Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 01.04.2006, Síða 26
Mývatnssveit | Jón Aðalsteins- son, bóndi í Vindbelg, var að vitja um netin sín á Mývatns- ísnum, austur af Belgjarhöfða, í kuldanæðingi á dögunum. Hann varð 80 ára hinn 27. mars og hélt sig þá víðsfjarri sveitinni sinni. Hann er greiðvikinn mað- ur, ræðinn, mannblendinn og skemmtilegur og kemur þannig fyrir sig orði að eftir er tekið. Jón er iðjumaður mikill. Enginn sækir hin síðari ár veiðiskap í Mývatn með viðlíka þrautseigju sem hann og enn er hann að þótt áttræður sé og ýmislegt farið að gefa sig í skrokknum, að hans eigin sögn. Auk veiðiskaparins hefur Jón nú 99 kindur á vetrarfóðrum. Margir hugsuðu hlýtt til Jóns í Belg á afmælisdaginn, sveit- ungar sem aðrir, og þakka hon- um góð og gjöful kynni. Morgunblaðið/ BFH Áttræður vitjar hann um netin Iðjumaður Árborg | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Eyjamenn bíða spenntir eftir leik HK og ÍBV í Digranesi seinna í dag en þá ráðast úrslit í Íslandsmóti kvenna í handknattleik. Þeir Eyjamenn sem ekki komast í Digranesið verða væntanlega límdir við skjáinn því sigur í leiknum þýðir að Íslandsmeistaratitillinn kemur til Eyja.    Kvennalið ÍBV í handbolta hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og verið flaggberi Eyjamanna á íþróttasviðinu. Ef sigur næst í dag er árangur þeirra kær- kominn, sérstaklega í ljósi nýjustu tíð- inda af kvennaliði ÍBV í knattspyrnu sem varð að draga sig út úr Íslands- mótinu í sumar sökum manneklu.    Fyrir skömmu var haldið í Eyjum íbúa- þing þar sem fjallað var um stöðu Vest- mannaeyja í nútíð og framtíð. Kom með- al annars fram í niðurstöðuorðum þingsins að líkja mætti ástandi sam- félagsins við það að vera að skipta um vinnu. Ljóst væri að sjávarútvegurinn yrði aldrei aftur sá burðarás í atvinnulíf- inu sem hann var á árum áður. Enn- fremur segir að vinnuskiptin séu ekki að ósk Eyjamanna enda fylgdu góðar tekjur, kraftur og stöðugur vöxtur at- vinnulífi fyrri tíma. Viðbrögð við breyt- ingunum hafa hins vegar verið lítil. Ljóst sé að aðferðirnar, sem samfélagið kann svo vel, henta ekki eins og þær gerðu áð- ur.    Það var fyrirtækið Alta sem vann skýrslu og sá um íbúaþingið. Oft er sagt að glöggt sé gests augað og kom það vel í ljós í vinnu starfsfólks Alta. Í umræðu um stærsta málið sem var skipulag mið- bæjarsvæðisins komu margar athygl- isverðar hugmyndir fram og lítur út fyrir að mikill vilji sé að tengja miðbæ Vest- mannaeyja við bryggjusvæðið. Ljóst sé að Eyjar hafi tækifæri til að skapa hafn- armiðbæ sem væri einstakur á Íslandi. Svo er spurning hvort það gerist. Úr bæjarlífinu VESTMANNAEYJAR EFTIR SIGURSVEIN ÞÓRÐARSON FRÉTTARITARA Engu er líkara en að selsi fljóti á yfirborðinu, en hið rétta er að ljós- myndari beið þess að flæddi yfir skerið og Djúpivogur | Þessi mak- indalegi selur átti greini- lega náðugan dag þar sem hann flatmagaði úti á Fossárvík í Berufirði. undir selinn svo að hægt væri að fanga rétta augnablikið og uppskar þannig laun þolinmæð- innar. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Selur á floti Stefán Þorlákssonfékk bakverkjakastí Trier. Og áleit að ef hann þýddi „Afi minn fór á honum Rauð“ á þýsku myndi það batna. Opa mein ritt auf dem Rot richtung nächstes Stätchen holte Wein und Honigbrot helles Bier und Mädchen. En þetta dugði ekki. Japanskur heimspekingur ráðlagði honum þá að þýða vísuna á ensku, sem hann og gerði: Grandfather rode away on Red right to London city fetching supply, bier and bread, of both so fifty fifty. Annars er vísan á ís- lensku svona: Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi sækja bæði sykur og brauð sitt af hvoru tagi. Afi minn Lárus Blöndal sagði að vísan væri ort í Flóanum, sem væri aug- ljóst af því að þar væri málvenja að kalla kaffi og export sitt af hvoru. Vísur og bakverkur pebl@mbl.is Egilsstaðir | Fjárafl – fjárfestinga- og þró- unarsjóður er sjálfstæður sjóður í eigu sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs og var stofnaður í tengslum við sameiningu sveit- arfélaga á Héraði, Austur-Héraðs, Fella- hrepps og Norður-Héraðs. Meginhlutverk sjóðsins er að efla byggð í dreifbýli sveitarfélagsins með því að veita styrki, kaup á hlutafé eða veita lán til verk- efna sem styrkja búsetu í dreifbýli sveitar- félagsins. Stofnfé er tíu milljónir króna frá sveitarfélaginu og árlegt framlag sem nemur sömu upphæð og sveitarfélagið fær í sinn hlut vegna álagningar gjalda á gjald- skyldar eignir raforkufyrirtækja í sveitar- félaginu, að hámarki 10 milljónir króna ár- lega. Sjóðurinn úthlutaði styrkjum í fyrsta sinn á dögunum. Féllu þeir í skaut Ragnari Magnússyni, Bakkagerði, Jökulsárhlíð, sem fær hálfa milljón króna til að koma á fót kjötvinnslu og Sláturfélagi Austurlands sem fær einnig hálfa milljón króna vegna forhönnunar á sláturhúsi. Alls sóttu sex að- ilar um styrk frá Fjárafli að þessu sinni. Fjárafl úthlut- ar í fyrsta sinn Hveragerði | Örkin veitingar ehf., rekstr- araðili Hótels Arkar í Hveragerði, hefur tekið yfir rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi, sem áður var rekið undir merkjum Foss- hótela. Hótel Hlíð er sex kílómetrum sunn- an við Hveragerði og var opnað í janúar 2003. Á Hlíð eru 21 herbergi, sem öll eru vel búin. Á næstu vikum verður settur upp stór heitur pottur við hótelið þar sem ferðalangar geta hvílt lúin bein, segir í fréttatilkynningu. Einnig mun hann nýtast hvatahópum á ferð um Suðurland sem og hópa sem koma yfir vetrartímann til að skoða norðurljósin. Hótel Hlíð er nú þriðja hótelið sem rekið er undir sama hatti, en fyrir eru Hótel Örk í Hveragerði og Hótel Cabin í Reykjavík. Hótel Örk yfir- tekur rekstur Hótels Hlíðar Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Mánudaginn 3. apríl klukkan 11:30 til 15:30 í húsnæði HA að Borgum Nemendur á 2. ári í tölvunarfræði við upplýsingatæknideild Háskólans á Akureyri bjóða áhugasömum að koma í heimsókn og kynnast spennandi forritunarverkefnum sem þeir hafa unnið að í vetur. Verkefnin voru unnin í þremur hópum: Cn101.net Cn101.net er heimasíða þar sem Íslendingum eru kennd nokkur grunnatriði í kínversku. Einnig er þar að finna nokkra punkta um kínverska menningu. Síðan er á ensku til að sem flestir geti nýtt sér hana. One Handed Keyboard Markmiðið með þessu verkefni er að þróa tæki sem gerir fólki kleift að stjórna tölvu einungis með annarri hendi. Sýnt verður eitt tæki sem kemur algerlega í staðinn fyrir mús og venjulegt lyklaborð. Tækið hefur einungis 15 takka og hægt er að nota það með öllum venjulegum heimilistölvum. Thor – Nýtt hlutverk fyrir gamlar tölvur Thor er verkefni sem snýr að tölvuþyrpingum. Markmið með verkefninu er að gefa gömlum tölvum nýtt hlutverk, en tölvuþyrpingar eru mikið notaðar í heimi vísinda og viðskipta. Eins og máltækið segir margar hendur vinna létt verk. Tölvuþyrpinginn Thor var prófuð og á kynningunni verða niðurstöður prófana kynntar ásamt því að kynnt verður hvenær er best að nota tölvuþyrpingu. Allir velkomnir Þeir sem hafa áhuga á námi í tölvunarfræðum eru sérstaklega hvattir til að koma. Þeir sem hefja nám í tölvunarfræðum næsta haust geta hlotið veglegan styrk Nýnemar sem hefja raunvísindanám, m.a. tölvunarfræði haustið 2006 geta sótt um styrk að upphæð 500.000 krónur frá fyrirtækinu Hugvit. Tveir styrkir verða veittir og við úthlutun verður litið til árangurs umsækjenda í raungreinum í framhaldsskóla. www.unak.is/tolvunarfraedi Forritunarverkefni í tölvunarfræði kynnt NÝTT! ! www.unak.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.