma. „Óhætt er að segja að hér hafi verið unnið kraftaverk í að hreinsa upptökurnar og þá kem- ur líka vel í ljós hve bráðgerir þeir voru piltarnir sem tónlistarmenn.“ Ámundi Ámundason, fyrsti út- gefandi Stuðmanna, tekur í sama streng en hann var einn þeirra sem vonuðust eftir að upptökurnar kæmu í leitirnar. „Ég vissi alltaf af þessum upptökum og þess vegna ákvað ég að gefa út fyrstu smáskíf- ur Stuðmanna 1974 í von um að þessar upptökur kæmu í leitirnar. Pétur Steingrímsson talaði alltaf um þetta sem meistaraverk, enda átti þessi hljómsveit eftir að sýna fram á að við Pétur kunnum að veðja á rétta hesta,“ segir Ámundi. Jónatan Garðarsson, dag- skrárgerðarmaður og poppfræð- ingur, var ekki búinn að heyra öll lögin þegar Morgunblaðið leitaði álits hans en taldi upptökurnar mikinn feng. „Þau lög sem ég heyrði voru til þess fallin að rifja upp fyrir manni að þetta var þrusuband og í raun miklu betra en mig minnti.“ Jón- atan segist muna eftir Stuðmönn- um frá því þeir léku í Mennta- skólanum við Hamrahlíð þar sem hann var nemandi og hafði mjög gaman af. Hann telur týndu upp- tökurnar því vera mikinn feng og rétt eins og þá eiga erindi til hlust- enda í dag. „Ég held að Stuðmenn, hvort sem er í sinni frummynd eða einhverri annarri endurskapaðri mynd eins og hljómsveitin hefur verið að þróast alla tíð, eigi alltaf upp á pallborðið. Einhvern veginn er þetta svo rammíslenskt að ég held að allir geti haft gaman af þeim.“ „Talaði allt- af um þetta sem meist- araverk“ Í ÁRSSKÝRSLU Samtaka um kvennaathvarf kemur fram að kom- um í athvarfið hefur fjölgað ár frá ári síðustu þrjú ár og er sú fjölgun rakin til aukinnar umræðu um kyn- bundið ofbeldi og þau úrræði sem konum standa til boða. Fram kemur að árið 2005 hafi 557 konur komið í athvarfið, þar af voru 465 sem komu í viðtöl en 92 konur dvöldu í athvarfinu. Er það talsverð aukning frá árinu áður en þá voru þær 531 en 388 árið 2003. Aukin meðvitun um alvöru kynbundins ofbeldis Í skýrslunni segir að árið 2005 hafi einkennst af aukinni meðvitund í samfélaginu um alvarleika kyn- bundins ofbeldis sem afleiðingu af misrétti kynjanna. Samtökin hafi lagt fram efnismiklar tillögur um aðgerðir til úrbóta og hafi þeim verið vel tekið og sjá samtökin fram á lagabreytingar, aðgerðaáætlanir og vinnureglur meðal fagfólks til að auka forvarnir og taka á afleið- ingum kynbundins ofbeldis á árinu 2006. Komum í kvennaat- hvarfið fjölgar á milli ára SAMKVÆMT nýjasta hefti Hagtíð- inda um félög fjölmiðlafólks, lista- manna, teiknara og grafískra hönn- uða kemur fram að yfir 3.000 manns voru í félögum listamanna á Íslandi árið 2005. Innan þeirra eru 15 félög og er Félag íslenskra hljómlistar- manna fjölmennast. 607 manns voru skráðir í Blaðamannafélag Íslands og 62 eru skráðir í Félag frétta- manna. 270 manns eru skráðir í Fé- lag íslenskra teiknara en 72 í Félag grafískra teiknara. Yfir 3.000 manns í félögum listamanna ♦♦♦ JÓHANNES Viðar Bjarnason, eig- andi Fjörukrárinnar, Fjörugarðs- ins og Hótel Víkings í Hafnarfirði, var valinn Ferðafrömuður ársins 2005, en hann þykir hafa sýnt ein- staka athafnasemi, frumkvæði, metnað og framúrskarandi árang- ur sem og að hann hefur með hug- myndaauðgi nýtt sögu og menning- ararfleifð Íslendinga til að skapa einstakt fyrirtæki í ferðaþjónustu. Valið var tilkynnt við setningu Ferðatorgs 2006 í Fífunni í Kópa- vogi í gær. Er þetta í þriðja sinn sem útgáfu- félagið Heimur stendur fyrir út- nefningu Ferðafrömuðar ársins. Samgönguráðherra afhenti Ferða- frömuðinum viðurkenningarskjal að lokinni setningarathöfn Ferða- torgsins. Sýningarnar Matur 2006 og Ferðatorg 2006 verða opnaðar al- menningi í dag kl. 11, en sýning- arnar eru haldnar í Fífunni í Kópa- vogi. Á fjórða hundrað fyrirtæki bjóða þar til sælkeraveislu um helgina og kynna spennandi heim íslenskrar matargerðarlistar og ferðalaga. Margt verður um dýrðir í dag og á morgun, en m.a. verður málþing um íslenskt eldhús í dag undir yf- irskriftinni „Íslenskt eldhús í fortíð, nútíð og framtíð.“ Þá verður haldin álfukeppni í matargerðarlist á veg- um klúbbs matreiðslumeistara. Einnig munu bankastjórar keppa í eggjakökugerð. Hafnfirskur vík- ingur ferðafröm- uður ársins Morgunblaðið/Þorkell Jóhannes Viðar Bjarnason, ferða- frömuður ársins 2005, þykir hafa sýnt mikið frumkvæði, metnað og hugmyndaauðgi í starfi sínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.