Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 20

Morgunblaðið - 01.04.2006, Page 20
20 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT www.vitusbering.dk NÁM Í DANMÖRKU Í boði er: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á dönsku • Veltækni • Veltæknifræði • Landmælingar • Tölvutæknifræði • Aðgangsnámskeið • Byggingatæknifræði • Framleiðslutæknifræði • Útflutningstæknifræði Hjá VITUS BERING í Horsens bjóðum við upp á margvíslega menntun. Frá 26. mars til 5. apríl eru fulltrúar frá Vitus Bering, Johan Eli Ellendersen og Jørgen Rasmussen á Hótel Plaza. Hringið í síma 590 1400, leggið inn skilaboð og við munum hringja tilbaka, eða hringið beint í Johan í síma 845 8715. UNIVERSITY COLLEGE VITUS BERING DENMARK CHR. M. OESTERGAARDS VEJ 4 DK-8700 HORSENS TEL. +45 7625 5000 FAX: +45 7625 5803 EMAIL: CVU@VITUSBERING.DK V I T U S B E R I N G D E N M A R K U N I V E R S I T Y C O L L E G E Teheran. AFP, AP. | Að minnsta kosti sjötíu manns biðu bana þegar þrír öflugir jarðskjálftar skóku vestur- hluta Írans snemma í gærmorgun. Skjálftarnir voru svo öflugir að heilu þorpin voru rústir einar, eftir að þeir höfðu riðið yfir, og ollu ham- farirnar mikilli skelfingu meðal íbúa á svæðinu. Talsmenn innanríkisráðuneytis- ins íranska sögðu að yfir 1.200 manns hefðu orðið fyrir meiðslum í skjálftunum, sem skullu á með stuttu millibili í fyrrinótt, skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma. Fyrsti skjálftinn mældist 4,7 á Richters-kvarða, sá næsti 5,1 og síðasti var öflugastur, mældist um 6 á Richters-kvarða. Varð Lorestan-hérað verst úti í hamförunum. Embættismenn gerðu ráð fyrir að tala látinna ætti eftir að hækka eitthvað, en þó ekki að hún færi yfir hundraðið Íranska sjónvarpið sýndi myndir í gær þar sem sjá mátti fólk á verstu hamfarasvæðunum milli borganna Doroud og Boroujerd grafa í rústum húsa sinna. Um 330 þorp á svæðinu eru sögð hafa orðið fyrir miklum skemmd- um, sum eru rústir einar, að því er fram kom í máli Mohammads Reza Mohseni Sani, héraðsstjóra Lorestan. Skjálftar algengir Björgunarfólk var þegar sent á svæðið og sagði Mojtaba Mir- Abdollahi, talsmaður innanríkis- ráðuneytisins, að sár þörf væri á mat, teppum og hjúkrunarvörum. Engin þörf væri þó á „alþjóðlegri aðstoð“. Jarðskjálftar eru algengir í Íran en meðal annars er áætlað að 41.000 manns hafi dáið af völdum skjálfta er varð nálægt borginni Bam seint á árinu 2003. Írani tínir það sem eftir er af eigum sínum úr rústum heimilis síns í þorpinu Khalegh Ali eftir jarðskjálftann í gær. Tugir fórust í skjálftum í Íran : 9     7 60 ; 7 .M, 0N&61 M$.   ;5 & $ 4  '( # #  )  *  !  &   (+ ,  -   (  (       (   %  /    2 B   -! B*3' **('** $ 4  '& # .$/0*123 & &4 >?  / @ . 9 A5 AP Um 330 þorp urðu fyrir miklum skemmdum og sum eru rústir einar eftir að þrír öflugir landskjálftar riðu yfir UNGIR Taílendingar á mótmæla- fundi gegn Thaksin Shinawatra, for- sætisráðherra Taílands, í Pattani- héraði í sunnanverðu landinu í gær. Á spjaldinu stendur: „Ekki koma til suðursins.“ Thaksin kvaðst í gær vera fullviss um að hann héldi embættinu eftir þingkosningar sem verða á morgun. Hann boðaði til kosninganna til að reyna að binda enda á mikla póli- tíska ólgu sem hófst í janúar þegar fjölskylda hans seldi hlutabréf sín í símafyrirtæki sem Thaksin stofnaði áður en hann haslaði sér völl í stjórnmálunum. Fjölskyldan fékk sem samsvarar rúmum 130 millj- örðum króna fyrir hlutabréfin og þurfti ekki að greiða skatt. Frá því að skýrt var frá sölunni hafa mótmælafundir verið haldnir nær daglega til að krefjast þess að Thaksin segi af sér. Mótmælend- urnir saka forsætisráðherrann um að hafa misnotað völd sín í auðg- unarskyni. AP Forsætisráðherra Taílands viss um að hann haldi velli Varsjá. AFP, AP. | Sak- sóknarar í Póllandi gáfu í gær út ákæru á hendur Wojciech Jaru- zelski hershöfðingja, fyrrverandi leiðtoga kommúnistastjórnar- innar í landinu, fyrir að hafa sett herlög ár- ið 1981 í því augnamiði að brjóta lýðræðis- hreyfingu verkafólks, Samstöðu, á bak aftur. „Jaruzelski hers- höfðingi er ákærður fyrir þann glæp kommúnista að hafa stýrt vopnaðri stjórn af glæpsamlegum toga,“ sagði Prze- myslaw Piatek, saksóknari Þjóðar- minningastofnunarinnar svonefndu (IPN), en henni hefur verið falið að rannsaka glæpi framda í tíð nasista og síðar kommúnista. Er Jaruzelski gefið að sök að hafa brotið stjórn- arskrá Póllands. Kveðst hafa viljað fyrir- byggja enn meira blóðbað Jaruzelski gæti átt yfir höfði sér ellefu ára fangelsisdóm ef hann verður fundinn sekur, að því er fram kom í yfirlýsingu IPN. Ný hægristjórn í Póllandi, sem komst til valda fyrir hálfu ári, hét því að taka mál fyrrverandi komm- únista upp, en í tíð fyrri stjórnar, þar sem fyrrum kommúnistar réðu ferðinni, rann málarekstur á hend- ur Jaruzelski út í sandinn. Jaruzelski er nú áttatíu og tveggja ára gamall. Hann var leið- togi pólska kommún- istaflokksins 1981– 1989 og hélt um stjórnartaumana í Pól- landi á þessum árum. Hann greindi fyrstur frá því í dagblaðsvið- tali í gær, að von væri á tilkynningu um að hann yrði ákærður fyrir glæpi framda 1981. Jaruzelski setti her- lög í Póllandi í desember 1981 í því skyni að berja Samstöðu, verka- lýðshreyfingu Lechs Walesa, á bak aftur. Þúsundir manna voru hand- teknar í kjölfarið og tugir manna týndu lífi í átökum. Meðal þeirra sem máttu dúsa í fangaklefa voru Walesa sjálfur, en hann varð síðar forseti Póllands eftir endalok kalda stríðsins, og Lech Kaczynski, nú- verandi forseti. Jaruzelski hefur haldið því fram að hann hafi gripið til þessa ráðs í því skyni að afstýra enn frekara blóðbaði, sem fylgt hefði því ef stjórnvöld í Moskvu hefðu skipað sovéskum hermönnum á vettvang. „Ég harma, fordæmi og biðst afsök- unar á því [...] sem gerðist,“ sagði hann í samtali við Associated Press í fyrra. Wojciech Jaruzelski Jaruzelski sak- sóttur fyrir að hafa sett herlög

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.