Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 12

Morgunblaðið - 01.04.2006, Side 12
12 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vertu til er vortískan kallar á þig á morgun ÚR VERINU MJÖG dökkar atvinnuhorfur eru framundan ef slær í bakseglin á ís- lenskum vinnumarkaði og ekki verð- ur lengur þörf fyrir jafnmikið af starfsfólki í svei- flugreinum á borð við byggingariðn- að, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusam- bands Íslands. Hann segir stjórnvöld leggja of mikla ábyrgð á hagstjórninni á herðar Seðlabankans. Hann segir að ASÍ hafi verið, og sé enn, gagnrýnið á hagstjórn sem hafi ekki haft það sem forgangsverk- efni að tryggja undirliggjandi stöð- ugleika í afkomu fólks og fyrirtækja. „Þrátt fyrir að okkar fólk njóti sumt hvert kaupmáttaraukningar af þessu, til dæmis í formi lægra bílaverðs, þá höfum við talsverðar áhyggjur af því að þetta sé skammgóður vermir og framundan séu erfiðir tímar fyrir okkar fólk,“ segir Gylfi. „Hingað til höfum við ekki beint mikilli gagnrýni að Seðlabankanum sjálfum í hans vaxtahækkunarferli. Við höfum metið það svo að í sinnu- leysi og aðgerðaleysi stjórnvalda um þeirra þátt í hagstjórninni sé Seðla- bankinn að þessu leyti skilinn eftir einn með ábyrgðina,“ segir Gylfi. Hann bendir á að Seðlabankinn þurfi að fara eftir lögum um bankann, sem neyði bankann til að fara þá leið sem bankinn hefur ákveðið. Hann sagði þó bankann hafa aðrar aðferðir sem e.t.v. væru vannýttar, t.d. að auka bindiskyldu og lausa- fjárkvöð. Hækkanir á stýrivöxtum leiddu afar hægt til samdráttar á eft- irspurn og hefðu fyrst og fremst áhrif á gengi íslensku krónunnar, sem hefði styrkst hratt vegna ákvörðunar Seðlabankans sl. fimmtu- dag. „Alþýðusambandið telur að þessi hagstjórnarstefna og þessi blanda af hagstjórnartækjum sem í dag er not- uð sé mjög hættuleg, og grafi undan stöðugleika í íslensku þjóðlífi. Það að setja óvissuna og þrýstinginn á út- flutnings- og samkeppnisgreinarnar og að draga úr mætti þeirra með þessum hætti er ákaflega tímabund- in aðgerð,“ segir Gylfi. Hann segir að sveiflugreinar á borð við fjárfestingabankastarfsemi og byggingageirann blómstri á með- an hátæknifyrirtæki eins og Marel neyðist til að stækka erlendis frekar en á Íslandi, með tilheyrandi missi á störfum í hátæknigeiranum. Verðbólga í engu samræmi við ákvæði kjarasamninga „Ef slær í bakseglin […] geta orð- ið mjög dökkar atvinnuhorfur þegar þessi skammtímastörf detta út, það verður ekki lengur þörf fyrir fólk í byggingageiranum og þá verður illt í efni,“ segir Gylfi. Aðgerðir Seðlabankans duga ekki til að koma verðbólgunni niður fyrir þolmörk Seðlabankans og eru þau þó hærri en sársaukamörkin í kjara- samningum ASÍ, að sögn Gylfa. „Hér er gert ráð fyrir því að verð- bólga á síðasta ársfjórðungi þessa árs verði yfir 5%, og að á næsta ári verði hún yfir 6%. Það er í engu samræmi við þá kjarasamninga sem eru í gildi.“ Gylfi bendir á að launahækkun um næstu áramót verði 2,9% í rúmlega 5% verðbólgu og ljóst sé að horft verði til þessa þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir í nóvember nk. Hann sagðist ekki vilja spá fyrir um niðurstöðu endurskoðunarinnar nú, en ef lagt verði upp með efnahags- stefnu þar sem þess sé vænst að hægt verði að halda verðbólgunni í 5–6% þurfi varla að spyrja að því. Erfiðir tímar framundan að mati Alþýðusambandsins Gylfi Arnbjörnsson FLUGFÉLAGIÐ Landsflug/City Star Airlines hefur tekið á leigu nýja þotu af gerðinni Dornier 328-300. Ráðgert er að bjóða hana til þjónustu við þá sem þurfa að ferðast milli landa í viðskiptaerindum. Þotan verður til ráðstöfunar ýmist frá Reykjavík eða Aberdeen í Skotlandi þar sem erlendi hluti flugrekstrarins, City Star, hefur aðalstöðvar og annast m.a. áætlunarflug milli Aberdeen og þriggja borga í Noregi auk leigu- flugs. Rúnar Árnason er framkvæmdastjóri Landsflugs, Atli Georg Árnason er starfandi stjórnarformaður og Jón Ingi Jónsson flugmaður er flotastjóri. Í samtali við Morgunblaðið sagði Atli að nýja þotan, sem tekur 14 manns í sæti, byði upp á nýja möguleika í ferðamáta frá Íslandi. „Við teljum að tímasetningin sé rétt, ekki síst á Íslandi, þar sem fyrirtæki þurfa í auknum mæli að senda menn í viðskiptaerindum með litlum fyrirvara frá Reykjavík til nágrannalanda,“ segir Atli og minnir á að tíminn í viðskiptalífinu sé iðulega dýrmætur og því áríðandi að geta komist fljótt og vel á milli. Telur hann rekstrargrundvöll fyrir þotu sem þessa, bæði út frá Reykjavík og starfsstöð félagsins í Aberdeen. Hann segir íslensk fyrirtæki vera orðin þátttakendur í al- þjóða fjármálaheiminum og hefur fulla trú á að þau muni nota sér þjónustu sem þessa. Atli segir þotuna glænýja og að hún sé hljóðlát. Hún er hliðstæð Dornier 328-100 skrúfuþotunni, búkurinn er hinn sami og stjórnklefinn einnig. Munurinn felst í hreyflunum. Landsflug rekur í dag þrjár skrúfuþotur af þeirri gerð, eina hérlendis og tvær ytra. Landsflug annast innanlandsflug milli Reykjavíkur og nokkurra áfangastaða, Hafnar í Hornafirði, Vest- mannaeyja, Bíldudals, Gjögurs og Sauðárkróks. Einnig annast félagið sjúkraflug frá Vestmannaeyjum. Frá Aberdeen flýgur City Star Airlines til Oslóar, Stavang- urs og Kristjánssunds. Landsflug tekur Dornier 328 þotu á leigu Morgunblaðið/Ásdís Atli Georg Árnason, stjórnarformaður Landsflugs (t.v.), og Rúnar Árnason framkvæmdastjóri. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is REIKNA má með því að aflaverð- mæti hlutar Íslendinga úr norsk-ís- lenzku síldinni í ár gæti orðið að minnsta kosti 3 til 4 milljarðar króna í ár, samkvæmt útreikningum Morg- unkorns Glitnis. Ef næst að veiða all- an kvótann, og miðað við afurðaverð á síldarafurðum og með tilkomu fleiri uppsjávarfrystiskipa, gæti aflaverð- mætið aukist frá fyrra ári. Ísfélagið er með mestan kvóta, 15% eða 23.100 tonn. HB Grandi á næst- mestan kvóta, eða 14%, og fær því tæp 22.000 tonn úthlutuð. Síldar- vinnslan kemur næst með13,7% eða ríflega 21.000 tonn. Síldarvinnslan hefur hins vegar aðgang að mun meiru eða alls 53.600 tonnum, eða 34,8% heildarkvótans í gegnum skip, sem hún á að hluta til, en það eru Guð- mundur Ólafur, Bjarni Ólafsson og Björg Jónsdóttir, og vegna skipa, sem eru í föstum viðskiptum við Síldar- vinnsluna, sem eru Hákon, Súlan og Jóna Eðvalds. Vinnslustöðin er með 11,5% eða 17.600 tonn og Samherji er með 10,4% eða 16.000 tonn. Eskja er með 8,6% eða 13.200 tonn og aðrar út- gerðir eru samtals með 5,7% eða 8.800 tonn. Mestan kvóta einstakra skipa hefur Baldvin Þorsteinsson EA, 13.250 tonn. Næstur kemur Börkur NK 12.545 tonn og eru þessi skip í nokkr- um sérflokki. Næstu skip eru Huginn VE með 8.689, Júpíter ÞH með 7.898 og Guðrún Þorkelsdóttir SU með 7.758 tonn. Nú er heimilt að flytja aflamark í norsk-íslenskri síld á milli ára. Þannig má veiða 5% umfram út- hlutun, sem þá dregst frá heimildum næsta árs. Einnig má geyma 20% af aflamarki til næsta árs. Síldarvinnslan með mest af síld                                   !" # $%&' !  ()% *  +,  $* )  +-  !.   ()/  #  + ") # 0 "   $* 1   +,  #' "   ()/  2 3 2-  1" $* *  !  (4" #   + "5  1   # 1  2 3  +%                                             #      67 #  + 4" + - 8 9 # 5/    +  9 6"'/ ! * +-  *  +- +  + #  "7 9   !  )   6  $* #' ' # !33 +, : 3 # + /                    + & ; + & ; Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is                                                            !            !       "#  "#  $"#  $"#  % & &"'# (!# "! !#  !    !)'"!  &' "&*"! *   * "  "! +' ' *  "( " !             Friðun hrygningarþorsks og skarkola á vetrarvertíð 2006  Tískustraumar  Íslenskir fatahönnuðir  Hver er Miuccia Prada?  Anna Clausen stílisti  Hár - Förðun - Skart - Fylgihlutir - Baðföt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.