Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 8

Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 8
8 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þeir segja að það sé allt „karlinum á Mogganum“ að kenna að þeir mistu allt niður um sig. Þrátt fyrir að sér-fræðingar Seðla-banka Íslands telji útlit fyrir að húsnæðis- markaðurinn fari brátt að leita jafnvægis á ný og hægt hafi á útlánum til fasteignakaupa, gerir bankinn þó ráð fyrir að áfram verði mikill vöxtur í íbúðafjárfesting- um bæði á þessu og næsta ári. Í nýútkomnu hefti Pen- ingamála er spáð um það bil 25% aukningu íbúða- fjárfestingar á þessu ári og tæp- lega 16% aukningu á því næsta. Þetta er mun hærri spá en í síð- ustu spá bankans í desember sl. þegar Seðlabankinn spáði 9,5% vexti íbúðafjárfestingar á þessu ári en 0,6% vexti á því næsta. „Spá um íbúðafjárfestingu byggir á nýju ársfjórðungslegu þjóðhagslíkani bankans. Ástæða þess að spáð er svo miklum vexti íbúðafjárfestingar á þessu og næsta ári er fyrst og fremst hækkun fasteignaverðs langt um- fram hækkun byggingakostnaðar. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að íbúðafjárfesting síðastlið- ins árs sé varfærnislega metin. Mat á íbúðafjárfestingu er ekki auðvelt viðfangsefni og reynslan sýnir að frávik endanlegs mats frá fyrstu bráðabirgðatölum nokkrum árum síðar er oft tölu- vert. Í ljósi þess kann vöxtur íbúðafjárfestingar á þessu og næsta ári að vera ofmetinn í spá bankans en vöxtur síðasta árs vanmetinn í bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Upplýsingar um útgefin byggingaleyfi á síðasta ári gefa þó til kynna að vöxtur í fjár- festingu íbúðarhúsnæðis verði mikill í ár líkt og undanfarin ár,“ segir í umfjöllun bankans. Íbúðaverðbólga hefur hjaðnað hægar en von var á Bendir bankinn á að þótt mark- aðsverð húsnæðis hafi hækkað til muna hægar undanfarna mánuði en fyrir ári hefur íbúðaverð hækkað nokkuð umfram almennt verðlag, sé horft fram hjá árstíða- bundnum og óreglulegum skammtímasveiflum. „Í mars hafði t.d. þriggja mán- aða meðaltal markaðsverðs hús- næðis, sem notað er við mat á húsnæðiskostnaði húseigenda, hækkað um 1% frá fyrri mælingu. Þetta er mikil hækkun, þótt hún sé mun minni en á sama tíma fyrir ári. Verð húsnæðis á landsbyggð- inni hækkaði hlutfallslega meira eða um 2,5% á meðan hækkun á höfuðborgarsvæðinu var 0,61%, en taka verður tillit til þess að höfuðborgarsvæðið vegur 72% í útreikningi í vísitölunni. Íbúða- verðbólga hefur því hjaðnað held- ur hægar en vonir stóðu til og skýrist það fyrst og fremst af því að þeir mánuðir sem íbúðaverð hækkaði mest eru að hverfa út úr samanburðinum. Enn virðist mik- ill kraftur í húsnæðiseftirspurn og hátt verð sem byggingarverktak- ar voru reiðubúnir að greiða fyrir lóðir við Úlfarsfell bendir til þess að þeir telji að eftirspurn verði áfram sterk. Þetta háa lóðaverð ætti enn fremur að draga úr lík- um á verðlækkun á næstunni. Þessi þróun mun að líkindum halda áfram á næstu mánuðum,“ segir í umfjöllun um fasteigna- markaðinn. Talið er líklegt að þær hrær- ingar sem orðið hafa á fjármála- mörkuðum nýlega hafi haft að- haldsáhrif á heimili landsins. Vextir húsnæðisveðlána hafa hækkað og bent er á það í Pen- ingamálum Seðlabankans að vext- ir óverðtryggðra lána hafa einnig hækkað, en aukist verðbólgu- væntingar heimilanna einnig á næstunni hefur hækkunin tæpast varanleg aðhaldsáhrif, að mati bankans. „Auður heimilanna hefur […] vaxið hröðum skrefum í takt við verðhækkanir fasteigna og verð- bréfa. Rýmri möguleikar almenn- ings til skuldsetningar gegn vax- andi auði hafa lagst á árarnar og ljóst er að vöxtur einkaneyslu er í auknum mæli drifinn áfram af miklum lántökum og skuldasöfn- un. Jákvæðar væntingar almenn- ings og fyrirtækja til þróunar efnahagsmála hafa skarað að kol- um þessarar skuldsetningar,“ segir í umfjöllun Seðlabankans, sem telur að framvinda eigna- verðs og væntingar almennings til þess muni skipta sköpum fyrir vöxt einkaneyslunnar á næstunni. Telur að hækkanir fari í eðli- legt horf og verði 2–5% á ári Að sögn Eddu Rósar Karls- dóttur, forstöðumanns greining- ardeildar Landsbanka Íslands, má í kjölfar hækkunar verð- tryggðra íbúðarlánavaxta reikna með að hægja muni á fasteigna- markaðnum. „Ég tel að hækkunin muni hafa áhrif á allan fasteignamarkaðinn, en gera má ráð fyrir að munur verði á verðþróun á vinsælum svæðum og jaðarsvæðum,“ segir Edda Rós og tekur fram að hún sé ekki að spá lækkun fasteigna- verðs, aðeins að hægja muni á markaðnum. Segist hún þannig sjá fyrir sér að fasteignaverðshækkanir fari í eðlilegt horf og verði 2–5% á ári, sem sé heldur minna en aðrar verðhækkanir í þjóðfélaginu. Fréttaskýring | Seðlabankinn sér framundan mikinn vöxt íbúðafjárfestinga 2006 og 2007 Spá 25% aukn- ingu á þessu ári Búist er við mismunandi verðþróun fast- eigna á vinsælum svæðum og á jaðarsvæðum Gera ráð fyrir að hækkun fasteignaverðs haldi áfram  Seðlabankinn reiknar með að fasteignaverð muni hækka nokk- uð umfram almennar verðlags- hækkanir á þessu ári en síðan lækka heldur að nafnvirði á næsta ári. Þetta muni draga verulega úr vexti einkaneyslu 2007. Dregið hefur úr hækkun fasteignaverðs á höfuðborg- arsvæðinu, þótt enn sé mikill kraftur í markaðnum. Sérfræð- ingar telja að ef framhald verður á þeirri þróun muni einkaneysla færast í eðlilegra horf. Eftir Ómar Friðriksson og Silju Björk Huldudóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.